MVF Gesina (R-375-K) er eitt af þeim skipum sem mun hafa „borið beinin“ í sjávarfjörunni eftir strand. Gesina var síldar vélbátur, frá Kopervik Noregi sem strandaði í Sandvík norðan við Gerpi á Austfjörðum 6. september 1966.
Það var á fimmta tímanum aðfaranótt 7. september 1966 er óhappið, varð. Hafði áhöfn Gesina verið á síldarveiðum á Austfjörðum og var á leið til Seyðisfjarðar. (Í öðrum heimildum minnst á að Gesina var á leið til Neskaupsstaðar til að sækja vatn).
Veður var vont á tíma strandsins, 8 til 9 vindstig, norð-austan stormur og stórsjór. Bátsverjar náðu að senda út neyðarkall. Sökum slæms veðurs og skilyrða töldu menn sig vera annarsstaðar en þeir voru, töldu áhafnar meðlimir vera nær Glettingi.
Talað er um að siglingaleiðin þarna um í norðlægum og austlægum vindáttum sé mjög erfið og straumar miklir.
Um borð í Gesinu voru um það bil 1100 tunnur af síld (saltsíld), sem ætlunin var að flytja til Noregs.

Áhöfnin, alls níu (9) manns komust óhultir í land, um 10 leytið morgunin eftir. Lögðu björgunarmenn mikið á sig til að komast á strandstað og mönnunum til bjargar.
Til happs var að í Sandvík var skipbrotsmannaskýli sem Slysavarnarfélag Íslands hafði reist. Gátu skipsbrotsmenn komið sér þar í skjól, og hafist við, þar til þeim var bjargað, og að þeir sem gátu safnað nægri orku til að ganga yfir til Neskaupsstaðar.
Sandvík er mjög afskekktur staður. Fyrr á árum voru nokkur hús en staðurinn fór í eyði. Þangað liggja engir bílvegir.
Skipið Gesina
Gesina var sagt gamalt skip (29 ára), byggt í Hollandi 1939, keypt til Noregs 1956. Það var einnig sagt illa búið tækjum. Gesina var 187 brúttó lestir (tonn) að stærð (200 lesta línuveiðari).


Sjópróf
Reynt var að bjarga skipinu af strandstað en það þótti ekki vera gerlegt sökum aðstæðna.
Sjópróf vegna strandsins voru haldin á Seyðisfirði fáeinum dögum síðar.
Gesina á standstað




Annað: TF-AIS (+1966)
Þá er vert að minnast á hvarfið á sjúkraflugvélinni TF-AIS sem hvarf þetta sama ár, 1966. En munir tengdir því hvarfi, björgunarvesti fundust einmitt í fjörunni í Sandvík. Lesa má um TF-AIS (+1966) hér.
Heimildir, tenglar og krækjur
Sérstakar þakkir fær Sigurbrandur Jakobsson, skipstjóri í Neskaupsstað fyrir að vekja athygli á þessum atburði. (DE; 3.5.2023)
- Strandaði í Sandvík; Tíminn 07.09.1966 (timarit.is)
- Björgun Gesina verður reynd er veður lægir; Timinn 08.09.1966 (timarit.is)
- Norskur bátur strandaði í Sandvík við Gerpi; Dagur 7.9.1966 (timarit.is)
- Skipamyndir.is (Facebook) – Ljósmyndir af flaki Gesinu; Bjarni Guðmundsson 14.10.2020
Hefurðu eitthvað við þessa færslu að bæta við? Lagfæra? eða deila? Hafðu samband; diveexplorer@dive-explorer.com