Inger Benedikte „Kolaskipið“ (+1924)

SS INGER BENEDIKTE (KOLASKIPIÐ)

Inger Benedikte var norskt gufuskip sem íslenskur togari „Skallagrímur“ lenti í árektri við árið 1924. Áreksturinn varð til þess að Inger sökk á Ytri höfn Reykjavíkur.

Árið 1927 unnu kafarar að því að ná upp kolum sem voru í skipinu. Notast var við dínamít við að sprengja upp flakið svo auðveldara var að komast að kolunum. Svo gerist sá hörmulegi atburður að það verður ótímabær sprenging sem verður til þess að þrír menn dóu. (DiveExplorer 2019-5-9)

Tvígeislamynd (e. Side Scan Sonar Image) af flaki Inger Benedikte. (DiveExplorer 2019-5-8)

_____________________________________________________

Inger Benedikte

Prammi sem sökk í siglingaleið á ytrihöfn Reykjavíkurhafnar eftir árekstur við íslenskan togara. Lítið eftir af honum, en hægt að sjá stálplötur og bita á botninum.

Þann 10. júlí árið 1927 var brugðið á það ráð að fá Þórð Stefánsson kafara til þess að sprengja flakið til að skipaumferð stafaði ekki hætta af því.

Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki Inger Benedikte.

Allmargir menn voru að vinna við að sprengja flakið. Þórður kom sprengiefninu fyrir í hvert sinn, en fór upp að því loknu upp á kafarabátinn. Vír lá frá sprengiefninu í bátinn, og þegar hann var kominn hæfilega langt í burtu var sprengt með rafstraum. Í þetta sinn hafði sprengingin mistekist. Var þá sótt lítið eitt af dýnamiti og ætlaði Þórður niður með það. En rétt í því að hann var að ljúka við að búa sig, sprungu dýnamítspatrónurnar sem í bátnum voru án nokkurrrar sjáanlegrar ástæðu. Þrír menn fórust við sprenginguna en Þórður slapp ómeiddur.

Inger Benedicte liggur á um 15 metra dýpi á leirbotni rétt undan Örfirisey í Reykjavík. Prammin er úr stáli. Ekki mikið eftir af prammanum en þó má sjá stálplötur og bita sem liggja á botninum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig pramminn hefur litið út í upphafi en hann virðist vera uþb. 40 m. langu og 6-7 m breiður. (Heimild; kofun.is)

_____________________________________________________

Frétt úr Tímaritinu ÆGIR

Hinn 29. desember s. 1. sigldi togarinn »SkalIagrímur« á stórt gufuskip »Inger Benedicte«, sem lá á ylri höfninni, hlaðið kolum. Sökk »Inger Benedicte« að vörmu spori en skipshöfnin komst upp í togarann. Hafnarstjóri gerði þegar ráðstafanir til að merkja staðinn, þar sem skipið liggur á botni. Sjóréttur var þegar haldinn út af slysinu. Skipstjóri »Skallagríms«, Guðmundur Jónsson, var í landi um jólin en hafði fengið í sinn stað, skipstjóra Guðmund Sigurjónsson til að vera með skipið þessa ferð og var hann skipstjórinn er áreksturinn varð.

GPS staðsetning:

64 09.718 N – 021 55.878 V

Heimildir:

Aðrar heimildir:

  • Built by Sunderland SB Co. Ltd., Sunderland (#119); 1946 grt, 1207 nrt, 2800 dwt. 232.1 x 37.1 x 20.1; 2-cyl. compound engine (NE Mar. Eng. Co. Ltd., Sunderland), 203 nhp On December 29th, 1924, the Norwegian cargo ship SS INGER BENEDICTE, owned at the time of her loss by Jacob Kjøde A/S, Bergen, was on a voyage from Grimsby to Reykjavik with coal, when she sank after a collision with an Icelandic trawler.
  • Read more at wrecksite: https://www.wrecksite.eu/wreck.aspx?194884

E/s REYKJAVÍK (+1908)

Flóabáturinn E/S Reykjavík var í vöru og fólksflutningum til verslunarstaðarins Skógarnes, á sunnanverðu Snæfellsnesi þegar hann strandaði á skeri vorið 1908.

Besta veður var þann 13. maí 1908 þegar strandið átti sér stað, logn og sléttur sjór. Um borð í E/s Reykjavík voru 20 farþegar, mikið af nauðsynjavörum, og timpur í nýtt verslunarhús í Skógarnesi. Við strandið kom gat á skipið, en það losnaði fljótlega af skerinu og rak stutta leið þar til það sökk. Allir um borð komust í björgunarbáta, eða stórum uppskipunarbát sem var um borð. Því björgunarbátar voru ekki nægir en engum varð meint af og komust allir í land í Skógarnes. Allur farmurinn sökk með skipinu og því varð mikið tjón við þetta strand.

Rústir gamla verslunarstaðarins í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)

Við þetta strand varð tjón Tangs verslunarinnar í Skógarnesi mjög mikið og tók verslunarmanninn Jónas alla ævi að greiða seljendum fyrir þær vörur sem hann hafði keypt.

Verslun í Skógarnesi hélt áfram um nokkur ár, þar til hún lagðist af árið

Leitin að flaki E/s Reykjavík hófst árið 2015. Gerðar voru áætlanir og loks var farið vorið 2018 til leitar. Í þeirri leit fundu Arnar Þór Egilsson og Ragnar Edvardsson leifar af flakinu.

Í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Frétt Morgunblaðsins um fund flaksins af Reykjavíkinni (www.mbl.is – 22.05.2018)

Staðsetning flaksins fannst með hliðarhljóðbylgjutæki/tvígeislamæli (e. side scan sonar), ásamt því að vera staðfest með neðansjávarmyndavélum.

Málmbútur úr E/s Reykjavík (+1908). (Mynd: AÞE/RE mai 2018)
Málmbútur úr E/s Reykjavik (+1908) (Mynd AÞE/RE maí 2018)

Köfun niður á flakið hefur ekki farið fram en skipulagning vegna þess er í vinnslu.

Sjólagt leitardag var með besta móti (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Í Skógarnesi (Ljósmynd; Arnar Þór Egilsson – 12.05.2018)

Heimildir og tenglar: