Sæfari BA-143 (+1970)

Föstudaginn 09. janúar 1970 fór báturinn Sæfari BA-143 frá Tálknafirði til línuveiða. Um borð voru 6 manns. Voru þeir á veiðum undan Vestfjörðum. Síðast heyrðist frá áhöfninni um borð í Sæfara aðfaranótt laugardagsins 10. janúar klukkan 02:30. Þá hafði Sæfari skv. heimildum verið um 28 sjómílur norð-vestur af Kópanesi. Fyrirhugað var að Sæfari myndi koma til hafnar í Tálknafirði um hádegisbilið á laugardeginum þann 10 janúar 1970.

Sæfari BA-143 (Mynd mbl.is; 07.01.2020; Hálf öld liðin frá hvarfi Sæfara BA, Hugi Hreiðarsson / Ágúst Ingi Jónsson)

Veðurfar laugardaginn 10. janúar, stormur, allt að 10 vindstig (26 m/s) og éljagangur á köflum. Veðuraðstæður samkvæmt sjómönnum þar sem Sæfari hafði verið á veiðum var að lítil ísing hefði verið, en aukist er nær dró landi. Klukkan 03:00 sendir eftirlitsskipið breska Orsini veðurupplýsingar þar sem vindátt var norðaustan átt, 9 vindstig, hitastig -4°c og snjókoma.

Þegar komið var að hádegi á laugardeginum og áhöfn Sæfara ekki tilkynnt sig, og engar spurnir af honum var farið til leitar. Mikil og umfangsmikil leit fór fram, bæði á sjó og úr lofti. Einnig var gengið um fjörur. Veður til leitar var ekki gott, erfiðar aðstæður og lítið skyggni. Veður fór svo versnandi.

Ekki bar leit að Sæfara árangur og fannst ekkert af honum nema mögulega endabauja á línu sem áhöfnin hafði skilið eftir á veiðum deginum á undan.

Þann 15. janúar 1970 voru skipverjar taldir af. 6 manns fórust með Sæfara BA-143.

Tveimur árum síðar kom hluti formasturs ásamt bjöllu upp í vörpu togbátsins Guðbjarts ÍS. Talið er að bjalla þessi hafi tilheyrt Sæfara. Bjallan var þó ómerkt en á byggðasafni Ísafjarðar eru þar 3 ómerktar bjöllur, mögulega úr skipsköðum fyrri ára.

Sæfari BA-143 var 101 tonna stálskip sem var í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf. Þegar hann var keyptur var hann nýr, smíðaður í Brandenburg Þýskalandi árið 1960.

Höfnin á Tálknafirði (Mynd; já.is / 2019)

Hefurðu upplýsingar um Sæfara?, Komdu þeim á framfæri. Hafðu samband við mig, heimildir eru öruggar hér.. diveexplorer@dive-explorer.com

______________________________________

Heimildir og greinar:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s