Kolkuós – Gömul höfn (1800?)

Heimild: Frétt Morgunblaðsins 1. ágúst 2006

Akkerinu lyft af sjávarbotni

Ágúst 1, 2006

Vel gekk að lyfta akkerinu við Kolkuós af hafsbotni í gærmorgun. Akkerið fannst sem kunnugt er við köfun á svæðinu undir lok síðustu viku, en neðansjávarrannsóknir eru hluti af fornleifarannsóknunum við Kolkuós.

Að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem stýrir Hólarannsókninni og uppgreftrinum við Kolkuós, er nú þegar ljóst að akkerið er meira en 150 ára gamalt og hefur verið í notkun fyrir árið 1850. Segir hún akkerið verða röntgenmyndað á Hólum síðar í vikunni og þá verði vonandi hægt að aldursgreina það mun nákvæmar.

Akkerinu lyft af sjávarbotni (Mynd: MBL 31.8.2006 : Ljósmynd/Ragnheiður Traustadóttir )

Að sögn Ragnheiðar er akkerið nokkuð brothætt og því var notast við kassa til þess að lyfta því af hafsbotni. Þegar blaðakona náði tali af Ragnheiði var búið að koma akkerinu fyrir í keri fullu af sjó, en framundan er forvörsluferli þar sem akkerið verður geymt í söltu vatni, en reynt að minnka saltmagnið smám saman með það að leiðarljósi að geta tekið akkerið upp úr vatninu. „Því ef við tækjum það upp á þurrt þá gæti það hreinlega molnað í sundur,“ segir Ragnheiður.

Kolkuós í Skagafirði (Loftmynd; Google Earth)

Akkerið holt að innan

„Það er ekkert járn eftir í akkerinu. Þetta er í raun eins og afsteypa,“ segir Ragnheiður og útskýrir fyrir blaðakonu að þegar járn tærist og umbreytist þá falli það út og myndi nokkurs konar afsteypu af upphaflega forminu. „Sökum þessa sýnist akkerið miklu stærra en það í raun er,“ segir Ragnheiður og bendir á að akkerið sé í raun holt að innan og því fremur brothætt. Akkerið var brotið á tveimur stöðum þegar það fannst og að sögn Ragnheiðar má með því að skoða sárin sjá að um er að ræða grip úr smíðajárni.

Að sögn Ragnheiðar mun röntgenmyndin geta leitt í ljós hvers konar form er á akkerinu, sem svo aftur hjálpi til við að aldursgreina það.

Aðspurð segir Ragnheiður sjávarrannsóknir og köfun við Kolkuós standa út þessa viku. Segir hún ekkert hafa fundist við norður- og vesturhluta Elínarhólma, en að fundur akkerisins við suðurhluta hólmans veki vonir um að þar leynist fleiri hlutir, enda staðfesti fundur akkerisins að skip hafi legið sunnan við hólmann á öldum áður.

Akkerið á hafsbotni fyrir endurheimtu (e. recovery). (Mynd; vísir 28.7.2006, Ljósmynd: Erlendur Bogason kafari)

Heimildir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s