Shirvan (+1944)

Heimild: Morgunblaðið 28. júlí 2010

Fundu flak bresks olíuskips

Júlí 28, 2010

Höfundar: Árni Sæberg – Hjalti Geir Erlendsson

Fundist hefur flak breska olíuskipsins SS Shirvan sem sökkt var skammt undan ströndum Íslands í nóvember árið 1944.

Varð fyrir árás sama þýska kafbáts og Goðafoss.

Vísbendingar sjómanna um að skipsflak væri að finna á hafsbotni skammt undan Garðskaga leiddu til þess að vísindamenn á vegum Hafmyndar ehf. og Háskóla Íslands héldu í könnunarleiðangur um hafsvæðið ásamt Landhelgisgæslunni.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðisns fengu að fljóta með í ferðina sem farin var á varðskipinu Tý.

Notast var við íslenskan kafbát, af gerðinni Gavia, við leitina að flakinu. Kafbáturinn, sem er í eigu Háskóla Íslands, er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Hafmynd ehf.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

Flak Shirvans liggur á hliðinni á um 100 metra dýpi og af myndum að dæma hefur skipið brotnað í þrjá parta. Af fyrstu rannsóknum að dæma bendir fátt til þess að olía sé enn í tönkum skipsins.

Örlagavaldur Goðafoss

Líklegast þótti að um flak Shirvans væri að ræða. Getgátur voru uppi um hvort flakið væri af Goðafossi, sem var grandað í sömu árás og Shirvan. Það fær þó ekki staðist sé tekið mið af stærð og staðsetningu flaksins.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

Hinn 10. nóvember 1944 var skipalest á siglingu til Íslands. Í fararbroddi var skip Eimskipafélagsins, Goðafoss, en í hópnum var einnig breska olíuskipið SS Shirvan. „Mikið óveður varð til þess að Shirvan villtist af leið,“ segir Óttar Sveinsson, höfundur bókarinnar Útkall: Árás á Goðafoss. „Shirvan lenti í klóm þýsks kafbáts sem grandaði skipinu með tundurskeyti.

Skipið stóð eftir árásina í ljósum logum en með elju náði hópur áhafnarmeðlima að komast í björgunarbáta, margir mjög illa leiknir.“ Óttar segir að skipverjar Goðafoss hafi náð að bjarga 19 skipbrotsmönnum um borð. „Stuttu síðar komst Goðafoss sjálfur í skotfæri hjá þýska kafbátnum sem grandaði honum með afleiðingum sem flestir Íslendingar kannast við.“

Það er af Shirvan að segja að skipið rak mannlaust, í ljósum logum, á haf út þar sem það sökk.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

__________________________________________________________________

Breska olíuflutningaskipið Shirvan (Mynd; Uboat.net / Photo courtesy of the National Maritime Museum, Greenwich, P24037 )
Fjölgeislamæling (e. Multi-beam) mynd af flaki Shirvan.

Hefurðu upplýsingar? Viltu bæta einhverju við eða laga?

Bætum við söguna um SHIRVAN! Hafðu samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og linkar:

Ein athugasemd við “Shirvan (+1944)”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s