Minden (+1939)

Það er margt á huldu er varðar flakið af þýska flutningaskipinu S.S. Minden. Það sem vitað er með nokkurri vissu er að skipið var á leið frá Rio de Janero, Brazilíu, til Þýskalands árið 1939. Áhöfn skipsins ákvað að sökkva því eftir að það var vart við bresk herskip í nágrenninu (HMS Calypso & HMS Dunedin) og vildu ekki að bretar gætu náð skipinu… og þá farminum?

Orðrómur/heimildir? eru fyrir því að Nazistar hafi tekið úr bönkum í suður-Ameríku gullforða sinn (4 tonn?) og verið að flytja hann til Þýskalands í upphafi stríðsins. Adolf Hitler hafi fyrirskipað um að skipinu yrði sökkt frekar en að lenda í óvinahöndum. Skipinu var sökkt 24. september 1939.

Áhöfninni úr SS Minden var bjargað af HMS Dunedin, og þaðan var siglt í höfn í Scapa Flow í Orkneyjum.

_______________________________________________________________________

Heimild: RÚV – 14.04.2017 (IS)

Umhverfisstofnun fékk það staðfest frá lögmanni breska fyrirtækisins Advanced Marine Services strax í maí síðastliðnum að fyrirtækið er á eftir gulli og/eða silfri sem það telur vera um borð í þýska flutningaskipinu SS Minden, sem liggur á hafsbotni 120 sjómílur suðaustur af Íslandi.

Staðsetning SS MInden. 120 sjómílur frá Íslandi.

Nánast tilviljun réði því að Landhelgisgæslan veitti rannsóknarskipinu Seabed Constructor athygli segir verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Á meðan flugvélin Sif sé erlendis sé eftirlit með efnahagslögsögunni  ófullnægjandi.

Líklegt að þetta sé mynd af S.S. Porta, sem var systurkip S.S Minden. Mynd: Wikipedia

Landhelgisgæslan hætti í gær afskiptum af Seabed Constructor eftir að búnaður sem notaður var til að komast inn  í flak Minden hafði verið hífður um borð að nýju og skipið hélt á brott. Leynd hvílir yfir því eftir hverju var verið að sækjast, en skipverjar hafa sagst vera að bjarga verðmætum málmum, ekkert meira hefur verið gert opinbert. Svo virðist sem Seabed Constructor hafi siglt beint á staðinn.

Rannsóknarskipið Seabed Constructor séð úr brúnni í skipi LHG. Mynd LHG.

„Já það lítur út fyrir að þeir hafi haft nákvæmar upplýsingar um staðsetningu skipsins sem segir okkur að það voru einhverjar rannsóknir búnar að fara fram áður, hvort sem það var þetta skip eða eitthvað annað, þá hefur sú rannsókn farið fram áður,“ segir Auðunn F. Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Neðansjávarmynd tekin úr SS Minden.

Hann segir það nánast tilviljun að Landhelgisgæslan varð vör við rannsóknarskipið.

„Við sjáum þetta skip í gegnum gervitunglaeftirlit, sem er mjög stopult. Málið er að flugvélin okkar er búin að vera erlendis undanfarið og á meðan hún er erlendis þá er eftirlit með ytri svæðum efnahagslögsögunnar bara mjög lítið, þannig að það er nánast tilviljun að við sjáum þetta skip, já.“

Rannsóknar og djúprannsóknarskipið Seabed Constructor. Mynd LHG.

Auðunn segir að Sif geti í þremur ferðum fylgst með allri efnahagslögsögunni, en að eftirlitið sé ófullnægjandi þegar hennar nýtur ekki við.

„Þá geta skip athafnað sig hér innan lögsögu, hvort sem það eru fiskveiðar eða rannsóknir eða hvaða önnur verkefni sem eru, án okkar vitneskju. Mjög líklegt að þeir sleppi framhjá augum okkar,“ segir Auðunn F. Kristinsson.

Rannsóknarskipið Seabed Contstructor í Reykjavík, að Skarfabryggju Sundahöfn, eftir að því var skipað af Landhelgisgæslunni að fara í höfn á meðan rannsókn á málinu færi fram. (Mynd; DiveExplorer 10.04.2017)

Heimild: Icelandmag.is – 10 juli 2018 (EN)

Hunt for mysterious Nazi treasure in Icelandic waters must be called off by midnight

Treasure hunters who are trying to recover valuables from the wreck of a German vessel, which was sunk off the coast of South Iceland during WWII, have until tonight to wrap up their mission.  The official objective of the treasure hunt is a safe which is believed to contain gold bars. The safe could contain as much as 113 million USD (96 million EUR) worth of gold. However, rumor has it that the gold is not ultimate or real objective of the mission. Other unidentified treasures are said to be onboard the ship, SS Minden.

In the spring of 2017 the Icelandic Coast Guard boarded a research vessel, Seabed Constructor, off the south coast of Iceland. The research vessel, which had been rented by a UK company called Advanced Marine Services, was engaged in unothorized seabed exploration. The crew told local authorities it was attempting to salvage valuables from the wreck of a German merchant vessel SS Minden which was sunk in the early days of WWII. SS Minden was returning from South America to Germany when it was sunk by the Royal Navy.

According to the official ship manifest of the SS Minden the vessel was carrying resin from Brazil intended for industrial use. The ship is not known to have carried any minerals or valuables. The crew of the Seabed Constructor told the Coast Guard that they were attempting to recover a safe from the ship, believed to contain gold bars.

The value of the treasure onboard the SS Minden must be significant, as it costs at least 100,000 USD per day to rent a research vessel like the Seabed Constructor.

SEABED WORKER The research vessel has been rented by a UK based company to mount a salvage operation onboard the wreck of SS Minden. Photo/Óskar P. Friðriksson
SS PORTA One of four sister ships of SS Minden. The SS Minden was returning from Brazil when it was attacked and sunk by the Royal Navy. Photo/Wikimedia commons

A mysterious treasure
The sources of the local newspaper Fréttablaðið onboard the Seabed Constructer claim that recovering the gold is not real objective of the mission, as the wreck of the SS Minden is said to hide some other unidentified valuables. According to these sources the real objective of the search is known by only a handful of people onboard the research vessel.

After the Seabed Constructor was brought to harbor in the spring of 2017 the company Advanced Marine Services was notified that the ship could not be allowed to continue its search of the wreck without a permit. The company then applied for a permit to explore the wreck of the SS Minden, with the stated purpose of recovering a safe containing the gold bars. 

A 72 hour permit was granted for exploration in the fall of 2017, but due to poor weather and extremely difficult conditions the treasure hunters were unable to use the permit, but were granted permission to continue their search this year. The treasure hunters returned to the wreck of the SS Minden last week on the research vessel Seabed Worker to continue the hunt for the mysterious treasure. The permit expires at midnight tonight.

Hefurðu upplýsingar um MINDEN ? Hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com. Trúnaði heitið ef þörf er.

Dou have information about MINDEN? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com. Information´s can be classified.

Heimildir og tenglar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s