Moette & Daniel (+1910)

Það vakti athygli ýmsra fréttin á Mbl.is þann 26 október 2020, þegar skipverjar á togaranum Múlabergi SI-22 drógu upp minjar af gömlu skipi í Fáskrúðsfirði. Múlaberg SI-22 var við rannsóknarveiðar er þessi fundur varð.

Það er einmitt svo að leifar gamalla tíma, skipsflaka, koma upp með veiðarfærum fiskiskipa. Oft er ekki látið vita, eða hlutum er hent aftur í hafið, og hlutirnir flokkaðir sem hvert annað sjávarrusl.

Í þessu tilfelli var þessi fundur skoðaður frekar, og vildi svo til að þrír starfsmenn frá Minjastofnun voru um borð í Múlabergi.

Umræddur fundur var líklegast af gamalli skútu, mögulega siglutré, eða stýri skútunnar.

Timbrið sem kom upp með veiðarfærðum Múlabergs SI-22. Siglugtré, eða stýri skútu. (mbl; 200 Mílur)
Timbrið sem kom upp með veiðarfærðum Múlabergs SI-22. Siglugtré, eða stýri skútu. (mbl; 200 Mílur)

Sjósókn Frakka í Fáskrúðsfirði

Þegar sagan er nánar skoðuð þá kemur ekki á óvart að leifar skipsflak sé að finna á þessum stað, í Fáskrúðsfirði. Leika má líkum að því að um sé að ræða leifar franskar skútu. Frakkar hafa verið að veiðum hér við strendur landsins amk. síðastliðinn 300 ár.

Voru Frakkar á þorskveiðum á m.a. seglskipum allt að fyrri heimstyrjöldinni (WWI). Frakkar völdu Fáskrúðsfjörð sem aðalhöfn, bækistöð, austan lands.

Fáskrúðsfjörður hentaði vel sem aðalhöfn vegna landfræðilegrar legu, staðsetningar, og hversu stutt var á miðin.

Á Fáskrúðsfirði er safn um sjósókn Frakka hér við land.

Sjókort, dýptarkort, af Fáskrúðsfirði. Fyrir framan „Eyri“ er þar sem umræddur fundur varð. (Navionics)

Þar sem fundurinn varð í Fáskrúðsfirði var framundan Eyri. Dýpi á þeim slóðum er um 80 til 90 metra dýpi.

Hefurður meiri upplýsingar? Hafðu samband, sendu mér póst á diveexplorer@dive-explorer. com.

Information? Contact me.

Heimildir:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s