E/s REYKJAVÍK (+1908)

Flóabáturinn E/S Reykjavík var í vöru og fólksflutningum til verslunarstaðarins Skógarnes, á sunnanverðu Snæfellsnesi þegar hann strandaði á skeri vorið 1908.

Besta veður var þann 13. maí 1908 þegar strandið átti sér stað, logn og sléttur sjór. Um borð í E/s Reykjavík voru 20 farþegar, mikið af nauðsynjavörum, og timpur í nýtt verslunarhús í Skógarnesi. Við strandið kom gat á skipið, en það losnaði fljótlega af skerinu og rak stutta leið þar til það sökk. Allir um borð komust í björgunarbáta, eða stórum uppskipunarbát sem var um borð. Því björgunarbátar voru ekki nægir en engum varð meint af og komust allir í land í Skógarnes. Allur farmurinn sökk með skipinu og því varð mikið tjón við þetta strand.

Rústir gamla verslunarstaðarins í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)

Við þetta strand varð tjón Tangs verslunarinnar í Skógarnesi mjög mikið og tók verslunarmanninn Jónas alla ævi að greiða seljendum fyrir þær vörur sem hann hafði keypt.

Verslun í Skógarnesi hélt áfram um nokkur ár, þar til hún lagðist af árið

Leitin að flaki E/s Reykjavík hófst árið 2015. Gerðar voru áætlanir og loks var farið vorið 2018 til leitar. Í þeirri leit fundu Arnar Þór Egilsson og Ragnar Edvardsson leifar af flakinu.

Í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Frétt Morgunblaðsins um fund flaksins af Reykjavíkinni (www.mbl.is – 22.05.2018)

Staðsetning flaksins fannst með hliðarhljóðbylgjutæki/tvígeislamæli (e. side scan sonar), ásamt því að vera staðfest með neðansjávarmyndavélum.

Málmbútur úr E/s Reykjavík (+1908). (Mynd: AÞE/RE mai 2018)
Málmbútur úr E/s Reykjavik (+1908) (Mynd AÞE/RE maí 2018)

Köfun niður á flakið hefur ekki farið fram en skipulagning vegna þess er í vinnslu.

Sjólagt leitardag var með besta móti (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Í Skógarnesi (Ljósmynd; Arnar Þór Egilsson – 12.05.2018)

Heimildir og tenglar:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s