20. apríl, árið 1912, sama ár og farþegaskipið Titanic fórst, þá fórst í grennd við Sólheimasand, í Vestur-Skaptafellssýslu, enskur botnverpingur. Skipið hét Kingfisher og var frá bresku borginni Hull. Skipið er talið hafa rekist á sker, og brotnað upp. Það átti að hafa gerst eins og fyrr sagði undan Sólheimasandi, fyrir mynni Jökulsár.
Samkvæmt heimildum er talið að skipverjar hafi náð að komast í björgunabáta eða frá skipinu en svo farist á leið í land.
Annars eru fáar greinar eða upplýsingar um þetta slys í íslenskum tímaritum eða fréttum.

_____________________________________________________________________
Heimild: Lögberg, fimmtudaginn 06. júní 1912
Frá Íslandi
Reykjavík. 24. Apríl 1912.
Nóttina milli föstudags og laugardags s.l. strandaði enskur botnvörpungur úti fyrir Sólheimasandi, 60 til 80 faðma frá landi, rétt vestan við mynnið í Jökulsá.
Þar er sker og á það lenti skipið og brotnaði þegar mikið. Skipið heitir Kingfisher og er frá Hull. Um skipverja vita menn ekkert, en líklegast talið að þeir hafi farið í bátana og druknað allir.
Björgunarskipið Geir er nú þar eystra, en þó ekki talið nokkurt útlit fyrir, að það geti neitt að gert þarna.

Heimildir og tenglar: