Beautiful Star (+1917)

Fyrri heimstyrjöldin (1914-1918) var í fullum gangi, og kannski að mestu leyti „langt“ frá Íslendingum. En þrátt fyrir stríðsástandið í Evrópu þá lentu Íslendingar í ýmsum hremmingum. Oftar en ekki þá tengdust slíkar hremmingar skipssköðum. Tvö skip hurfu á árinu 1917, Vélbáturinn Trausti og svo kútterinn Beautiful Star. Var veturinn 1917, tímabilið, kallað „Veturnátta-slysin„. Fleiri slys urðu á árinu. En þessi tvö skip hafa aldrei fundist.

Kútterinn (Þilskipið) Beautiful Star var með 6 manns innanborðs, 5 í áhöfn og einn farþega. Það lagði frá Reykjavík í byrjun október 1917 (líklegast fyrstu vikuna í október) á leið til Sauðárkróks með vörur, og þaðan norður á Tjörnes til að taka með sér kolafarm til Akureyrar. (Einnig til heimildir um að koma átti við á Raufarhöfn?)

Talið var að skipið hafi farist úti fyrir Norðurlandi, þar sem veðurfar fyrir norðan hafi verið mjög slæmt, kallað „Norðanveðrið“.

Möguleg siglingaleið Beautiful Star. Upphafsstaður og mögulegir viðkomustaðir.
Ekkert meira er vitað. (Kort; map.is – 31.12.2021)

Áhöfnin

Skipstjóri Beautiful Star var Ólafur Sigurðsson frá Reykjavík. Stýrimaður Lárus Bjarnason, frá Hafnarfirði, Ketill Greipsson háseti frá Hafnarfirði (Ketill var þá formaður Hásetafélags Hafnarfjarðar), Guðmundur Jónsson Hafnarfirði, Kristján Jónsson Reykjavík. Farþegi Geir Hróbjartsson, Oddgeirshólum í Flóa.

Beautiful Star

Eins og fram hefur komið þá var skipið Beautiful Star þilskip „kútter“ keyptur frá Færeyjum sumarið eða haustið 1917. Það var í eigu Þorsteins Jónssonar frá Seyðisfirði, og fleiri manna?

Það var í sinni fyrstu eða annarri sjóferð sinni er það hvarf. Orðrómur var um að skipið hafi ekki verið sjófæru ástandi þegar það lagði upp í þessa afdrifaríku ferð. Talað var um að þetta atvik þyrfti að rannsaka.

Heimildir og upplýsingar:

Það sem vekur sérstaka athygli með þennan skipsskaða er hversu lítið er til af heimildum. Að minnsta kosti heimildir sem komu fram í tímaritum eða blöðum þess tíma. Kannski var það ekki svo skrítið á meðan styrjöldin stóð yfir, eða þá mögulega að það var ekki mikið af upplýsingum til að dreifa á þessum tíma.

Ekki eru komnar fram upplýsingar til um það hvort Beautiful Star hafi náð höfn á Sauðárkróki, eða Tjörnesi. Má vera rétt það sem talið var að skipið hafi horfið einhversstaðar á Norðurlandi?

Ekkert hefur heldur komið fram um að leit hafi farið fram að skipinu á sínum tíma, eða rek úr skipinu.

(IS) Upplýsingar (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um þennan atburð? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og linkar:

Suðurland (+1986)

Oftar en ekki er ákveðin dulúð yfir skipsflökum. Jafnvel enn frekar hvað það varð til þess að skipin höfnuðu á sjávarbotni. Sumum spurningum kann að vera svarað, við öðrum alls ekki. Mörg skipsflök eiga enn eftir að finnast.

Til dæmis hvað varðar orsök þess að íslenska flutningaskipið M/S Suðurland sökk 290 sjómílur austur af Langanesi á jólanótt 1986 er óljóst. Að minnsta kosti er sögur á kreiki um ýmsar ástæður.

Nokkrar bækur og greinar hafa verið skrifaðar um þennan atburð. Þá var gerð heimildarmyndin, Höggið, um slysið.

Skýrsla sjóslysanefndar segja til að frágangi farms hafi verið ábótavant. Aðrir vilja meina að kafbátur hafi valdið slysinu.

M/S Suðurland

M/S Suðurland var flutningaskip í eigu Nesskipa. Það var á leið til Murmansk, í Sovétríkjunum. Aðalfarmur skipsins voru 19.000 tunnur fullar af saltsíld.

M/S Suðurland sekkur

Þegar skipið var statt um miðja vegu milli Íslands og Noregs, eða tæpar 300 sjómílur ANA af Langanesi fannst áhöfninni að skipið hafi orðið fyrir miklu höggi. Skipið hallaði mjög, og sjór fór að flæða mjög hratt inn. Sökk skipið það hratt að skipverjar gáfust lítill tími til að klæðast hlífðarfötum, eða ráðrúm til að undirbúa sig á nokkurn hátt. Þegar þetta gerist er klukkan rétt fyrir miðnætti, og svarta myrkur.

Tveimur gúmmíbátum var varpað í sjóinn, en annar þeirra hvarf strax, hinn laskaðist nokkuð, varð hálffullur af sjó en hélst á floti.

Á aðfangadag við vaktaskiptin, eftir kvöldmat, um klukkan 20:00 var orðinn talsverður veltingur, suðaustan 8 vindstig, þannig að sjór fór að flæða yfir bakka og lúgur.

Neyðarkallið

Um klukkan 23:00 kom „höggið“. Vill áhöfnin meina það að þetta högg hafi ekki verið neitt eðlilegt högg.

Klukkan 23:17 barst Slysavarnarfélagi Íslands í Reykjavík neyðarkall frá Suðurlandinu þar sem lýst var að skipið væri að halla það mikið að það væri að fara á hliðina.

Sex manns fórust – fimm lifðu af

Tveimur gúmmíbátum var varpað í sjóinn, en annar þeirra hvarf strax út í myrkrið, hinn laskaðist nokkuð, varð hálffullur af sjó en hélst á floti.

Í áhöfn M/S Suðurland voru 11 manns. 6 fórust, 5 komumst lífs af, en þeim var bjargað af þyrluáhöfn danska varðskipsins Vædderen. Voru þeir þá búnir að hafast við í lekum og rifnum björgunarbát í tæpan hálfan sólarhring. Þeir gátu ekki setið í bátnum heldur þurftu að standa í einum hnapp. Þrír dóu um borð í björgunarbátnum.

Skipsflakið M/S Suðurland

Eftir því sem best er vitað þá er flakið af M/S Suðurland ófundið. Mögulega ekki hafi verið svo sem leitað af því þrátt fyrir vilja ýmissa aðila, og að slíkt gæti mögulega varpað ljósi á atburði þá sem varð til þess að skipið sökk. Talið er að skipið liggi á 2 km dýpi, 300 sjómílur ANA frá Langanesi, á miðja vegur milli Íslands og Noregs.

Heimildir og greinar – linkar

Hefurðu frekari upplýsingar? Geturðu hjálpað til við að koma upplýsingum á framfæri. Hafðu samband, skrifaðu póst hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst; diveexplorer@dive-explorer.com