Wigry var pólskt flutningaskip sem var á leið frá Hafnarfirði til Bandaríkjanna. Aðalfarmur skipsins var fiskur. Þann dag sem Wigry lagði frá Hafnarfjarðarhöfn var stormur, mjög hvasst og lítið skyggni, innan við 100 metrar.
Allt gekk þó samkvæmt áætlun þar til einn af gufukötlum Wigra sprakk. Við sprenginguna slösuðust nokkrir skipverjanna. Við sprenginguna og það að skipið hafi misst einn gufuketil þá hafði skipið ekki nægt vélarafl til að halda í við veðrið.

Skipið rak þar til það strandaði. Samkvæmt fyrstu heimildum þá var talið að skipið hefði strandað undan strönd Skógarness á Snæfellsnesi. Það er ekki rétt. Skipið strandaði á skeri við Hjörsey á Mýrum.

Þegar Wigry strandaði náðu nokkrir skipverjar að losa björgunarbátanna. Þrír skipverjar neituðu þó að fara um borð í björgunarbátanna, og því miður þá drukknuðu þeir er Wigry sökk til botns.
Eins og fyrr sagði var veðrið afar slæmt og ekki bætti úr að komið myrkur. Ekki tókst að koma björgunarbátunum í land, svo skipverjarnir biðu um borð í þeim eftir betra veðri. En í veðurofsanum ultu björgunarbátarnir og nokkrir menn til viðbótar drukknuðu. Þeir menn sem höfðu slasast í ketilsprengingunni drukknuðu líka.
Fimm skipverjar náðu þó að halda sér upp í kili björgunarbátsins, en eftir því sem tímanum leið misstu þeir tökin, einn af öðrum þar til aðeins þrír urðu eftir á kilinum.
Þeir reyndu svo að synda í land, en aðeins tveimur tókst að komast lifandi í land. Annar þeirra missti meðvitundi en öðrum þeirra komast á sveitabæ til að kalla eftir hjálp.

Þeir tveir sem komust lífs af úr þessum harmleik voru annars vegar Íslendingurinn Bragi Kristjánsson og svo Pólverjinn Smolski.
Árið 1961 (9. september 1961) var reistur minnisvarði í Fossvogskirkjugarði um slysið.

Heimildir og tenglar:
- https://reykjavik.msz.gov.pl/is/c/MOBILE/frettir/ny_syning_um_polska_skipi__ss_wigry_sem_sokk_i_januar_1942
- http://thsof.123.is/blog/2017/06/18/766444/
- https://www.mbl.is/200milur/frettir/2017/07/03/freista_thess_ad_finna_ss_wigry/
- https://skessuhorn.is/2017/05/23/minnisvardi-um-ss-wigry-afhjupadur-sunnudag/