TF-Orn (+1987)

Flugvél af gerðinni Piper Chieftain, kallmerki TF-ORN, fórst í aðflugi að Ísafjarðarflugvelli 22. janúar 1987. Flugmaðurinn fórst í slysinu.

Flugvélinn fannst á hafsbotni eftir að rækjubátur hafði fest veiðarfærin í flakinu. Reyndist TF-ORN hvíla á leir / sandbotni á 120 til 130 metra dýpi.

Sjókort sem sýnir staðsetningu flaksins TF-ORN. Dýpi á þessum slóðum er 120 til 130 metrar. (Kort; Navionics)

__________________________________________________

Heimild: DV, Fimmtudagur 22. janúar 1987

Fórst í aðflugi að Ísafjarðarflugvelli

Janúar 22, 1987

„Menn á rækjubát sáu flugvélina út af Arnarnesi. Það voru blindél þegar þetta gerðist. Þeir sögðu að flugvélin hefði komið lágt yfir bátinn. Þeir sáu flugvélina hverfa inn í élin,“ sagði Skúli Skúlason, formaður Björgunarsveitarinnar Skutuls á ísafirði.

Kort sem sýnir staðsetningu flaksins. (Mynd: DV)

Flugmaður tveggja hreyfla flugvélar frá flugfélaginu Erni á ísafirði fórst er flugvél hans fór í sjóinn í ísafiarðardjúpi rétt fyrir klukkan 20 í gærkvóldi. Orsakir slyssins eru ókunnar. Flugmaðurinn hét Stefán Páll Stefánsson og var 38 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, á aldrinum 6 til 19 ára. Hann haföi búið á ísafirði í tvö ár. Flugvélin TF-ORN, með tíu sæti, af gerðinni Piper Chieftain, var að koma úr skoðun frá Akureyri.

Klukkan 19.48 tilkynnti flugmaðurinn sig yfir Reykjanesskóla og var að hefja aðflug.

Klukkan 19.56 hafði hann aftur samband við Ísafjarðar flugvöll. Flugvallarstarfsmaðurinn við Æðey, heyrði í neyðarsendi rétt staðfesti sambandið en heyrði ekki fyrir klukkan 20. Hófst þegar umfrekar frá flugvélinni. fangsmikil leit.

Flugvélin TF-ORN af gerðinni Piper Chieftain. (Mynd: DV / PPJ – 22.01.1987)

Varðskipið Óðinn, sem statt var Flugvél Flugmálastjórnar, útbúin miðunartæki fyrir neyðarsendinn, var komin á vettvang úr Reykjavík aðeins 35 mínútum síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og Orion-vél Varnarliðsins fóru einnig til leitar.

Á landi leituðu björgunarsveitir slysavarnadeilda og skáta úf Bolungarvík, Hnífsdal, Isafirði og Súðavík. Á sjó leituðu yfir tuttugu skip og bátar.

Um klukkan 22 fór að finnast brak um fiórar sjómílur norður af Skutulsfirði. Varðskipið fann fyrst olíubrák en stærsta brakið sem fannst var hluti úr væng.

Klukkan 23.50 fannst lík flugmannsins á floti.

Flugfélagið Ernir keypti þessa flugvél eftir slysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl í fyrra. „Það er skammt stórra högga á milli. Það er ekki endalaust hægt að verða fyrir þessu,“ sagði Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi Ernis, í morgun.

______________________________________________

Heimild: Morgunblaðið 23. janúar 1987

Orsök flugslyssins ókunn: Getum að því leitt að vængur hafi rekist í sjó

Janúar 23, 1987

LEIT var haldið áfram í gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit.

LEIT var haldið áfram í gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit. Rannsóknarmenn frá Flugmálstjórn og flugslysanefnd fóru til Akureyrar í gær en þaðan var vélin að koma úr skoðun og viðhaldi. Orsakir slyssins eru ókunnar en hugsanlegt er að annar vængur vélarinnar hafi rekist í hafflötinn, en hálfur vængur er það eina sem fundist hefur af vélinni.

Flugmaður vélarinnar var einn í henni. Hann hét Stefán Páll Stefánsson, fæddur 1948, til heimilis að Brautarholti 14, Ísafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, á aldrinum 6 til 19 ára.

Pétur Einarsson flugmálstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að draga ályktanir um orsakir slyssins fyrr en búið væri að draga saman öll hugsanleg rannsóknargögn. Flugslys gætu verið óhemju flókin í rannsókn og hverjar nýjar upplýsingar gætu gerbreytt myndinni. Þó hefði mönnum fyrst komið í hug að vængur vélarinnar hefði rekist í sjóinn en engar öruggar sannanir væru fyrir því og þó svo væri, sé ekki hægt að geta til um ástæðuna.

Karl Eiríksson starfsmaður flugslysanefndar og fleiri rannsóknarmenn fóru til Akureyrar í gær en þar hafði flugvélin verið til viðgerðar og viðhalds hjá Flugfélagi Norðurlands undanfarna daga. Umboðsmenn Flugmálastjórnar á Ísafirði leituðu í gær að braki úr flakinu, og að flakinu sjálfu, með hjálp Landhelgisgæslu, björgunarsveita og lögreglu.

Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi flugfélagsins Ernir, sagði samtali við Morgunblaðið í gær að slysið væri mikið áfall fyrir félagið. „Það versta er auðvitað að missa góðan félaga og frábæran starfskraft með þessum hætti.

Hvað varðar áhrifin á rekstur félagsins er ljóst að félagið þolir ekki svona áföll hvað eftir annað. Þetta er önnur vélin sem við missum á einu ári og ekkert félag þolir slíka blóðtöku til lengdar,“ sagði Hörður.

Aðspurður um hvort hann teldi ástæðu til að herða öryggisreglur varðandi flug á Vestfjörðum í ljósi þessara atburða sagði Hörður að strangar öryggisreglur giltu umflug á Vestfjörðum sem og annarsstaðar á landinu. Hann sagði ennfremur að ekkert benti til að rekja mætti orsök þessa slyss til ófullnægjandi öryggisreglna.

_____________________________________________________

Heimildir og linkar:

Kolkuós – Gömul höfn (1800?)

Heimild: Frétt Morgunblaðsins 1. ágúst 2006

Akkerinu lyft af sjávarbotni

Ágúst 1, 2006

Vel gekk að lyfta akkerinu við Kolkuós af hafsbotni í gærmorgun. Akkerið fannst sem kunnugt er við köfun á svæðinu undir lok síðustu viku, en neðansjávarrannsóknir eru hluti af fornleifarannsóknunum við Kolkuós.

Að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem stýrir Hólarannsókninni og uppgreftrinum við Kolkuós, er nú þegar ljóst að akkerið er meira en 150 ára gamalt og hefur verið í notkun fyrir árið 1850. Segir hún akkerið verða röntgenmyndað á Hólum síðar í vikunni og þá verði vonandi hægt að aldursgreina það mun nákvæmar.

Akkerinu lyft af sjávarbotni (Mynd: MBL 31.8.2006 : Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir )

Að sögn Ragnheiðar er akkerið nokkuð brothætt og því var notast við kassa til þess að lyfta því af hafsbotni. Þegar blaðakona náði tali af Ragnheiði var búið að koma akkerinu fyrir í keri fullu af sjó, en framundan er forvörsluferli þar sem akkerið verður geymt í söltu vatni, en reynt að minnka saltmagnið smám saman með það að leiðarljósi að geta tekið akkerið upp úr vatninu. „Því ef við tækjum það upp á þurrt þá gæti það hreinlega molnað í sundur,“ segir Ragnheiður.

Kolkuós í Skagafirði (Loftmynd; Google Earth)

Akkerið holt að innan

„Það er ekkert járn eftir í akkerinu. Þetta er í raun eins og afsteypa,“ segir Ragnheiður og útskýrir fyrir blaðakonu að þegar járn tærist og umbreytist þá falli það út og myndi nokkurs konar afsteypu af upphaflega forminu. „Sökum þessa sýnist akkerið miklu stærra en það í raun er,“ segir Ragnheiður og bendir á að akkerið sé í raun holt að innan og því fremur brothætt. Akkerið var brotið á tveimur stöðum þegar það fannst og að sögn Ragnheiðar má með því að skoða sárin sjá að um er að ræða grip úr smíðajárni.

Að sögn Ragnheiðar mun röntgenmyndin geta leitt í ljós hvers konar form er á akkerinu, sem svo aftur hjálpi til við að aldursgreina það.

Aðspurð segir Ragnheiður sjávarrannsóknir og köfun við Kolkuós standa út þessa viku. Segir hún ekkert hafa fundist við norður- og vesturhluta Elínarhólma, en að fundur akkerisins við suðurhluta hólmans veki vonir um að þar leynist fleiri hlutir, enda staðfesti fundur akkerisins að skip hafi legið sunnan við hólmann á öldum áður.

