Sumarið 2009 var verið að kortleggja hafsbotninn fyrir norðan Sandgerðisbótina á Akureyri. Við þá kortlagningu kom í ljós á fjölgeislamæli (e. Multibeam) skipsflak.
Kafararnir Erlendur Bogason, Gunnar Agnar Vilhjálmsson og Tómas Pálmi Pétursson köfuðu niður að flakinu sem lá á 18 til 20 metra dýpi. Skyggnið á þessum tíma var lélegt eða eingöngu um 2 metrar.
Ekki er vitað með vissu hvaða skipsflak þetta var en samkvæmt heimildum gæti þetta átt við flakið af norska gufuskipinu Bláhval sem var sökkt á þessum stað á árunum 1930 til 1940.


____________________________________________________________________
Heimild: Strýtan.is
Flak finnst utan við sandgerðisbótina á Akureyri
Aug 18, 2009
Við kortlagningu á botninum norðan við sandgerðisbótina á Akureyri kom í ljós skipsflak á 20 metra dýpi. Kafararnir Erlendur Bogason, Gunnar Agnar Vilhjálmsson og Tómas Pálmi Pétursson köfuðu niður að flakinu 18.08.2009. Samkvæmt heimildum sem Gústaf Njálsson hefur eftir föður sínum er hér um að ræða norska gufudamparann Bláhval sem var sökkt á þessum slóðum á árunum 1930-1940. Miðað við lýsingar Gústafs á skipinu getum við staðfest að svo sé en Bláhvalur er um 26 metra langur og um 6 metra breiður. Bláhvalur er timburskip en járnklæddur að hluta. Skyggni var lélegt á 20 metra dýpi eða um 2 metrar.


_______________________________________________________
Heimild: Akureyri.is
Dularfullt skipsflak
Í sumar var farið í dýptarmælingar norðan Sandgerðisbótar vegna staðsetningar á legu nýrrar útrásar frá fyrirhugaðri skólphreinsistöð. Útrásin verður um 500m löng og var farið í dýptarmælingarnar til að finna heppilegustu legu lagnarinnar.

Við mælingarnar kom í ljós skipsflak sem er um 25m langt og um 6m breitt. Á meðfylgjandi mynd má sjá staðsetningu flaksins um 150m norð-austur af Langatanga við Sílabás. Einnig fylgir stækkuð mynd.
Ekki liggur fyrir hvaða skip er um að ræða, þótt vitað hafi verið af því. Heyrst hafa kenningar um að þarna sé að ræða gufuskipið (gufudamparann) Bláhval sem sökkt var á þessum slóðum tímabilið 1930-40.

Gaman væri að fá frekari upplýsingar um skipið frá lesendum, hvort um Bláhval er að ræða eða ekki. Allar ábendingar væru vel þegnar.
_________________________________________________
Heimildir og linkar: