Af og til stingst upp úr sandinum leifar gamalla tíma, og þá eru gömul skipsströnd/skipsflök meðtalin.
Á Snæfellsnesi, á Mýrunum við Gömlueyri eru tvö slík flök að finna.
Á Gömlueyri eru tvö skipsflök af frönskum skútum (fiskiduggur) sem strönduðu í fjörunni árið 1870. Veður var gott á tíma strandsins og komst áhöfnin öll lífs af í land. Annað skipið hét „Puebla“ frá Dieppa en hitt „Saint Joseph“ frá Portrieux. Samkvæmt heimildum er ekki ólíklegt að þessir staðir séu gamlir fiskibæir við Ermasundið.

Það var þann 29. mars 1870 sem Ólafur Þorvaldsson (1830- ) bóndi á Litla-Hrauni opnaði bæ sinn um morguninn á leið í búið sitt þegar útlendir menn, alls 43 talsins voru staddir á jörð hans. Þeir virtust allir vera sæmilega vel á sig komnir og lítt hraktir og ómeiddir. Ljóst var að þarna voru á ferð áhöfn strandaðs skips eða skipa.

Í mars mánuði 2020 flaug Axel Sölvason yfir Gömlueyri og náði neðangreindum ljósmyndum af öðru skipsflakinu. Ljósmyndir Axels sýna að skipsflakið gamla sést enn vel og er greinilegt í sandinum.
Hvort þarna sé skipsflakið af Puebla eða Saint Joseph er ekki vitað. (Þó ég giska á að þetta sé Puebla, miðað við heimildir??)
Á tíma strandsins var vitað að Saint Joseph var gamalt skip og illa farið. Puebla var nýrra skip, og heillegra eftir strandið en Saint Joseph. Reynt var að koma Puebla aftur út á sjó en án árangurs.
Uppboð á sjóreki og strandgóssi úr báðum skipunum urðu í nálægum sveitum þar sem mikið af vörum voru seldar.



Lík reka á land í Staðarsveit
Á svipuðum tíma og á svipuðum slóðum þar sem frönsku skúturnar St. Joseph og Puebla strönduðu þá ráku á land 20 lík, í Staðarsveit, og svo mögulega eitt því til viðbótar (alls 21 lík) þó nokkuð vestar.
Samkvæmt heimildum töldu menn að þarna hefði ein önnur skúta farist eða jafnvel tvær, og að þær áhafnir hefði ekki verið eins heppnar og þær sem björguðust á land í Gamlaeyri.
Hefurðu upplýsingar sem þú getur bætt við í þessar heimildir? Hafðu samband, sendu mér töluvpóst; diveexplorer@dive-explorer.com.
Do you have any additional informations about this shipwrecks? Please contact me: DiveExplorer.
Heimildir og tenglar:
- Bókin Snæfellingar og Hnappdælingar, eftir Þorstein Jónsson – 2000.
- Tímarit.is (Þjóðólfur 16. apríl 1870)
- Instagram síða Harðar Hauks