Nordpolen (+1926)

Norsk flutningaskip, gufuskip, í eigu félags í Bergen. Sama félag og átti kolaflutningapramman Inger Benedicte sem sökk við innsiglinguna í Reykjavík sama ár, 1926. Smíðað 1880.

Nordpolen um 1890.

Var kallað á þessum tíma cementsskipið “sementsskipið”. Einnig símastauraflutningaskip.

Neðansjávarmynd af flaki Nordpolen (Mynd: LHG)

Var að flytja mikið magn af sementi og símastaura. Sementið átti að fara til Reykjavíkur og var víst mikil eftirspurn eftir því á þessum tíma. Símastaurarnir áttu að fara í Hagabót, Barðaströnd, um alls 130 stykki en 400 staurar til Reykjavíkur.

Einnig var um borð, matvörur, smurningsolía, tunnur, fernistunnur.

Fréttagrein frá tíma strandsins.

Sökk 27. júlí 1926

Sagt að það hafi verið álíka stórt og Gullfoss I (1915 – 27feb – mars 1941 ).

Gullfoss var 70 metrar að lengd og 10 metrar að breidd. (Lengd er 230 fet, breidd 35 fet, Burðarmagn 1413 smálestir brúttó, 885 smálestir nettó.)

Nordpole var 46 ára gamalt þegar það sökk.

Tals­vert var fjallað um strand norska flutn­inga­skips­ins Nor­dpo­len á Breiðafirði í lok júlí árið 1926 í ís­lensk­um fjöl­miðlum á þeim tíma en Land­helg­is­gæsl­an fann flak skips­ins í síðasta mánuði þegar sjó­mæl­inga­bát­ur­inn Bald­ur var við mæl­ing­ar á Breiðafirði. Ekki var áður vitað um ná­kvæma staðsetn­ingu flaks­ins sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gæsl­unni.

Flutn­inga­skip­inu var hleypt af stokk­un­um 18. sept­em­ber árið 1880 og var því orðið tæp­lega 46 ára gam­alt þegar það fórst. Skipið var upp­haf­lega nefnt Solon og gekk und­ir því nafni til árs­ins 1907 þegar það var selt nýj­um eig­end­um sem nefndu það Locksley. Skipið var aft­ur selt árið 1913 og fékk þá nafnið Jern­land. Þrem­ur árum síðar var það selt á nýj­an leik og nefnt Star­efos. Loks var skipið enn á ný selt árið 1922 og fékk þá nafnið Nor­dpo­len.

Flutn­inga­skipið mun hafa verið um 2000 smá­lest­ir að stærð að því er seg­ir í Morg­un­blaðinu 11. ág­úst og álíka stórt og flutn­inga­skipið Gull­foss, sem hleypt var af stokk­un­um árið 1915 og var fyrsta skip Eim­skipa­fé­lags Íslands, sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðsins 31. júlí. Varn­ing­ur um borð var einkum símastaur­ar og sement en einnig rúg­mjöl og síma­vír.

Símastaurn­arn­ir áttu að fara á land víðs veg­ar um land. Þegar skipið kom til Ísland hélt það fyrst til Vest­manna­eyja sam­kvæmt ósk landsíma­stjóra til þess að hægt yrði að gefa skip­stjór­an­um fyr­ir­skip­an­ir um það hvar staur­arn­ir skyldu sett­ir á land. Skipið átti meðal ann­ars að koma við á Pat­reks­firði, Flat­ey, Haga­bót, Reykja­vík og Hafnar­f­irði.

Fjallað ít­ar­lega um strandið í Morg­un­blaðinu

Nor­dpo­len hélt til Pat­reks­fjarðar og tók þar um borð hafn­sögu­mann fyr­ir Breiðafjarðar­hafn­irn­ar, Snæ­björn Kristjáns­son hrepp­stjóra í Hergils­ey. Fjallað var ít­ar­lega um strand Nor­dpo­len í Morg­un­blaðinu 11. ág­úst 1926 þar sem vitnað var einkum til dag­bók­ar skip­stjóra flutn­inga­skips­ins, M. Ir­gens, þar sem sagði í end­ur­sögn blaðsins (upp­runa­leg staf­setn­ing er lát­in halda sér):

Fjölgeislamynd (e. Multibeam) af flaki Nordpolen. (Mynd: LHG)

„Var nú fyrst haldið til Flat­eyj­ar og þaðan til Haga­bót­ar með símastaura í Barðastrand­ar­lín­una. Þangað var kom­inn vj­el­bát­ur frá Stykk­is­hólmi til að flytja staur­ana í land. En veður tók þegar að hvessa og gerði rign­ing­ar­dimmviðri. Vildi bát­ur­inn þá eigi bíða leng­ur og fór sína leið. Þótti nú sýnt, að eigi yrði hægt að skipa staur­un­um þar á land og lagði þá Há­kon alþm. Kristó­fers­son í Haga það til, að skipið færi inn til Brjáns­lækj­ar, því að þar myndi vera hlé.

Var nú lagt af stað og sá lítið til land­miða, en sigl­inga­leið er þarna ómæld og sá skip­stjóri því eigi ástæðu til að taka dýpt­ar­mæl­ing­ar. Þótt­ust þeir nú halda sömu leið og þeir höfðu komið frá Flat­ey, þangað til þeir sáu Sauðeyj­ar. Var nú stefnt á þær um hríð, þangað til leiðsögumaður seg­ir, að komið sje fram hjá öll­um skerj­um og nú sje hrein sigl­inga­leið til Brjáns­lækj­ar. Sá þó ekki til land­miða. En nú var sett á fulla ferð. Fimm mín­út­um síðar strand­ar skipið á ein­hverju skeri, sem þeir eigi vita hvaða sker er. En það mun vera norðvest­ur af Sauðeyj­um.

Skipið hjó nú þarna á sker­inu fram eft­ir degi og fór þá að koma mik­ill sjór í það, einkum vj­ela­rúmið. Vj­el­in komst í ólag og varð því að stöðva hana. Hækkaði nú sjór óðum í skip­inu og hjó það mikið á sker­inu svo að ketill­inn riðaði all­ur og lyft­ist að fram­an um 4 þuml­unga. Tókst þó síðar að kveikja upp eld í öðru eld­stæðinu og koma upp gufu. Var nú dælt um stund og lækkaði þá aust­ur­inn að mun. En svo mun skipið hafa brotnað meira um vj­ela­rúmið, því að þar streymdi nú svo mik­ill sjór inn, að eld­ur­inn sloknaði.

Há­kon alþing­ismaður kom nú út að skip­inu og fóru tveir menn með hon­um til Flat­eyj­ar, en hinir urðu ein­ir eft­ir í skip­inu. En þegar svo var komið að skipið var komið í kaf að fram­an, stigu þeir á skips­bát­inn og hjeldu til Brjáns­lækj­ar. Seinna var farið á strandstaðinn aft­ur og var skipið þá sokkið. Ligg­ur það á 9 faðma dýpi og er talið óhugs­andi að því verði bjargað. Framb­urður skip­stjóra og annarra skip­verja var mjög sam­hljóða dag­bók­inni.“

Vissi af skeri á svæðinu en taldi það að baki

Einnig er vitnað í framb­urð Snæ­björns Kristjáns­son­ar við sjó­próf­in þar sem hann hafi sagst hafa tekið að sé að vera hafn­sögumaður að beiðni Há­kon­ar alþing­is­manns og landsíma­stjóra. Hann hafi verið leiðsögumaður á norðan­verðum Breiðafirði um tveggja ára­tuga skeið. Dimmst hafi verið þegar Nor­dpo­len hafi haldið frá Haga­bót og aðeins rofað fyr­ir til Hvamms­fjarðar en ekki verið hægt að sjá til lands eins og venju­lega.

„Kveðst hann hafa vitað af skeri þarna ná­lægt Sauðeyj­um, en haldið að þeir væri komn­ir fram fyr­ir það og eigi geta sagt um hvort skipið hafi held­ur strandað á því skeri eða öðru. Þegar þeir komu á stand­astaðinn síðast, var enn svo dimt veður, að eigi sá til miða á landi. En hann seg­ir, að þeir hafi verið farn­ir að beygja af sigl­inga­leiðinni til Flat­eyj­ar til bak­borða, í átt­ina til Brjáns­lækj­ar.“

Fram kem­ur enn­frem­ur í frétt Morg­un­blaðsins að þegar Nor­dpo­len hafi strandað hafi ný­verið farið fram mik­il og dýr viðgerð á skip­inu. Það hafi verið tryggt í Nor­egi en aðeins fyr­ir altjóni en ekki skemmd­um. Henni lýk­ur á þess­um orðum: „Það mun tæp­lega orka tví­mæl­is að þeir, sem best skyn bera á þessi mál, munu telja það óverj­andi að sigla svona stóru skipi á ómæld­um sigl­inga­leiðum, þar sem fult er af borðum og blindskerj­um. Og allra síst hafi það verið rjett, að ætla að sigla skip­inu frá Haga­bót til Brjáns­lækj­ar, enda þótt eigi hefði verið dimm viðri.“

Hefurðu frekari upplýsingar um Nordpolen? Geturðu bætt einhverju við? Hafðu samband; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

Minden (+1939)

Það er margt á huldu er varðar flakið af þýska flutningaskipinu S.S. Minden. Það sem vitað er með nokkurri vissu er að skipið var á leið frá Rio de Janero, Brazilíu, til Þýskalands árið 1939. Áhöfn skipsins ákvað að sökkva því eftir að það var vart við bresk herskip í nágrenninu (HMS Calypso & HMS Dunedin) og vildu ekki að bretar gætu náð skipinu… og þá farminum?

Orðrómur/heimildir? eru fyrir því að Nazistar hafi tekið úr bönkum í suður-Ameríku gullforða sinn (4 tonn?) og verið að flytja hann til Þýskalands í upphafi stríðsins. Adolf Hitler hafi fyrirskipað um að skipinu yrði sökkt frekar en að lenda í óvinahöndum. Skipinu var sökkt 24. september 1939.

Áhöfninni úr SS Minden var bjargað af HMS Dunedin, og þaðan var siglt í höfn í Scapa Flow í Orkneyjum.

_______________________________________________________________________

Heimild: RÚV – 14.04.2017 (IS)

Umhverfisstofnun fékk það staðfest frá lögmanni breska fyrirtækisins Advanced Marine Services strax í maí síðastliðnum að fyrirtækið er á eftir gulli og/eða silfri sem það telur vera um borð í þýska flutningaskipinu SS Minden, sem liggur á hafsbotni 120 sjómílur suðaustur af Íslandi.

Staðsetning SS MInden. 120 sjómílur frá Íslandi.

Nánast tilviljun réði því að Landhelgisgæslan veitti rannsóknarskipinu Seabed Constructor athygli segir verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Á meðan flugvélin Sif sé erlendis sé eftirlit með efnahagslögsögunni  ófullnægjandi.

Líklegt að þetta sé mynd af S.S. Porta, sem var systurkip S.S Minden. Mynd: Wikipedia

Landhelgisgæslan hætti í gær afskiptum af Seabed Constructor eftir að búnaður sem notaður var til að komast inn  í flak Minden hafði verið hífður um borð að nýju og skipið hélt á brott. Leynd hvílir yfir því eftir hverju var verið að sækjast, en skipverjar hafa sagst vera að bjarga verðmætum málmum, ekkert meira hefur verið gert opinbert. Svo virðist sem Seabed Constructor hafi siglt beint á staðinn.

Rannsóknarskipið Seabed Constructor séð úr brúnni í skipi LHG. Mynd LHG.