Akkerið á hafsbotni fyrir endurheimtu (e. recovery). (Mynd; vísir 28.7.2006, Ljósmynd: Erlendur Bogason kafari)

Heimildir

Surprice GK-4 (+1968)

Togarinn Surprice GK-4. (Mynd: Þjóðviljinn 6.9.1968

____________________________________________________________

Heimild: ÞJÓÐVILJINN 6. SEPTEMBER 1968

Surprise frá Hafnarfirði strandar við Landeyjasand.

Í birtingu í gærmorgun strandaði togarinn Surprise GK-4 *“ frá Hafnarfirði á Landeyjarsandi. Áhöfn togarans, 28 manns, bjargaðist öll í land á skömmum tíma, en enn er óvíst um björgun skipsins. Vindur var 6—8 stig og nokkurt brim, er strandið varð, og góð aðstaða til björgunar áhafnarinnar og var hún komin til Hafnarfjarðar um hádegi í gær.

Þjóðviljinn hafði í gær tal af Sófusi Hallfdánarsyni bátsmanni á Surprise og sagðist honum svo frá: — Við fórurn frá Hafnarfirði á lauiaardag og höfðum verið að fiska í br.iá daga á Reykianesgrunni og færðum okkur bá austur með landinu, bar sem veðrið var betra. og betri veiöiihorfur. Við vorum bví flestir sofandi um barð og sitimvaktin ein uppi, og vaknaði ég um kl. .5.30 við bað. að togarínn tók niðri. Þá voru 6—8 vindstig og ekki meira brim en vanalega er á bessum slóðum. Ég sá strax að við vorum ekki í beinni lífshættu, en. vitaskuld vorum við samt í hættu og lífbátarnir voru strax hafðir til taks, en beir voru ekki settir út. Loftskeytamaðurinn sendi út neyðarskeyti og björgunarsveitir voru fliótt komnar á vettvang. Við höfðum ekki gefið upp rétta staðarákvörðun og b.iörgunarsveitin fór austar en áttaði sig hvar yið vorum begar við senduím upp neyðarblysin. Þetta voru biörgunarsveitir frá Vesitur-Landeyjum og Hvolsvelli og voru beir komnir á strandistað með 17 jeppa. Við vonum 28 um borð og fóru 24 okkar í land á hállfiri klukfcustund og vöknaði eniginn í fæturna, enda var íhátt af hwalbaknuim , og stuifct í land. Alllir skipverjar voru m.i6|ií rólegir og samtaka svo að b.iörguinin gekk prýðísvel getur maður sagt.

Skipstjóri, stýrimenn og vélstjórar voru eftir um borð til að átta sig á aðstæðum til björgunar skipsins, en béir voru bó komnir í land á níunda tímanum, en eru erun fyrir austan á stnandstað meðan björgunartilraunir standa yfir. Við hinir komum til Hafnarf.iarðar á hádegi. Bf efcfci vensnar í sjónuim hef ég góða trú á að takist að b.iarga skipinu og mun varðskip vera vasntanlegt til hjálpar. Um orsakir slyssins vil ég ekkert s;eg.ia og keniur bað væntanlega fram. við s.iópróf, sagði Sófus Hálfdónarson, bátsmaður á Surprise..

Flak togarans Surprice. (Mynd; MBL / RAX / 10.06.2015)

Ólafur Sigurðsson, loftskeytamaður á Surprise, sagði að hann vildi vekja sérstaika athygli á hve björgunarsveitirnar á Hvolsvelli og í Ijandey.ium hefðu verið fljótar á vettvang og liprar í ðllum afskiptum af beim sikipbmtsmönnum, og hefðu be^ir skipverjar notið góðrar aðMynningair á Hvoflsvelli áður en beir héldu suður sitrax fyrir hádegi í ‘giæc. Það er áiieiðanllega brýn börf á betri aðvörunarmerk.iuim bainna á saJndinum við suðurstiröndina, sagði Ólaílur, og sést sitrönidin alls ekfci í radar. Meðan tæfcin voru að hitna leit ég út og sýndust hin istrjSlu strá á sandhólunum sem ólgandi sjór og var erfitt að greina þar á milli.

______________________________________________________________________

Myndir teknar úr lofti þann 17. mars 2015 af flaki Surprice

Gufuketill Surprice (Mynd: Henning Aðalmundarsson 17.03.2015)
Gufuketill Surprice (Mynd: Henning Aðalmundarsson 17.03.2015)
Gufuketill Surprice (Mynd: Henning Aðalmundarsson 17.03.2015)

Heimildir og tenglar