Hér á árum áður í sögunni er að finna atburði / harmleika þar sem fjölmargir fórust á hafinu. Þrátt fyrir að harmleikirnir hafi verið aðskildir þá áttu þeir það sameiginlegt að eiga sama orsakavald, þá er það ekki bara veðurfar sem spilar þar inní.

Í febrúar 1925 voru sextán togarar að veiðum á Halamiðum út af Vestfjörðum. Þeir náðu veðurspánni sem Veðurstofan sendi út kl. hálfníu laugardagsmorguninn 7. febrúar sem sagði að viðsjárverð lægð nálgaðist landið. Margir skipstjóranna létu spána sem vind um eyru þjóta, höfðu trú á skipum sínum og álitu að togarar gætu ekki farist í hafi. „En eins og svo oft áður máttu íslenskir sjómenn lúta í lægra haldi fyrir óblíðum náttúruöflum þessa febrúardaga og í Halaveðrinu fórust tveir togarar og einn vélbátur og með þeim 73 sjómenn“, segir í sögu Veðurstofunnar. Þessi hörmulegu sjóslys mörkuðu ákveðin þáttaskil í þjónustu Veðurstofu Íslands. Á aðalfundi Fiskifélags Íslands þetta ár var samþykkt að rannsaka ætti alla þætti öryggismála sjómanna og ekki síst á hvern hátt starfsemi Veðurstofunnar gæti orðið til þess að auka öryggi íslenskra sjómanna.
Heimild: Facebook síða Veðurstofu Íslands
Tveir togarar farast með allri áhöfn :„Leifur heppni“ og „Fieldmarschal Robertson„.
Heimild: Morgunblaðið 10. mars 1925
Það var um hádegisibilið, sunnudaginn 8. febrúar að hér í Reykjavík rak á aftaka landnorðan-rok, sem stóð allan daginn. Var það eitt hið mesta afspyrnuveður, sem nokkur maður mundi; þegar kom fram umnón, mátti segja, að tœplega væri hér í bænum gengt á milli húsa. Veður þetta tók yfir Suðurland austur fyrir Reykjanesfjallgarðinn: eigi austar, var veðrið mikið minna; austan til í Arnessýslu og austur í Rangárvallasýslu var veðrið sæmilegt, að minsta kosti sumstaðar.
Aftur gekk veður þetta með ofsahörku yfir Vesturland og Norðurlandi. Þegar veðrinu slotaði, gekk erfiðlega að fá fréttir utan af landi, því símasamband út frá Reykjavík í ýmsar áttir var ýmist slitið eða í megnu ólagi. Þannig mátti segja, að allir Vestfirðir væru að mestu leyti samhandslausir viíð höfuðstaðinn. Jafnóðum og síminn komst í lag, tóku að berast til Reykjavíkur fréttir um sorglegar slysfarir skemmdir á fé og mönnum til og frá. Eignatjón og skaða, sem allt stafaði af veðrinu.
En hvernig leið togaraflotanum úr Reykjavík og Hafnarfirði. sem yfir höfuð var allur að veiðum. Þegar veðrið skall á, ýmist fyrir sunnan land, eða fyrir vestan og norðan iand, norður á Halamiðin og sjómennirnir okkar kalla þetta nýja fiskimið, þarsem mest hafa verið uppgripin í haust og í vetur?
Voru togararnir ofansjávar eftir öll þessi ósköp, sem á höfðu gengið, eða skyldi veðrið hafa grandað þeim? pessar spurningar lágu eins og þungt bjarg á brjóstum alls þorra manna hjer í bænum, Hafnarfirði og öllu nágrenni. Menn báru almennt ekki mikinn kvíðboga fyrir skipunum, sem verið höfðu að veiðum sunnanverðu við landið. En það voru togararnir norður á Hala, sem ollu mönn um þungum áhyggjum. .. má vita, hvernig þeim befir reitt af í veðrínu“ ; það var viðkvæðið hjá öllum. — Það komu engin eða sárfá loftskeyti frá þeim; það gat raunar allt verið eðlilegt, loftskeytatækin í ólagi eftír veðrið. Þessi skip gátu líka legið í hópum inni fyrir Vestfjörðum. Símasambandið við flesta Vestfirði var slitið.
Mörgum þótti því ekki ástæða til að óttast um skör fram. Það var ekki um annað að tala en að bíða og vona það besta. Og — vonirnar tóku smámsaman að rætast. Á öðrum og þriðja degi tóku togararnir að tínast i inn á höfnina. En illa voru þeir útleiknir og verkaðir. Allt sem losnað gat á þilfari var skolað burtu. Þeir voru brotnir og bramlaðir og eins og eitt klakastykki frá sigluhún og niður á þilfar. En menn voru allir heilir og lifandi. En í krappan dans höfðu þeir flestir komist, hjá flestum verið skammt milli lífs og dauða. En eigi það nokkurs staðar við, að valinn maður sér í íhverju rúmir þá er það á íslensku togurunum okkar. Það var líka lánið í þetta sinn. Þeir höfðu fengið skelfilegt veður þarna norður frá, og veðrið hafði skollið um það bil 17 tímum fyrr á þar en hér; stórsjórinn, bylurinn og myrkrið verið að sama skapi.
Eru margar sögur sagðar af þrautum sjémannanna í þetta sinn, haráttu þeirra og lífsháska; en — líka, og ekki síður, af óbilandi kjarki þeirra, þrautseigju og dugnaði. Það hitnar blóðið í okkur, sem á landi erum, þegar við heyrum utan af sjónum, þessum ægilega vígvelli, frægðarsögurnar af löndum okkar, sem reynast þessir afburðamenn, þegar á reynir. Eftir þvi, sem togararnir komu til hafnar, þá glæddist hjá mönnum sú von, að á endanum mundu þeir allir koma að norðan og vestan, og að togaraflotinn mundi sleppa stórslysalaust frá þessti ógnarveðri.
En sú von átti ekki; af rætast, því miður. Það vantaði á endanum tvo togara norðan af Hala sem ekki komu fram, „Leif Heppna„, héðan úr Reykjavík og „Fieldmarshal Robertson“ enskan togara úr Hafnarfirði..
Voru á hinum fyrnefnda 33 menn, allir íslenskir. En á hinum síðar nefnda 35 menn, 29 íslenskir og 6 erlendir.
___________________________________________________________________
Bókin Halaveðrið mikla
Rithöfundur: Steinar J. Lúðvíksson, útgefin 2019
___________________________________________________________________
Hefurðu upplýsingar? Viltu deila þeim ? Höfum söguna rétta! Sendu póst á diveexplorer@dive-explorer.com
Heimildir og linkar: