Landinn á Rúv; Þáttur um skipsflök og rannsóknir

RÚV; LANDINN; 10.11.2019

Sjónvarpsþátturinn Landinn á Ríkissjónvarpinu (RÚV) slóst í för með Ragnari Edvardssyni, fornleifafræðingi hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum.

Ragnar Edvardsson hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum ræðir um skipsflök og rannsóknir á þeim. (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)

Víða var komið við í þættinum og rætt um leit og rannsóknir á gömlum skipsflökum.

Flott neðansjávarvideo af gripum í gömlum skipsflökum (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
(Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
(Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
(Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)

Hægt er að horfa á þáttinn hér.

Neðansjávarrannsóknir á skipsflökum; Landinn á RÚV 10.11.2019

____________________________________________________________________

Maríuhöfn (+1400)

Rannsóknarleiðangur 15.08.2015

Farinn var stuttur rannsóknarleiðangur í ágúst mánuði 2015. Gerðar voru ýmsar rannsóknir á svæðinu ásamt gerð tvígeislamælingakorts, dýptarkorts og botngerðarkorts og botnhörku.

Markmiðið með þessum leiðangri var að kanna hvort einhver ummerki eða minjar gæti leynst við þessa fornu höfn.

Sjókort af svæðinu í kringum Maríuhöfn (Kort; Nobeltech Navigator)
Tvígeislamælingar – samsett mynd (e. Side Scan Sonar mósaik) (Mynd; Ragnar Edvardsson / ArnarÞór Egilsson – 15.08.2015)

Tvígeislamælingar gáfu ýmislegt „athyglisvert“ til kynna þrátt fyrir að ekkert staðfest hafi komið úr úr þessum leiðangri. Ekki tókst að klára allt svæðið sem upphaflega var ætlað að kanna en það er alltaf möguleiki á að farið yrði aftur.

_______________________________________________________

Heimild: nat.is

Maríuhöfn er forn verzlunarstaður við Laxárvog utan- og norðanverðan í Hvalfirði.  Allt frá þjóðveldisöld var Maríuhöfn meðal aðalsiglingastaða landsins og í annálum er víða getið um skipakomur í Hvalfjörð.  Skálholtsbiskupar sigldu oft þaðan utan og þangað út.  Svartidauði barst þangað með klæðum Einars Herjólfssonar árið 1402.  Hann andaðist í hafi og klæðin voru afhent ættingjum hans.  Búðasandur er vestan Maríuhafnar. 

Plágan „Svartidauði“ (Mynd; Wikipedia.is)

Ofan lónsins þar, milli sands og sjávar, eru margar búðarústir kaupstaðarins.  Líklega lagðist Maríuhöfn af á 15. öld, þegar kuggar komu til sögunnar.  Þeir voru djúpskreiðari og þurftu dýpri hafnir.

Sjókort af Maríuhöfn (Sjókort; Nobeltech Navigator)

____________________________________________________

Heimild:

Maríuhöfn

Fram undan Reynivallahálsi er Hálsnes, efst á því liggur þjóðvegurinn. Gamli vegurinn lá ofar í hlíðinni í svokölluðum Baulubrekkum. Þótti það hinn háskalegasti vegur, einkum í snjó og hálku.

Hálsnesið blasir við fram undan, þegar litið er út Hvalfjörðinn. Norðan til á því er flugbraut en sunnan til er einn merkasti sögustaður Kjósarinnar, Búðasandur. Búðasandur er fagur frá náttúrunnar hendi og einhver fegursti staðurinn í sveitinni. Upp af honum er fjörukambur og handan hans lón, sem talið er hafa grynnst og minnkað í tímans rás. Milli lónsins og fjörukambsins eru leifar gamalla mannabústaða og hafa fornleifarannsóknir farið fram á þessu svæði undanfarið en ekki liggur ljóst fyrir um niðurstöður þeirra.

