Lítill mótorbátur fannst fyrir tilviljun þegar Hafmynd (Teledyne) var að prófa kafbátinn Gavia á Viðeyjarsundi skammt frá Skarfaskeri. Reyndist þetta vera 8 metra langur stálbátur, afturbyggður. Heiti bátsins er ekki vitað, eða hvenær eða hvers vegna hann sökk. Hann liggur uppréttur á 8 metra dýpi.




Gps hnit vélbáts er: 64° 09,602 – 21° 52, 875 (Gæti verið einhver skekkja)
__________________________________________________________________
Heimild: Scuba.is
Bátsflak finnst á Viðeyjarsundi
Bátsflak
hefur fundist á Viðeyjarsundi. Bátsflakið kom fram fyrir tilviljun á sónartæki
kafbáts sem fyrirtækið Hafmynd er að þróa.
Flakið fannst sl.haust þegar kafbáturinn var við leit á svæðinu.
Síðustu helgi tók scuba.is þátt í leiðangri til að rannsaka flakið nánar. Kafarar í leiðangrinum voru Vilhjálmur Hallgrímsson, Einar Magnús Magnússon, Sveinn Magnússon, Brynjar Gestsson og Árni Ingason.
Flakið liggur á botninum nálægt Skarfaskeri í Viðeyjarsundi á um 16 metra dýpi. Flakið er af afturbyggðum, opnum stálbát sem er rúmir 8 metrar á lengd og tæpir 4 metrar á breidd. Flakið er vélbátur og hefur skrúfuhlíf verið utan um skrúfuna. Skrúfan fannst þó ekki og er stefnisrörið tómt.
Leiðangursmönnum sem köfuðu niður að flakinu er ekki kunnugt um, um hvaða bát er að ræða eða hvers vegna hann fórst.
Eins og sést á meðfylgjandi sónarmynd er flakið frekar heillegt. Flakið er að miklu leiti sokkið í leirkenndan botninn að framanverðu en afturhlutinn stendur vel upp úr botninum. Yfirbyggingin að aftanverðu er einnig úr stáli. Á henni er einn gluggi sem snýr aftur. Yfirbyggingin er vel opin að framaverðu og má leiða líkum að því að gengið hafi verið inn í hana að framanverðu frá dekkinu, í gegn um tréhurð sem nú er horfin.

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum? Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com
Heimildir:
- Scuba.is