Pourquoi-Pas? (+1936)

Pourquoi-Pas ? (sem þýðir: „hvers vegna ekki?“ á íslensku) var heiti sem franski vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot notaði á nokkur rannsóknarskip sín. Frægast þessara skipa var Pourquoi-Pas ? IV sem var smíðað fyrir hann í Saint-Malo og sem hann ætlaði sér að nota í annan leiðangur sinn til Suðurskautslandsins.

Smíði skipsins hófst 1907 og því var hleypt af stokkunum 18. maí 1908. Pourquoi-Pas? var 825 tonna þrímastra barkskip með gufuvél, 40 metrar að lengd og 4,2 metrar á breidd. Skipsskrokkurinn var allur styrktur með stál- og sinkþynnum. Á skipinu var gríðarlega hár strompur og það hýsti þrjár fullbúnar rannsóknarstofur og bókasafn.

Síðasta ljósmyndin sem tekin var af Pourquoi-Pas? Hún var tekin út á sjó hinn 15. september 1936 af yfirmanni á íslenska varðskipinu Ægi. Svarti reykurinn bendir til að kolin hafi verið léleg.

Friðlýsingin á flakinu

Skipið telst vera frönsk eign, en eigandinn, Valline Charcot, sem er barnabarn Charcot´s, lítur á flak Pourquoi-Pas ? vera vota gröf og vill ekki að neitt sé snert eða tekið úr flakinu.

Pourquoi-Pas? var friðlýst þann 16. september 2003, að beiðni franska sendiráðsins, aðstandenda áhafnarinnar og Byggðasafns Borgarfjarðar.

Mynd/kort sem sýnir strandstað rannsóknarskipsins Pourquoi-Pas .

Strandstaðurinn og flak skipsins

Skipsflak Pourquoi-Pas? fannst árið 1960 af gömlum hjálmkafara. (Óþekkt, vantar meiri upplýsingar).

Leit fór aftur af stað undir stjórn fornleifafræðingsins Jean-Yves Blot árið 1984. Á tíma þeirrar leitar þá hafði gamli hjálmkafarinn verið látinn og ekki voru til upplýsingar um staðsetningu flaksins.

Flakið fannst þó eftir 2 til 3 daga leit.

(Sjá hér frétt um fyrirhugaða leit á sínum tíma í þessum link; http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2889199)

Flak Pourquoi-Pas? liggur á 12 metra dýpi á sléttum malar/grjót botni. Nokkur gróður er á flakastaðnum. Vegna sterkra strauma hefur dreifst mikið úr flakinu og liggur það á stóru svæði á víð og dreif. Margir munir hafa fundist við leit kafara á staðnum. Því miður í gegnum árin hefur verið mikið tekið úr flakinu, og hafa þeir munir glatast, eða hafa dreifst víða á milli manna. Upplýsingar hafa verið líka um að sérstakir leiðangrar hafi verið gerðir til að „stela“ úr flakinu. Frekari upplýsingar um það er þó erfitt að finna því kortlagning á flakinu fór svo seint fram og lítið skráð hvaða munir voru í flakinu.

Þó hefur Borgnesingurinn Svanur Steinarsson reynt að sinna flakinu, vernda og upplýsa og fræða áhugasama um þessa merku sögu og atburðanna sem urðu á Mýrunum og hvernig varð fyrir Pourquoi Pas?.

Kort sem sýnir staðsetningar á helstu munum og dreifingu flaksins á hafsbotni (Mynd 2013)

Mynd: Emmanuel Gavillet (heimild: http://www.pourquoi-pas.ch )
Mynd: Emmanuel Gavillet (heimild: http://www.pourquoi-pas.ch )

RÚV 17.01.2021 – ÞÁTTURINN FYRIR ALLA MUNI

Fjörutíu fórust og einn komst lífs af úr hræðilegu sjóslysi 16. september 1936. Þá fórst franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? í miklu óveðri við Íslandsstrendur. Í þættinum Fyrir alla muni, sem er á dagskrá í kvöld, er rannsakað hvort stýri sem fannst og er merkt skipstjóranum tilheyrir skipinu í raun.

Franski vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot var skipstjóri á Pourquoi-Pas? Skipið, sem smíðað var 1908, var þrímastra barkskip sem hýsti þrjár fullbúnar rannsóknarstofur og bókasafn. Charcot sigldi skipinu í fjölmarga rannsóknarleiðangra.

Eignaðist marga góða vini á Íslandi

Charcot lét af skipstjórn vegna aldurs árið 1925 en var áfram um borð sem leiðangursstjóri. Charcot og áhöfn hans komu oft við á Íslandi í leiðöngrum sínum á norðurslóðir, bæði í Reykjavík, á Akureyri og Patreksfirði. Hann eignaðist marga góða vini hér á landi.

Sautján fundust aldrei

Skipið lenti í miklu og óvæntu óveðri út af Reykjanesi 16. september 1936. Það hraktist upp í Borgarfjörð og strandaði á skerinu Hnokka út af Álftanesi og Mýrum. Alls létust 40 manns, 23 fundust látnir og 17 var saknað og fundust aldrei. Aðeins einn einn lifði slysið af.

Kraftaverk ef stýrið er svo heillegt

Það sem eftir er af flakinu liggur enn í sjónum en ýmsir hlutir úr skipinu hafa fundist hér og þar í gegnum tíðina. Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir, umsjónarmenn þáttarins Fyrir alla muni, fengu ábendingu um stýri sem er í einkaeigu og mögulega er talið vera stýrið úr skipinu. Stýrið er merkilega heillegt og það mætti segja að það væri kraftaverk ef það komst svo heilt frá slysinu.

Viktoría og Sigurður komast að ýmsu áhugaverðu um örlög skipsins. Þau heimsækja meðal annars Inga Ingason sem hefur í fórum sínum stýri sem hann telur vera úr skipinu. Albert Guðmundsson afi hans fékk stýrið frá bónda sem fullyrti að það væri úr flakinu.

Rúv; Fyrir alla muni – 17.01.2021; Stýrið úr Pourquoi-Pas?

_______________________________________________

Meira hér: Saga Pourquoi-Pas?

Og svo hér líka: Könnunarleiðangur 2011

___________________________________________________

Heimildir og greinar: 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s