Óþekkt skipsflak – Glettinganesgrunni

Unknown Shipwreck

Mjög oft gerist það að brak úr skipsflökum koma upp með veiðarfærum, eða sjómenn lenda í „festu“ eins og það er kallað. Nú á dögunum, í nóvember mánuði 2021 lentu skipverjar á togaranum Gullver NS12 í að festa nótina í skipsflaki er þeir voru á veiðum á Glettinganesgrunni.

Tók nokkurn tíma að losa festuna, og loks er það tókst þá kom upp með nótinni nokkuð af braki.

Dýpi á þessum slóðum var um 110 faðmar (ca. 200 metra dýpi).

Grunur leikur á að umrædd brak sé úr flakinu af vélskipinu Sæúlfi BA-75, eða jafnvel úr Fróðakletti GK-250.

Möguleg staðsetning á hvar brakið kom upp með veiðarfærum. (Kort; Google Earth)
Sjókort af svæðinu (Kort; Navionics)

Fróðaklettur GK250 (+1963)

Fróðaklettur GK250 (+1963) sökk 20 sjómílur út af Dalatanga, í ágúst árið 1963, eftir að varðskipið Ægir sigldi á hann í svartaþoku. Tók Fróðaklett 2 klukkustundir að sökkva og ekki varð manntjón.

Fróðaklettur GK250, eftir að hafa orðið fyrir varðskipinu Ægi – Heimild: Facecbook, Jón Kristjánsson (1963)
Fróðaklettur GK250, sekkur eftir að hafa orðið fyrir varðskipinu Ægi – Heimild: Facecbook, Jón Kristjánsson (1963)

Sæúlfur BA75 (+1966)

Sæúlfur BA75 (+1966) var gerður út frá Tálknafirði. Samkvæmt heimildum þá sökk Sæúlfur í nóvember mánuði 1966 (25. nóvember) 23 sjómílur SA út frá Dalatanga. Ekki varð manntjón.

Brakið sem kom upp með veiðarfærum togarans Gullver í nóvember 2021

Hefurðu upplýsingar? Hafðu samband, sendu mér póst.

Do you have additional information? Contact me, email: DiveExplorer@dive-explorer.com

Tenglar / frekari upplýsingar:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s