„Já það lítur út fyrir að þeir hafi haft nákvæmar upplýsingar um staðsetningu skipsins sem segir okkur að það voru einhverjar rannsóknir búnar að fara fram áður, hvort sem það var þetta skip eða eitthvað annað, þá hefur sú rannsókn farið fram áður,“ segir Auðunn F. Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Neðansjávarmynd tekin úr SS Minden.

Hann segir það nánast tilviljun að Landhelgisgæslan varð vör við rannsóknarskipið.

„Við sjáum þetta skip í gegnum gervitunglaeftirlit, sem er mjög stopult. Málið er að flugvélin okkar er búin að vera erlendis undanfarið og á meðan hún er erlendis þá er eftirlit með ytri svæðum efnahagslögsögunnar bara mjög lítið, þannig að það er nánast tilviljun að við sjáum þetta skip, já.“

Rannsóknar og djúprannsóknarskipið Seabed Constructor. Mynd LHG.

Auðunn segir að Sif geti í þremur ferðum fylgst með allri efnahagslögsögunni, en að eftirlitið sé ófullnægjandi þegar hennar nýtur ekki við.

„Þá geta skip athafnað sig hér innan lögsögu, hvort sem það eru fiskveiðar eða rannsóknir eða hvaða önnur verkefni sem eru, án okkar vitneskju. Mjög líklegt að þeir sleppi framhjá augum okkar,“ segir Auðunn F. Kristinsson.

Rannsóknarskipið Seabed Contstructor í Reykjavík, að Skarfabryggju Sundahöfn, eftir að því var skipað af Landhelgisgæslunni að fara í höfn á meðan rannsókn á málinu færi fram. (Mynd; DiveExplorer 10.04.2017)

Heimild: Icelandmag.is – 10 juli 2018 (EN)

Hunt for mysterious Nazi treasure in Icelandic waters must be called off by midnight

Treasure hunters who are trying to recover valuables from the wreck of a German vessel, which was sunk off the coast of South Iceland during WWII, have until tonight to wrap up their mission.  The official objective of the treasure hunt is a safe which is believed to contain gold bars. The safe could contain as much as 113 million USD (96 million EUR) worth of gold. However, rumor has it that the gold is not ultimate or real objective of the mission. Other unidentified treasures are said to be onboard the ship, SS Minden.

In the spring of 2017 the Icelandic Coast Guard boarded a research vessel, Seabed Constructor, off the south coast of Iceland. The research vessel, which had been rented by a UK company called Advanced Marine Services, was engaged in unothorized seabed exploration. The crew told local authorities it was attempting to salvage valuables from the wreck of a German merchant vessel SS Minden which was sunk in the early days of WWII. SS Minden was returning from South America to Germany when it was sunk by the Royal Navy.

According to the official ship manifest of the SS Minden the vessel was carrying resin from Brazil intended for industrial use. The ship is not known to have carried any minerals or valuables. The crew of the Seabed Constructor told the Coast Guard that they were attempting to recover a safe from the ship, believed to contain gold bars.

The value of the treasure onboard the SS Minden must be significant, as it costs at least 100,000 USD per day to rent a research vessel like the Seabed Constructor.

SEABED WORKER The research vessel has been rented by a UK based company to mount a salvage operation onboard the wreck of SS Minden. Photo/Óskar P. Friðriksson
SS PORTA One of four sister ships of SS Minden. The SS Minden was returning from Brazil when it was attacked and sunk by the Royal Navy. Photo/Wikimedia commons

A mysterious treasure
The sources of the local newspaper Fréttablaðið onboard the Seabed Constructer claim that recovering the gold is not real objective of the mission, as the wreck of the SS Minden is said to hide some other unidentified valuables. According to these sources the real objective of the search is known by only a handful of people onboard the research vessel.

After the Seabed Constructor was brought to harbor in the spring of 2017 the company Advanced Marine Services was notified that the ship could not be allowed to continue its search of the wreck without a permit. The company then applied for a permit to explore the wreck of the SS Minden, with the stated purpose of recovering a safe containing the gold bars. 

