Vestri (+1974)

Flakið af M/S Vestra liggur á tæplega 40 m dýpi nálægt Akranesbauju. Að flakinu er einungis hægt að komast með báti. Skyggnið er yfirleitt nokkuð gott en fer þó eftir vindátt.

Teikning af M/s Vestra.
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki M/s Vestra

Flakið er nokkuð heillegt. Þarna er einnig töluvert dýralíf. Útveggur brúarinnar hefur fallið af þannig að brúin er vel opin, en þar fyrir innan má sjá stórt tréstýri og viðargólf. Á næstu hæð fyrir neðan eru vistarverur og eldhús, Öll þil eru horfin þannig að hæðin er nú stór geimur fyrir utan stálskorstein sem liggur upp í gegn um alla yfirbygginguna. Lestar skipsins eru tvær og eru þær galopnar. Frammi á bakka eru spil og keðjur.

Ekki þykir ráðlegt að fara inn í lestar né yfirbyggingu skipsins. Flakið liggur dýpst á um 40 metrum. Skipið er um 300 rml flutningaskip, byggt í Danmörku 1964 en það fórst í febrúar 1974. Flakið fannst í September 2002. Flakið sem er tæplega 50 m langt liggur á stjórnborðssíðunni og er það mjög heillegt.

Fjölgeislamynd (multibeam) af Vestra

Skipið var að leiðinni upp í Borgarnes, með mjöl farm. Skipið var vitlaust, eða illa lestað og þegar það fór fyrir Akranesbaugju þá valt það á hliðina og sökk.

10 manns voru í áhöfn en allir björguðust.

Botninn er malarbotn og gruggast ekki mikið upp þótt hann sé snertur. Nokkur straumur getur verið á svæðinu þannig að best er að kafa í flakið á fallaskiptum og á fjöru.

Dýpi 30 til 39 metrar

GPS staðsetning: 64 17.797 N – 22 08.220 W

Heimildir & linkar:

  • Lhg.is
  • Sportkafarafélag Íslands

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s