TF-AIS (+1966)

TF-AIS var sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft.

TF-AIS var eitt af þessum slysum í íslenskri flugsögu þar sem flakið af flugvélinni hefur aldrei fundist. Minnir margt á flugvélina Glitfaxa (+1951), sjá hér.

Það var snemma árs 1966, eða 18 janúar, þar sem óskað var eftir sjúkraflugvélin austur á Neskaupsstað til að flytja 6 ára dreng á sjúkrahús. Drengurinn hafði fengið flís í augað.

Tveggja manna áhöfn var í TF-AIS, Sverri Jónsson, flugstjóri og Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður. Lögðu þeir frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30. Veðurskilyrði á austfjörðum voru slæm. Lentu þeir fyrst á Egilsstaðarflugvelli til að taka eldsneyti. Lögðu þeir af stað frá Egilsstaðarflugvelli klukkan 21:43. Flug þaðan að Norðfirði tók um 10-15 mínútur. Klukkan 22:05 hóf TF-AIS aðflug að flugvellinum á Neskaupsstað. Klukkan 22:12 er haft samband við flugvélina, en ekkert heyrðist frá henni. Mjög fljótlega var sett af stað leit að vélinni og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um borð í flugvél Flugfélag Íslands klukkan 22:53.

Eins og fram kom þá var slæm veðurskilyrði á tíma flugsins, dimm él, slæmt skyggni og myrkur. Frost var á bilinu -6 til -15 stig.

Staðsetning flugvallarins í Norðfirði (BINF) – (Kort; Skyvector)
Sjúkraflugvélin TF-AIS, af gerðinni Beechcraft.

Leitin að TF-AIS

Umfangsmikil leit var gerð af vélinni og að mönnunum tveimur sem voru í henni. Ekkert var í fyrstu hvort vélin hafi hafnað í sjó eða á landi. Leit hófst skömmu eftir að síðast heyrðist frá flugvélinni.

Síðustu skilaboðin voru klukkan 22:12, en þá gaf flugmaðurinn upp að hann sé að lækka flugið úti fyrir Norðfirði “ er að byrja að sjá niður“ eins og hann kallaði það. Eftir það ekkert meira frá TF-AIS en vélin voru kölluð upp á mínútu fresti til klukkan 22: 26. Var þá flugturninum á Egilsstöðum tilkynnt um hver staðan væri, að samband við TF-AIS hafi rofnað. Haldið var síðan áfram að kalla upp vélina, viðstöðulaust.

200 manns leituðu að TF-AIS, ásamt 14 bátum sem leituðu meðfram ströndu. 8 flugvélar tóku þátt sömuleiðis í leitinni og aðstoðuðu við að flytja leitarhópa.

Leitin að TF-AIS bar engan árangur. Á þessum tíma var talað um að þetta hafi verið umfangsmesta leit sem ráðist hefur verið í að týndum mönnum.

Mennirnir tveir sem fórust með TF-AIS

  • Sverrir Jónsson, flugstjóri
  • Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður.

Bæði Sverrir og Höskuldur voru giftir og áttu fimm börn hvor.

Sverrir Jónsson til vinstri. Höskuldur Þorsteinsson til hægri.
Sjó/dýptarkort af Norðfirði (Kort; Navionics)

Flugvélin TF-AIS

Flugvélin TF-AIS var af gerðinni Beechcraft C-45H. Hún var keypt frá Danmörku (OY-DAY) og skráð á Íslandi 8. apríl 1964. Vélin var ætluð til farþega- og vöruflutninga.

Flugvélin var smíðuð í Bandaríkjunum, í Wichita, Kansas í maí 1954 af Beech Aircarft Corporation. Í Seinni heimstyrjöldinni (WWII) voru yfir 5000 þúsund slíkar vélar smíðaðar, en voru þá nefndar C-45.

Beechcraft flugvélarnar voru tveggja hreyfla, af gerðinni Pratt & Whitney, 450 hestafla (ha.). Vænghaf: 14,5m, Lengd: 10.30m. Farþegafjöldi 8 og einn í áhöfn. Hámarksflugtaksþyngd: 3970 kg. Flughraði: 412 km. Flugdrægni 2000km. Flughæð: 6,250m

Raðnúmer TF-AIS var 52-10801.

Flakið af TF-AIS

Eins og fram hefur komið þá hefur flakið af flugvélinni TF-AIS aldrei fundist. Leit að flakinu á landi og á sjó fór fram og þann 25.janúar 1966 fannst í fjörunni milli Gerpis og Barðsness björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS. Sjá hér.

Vestið var enn innpakkað, ekki blásið út þar sem það fannst í fjörunni Sandvík. Vestið var staðfest af flugmönnum frá Flugsýn sem staddir voru í Norðfirði. Á vestið var stimpluð dagsetning síðasta skoðunardags og upphafsstaðir skoðunarmanns.

Þar hjá fannst líka lítill pakki, sem ekki var kannast við.

Olíuflekkir fundust á nokkrum stöðum. Tekin voru sýni úr þeim, en engir þeirra reyndust vera í flugfari.

Töldu menn að þar sem björgunarvestið hafi fundist í Sandvík þá hefði flugvélin TF-AIS að líkendum hafnað í sjónum utan Barðanes, því vindáttin hafi verið slík að þangað hefði vestið varla farið hefði vélin lent inni á flóanum. Kemur það þó fram í heimildum að um getgátur séu um að ræða.

Kort sem sýnir Sandvík (rauður kassi) þar sem björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS fannst. Talið er að TF-AIS hafi farist fyrir utan Barðsnes (Kort, LMI)
Sjókort sem sýnir dýpi fyrir utan Barðanes

Hefurðu upplýsingar um TF-AIS? Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Information, something about the TF-AIS airplane? Write me an email: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir / Upplýsingar / Tenglar