Northrop N-3PB (+1941?)

Í ágúst 2002 fann Landhelgisgæsla Íslands flak af flugvél í Skerjafirði. Fannst flakið er sjómælingabátur Landhelgisgæslunnar var við fjölgeislamælingar í firðinum. Er kafarar landhelgisgæslunnar fóru niður á flakið og hófu frekari rannsóknir á því kom í ljós að um var að ræða norska her-sjóflugvél af gerðinni Northrop N-3PB. Þessar flugvélar voru notaðar í seinni heimstyrjöldinni en norðmenn voru með aðstöðu í Skerjafirði á stríðsárunum.

NORTHROP N-3PB

Þessar flugvélar eru sjaldgæfar, en ekki voru margar framleiddar í stríðinu. Í kringum 1970 fannst ein slík herflugvél í Þjórsá. Henni var lyft upp, gerð upp og príðir hún núna safn í flugminjasafni í Gardemeri í Noregi.  Einu merkingarnar sem hafa fundist á vélinni en það eru norskir einkennislitir undir vængjum og númer á olíukæli. Svo virðist vera að flugvélin hafi farist í lendingu því að svokallaðir flapsar eru niðri, skrúfublöð bogin og flot rifin af. Flugvélar þessarar gerðar gátu borið um 2000 pund af sprengjum, þ.e. tundurskeytum, djúpsprengjum eða venjulegum sprengjum. Þar sem flugvélin var í notkun á stríðstímum þegar hún fórst verður að reikna með sprengjum í eða við flakið. Köfunarbann er í gildi bæði vegna hættu á sprengjum og þar sem líkur benda til að um vota gröf sé að ræða.

Fornleifavernd ríkisins hefur gefið út friðlýsingarskjal þar sem flak Northrop flugvélarinnar sem fannst í Skerjafirði 27. ágúst 2002 er friðlýst.  Friðlýsingin felur í sér köfunarbann yfir flakinu og í 20 metra radíus í kringum það.  Friðlýsingin gildir þar til annað verður ákveðið af Fornleifavernd ríkisins í samráði við Landhelgisgæslu Íslands og dómsmálaráðuneyti. 

Multibeam mynd(Fjölgeislamæling)

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa haft yfirumsjón með köfun við flakið og rannsókn á því. Þeir hafa aflað sér margvíslegra heimilda um það m.a. frá Northrop Gruman verksmiðjunum, flugsafninu í Kaliforníu og breska og norska sendiráðinu.

Eins og áður hefur komið fram fannst vélin með fjölgeislamæli sem bandaríski sjóherinn lánaði Landhelgisgæslunni síðasta sumar.  Einu merkingarnar sem hafa fundist á vélinni eru norskir einkennislitir undir vængjum og númer á olíukæli.  Flugvélin var í notkun á stríðstímum og því má reikna með sprengjum í eða við flakið.  Ekki hefur verið staðfest hvort áhöfn vélarinnar fórst er hún sökk á sínum tíma og hvort líkamsleifar eru í vélinni.

Kort sem sýnir staðsetninguna á flugvélaflakinu.

Landhelgisgæslan hefur haldið áfram rannsókn á flugvélarflakinu sem fannst í síðustu viku í Skerjafirði og hefur m.a. verið í sambandi við norska sendiráðið og Northrop flugvélaverksmiðjurnar í Kaliforníu sem smíðuðu vélina. Einnig hefur Landhelgisgæslan fengið gögn frá upplýsingamiðstöð NATO varðandi vopnabúnað flugvélarinnar.

Mynd: GAVIA AUV (Teledyne.com)

Landhelgisgæslan hefur staðfest að flakið er af sjóflugvél af gerðinni Northrop N-3PB og virðist hún hafa farist í lendingu því að svokallaðir flapsar eru niðri, skrúfublöð bogin og flot rifin af. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hvort líkamsleifar eru í vélinni en staðfest er að flugstjórnarklefi er lokaður.

Samkvæmt norskum heimildum gætu verið lík þriggja manna í flakinu en Landhelgisgæslan á von á upplýsingum varðandi það frá breskum yfirvöldum þar sem flugvélin var undir breskri yfirstjórn á stríðsárunum.

Þrátt fyrir ítarlega leit hefur ekki tekist að finna aðrar merkingar á vélinni en norska einkennisliti undir vængjum og númer á olíukæli sem sent hefur verið til Northrop í Kaliforníu.

Flugvélar þessarar gerðar gátu borið um 2000 pund af sprengjum, þ.e. tundurskeytum, djúpsprengjum eða venjulegum sprengjum. Þar sem flugvélin var í notkun á stríðstímum þegar hún fórst verður að reikna með sprengjum í eða við flakið.

Köfunarbann verður áfram í gildi bæði vegna hættu á sprengjum og þar sem líkur benda til að um vota gröf sé að ræða. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að fylgst sé með umferð yfir flakinu, að sögn Landhelgisgæslunnar.

Mynd: GAVIA AUV (Teledyne.com)

Heimildir:

  • LHG.is
  • Köfun.is
  • Minjavernd Íslands
  • Teledyne.com (GAVIA AUV)

2 athugasemdir við “Northrop N-3PB (+1941?)”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s