A 72 hour permit was granted for exploration in the fall of 2017, but due to poor weather and extremely difficult conditions the treasure hunters were unable to use the permit, but were granted permission to continue their search this year. The treasure hunters returned to the wreck of the SS Minden last week on the research vessel Seabed Worker to continue the hunt for the mysterious treasure. The permit expires at midnight tonight.

Hefurðu upplýsingar um MINDEN ? Hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com. Trúnaði heitið ef þörf er.

Dou have information about MINDEN? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com. Information´s can be classified.

Heimildir og tenglar

Vestri (+1974)

Flakið af M/S Vestra liggur á tæplega 40 m dýpi nálægt Akranesbauju. Að flakinu er einungis hægt að komast með báti. Skyggnið er yfirleitt nokkuð gott en fer þó eftir vindátt.

Teikning af M/s Vestra.
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki M/s Vestra

Flakið er nokkuð heillegt. Þarna er einnig töluvert dýralíf. Útveggur brúarinnar hefur fallið af þannig að brúin er vel opin, en þar fyrir innan má sjá stórt tréstýri og viðargólf. Á næstu hæð fyrir neðan eru vistarverur og eldhús, Öll þil eru horfin þannig að hæðin er nú stór geimur fyrir utan stálskorstein sem liggur upp í gegn um alla yfirbygginguna. Lestar skipsins eru tvær og eru þær galopnar. Frammi á bakka eru spil og keðjur.

Ekki þykir ráðlegt að fara inn í lestar né yfirbyggingu skipsins. Flakið liggur dýpst á um 40 metrum. Skipið er um 300 rml flutningaskip, byggt í Danmörku 1964 en það fórst í febrúar 1974. Flakið fannst í September 2002. Flakið sem er tæplega 50 m langt liggur á stjórnborðssíðunni og er það mjög heillegt.

Fjölgeislamynd (multibeam) af Vestra

Skipið var að leiðinni upp í Borgarnes, með mjöl farm. Skipið var vitlaust, eða illa lestað og þegar það fór fyrir Akranesbaugju þá valt það á hliðina og sökk.

10 manns voru í áhöfn en allir björguðust.

Botninn er malarbotn og gruggast ekki mikið upp þótt hann sé snertur. Nokkur straumur getur verið á svæðinu þannig að best er að kafa í flakið á fallaskiptum og á fjöru.

Dýpi 30 til 39 metrar

GPS staðsetning: 64 17.797 N – 22 08.220 W

Heimildir & linkar:

  • Lhg.is
  • Sportkafarafélag Íslands

Het Wapen Van Amsterdam (+1667) – GULLSKIPIÐ

Eitt þekkasta og mest um talað og skrifað „fjarsjóðs-skipsflak“ sem hér á Íslandi er án efa Indíafarið Het Wapen Van Amsterdam. Betur þekkt meðal Íslendinga sem GULLSKIPIÐ.

Teikning af því hvernig skipið Het Wapen Van Amsterdam hafi hugsanlega litið út.

Leitin að því hefur spannað marga áratugi án raunverulegs árangurs. Þó hugmyndin um að finna „alvöru“ fjarsjóð laðar marga að og dreymir marga um að finna slíkt.

Hér er síðan um leitirnar að Het Wapen Van Amsterdam.

Það hefur mikið verið talað um farm skipsins sem var afar verðmætur en minna um það að þetta er sennilega eitt mannskæðasta slys við Íslandsstrendur en talið er að minnst 140 menn hafi farist en 50-60 tókst að ganga alla leið austur í Öræfi. Nokkrir skipverjanna komust lifandi í land en gáfust upp á leiðinni til byggða enda afar þungt að ganga í blautum sandi og vaða jökulár. Skipverjar tóku með sér það sem þeir gátu borið og er sagt að þar á meðal hafi verið mikið af silki. Ganga sögur um að Öræfingar hafi í margar aldir sofið við silki rúmföt en þeir fengu silkið í stað reiðtygja þegar skipbrotsmennirnir fóru suður til Reykjavíkur til að komast í skip til Holllands.

Skipsskrokkurinn lá yfirgefinn en grófst smátt og smátt í sandinn og hvarf á innan við hundrað árum. Upp úr 1960 byrjuðu nokkrir ævintýramenn að leita að skipinu í sandinum. Það voru mikil umsvif hér og gaman að fylgjast með hvaða verkfæri þeir notuðu til að fara um sandinn og yfir jökulárnar, til dæmis var bíll sem hægt var að keyra á vatni og sjó sem kallaður var Vatnadrekinn. Það var leitað og grafið í mörg ár og 1983 töldu menn sig hafa fundið gullskipið. Hollenska stjórnin sendi menn á vettvang því þeir eiga jú skipið og allan farminn. Spennan var mikil í september 1983 þegar grafið var niður á skipið og vonbrigðin gífurleg þegar kom í ljós að það var togarinn Friedrich Albert sem lá í sandinum en ekki gullskipið. Það hvílir enn í sandinum og bíður nýrra ævintýramanna.

Grein úr Morgunblaðinu 9. águst 1983
Morgunblaðsgrein 8 júlí 1982 um Het Wapen Van Amsterdam.

Heimildir og upplýsingar:

Shirvan (+1944)

Heimild: Morgunblaðið 28. júlí 2010

Fundu flak bresks olíuskips

Júlí 28, 2010

Höfundar: Árni Sæberg – Hjalti Geir Erlendsson

Fundist hefur flak breska olíuskipsins SS Shirvan sem sökkt var skammt undan ströndum Íslands í nóvember árið 1944.

Varð fyrir árás sama þýska kafbáts og Goðafoss.

Vísbendingar sjómanna um að skipsflak væri að finna á hafsbotni skammt undan Garðskaga leiddu til þess að vísindamenn á vegum Hafmyndar ehf. og Háskóla Íslands héldu í könnunarleiðangur um hafsvæðið ásamt Landhelgisgæslunni.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðisns fengu að fljóta með í ferðina sem farin var á varðskipinu Tý.

Notast var við íslenskan kafbát, af gerðinni Gavia, við leitina að flakinu. Kafbáturinn, sem er í eigu Háskóla Íslands, er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Hafmynd ehf.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

Flak Shirvans liggur á hliðinni á um 100 metra dýpi og af myndum að dæma hefur skipið brotnað í þrjá parta. Af fyrstu rannsóknum að dæma bendir fátt til þess að olía sé enn í tönkum skipsins.

Örlagavaldur Goðafoss

Líklegast þótti að um flak Shirvans væri að ræða. Getgátur voru uppi um hvort flakið væri af Goðafossi, sem var grandað í sömu árás og Shirvan. Það fær þó ekki staðist sé tekið mið af stærð og staðsetningu flaksins.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

Hinn 10. nóvember 1944 var skipalest á siglingu til Íslands. Í fararbroddi var skip Eimskipafélagsins, Goðafoss, en í hópnum var einnig breska olíuskipið SS Shirvan. „Mikið óveður varð til þess að Shirvan villtist af leið,“ segir Óttar Sveinsson, höfundur bókarinnar Útkall: Árás á Goðafoss. „Shirvan lenti í klóm þýsks kafbáts sem grandaði skipinu með tundurskeyti.

Skipið stóð eftir árásina í ljósum logum en með elju náði hópur áhafnarmeðlima að komast í björgunarbáta, margir mjög illa leiknir.“ Óttar segir að skipverjar Goðafoss hafi náð að bjarga 19 skipbrotsmönnum um borð. „Stuttu síðar komst Goðafoss sjálfur í skotfæri hjá þýska kafbátnum sem grandaði honum með afleiðingum sem flestir Íslendingar kannast við.“

Það er af Shirvan að segja að skipið rak mannlaust, í ljósum logum, á haf út þar sem það sökk.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

__________________________________________________________________

Breska olíuflutningaskipið Shirvan (Mynd; Uboat.net / Photo courtesy of the National Maritime Museum, Greenwich, P24037 )
Fjölgeislamæling (e. Multi-beam) mynd af flaki Shirvan.

