Standard – Skútan (+1917)

Standard er nafn á flaki skútu, sem kafararnir Erlendur Bogason og Öivind Kaasa, fundu á botni Pollsins á Akureyri í byrjun desember árið 1996. Erlendur telur sig hafa upplýsingar um að þetta sé skútan Standard. Hann hefur gert ýmsar mælingar á flakinu og mældist kjölurinn 55 metra langur en heildarlengd flaksins er yfir 60 metrar. Ástand flaksins er nokkuð gott miðað við þann tíma sem það hefur verið neðansjávar enda er mikið ferskvatn í pollinum og skjólgott á þessum stað.

Samkvæmt þýskum gögnum, sem til eru á skrifstofu Samherja á Akureyri, hóf þýska fyrirtækið NORDSEE síldveiðar í hringnót við Ísland sumarið 1905. Móðurskip fyrir þessar veiðar var seglskipið Standard, sem smíðað var í Bandaríkjunum árið 1876. Skipið var gert klárt í Norderham gufuskipum og fór ásamt fimm til Íslands. Gufuskipin drógu móðurskipið til Íslands og til baka aftur að lokinni sumarvertíð hér við land, sem stóð frá 15. júlí til 15. september. Móðurskipið Standard lá á Pollinum en veiðiskipin fóru á miðin og lönduðu afla sínum um borð í móðurskipið.

Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á árið 1914 var síldveiðum með hringnót hætt. Í byrjun stríðsins, í ágúst árið 1914, var Standard kyrrsett á Akureyri en í óveðri árið 1917 losnaði skútan frá, rak á land, skemmdist og sökk. Nú er hún einn skemmtilegasti köfunarstaður sem völ er á með sögulegan bakgrunn og auðveldu aðgengi þar sem hún liggur 70-100 metra fyrir utan Eimskipabryggjuna á Akureyri.

_____________________________________________________________________

Skútan STANDARD liggur um 70-100 metra fyrir utan Eimskipabryggjuna á Akureyri. Lítil bauja er sjáanleg þegar staðið er á bryggjunni og ef synt er að þessari bauju þá liggur spotti frá henni niður að flaki skútunnar. Spottinn endar við miðja skútuna.  

Skyggni getur verið ágætt eftir að verður hefur verið gott í einhverja daga. Skyggnið getur hinsvegar orðið lítið sem ekkert ef vindur eykst og öldurót en einnig vegna leysinga og sanddæluskipa.

Staðsetning á Skútunni í Pollinum, við Akureyri. (Mynd; Google Earth)

Óvenju mikið er af sæfíflum á skrokki skútunnar, flakið er bókstaflega þakið þeim. Þar er líka mikið af þorsk, ýsu og öðrum fisktegundum eins og jafnan í skipsflökum hér við land. Skútan er ein af skemmtilegri köfunarstöðum við landið og vel þess virði að heimsækja ef reynsla og réttindi eru í samræmi við kröfur staðarins. Áður nefndur spotti endar við miðja skútuna á um það bil 16 metra dýpi. Hins vegar eru 27 metrar niður á botninn sem skútan liggur á. Innviði skútunnar eru engin enda var hún bara notuð til flutninga og því engar vistaverur um borð.

ATH! FÁ ÞARF SÉRTAKT LEYFI HAFNARYFIRVALDA Á AKUREYRI TIL AÐ FÁ AÐ KAFA Í SKÚTUNA.

GPS hnit: 65° 40.970’N – 18° 4.947’W

Heimildir & linkar:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s