Þingvallavatn – bátsflak (+XXXX)

Elsta báts­flak sem þekkt er hér á landi

Heimild: Morgunblaðið 08.12.2018.

Bát­ur sem fannst á botni Þing­valla­vatns í haust hef­ur verið ald­urs­greind­ur og er talið að hann sé frá 16. öld eða tæp­lega 500 ára gam­all. Er­lend­ur Boga­son, kafari og ljós­mynd­ari, fann bát­inn á 4-5 metra dýpi í Vatnsvik­inu þegar hann var að mynda fyr­ir Nátt­úru­m­inja­safn Íslands.

„Sam­kvæmt ald­urs­grein­ingu er um að ræða elsta báts­flak sem þekkt er hér á landi,“ seg­ir Hilm­ar J. Malmquist, for­stöðumaður Nátt­úru­m­inja­safns­ins. Miðað við 95% lík­ur er bát­ur­inn frá tíma­bil­inu 1482-1646 sam­kvæmt kol­efn­is­grein­ingu.

Ljósmynd; Erlendur Bogason, kafari – Morgunblaðið 8.12.2018

Bjarni F. Ein­ars­son forn­leifa­fræðing­ur hef­ur haft um­sjón með frum­at­hug­un á bátn­um, en fleiri sér­fræðing­ar og þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um hafa komið að mál­inu. Til­skil­inna leyfa var aflað og bát­ur­inn myndaður í bak og fyr­ir. Hann verður fal­inn Þjóðminja­safni Íslands til vörslu og um­sjón­ar lög­um sam­kvæmt.

Í um­fjöll­un um skips­fund þenn­an í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Hilm­ar vona að unnt verði að leggja í kostnað sem því fylg­ir að ná bátn­um upp af botni vatns­ins og for­verja hann.

„Bát­ur­inn er mjög heil­leg­ur, um fimm metra lang­ur og hef­ur varðveist ótrú­lega vel í vatn­inu,“ seg­ir Hilm­ar. „Hann er að hluta hul­inn mó og við vit­um að land hef­ur sigið þarna, en bát­ur­inn fannst á dýpi sem stemm­ir við 4-5 metra sig frá land­námi. Fleiri hafa rek­ist á bát­inn af hend­ingu og á þess­um slóðum eru kafar­ar oft á ferð. Það er því brýnt að ná bátn­um upp og koma hon­um í rann­sókn og í vörslu áður en tjón verður. Það hvarflaði að okk­ur að þarna væri kuml, en svo er ekki. Þetta er eigi að síður mjög for­vitni­leg­ur fund­ur.“

Ljósmynd; Erlendur Bogason, kafari

Heimildir og linkar:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s