Frá fornu fari var höfn á Búðasandi samkvæmt heimildum. Aðrar hafnir voru á Hvalfjarðareyri vestan við Laxvoginn, í Laxvogi (Hálshólaskipalægi, sem Skúli fógeti nefnir svo, það er vestur undir Hálshólum) og loks var höfn í Hvammsvík. Höfnin á Búðasandi hét frá fornu fari Maríuhöfn, ekki eina örnefnið í Kjósinni, sem minnir á Maríu, en kirkjan á Reynivöllum var helguð Maríu guðsmóður og af þeirri ástæðu m.a. er þessu svo farið.

Á Búðasandi var samkvæmt rannsóknum dr. Björns Þorsteinssonar stærsti kaupstaður landsins á 14. öld. Þangað komu skip frá útlöndum og gátu haft vetursetu vegna lónsins, þangað sem þau voru dregin upp á haustin. Það var ekki hvað síst biskupsstóllinn í Skálholti, sem var mjög mannmargur, sem naut góðs af þessari höfn og hafði skip í förum, sem lögðu þarna upp. En að auki var þessi höfn, sem var hin besta frá náttúrunnar hendi, ákjósanlega í sveit sett til þess að koma varningi á eftirsóknarverðustu kaupstefnu þjóðarinnar, Þingvelli og Öxará um þingtímann, þegar mannfjöldinn safnaðist þar saman í stórum stíl.

Telur dr. Björn, að þessi höfn hafi verið Skálholtsstól öllu hentugri en t.d. höfnin á Eyrarbakka fyrir þær sakir, að leiðin til Skálholts var auðfarnari úr Kjósinni en af Eyrarbakka. Þegar blaðað er í fornum annálum kemur í ljós, að biskupar koma til og frá Hvalfirði, þegar þeir fara utan.

Leiðir af Búðasandi austur á bóginn til Þingvalla og Skálholts voru einkum tvær. Hin fyrri var inn Kjósardalinn og um Kjósarskarð og Kjósarheiði austur til Þingvalla. Þessi leið er auðfarin þótt ekki megi gleyma því, sem gamlar lýsingar gera úr mýrum og þvílíkum farartálmum. Hin leiðin var inn Hvalfjörð og upp úr Brynjudal – eða Botnsdal – yfir Leggjarbrjót til Þingvalla vestan við Ármannsfell.

____________________________________________________________________

Heimildir & linkar:

Æsa ÍS-87 (+1996)

Kúfiskbátnum Æsa ÍS 87 hvolfdi skyndilega og sökk í Arnarfirði í júlí mánuði árið 1996.

Veður var gott og sléttur sjór er slysið átti sér stað. Sex manns voru í áhöfn. Fjórum tókst að komast á kjöl skipsins en tveir létust. Lík annars þeirra fannst eftir umtalsverðar köfunaraðgerðir. Hinn fannst aldrei. Voru það ættingar mannanna sem létust sem börðust fyrir því að farið yrði í umræddar köfunaraðgerðir. Erlent köfunarfyrirtæki, frá Bretlandi, var fengið til að taka að sér verkið.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Æsu (Mynd; Google Earth)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flakinu, þar sem það liggur á rúmlega 80 metra dýpi. (Sjókort; Navionics)

Slysið gerðist það snögglega að áhöfnin hafði ekki tíma til að gefa út neyðarkall, en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar áhöfnin komst í björgunarbátinn. Einn áhafnarmeðlimurinn náði að kafa um 3 metra undir skipið til að losa björgunarbátinn með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður hafði ekki virkað.

Skelfisksskipið Æsa ÍS frá Flateyri. (Mynd; DV 26.07.1996)

Stuttu síðar frá því að skipið hafði hallað á hliðina sökk það. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni, síðar tók TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunar þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur beggja megin Arnarfjarðar.

Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70 til 80 metra dýpi klukkan 13:34. (Morgunblaðið 26.07.1996)

Víðtæk leit að þeim sem fórust bar ekki árangur.

Það var ekki fyrr en ættingar hinnar látnu börðust fyrir því að farið yrði í köfunaraðgerðir til að leita að mönnunum, að annar þeirra fannst.

Köfunaraðgerðir niður á flak Æsu. (Mynd; Vísir)
Tímaáætlun vegna köfunaraðgerða (Mynd; Vísir 12.05.1997, bls 4)

Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fyrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út.

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

_________________________________________________________________

Heimildir & tenglar