Hefurðu upplýsingar? Viltu bæta einhverju við eða laga?

Bætum við söguna um SHIRVAN! Hafðu samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og linkar:

Empire World (+1944)

Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa (2018). Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Mynd: Landhelgisgæslan

Í lok apríl var varðskipið Þór við sjómælingar þar sem dýpi var mælt með fjölgeisladýptarmæli skipsins. Á innanverðum Faxaflóa urðu skipverjar og sjómælingamenn um borð í varðskipinu varir við þúst á hafsbotni sem vakti sérstaka athygli og var talið mögulegt að um skipsflak væri að ræða. 

Landhelgisgæslan var ekki með neina vitneskju um skipsflak á þessum slóðum og því var ákveðið að kanna málið betur. Sjómælingabáturinn Baldur var þá sendur út til rannsókna með fjölgeisladýptarmæli en einnig var hafður með í för sjálfstýrður kafbátur frá Teledyne Gavia sem skannaði þústina með hliðarhljóðsjá.

Gögn frá mælingum Baldurs og Gavia staðfestu að um flak væri að ræða. 

Skipslíkan af Empire Wold (Mynd; Morgunblaðið)

Fórst með 17 menn um borð

Þar sem ekki var unnt að staðfesta hvaða skip ætti í hlut fór Baldur í annan leiðangur með neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar. Með gögnum úr þeim leiðangri var hægt að staðfesta að flakið væri af breska dráttarbátnum Empire Wold sem fórst í innanverðum Faxaflóa í nóvember 1944 og með honum allt að 17 menn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunnie eru örlög dráttarbátsins Empire Wold tengd hildarleiknum þegar flutningaskipinu Goðafossi og tankskipinu Shirvan var sökkt af þýskum kafbáti við Garðskaga þann 10. nóvember 1944. „Saga Goðafoss og Shirvan er vel þekkt en færri hafa heyrt um dráttarbátinn sem sendur var frá Reykjavík til að reyna að bjarga tankskipinu. Shirvan hélst nokkuð lengi á floti þrátt fyrir skemmdir eftir tundurskeytið og rak logandi undan veðri og vindum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Talið er að um borð í Empire Wold hafi verið níu manna áhöfn og átta bandarískir sjóliðar. Empire Wold hélt út frá Reykjavík um klukkan þrjú síðdegis þann 10. nóvember 1944 og sigldi til vesturs í átt að Shirvan. Síðan þá hefur ekkert spurst til skipsins fyrr en nú, 74 árum síðar. 

Mynd: Landhelgisgæslan

Skildi eftir sig eiginkonu og 9 mánaða dóttur á Íslandi

„Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hugsanleg örlög Empire Wold, meðal annars þær að skipinu kynni að hafa verið sökkt af kafbáti eða að það hefði siglt á tundurdufl. Ekkert kom hins vegar fram í gögnum Þjóðverja um að kafbátur hafi sökkt dráttarbáti við Ísland og var því seinna farið að horfa til þess hvort veður og sjólag kynnu að hafa grandað Empire Wold.“

Eftir rannsóknir Landhelgisgæslunnar á flakinu bendir ekkert til þess að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls eða tundurskeytis. Ekki er því hægt að skera úr um orsök þess að Empire Wold fórst í Faxaflóa. 

Fundur flaks Empire Wold var tilkynntur til breska sendiráðsins og einnig til íslenskra aðstandenda eins skipverjans en 2. vélstjóri dráttarbátsins var kvæntur íslenskri konu og áttu þau 9 mánaða gamla dóttur þegar slysið varð.

Heimildir og tenglar: