Allar færslur eftir DiveExplorer

Divemaster and a shipwreck hunter. Finder of SS Phönix (+1881) and SS Reykjavik (+1908). Specializes in underwater forensics & recovery.

Tordenskjold (+19??)

Laugardaginn 21. apríl 2012 fann kafarinn, Erlendur Guðmundsson flak Tordenskjolds á botni Siglufjarðar þar sem það hefur legið í nærri 90 ár.

Um skeið hefur verið samvinna milli Erlends og Síldarminjasafnsins um að grafast fyrir um staðsetningu flaksins.

Heimasíða:
http://www.navalhistory.dk/Danish/Skibene/T/Tordenskjold(1854).htm#Fotos

Þótt Tordenskjold hafi verið freigáta búin til styrjalda þá endaði hann „lífdaga“ sína ekki síður sem nokkurs konar síldarminjar, hálfgrafnar í sand og litríkan sjávargróður.


Hér sést m.a. freigát­an Tor­d­enskjold á ol­íu­mál­verki danska lista­manns­ins Vil­helms Arnesen (1865-1948). Af vefn­um Sigl­f­irðing­ur

En eins og áður hefur komið fram hér á fréttavefnum, var sá gamli dreginn yfir Atlantsála eftir að hann lauk hernaðarhlutverki sínu og var notaður sem lagerskip í síldarhöfninni frægu – rúinn öllum fyrri búnaði og virðuleika.


Búist til köfunar, Laufey, Þorbergur og Erlendur – Ljósm: ÖK

Skipið var sjósett 1852, og var það 50.4 m. á lengd og 12.9 m. á breidd, 1.453 tonn og bar allt að 80 fallbyssur. Stærð flaksins kemur heim og saman við þessi mál og mörg önnur söguleg atriði staðfesta að þarna liggur Tordenskjold.                                                               

Hluti skutsins rís upp úr sandinum – ljósm. Erlendur Guðmundsson

Erlendur Guðmundsson er atvinnukafari og býr á Akureyri. Eitt helsta áhugamál hans er neðansjávarljósmyndun og kvikmyndun. Hann var hér með konu sinni, Laufeyju Böðvarsdóttur, og syni þeirra, Þorbergi, sem einnig kafaði við þessa leit.                                                                                                                                                           Ekki verður gefið meira upp að sinni um staðsetningu flaksins en að það liggur norðan Eyrarinnar (Siglufjarðareyrar/Þormóðseyrar/Hvanneyrar).

Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara Fornleifaverndar ríkisins til að skoða skipsleifarnar. 

Heimildir og tenglar:

Nordpolen (+1926)

Norsk flutningaskip, gufuskip, í eigu félags í Bergen. Sama félag og átti kolaflutningapramman Inger Benedicte sem sökk við innsiglinguna í Reykjavík sama ár, 1926. Smíðað 1880.

Nordpolen um 1890.

Var kallað á þessum tíma cementsskipið “sementsskipið”. Einnig símastauraflutningaskip.

Neðansjávarmynd af flaki Nordpolen (Mynd: LHG)

Var að flytja mikið magn af sementi og símastaura. Sementið átti að fara til Reykjavíkur og var víst mikil eftirspurn eftir því á þessum tíma. Símastaurarnir áttu að fara í Hagabót, Barðaströnd, um alls 130 stykki en 400 staurar til Reykjavíkur.

Einnig var um borð, matvörur, smurningsolía, tunnur, fernistunnur.

Fréttagrein frá tíma strandsins.

Sökk 27. júlí 1926

Sagt að það hafi verið álíka stórt og Gullfoss I (1915 – 27feb – mars 1941 ).

Gullfoss var 70 metrar að lengd og 10 metrar að breidd. (Lengd er 230 fet, breidd 35 fet, Burðarmagn 1413 smálestir brúttó, 885 smálestir nettó.)

Nordpole var 46 ára gamalt þegar það sökk.

Tals­vert var fjallað um strand norska flutn­inga­skips­ins Nor­dpo­len á Breiðafirði í lok júlí árið 1926 í ís­lensk­um fjöl­miðlum á þeim tíma en Land­helg­is­gæsl­an fann flak skips­ins í síðasta mánuði þegar sjó­mæl­inga­bát­ur­inn Bald­ur var við mæl­ing­ar á Breiðafirði. Ekki var áður vitað um ná­kvæma staðsetn­ingu flaks­ins sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gæsl­unni.

Flutn­inga­skip­inu var hleypt af stokk­un­um 18. sept­em­ber árið 1880 og var því orðið tæp­lega 46 ára gam­alt þegar það fórst. Skipið var upp­haf­lega nefnt Solon og gekk und­ir því nafni til árs­ins 1907 þegar það var selt nýj­um eig­end­um sem nefndu það Locksley. Skipið var aft­ur selt árið 1913 og fékk þá nafnið Jern­land. Þrem­ur árum síðar var það selt á nýj­an leik og nefnt Star­efos. Loks var skipið enn á ný selt árið 1922 og fékk þá nafnið Nor­dpo­len.

Flutn­inga­skipið mun hafa verið um 2000 smá­lest­ir að stærð að því er seg­ir í Morg­un­blaðinu 11. ág­úst og álíka stórt og flutn­inga­skipið Gull­foss, sem hleypt var af stokk­un­um árið 1915 og var fyrsta skip Eim­skipa­fé­lags Íslands, sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðsins 31. júlí. Varn­ing­ur um borð var einkum símastaur­ar og sement en einnig rúg­mjöl og síma­vír.

Símastaurn­arn­ir áttu að fara á land víðs veg­ar um land. Þegar skipið kom til Ísland hélt það fyrst til Vest­manna­eyja sam­kvæmt ósk landsíma­stjóra til þess að hægt yrði að gefa skip­stjór­an­um fyr­ir­skip­an­ir um það hvar staur­arn­ir skyldu sett­ir á land. Skipið átti meðal ann­ars að koma við á Pat­reks­firði, Flat­ey, Haga­bót, Reykja­vík og Hafnar­f­irði.

Fjallað ít­ar­lega um strandið í Morg­un­blaðinu

Nor­dpo­len hélt til Pat­reks­fjarðar og tók þar um borð hafn­sögu­mann fyr­ir Breiðafjarðar­hafn­irn­ar, Snæ­björn Kristjáns­son hrepp­stjóra í Hergils­ey. Fjallað var ít­ar­lega um strand Nor­dpo­len í Morg­un­blaðinu 11. ág­úst 1926 þar sem vitnað var einkum til dag­bók­ar skip­stjóra flutn­inga­skips­ins, M. Ir­gens, þar sem sagði í end­ur­sögn blaðsins (upp­runa­leg staf­setn­ing er lát­in halda sér):

Fjölgeislamynd (e. Multibeam) af flaki Nordpolen. (Mynd: LHG)

„Var nú fyrst haldið til Flat­eyj­ar og þaðan til Haga­bót­ar með símastaura í Barðastrand­ar­lín­una. Þangað var kom­inn vj­el­bát­ur frá Stykk­is­hólmi til að flytja staur­ana í land. En veður tók þegar að hvessa og gerði rign­ing­ar­dimmviðri. Vildi bát­ur­inn þá eigi bíða leng­ur og fór sína leið. Þótti nú sýnt, að eigi yrði hægt að skipa staur­un­um þar á land og lagði þá Há­kon alþm. Kristó­fers­son í Haga það til, að skipið færi inn til Brjáns­lækj­ar, því að þar myndi vera hlé.

Var nú lagt af stað og sá lítið til land­miða, en sigl­inga­leið er þarna ómæld og sá skip­stjóri því eigi ástæðu til að taka dýpt­ar­mæl­ing­ar. Þótt­ust þeir nú halda sömu leið og þeir höfðu komið frá Flat­ey, þangað til þeir sáu Sauðeyj­ar. Var nú stefnt á þær um hríð, þangað til leiðsögumaður seg­ir, að komið sje fram hjá öll­um skerj­um og nú sje hrein sigl­inga­leið til Brjáns­lækj­ar. Sá þó ekki til land­miða. En nú var sett á fulla ferð. Fimm mín­út­um síðar strand­ar skipið á ein­hverju skeri, sem þeir eigi vita hvaða sker er. En það mun vera norðvest­ur af Sauðeyj­um.

Skipið hjó nú þarna á sker­inu fram eft­ir degi og fór þá að koma mik­ill sjór í það, einkum vj­ela­rúmið. Vj­el­in komst í ólag og varð því að stöðva hana. Hækkaði nú sjór óðum í skip­inu og hjó það mikið á sker­inu svo að ketill­inn riðaði all­ur og lyft­ist að fram­an um 4 þuml­unga. Tókst þó síðar að kveikja upp eld í öðru eld­stæðinu og koma upp gufu. Var nú dælt um stund og lækkaði þá aust­ur­inn að mun. En svo mun skipið hafa brotnað meira um vj­ela­rúmið, því að þar streymdi nú svo mik­ill sjór inn, að eld­ur­inn sloknaði.

Há­kon alþing­ismaður kom nú út að skip­inu og fóru tveir menn með hon­um til Flat­eyj­ar, en hinir urðu ein­ir eft­ir í skip­inu. En þegar svo var komið að skipið var komið í kaf að fram­an, stigu þeir á skips­bát­inn og hjeldu til Brjáns­lækj­ar. Seinna var farið á strandstaðinn aft­ur og var skipið þá sokkið. Ligg­ur það á 9 faðma dýpi og er talið óhugs­andi að því verði bjargað. Framb­urður skip­stjóra og annarra skip­verja var mjög sam­hljóða dag­bók­inni.“

Vissi af skeri á svæðinu en taldi það að baki

Einnig er vitnað í framb­urð Snæ­björns Kristjáns­son­ar við sjó­próf­in þar sem hann hafi sagst hafa tekið að sé að vera hafn­sögumaður að beiðni Há­kon­ar alþing­is­manns og landsíma­stjóra. Hann hafi verið leiðsögumaður á norðan­verðum Breiðafirði um tveggja ára­tuga skeið. Dimmst hafi verið þegar Nor­dpo­len hafi haldið frá Haga­bót og aðeins rofað fyr­ir til Hvamms­fjarðar en ekki verið hægt að sjá til lands eins og venju­lega.

„Kveðst hann hafa vitað af skeri þarna ná­lægt Sauðeyj­um, en haldið að þeir væri komn­ir fram fyr­ir það og eigi geta sagt um hvort skipið hafi held­ur strandað á því skeri eða öðru. Þegar þeir komu á stand­astaðinn síðast, var enn svo dimt veður, að eigi sá til miða á landi. En hann seg­ir, að þeir hafi verið farn­ir að beygja af sigl­inga­leiðinni til Flat­eyj­ar til bak­borða, í átt­ina til Brjáns­lækj­ar.“

Fram kem­ur enn­frem­ur í frétt Morg­un­blaðsins að þegar Nor­dpo­len hafi strandað hafi ný­verið farið fram mik­il og dýr viðgerð á skip­inu. Það hafi verið tryggt í Nor­egi en aðeins fyr­ir altjóni en ekki skemmd­um. Henni lýk­ur á þess­um orðum: „Það mun tæp­lega orka tví­mæl­is að þeir, sem best skyn bera á þessi mál, munu telja það óverj­andi að sigla svona stóru skipi á ómæld­um sigl­inga­leiðum, þar sem fult er af borðum og blindskerj­um. Og allra síst hafi það verið rjett, að ætla að sigla skip­inu frá Haga­bót til Brjáns­lækj­ar, enda þótt eigi hefði verið dimm viðri.“

Hefurðu frekari upplýsingar um Nordpolen? Geturðu bætt einhverju við? Hafðu samband; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

Minden (+1939)

Það er margt á huldu er varðar flakið af þýska flutningaskipinu S.S. Minden. Það sem vitað er með nokkurri vissu er að skipið var á leið frá Rio de Janero, Brazilíu, til Þýskalands árið 1939. Áhöfn skipsins ákvað að sökkva því eftir að það var vart við bresk herskip í nágrenninu (HMS Calypso & HMS Dunedin) og vildu ekki að bretar gætu náð skipinu… og þá farminum?

Orðrómur/heimildir? eru fyrir því að Nazistar hafi tekið úr bönkum í suður-Ameríku gullforða sinn (4 tonn?) og verið að flytja hann til Þýskalands í upphafi stríðsins. Adolf Hitler hafi fyrirskipað um að skipinu yrði sökkt frekar en að lenda í óvinahöndum. Skipinu var sökkt 24. september 1939.

Áhöfninni úr SS Minden var bjargað af HMS Dunedin, og þaðan var siglt í höfn í Scapa Flow í Orkneyjum.

_______________________________________________________________________

Heimild: RÚV – 14.04.2017 (IS)

Umhverfisstofnun fékk það staðfest frá lögmanni breska fyrirtækisins Advanced Marine Services strax í maí síðastliðnum að fyrirtækið er á eftir gulli og/eða silfri sem það telur vera um borð í þýska flutningaskipinu SS Minden, sem liggur á hafsbotni 120 sjómílur suðaustur af Íslandi.

Staðsetning SS MInden. 120 sjómílur frá Íslandi.

Nánast tilviljun réði því að Landhelgisgæslan veitti rannsóknarskipinu Seabed Constructor athygli segir verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Á meðan flugvélin Sif sé erlendis sé eftirlit með efnahagslögsögunni  ófullnægjandi.

Líklegt að þetta sé mynd af S.S. Porta, sem var systurkip S.S Minden. Mynd: Wikipedia

Landhelgisgæslan hætti í gær afskiptum af Seabed Constructor eftir að búnaður sem notaður var til að komast inn  í flak Minden hafði verið hífður um borð að nýju og skipið hélt á brott. Leynd hvílir yfir því eftir hverju var verið að sækjast, en skipverjar hafa sagst vera að bjarga verðmætum málmum, ekkert meira hefur verið gert opinbert. Svo virðist sem Seabed Constructor hafi siglt beint á staðinn.

Rannsóknarskipið Seabed Constructor séð úr brúnni í skipi LHG. Mynd LHG.

„Já það lítur út fyrir að þeir hafi haft nákvæmar upplýsingar um staðsetningu skipsins sem segir okkur að það voru einhverjar rannsóknir búnar að fara fram áður, hvort sem það var þetta skip eða eitthvað annað, þá hefur sú rannsókn farið fram áður,“ segir Auðunn F. Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Neðansjávarmynd tekin úr SS Minden.

Hann segir það nánast tilviljun að Landhelgisgæslan varð vör við rannsóknarskipið.

„Við sjáum þetta skip í gegnum gervitunglaeftirlit, sem er mjög stopult. Málið er að flugvélin okkar er búin að vera erlendis undanfarið og á meðan hún er erlendis þá er eftirlit með ytri svæðum efnahagslögsögunnar bara mjög lítið, þannig að það er nánast tilviljun að við sjáum þetta skip, já.“

Rannsóknar og djúprannsóknarskipið Seabed Constructor. Mynd LHG.

Auðunn segir að Sif geti í þremur ferðum fylgst með allri efnahagslögsögunni, en að eftirlitið sé ófullnægjandi þegar hennar nýtur ekki við.

„Þá geta skip athafnað sig hér innan lögsögu, hvort sem það eru fiskveiðar eða rannsóknir eða hvaða önnur verkefni sem eru, án okkar vitneskju. Mjög líklegt að þeir sleppi framhjá augum okkar,“ segir Auðunn F. Kristinsson.

Rannsóknarskipið Seabed Contstructor í Reykjavík, að Skarfabryggju Sundahöfn, eftir að því var skipað af Landhelgisgæslunni að fara í höfn á meðan rannsókn á málinu færi fram. (Mynd; DiveExplorer 10.04.2017)

Heimild: Icelandmag.is – 10 juli 2018 (EN)

Hunt for mysterious Nazi treasure in Icelandic waters must be called off by midnight

Treasure hunters who are trying to recover valuables from the wreck of a German vessel, which was sunk off the coast of South Iceland during WWII, have until tonight to wrap up their mission.  The official objective of the treasure hunt is a safe which is believed to contain gold bars. The safe could contain as much as 113 million USD (96 million EUR) worth of gold. However, rumor has it that the gold is not ultimate or real objective of the mission. Other unidentified treasures are said to be onboard the ship, SS Minden.

In the spring of 2017 the Icelandic Coast Guard boarded a research vessel, Seabed Constructor, off the south coast of Iceland. The research vessel, which had been rented by a UK company called Advanced Marine Services, was engaged in unothorized seabed exploration. The crew told local authorities it was attempting to salvage valuables from the wreck of a German merchant vessel SS Minden which was sunk in the early days of WWII. SS Minden was returning from South America to Germany when it was sunk by the Royal Navy.

According to the official ship manifest of the SS Minden the vessel was carrying resin from Brazil intended for industrial use. The ship is not known to have carried any minerals or valuables. The crew of the Seabed Constructor told the Coast Guard that they were attempting to recover a safe from the ship, believed to contain gold bars.

The value of the treasure onboard the SS Minden must be significant, as it costs at least 100,000 USD per day to rent a research vessel like the Seabed Constructor.

SEABED WORKER The research vessel has been rented by a UK based company to mount a salvage operation onboard the wreck of SS Minden. Photo/Óskar P. Friðriksson
SS PORTA One of four sister ships of SS Minden. The SS Minden was returning from Brazil when it was attacked and sunk by the Royal Navy. Photo/Wikimedia commons

A mysterious treasure
The sources of the local newspaper Fréttablaðið onboard the Seabed Constructer claim that recovering the gold is not real objective of the mission, as the wreck of the SS Minden is said to hide some other unidentified valuables. According to these sources the real objective of the search is known by only a handful of people onboard the research vessel.

After the Seabed Constructor was brought to harbor in the spring of 2017 the company Advanced Marine Services was notified that the ship could not be allowed to continue its search of the wreck without a permit. The company then applied for a permit to explore the wreck of the SS Minden, with the stated purpose of recovering a safe containing the gold bars. 

A 72 hour permit was granted for exploration in the fall of 2017, but due to poor weather and extremely difficult conditions the treasure hunters were unable to use the permit, but were granted permission to continue their search this year. The treasure hunters returned to the wreck of the SS Minden last week on the research vessel Seabed Worker to continue the hunt for the mysterious treasure. The permit expires at midnight tonight.

Hefurðu upplýsingar um MINDEN ? Hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com. Trúnaði heitið ef þörf er.

Dou have information about MINDEN? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com. Information´s can be classified.

Heimildir og tenglar

Vestri (+1974)

Flakið af M/S Vestra liggur á tæplega 40 m dýpi nálægt Akranesbauju. Að flakinu er einungis hægt að komast með báti. Skyggnið er yfirleitt nokkuð gott en fer þó eftir vindátt.

Teikning af M/s Vestra.
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki M/s Vestra

Flakið er nokkuð heillegt. Þarna er einnig töluvert dýralíf. Útveggur brúarinnar hefur fallið af þannig að brúin er vel opin, en þar fyrir innan má sjá stórt tréstýri og viðargólf. Á næstu hæð fyrir neðan eru vistarverur og eldhús, Öll þil eru horfin þannig að hæðin er nú stór geimur fyrir utan stálskorstein sem liggur upp í gegn um alla yfirbygginguna. Lestar skipsins eru tvær og eru þær galopnar. Frammi á bakka eru spil og keðjur.

Ekki þykir ráðlegt að fara inn í lestar né yfirbyggingu skipsins. Flakið liggur dýpst á um 40 metrum. Skipið er um 300 rml flutningaskip, byggt í Danmörku 1964 en það fórst í febrúar 1974. Flakið fannst í September 2002. Flakið sem er tæplega 50 m langt liggur á stjórnborðssíðunni og er það mjög heillegt.

Fjölgeislamynd (multibeam) af Vestra

Skipið var að leiðinni upp í Borgarnes, með mjöl farm. Skipið var vitlaust, eða illa lestað og þegar það fór fyrir Akranesbaugju þá valt það á hliðina og sökk.

10 manns voru í áhöfn en allir björguðust.

Botninn er malarbotn og gruggast ekki mikið upp þótt hann sé snertur. Nokkur straumur getur verið á svæðinu þannig að best er að kafa í flakið á fallaskiptum og á fjöru.

Dýpi 30 til 39 metrar

GPS staðsetning: 64 17.797 N – 22 08.220 W

Heimildir & linkar:

 • Lhg.is
 • Sportkafarafélag Íslands

Het Wapen Van Amsterdam (+1667) – GULLSKIPIÐ

Eitt þekkasta og mest um talað og skrifað „fjarsjóðs-skipsflak“ sem hér á Íslandi er án efa Indíafarið Het Wapen Van Amsterdam. Betur þekkt meðal Íslendinga sem GULLSKIPIÐ.

Teikning af því hvernig skipið Het Wapen Van Amsterdam hafi hugsanlega litið út.

Leitin að því hefur spannað marga áratugi án raunverulegs árangurs. Þó hugmyndin um að finna „alvöru“ fjarsjóð laðar marga að og dreymir marga um að finna slíkt.

Hér er síðan um leitirnar að Het Wapen Van Amsterdam.

Það hefur mikið verið talað um farm skipsins sem var afar verðmætur en minna um það að þetta er sennilega eitt mannskæðasta slys við Íslandsstrendur en talið er að minnst 140 menn hafi farist en 50-60 tókst að ganga alla leið austur í Öræfi. Nokkrir skipverjanna komust lifandi í land en gáfust upp á leiðinni til byggða enda afar þungt að ganga í blautum sandi og vaða jökulár. Skipverjar tóku með sér það sem þeir gátu borið og er sagt að þar á meðal hafi verið mikið af silki. Ganga sögur um að Öræfingar hafi í margar aldir sofið við silki rúmföt en þeir fengu silkið í stað reiðtygja þegar skipbrotsmennirnir fóru suður til Reykjavíkur til að komast í skip til Holllands.

Skipsskrokkurinn lá yfirgefinn en grófst smátt og smátt í sandinn og hvarf á innan við hundrað árum. Upp úr 1960 byrjuðu nokkrir ævintýramenn að leita að skipinu í sandinum. Það voru mikil umsvif hér og gaman að fylgjast með hvaða verkfæri þeir notuðu til að fara um sandinn og yfir jökulárnar, til dæmis var bíll sem hægt var að keyra á vatni og sjó sem kallaður var Vatnadrekinn. Það var leitað og grafið í mörg ár og 1983 töldu menn sig hafa fundið gullskipið. Hollenska stjórnin sendi menn á vettvang því þeir eiga jú skipið og allan farminn. Spennan var mikil í september 1983 þegar grafið var niður á skipið og vonbrigðin gífurleg þegar kom í ljós að það var togarinn Friedrich Albert sem lá í sandinum en ekki gullskipið. Það hvílir enn í sandinum og bíður nýrra ævintýramanna.

Grein úr Morgunblaðinu 9. águst 1983
Morgunblaðsgrein 8 júlí 1982 um Het Wapen Van Amsterdam.

Heimildir og upplýsingar:

Shirvan (+1944)

Heimild: Morgunblaðið 28. júlí 2010

Fundu flak bresks olíuskips

Júlí 28, 2010

Höfundar: Árni Sæberg – Hjalti Geir Erlendsson

Fundist hefur flak breska olíuskipsins SS Shirvan sem sökkt var skammt undan ströndum Íslands í nóvember árið 1944.

Varð fyrir árás sama þýska kafbáts og Goðafoss.

Vísbendingar sjómanna um að skipsflak væri að finna á hafsbotni skammt undan Garðskaga leiddu til þess að vísindamenn á vegum Hafmyndar ehf. og Háskóla Íslands héldu í könnunarleiðangur um hafsvæðið ásamt Landhelgisgæslunni.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðisns fengu að fljóta með í ferðina sem farin var á varðskipinu Tý.

Notast var við íslenskan kafbát, af gerðinni Gavia, við leitina að flakinu. Kafbáturinn, sem er í eigu Háskóla Íslands, er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Hafmynd ehf.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

Flak Shirvans liggur á hliðinni á um 100 metra dýpi og af myndum að dæma hefur skipið brotnað í þrjá parta. Af fyrstu rannsóknum að dæma bendir fátt til þess að olía sé enn í tönkum skipsins.

Örlagavaldur Goðafoss

Líklegast þótti að um flak Shirvans væri að ræða. Getgátur voru uppi um hvort flakið væri af Goðafossi, sem var grandað í sömu árás og Shirvan. Það fær þó ekki staðist sé tekið mið af stærð og staðsetningu flaksins.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

Hinn 10. nóvember 1944 var skipalest á siglingu til Íslands. Í fararbroddi var skip Eimskipafélagsins, Goðafoss, en í hópnum var einnig breska olíuskipið SS Shirvan. „Mikið óveður varð til þess að Shirvan villtist af leið,“ segir Óttar Sveinsson, höfundur bókarinnar Útkall: Árás á Goðafoss. „Shirvan lenti í klóm þýsks kafbáts sem grandaði skipinu með tundurskeyti.

Skipið stóð eftir árásina í ljósum logum en með elju náði hópur áhafnarmeðlima að komast í björgunarbáta, margir mjög illa leiknir.“ Óttar segir að skipverjar Goðafoss hafi náð að bjarga 19 skipbrotsmönnum um borð. „Stuttu síðar komst Goðafoss sjálfur í skotfæri hjá þýska kafbátnum sem grandaði honum með afleiðingum sem flestir Íslendingar kannast við.“

Það er af Shirvan að segja að skipið rak mannlaust, í ljósum logum, á haf út þar sem það sökk.

Tvígeislamæling (e. Side Scan Sonar) af flaki Shirvan. Tekin með sjálfstýrða kafbátnum Gavia. (Heimild: Morgunblaðið 28.7.2010)

__________________________________________________________________

Breska olíuflutningaskipið Shirvan (Mynd; Uboat.net / Photo courtesy of the National Maritime Museum, Greenwich, P24037 )
Fjölgeislamæling (e. Multi-beam) mynd af flaki Shirvan.

Hefurðu upplýsingar? Viltu bæta einhverju við eða laga?

Bætum við söguna um SHIRVAN! Hafðu samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og linkar:

Empire World (+1944)

Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa (2018). Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Mynd: Landhelgisgæslan

Í lok apríl var varðskipið Þór við sjómælingar þar sem dýpi var mælt með fjölgeisladýptarmæli skipsins. Á innanverðum Faxaflóa urðu skipverjar og sjómælingamenn um borð í varðskipinu varir við þúst á hafsbotni sem vakti sérstaka athygli og var talið mögulegt að um skipsflak væri að ræða. 

Landhelgisgæslan var ekki með neina vitneskju um skipsflak á þessum slóðum og því var ákveðið að kanna málið betur. Sjómælingabáturinn Baldur var þá sendur út til rannsókna með fjölgeisladýptarmæli en einnig var hafður með í för sjálfstýrður kafbátur frá Teledyne Gavia sem skannaði þústina með hliðarhljóðsjá.

Gögn frá mælingum Baldurs og Gavia staðfestu að um flak væri að ræða. 

Skipslíkan af Empire Wold (Mynd; Morgunblaðið)

Fórst með 17 menn um borð

Þar sem ekki var unnt að staðfesta hvaða skip ætti í hlut fór Baldur í annan leiðangur með neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar. Með gögnum úr þeim leiðangri var hægt að staðfesta að flakið væri af breska dráttarbátnum Empire Wold sem fórst í innanverðum Faxaflóa í nóvember 1944 og með honum allt að 17 menn.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunnie eru örlög dráttarbátsins Empire Wold tengd hildarleiknum þegar flutningaskipinu Goðafossi og tankskipinu Shirvan var sökkt af þýskum kafbáti við Garðskaga þann 10. nóvember 1944. „Saga Goðafoss og Shirvan er vel þekkt en færri hafa heyrt um dráttarbátinn sem sendur var frá Reykjavík til að reyna að bjarga tankskipinu. Shirvan hélst nokkuð lengi á floti þrátt fyrir skemmdir eftir tundurskeytið og rak logandi undan veðri og vindum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Talið er að um borð í Empire Wold hafi verið níu manna áhöfn og átta bandarískir sjóliðar. Empire Wold hélt út frá Reykjavík um klukkan þrjú síðdegis þann 10. nóvember 1944 og sigldi til vesturs í átt að Shirvan. Síðan þá hefur ekkert spurst til skipsins fyrr en nú, 74 árum síðar. 

Mynd: Landhelgisgæslan

Skildi eftir sig eiginkonu og 9 mánaða dóttur á Íslandi

„Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hugsanleg örlög Empire Wold, meðal annars þær að skipinu kynni að hafa verið sökkt af kafbáti eða að það hefði siglt á tundurdufl. Ekkert kom hins vegar fram í gögnum Þjóðverja um að kafbátur hafi sökkt dráttarbáti við Ísland og var því seinna farið að horfa til þess hvort veður og sjólag kynnu að hafa grandað Empire Wold.“

Eftir rannsóknir Landhelgisgæslunnar á flakinu bendir ekkert til þess að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls eða tundurskeytis. Ekki er því hægt að skera úr um orsök þess að Empire Wold fórst í Faxaflóa. 

Fundur flaks Empire Wold var tilkynntur til breska sendiráðsins og einnig til íslenskra aðstandenda eins skipverjans en 2. vélstjóri dráttarbátsins var kvæntur íslenskri konu og áttu þau 9 mánaða gamla dóttur þegar slysið varð.

Heimildir og tenglar:

Jamestown (+1881)

Jamestown var heljarstórt seglskip 100 m á lengd og um 20 m á breidd. Skipið strandaði við Hvalsnes á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 á milli Hestakletts og Þórshafnar við Hafnir á Suðurnesjum. Skipið var engin smásmíði, líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Jamestown var smíðað í Richmond og hleypt af stokkunum í nóvember 1879. Farmur skipsins var timbur og tókst bændum að bjarga mestu af því áður en skipið brotnaði við Hestaklett þar sem leyfar þess liggja enn.

Hestaklettur liggur fyrir opnu hafi og þarf því að kafa þarna í góðu sjólagi. Botninn er grýttur, klettar og möl með þaraskógi.
Dýpið er aðeins um 7 metrar við klettinn og aðstæður til köfunar eru því góðar.

Strandstaður Jamesstown við Hestaklett í Höfnum 1881. (Kort; ja.is)

Áhugahópur um Jamestown strandið var stofnað 2016. Tilgangur hópsins er m.a. að safna saman upplýsingum um hvað varð um farm skipsins.

Talið er að í skipinu hafi verið um 100 þúsund plankar sem notaðir voru til húsbygginga og smíði ýmis konar gripa á Suðurnesjum og víðar á landinu.

Frekari heimildir:
https://www.youtube.com/watch?v=OfllGhPqkoo

___________________________________________________________________

Upplýsingar og frásögn um skipið er að finna í grein á http://www.leoemm.com/jamestown.htm

Seglskipið Jamestown

Upphaflega birtist þessi grein í tímaritinu Skildi nr. 34. 4tbl. 10. árg. 2001.
Skjöldur er gefinn út af Útgáfufélaginu Sleipni í Reykjavík. Ritstjóri: Páll Skúlason.

Á morgni sunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.

Hið 6-mastraða Wyoming frá Bath í Maine. Eitt af stóru seglskipunum í eigu sömu útgerðar í Bath en þau báru öll heiti eftir ríkjum Bandaríkjanna. Myndin er af málverkinu ,,The Pride of the Yard“ eftir Thomas M. Hoyne, III. Ljósmynd: Maine Maritime Museum. http://www.bathmaine.com.
Heimild; http://www.leoemm.com/jamestown.htm

Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður. Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen2 er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. (Einhver hluti farmsins mun hafa verið eðalviður og eftirsóttur til fínsmíða. Sem dæmi má nefna að Gunnhildur Daðadóttir í Reykjavík á 60 ára gamla þýska fiðlu. Til að bæta hljómgæðin setti Jón Marinó Jónsson fiðlusmiður nýja sálu (en það er pinni innan í fiðlunni undir stólnum (nefnist á ensku „sound post’’) og notaði til þess við úr Jamsetown sem hann fékk hjá manni í Keflavík. Með honum fékkst mun þéttari hljómur úr fiðlunni).


Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa, eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.

Skömmu eftir að ég flutti í Hafnir um áramótin 1978/79 heyrði ég talað um strand þessa stórskips og varð forvitinn um frekari vitneskju, fór m.a. að reyna að kynna mér hvað væri til af heimildum um strand Jamestown. Í annálum er þessa strands getið . Í jólablaði tímaritsins Faxa3 frá árinu 1967 er merkilegt viðtal við Friðrik Gunnlaugsson (þá 95 ára) þar sem hann segir ítarlega frá björgun farmsins ú Jamestown. Ennfremur er að finna frásögn Ólafs Ketilssonar4, fyrrum hreppstjóra Hafnahrepps, af þessu strandi í bókinni Sunnlenskir sagnaþættir5 (sem Gunnar S. Þorleifsson safnaði) en þar segir Ólafur frá strandinu, björgun farms og afdrifum skipsins. Hins vegar fann ég ekkert um skipið sjálft, sögu þess né áhafnarinnar.

Í annálum er Jamestown talið amerískt skip, sagt vera líklegast frá Boston. Af lýsingu á stærð þess að dæma hefur það verið með stærstu seglskipum á sinni tíð, um eða yfir 100 m á lengd og um 20 m á breidd (til samanburðar má hafa að venjulegur fótboltavöllur mun vera 90-100 m á lengd). 17 árum seinna, 1996 varð tilviljun til þess að ég fór að reyna að grafast fyrir um skipið sjálft og hver hefði orðið afdrif áhafnarinnar. Með hjálp Veraldarvefsins komst ég í samband við umsjónarmenn sjóminjasafna á austurströnd Bandaríkjanna. Í fyrstu bar leitin engan árangur – mér var vísað frá manni til manns.

En þá komst ég í samband við Dan Conlin safnvörð hjá ,,Maritime Museum of the Atlantic“ í Halifax á Nova Scotia í Kanada. Hann gat frætt mig um skipið auk þess sem hann vísaði mér á David Hayward aðstoðarmann í rannsóknadeild ,,Maine Maritime Museum“ í Bath í bandaríkinu Maine. Fór þá að greiðast úr málinu. Auk ýmissa upplýsinga, sem Dan Conlin sendi mér, sendi David Hayward mér ljósrit af fréttum af skipinu Jamestown sem birst höfðu á sínum tíma í dagblaðinu Bath Daily Times6. Í ljós kom að þetta risaskip átti sér talsverða sögu sem ef til vill skýrir orsök þess að það strandaði mannlaust á Suðurnesjum.

Jamestown var smíðað í Richmond og hleypt af stokkunum í nóvember 1879 og, að sögn Dan Conlin, er það horfið af skránni yfir amerísk og erlend skip uppúr 1880 og fyrir 1884. Hann segir að fjöldi smærri seglskipa hafi borið nafnið Jamestown eða James Town og verið á skrá um þetta leyti en hægt sé að útiloka þau öll þar sem ekkert þeirra hafi verið yfir 200 tonnum að stærð og öll styttri en 100 fet. Dan sagðist einnig hafa athugað skipaskrá Lloyds (Lloyd’s Register of Shipping) frá þessum tíma og ekki fundið þar neitt annað skip jafnstórt og Jamestown frá Richmond.

Fyrsta úrklippan er úr Bath Daily Times í desember 1880. Þar segir sem dæmi um hraðar hendur að Bath Iron Works hafi einungis verið 4 daga að smíða stóra akkerissvindu úr stáli fyrir seglskipið Jamestown sem þá lá við bryggju í Eastport. En sú vinda sem fyrir var varð ónýt og er það tekið fram að sú hafi verið smíðuð í Providence á Rhode Island.

Önnur úrklippa er úr sama dagblaði þann 10 febrúar 1881 eða 2 mánuðum síðar. Þar segir: ,,Skipið Jamestown, sem var yfirgefið úti á rúmsjó þegar eimskipið Ethiopia bjargaði skipverjum, var undir stjórn W. E. Whitmore skipstjóra sem er frá þessari borg (Bath) en áður hafði hann tekið við skipstjórn í St. John í New Braunswick snemma í nóvember á síðasta ári og er engu líkara en að óheppni fylgi skipstjóranum því nokkrum dögum eftir að lagt hafði verið úr höfn var lagst að bryggju í Bliss Harbor þar sem 4 úr áhöfninni struku og sem neyddi skipstjóran til að bíða eftir nýjum mönnum frá Boston. Og varla hafði skipið siglt nema örfáa daga þegar skipstjórinn neyddist til að leggjast að bryggju á Deer Isle vegna akkerisvindu, sem hafði bilað, og tafði það skipið í tæpan mánuð. Um 18 þúsund dollurum hafði verið varið í viðgerðir á Jamestown í St. John. Jamestown, sem er 1888,77 tonn, var smíðað í Richmond 1879 fyrir James. M. Hagar.“

Á öðrum stað í sama dagblaði undir dálkafyrirsögninni ,,Marine Journal“ og undir ,,Disasters“ er fjallað ítarlegar um Jamestown. Þar segir: St. John. NB. 17. febrúar (1881). Hinn 10. nóvember lagði skipið Jamestown af stað undir stjórn Whitmore skipstjóra með verðmætan farm sem sigla skyldi með til Liverpool“ Síðan er rakin sagan sem getið er í úrklippunni hér á undan en síðan er bætt við: ,, Hún (Jamestown) mun hafa verið vel tryggð og farmurinn jafnframt tryggður. Hún (Jamestown) var yfirgefin á 43.10 v-lengdar og 22° nl-breiddar, sem er vestan Írlands, þegar stýri og björgunarbátar höfðu laskast og áhöfnin úrvinda af þreytu. 27 voru um borð að meðtalinni eiginkonu og barni skipstjórans. Þeim var bjargað af eimskipinu Ethiopia frá New York og sett á land í Glasgow 16. febrúar 1880 (sic)“.

Næsta úrklippa er úr dagblaðinu Bath Daily Times frá 18 febrúar 1881 og er úr sama dálki og sú næsta hér á undan og þar segir: ,,Moville 16. febrúar. Eimskipið Ethiopia frá New York er komið. Meðferðis hafði það áhöfnina af Jamestown sem lagði upp frá St. John í New Braunswick áleiðis til Liverpool, en skipið fannst stjórnlaust á reki um 600 mílur undan strönd Írlands.“

Og barlestin ……..

Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,, Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður ,,klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.

Sorglegur endir skipstjórnarferlis

Í Bath Daily Times 13. nóvember 1905 er minningargrein9 um W. E. Whitmore skipstjóra og kaupsýslumann sem dó snögglega eftir hjartaáfall tæplega sjötugur að aldri. William E. Whitmore, sem átti að baki langan feril sem sjómaður og skipstjóri á langferðaskipum hafði einmitt verið skipstjóri hins stóra Jamestown – seglskipsins sem yfirgefið var á hafinu sunnan Írlands snemma í febrúar 1881 og strandaði á Suðurnesjum 26. júní sama ár. Jamsetown var þá einungis rúmlega ársgamalt og líklega hefur W.E. Whitmore verið á meðal fyrstu skipstjóra þess, ef til vill hefur hann tekið við af fyrsta skipstjóranum C.H. Kidder.

Glæsilegustu skipin á höfunum

Stóru seglskipin sem voru í langferðum á milli heimsálfa á 19. öld og fram yfir 1900 voru tilkomumikil sjón á höfunum þar sem þau skriðu undir fullum seglum, iðulega framúr gufuskipum. Frægust langferðaskipanna voru bresku Cutty Sark og Thermopylae (sem fór á 28 dögum frá Newcastle á Englandi til Shanghai í Kína – met sem stóð lengi) en þau voru rétt innan við 1000 tonn að stærð (þess tíma mæling) og þau amerísku ,,Yankee clippers“ á borð við Young America og hið fræga breska Lightning (kennt við Macey) sem fór reglulega með póst á milli Bretlands og Ástralíu árum saman.

Í Ferðaminningum Sveinbjarnar Egilssonar7 (en afi hans og nafni var rektor á Bessastöðum og Menntaskólans í Reykjavík) er að finna lýsingar á seglskipunum, langferðaskipunum sem voru í förum fram yfir aldamótin 1900. Sveinbjörn hélt utan að loknu prófi frá Latínuskólanum8 1894 en í stað þess að hefja háskólanám var hann í siglingum um allan heim fram yfir 1900. Um það leyti sem Jamestown strandar í Höfnum var Sveinbjörn háseti á jagtinni Henriette sem flutti vörur á Ströndinni fyrir föður hans, kaupmann í Hafnarfirði. Í bókum sínum fer Sveinbjörn ekki dult með hrifningu sína á stóru seglskipunum og stjórnendum þeirra. Hann lýsir t.d. sögufrægri kappsiglingu seglskipanna Loch Linnet, sem hann var háseti á, og Falls of Clyde árið 1889 en bæði voru þá á leið til Rangoon. Falls of Clyde var stærra skip, um 2000 tonn, að sögn Sveinbjarnar (eða svipað að stærð og Jamestown). Lýsing hans á þessari kappsiglingu, og þeirri sjón að sjá svo stórt og glæsilegt seglskip sigla hraðbyri í miklum sjó, er afar myndræn. (Ferðaminningar I, bls. 315).

Sjómaður fram í fingurgóma

W.E. Whitmore fæddist í Arrowsic í Maine 1834 af sjómönnum og skipasmiðum í báðar ættir. Faðir hans var skipstjóri á langferðaskipum og móðurafi hans gerði út kaupskip frá Bath en í Arrowsic og Bath voru þá margar þekktustu skipasmíðastöðvar Bandaríkjanna. W.E. Whitmore fór á sjóinn 14 ára sem liðléttingur á barkinum Globe þar sem bróðir hans P.M. Whitmore var skipstjóri og 18 ára hafði hann lært siglingafræði af föður sínum og réðst sem háseti á seglskipið Delaware.

Í 3 ár sigldi hann undir skipstjórn Jarvis Patten og hafði þá unnið sig upp í stöðu 3. stýrimanns. W.E. Whitmore fylgdi Patten skipstjóra yfir á mun stærra seglskip, Falcon (1100 tonn) þar sem hann var í fyrstu fullgildur háseti, þá 2. stýrimaður og svo 1. stýrimaður. Falcon sigldi á milli Bandaríkjanna, Fakklands og Bretlands með bómull og tóbak. Skipið strandaði í svartaþoku við Bretanskaga. Patten skipstjóri tók þá við nýbyggðu seglskipi, John Patten, í eigu eigin útgerðar og réð W.E. Whitmore sem 1. stýrimann. Það þótti fréttnæmt í þá daga að skipið borgaði sig upp með einni vel heppnaðri ferð með bómull til Kronstadt í Rússlandi. Jarvis Patten skipstjóri var kallaður heim frá Rússlandi til að taka við nýju skipi útgerðarinnar, Transit. Hinn ungi W.E. Whitmore stýrimaður var áfram um tíma á skipinu John Patten en fór aftur sem 1. stýrimaður hjá Jarvis Patten skipstjóra á Transit.

Þegar hér er komið sögu árið 1861 er Þrælastríðið, borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum hafin en hún stóð til 1865. Það var því hættulegt fyrir norðanmann að láta á sér bera syðra og siglingar við Austurströnd Bandaríkjanna ekki eins sjálfsagðar og áður. Útgerð Pattens og félaga var að láta smíða fyrir sig gufuskipin Idaho og Montana og átti það eftir að hafa sín áhrif á framtíð unga stýrimannsins W.E. Whitmore á Transit. Á meðan á borgarstyrjöldinni stóð sigldi Transit fyrst bandarískra skipa til Uleaborg í Finnlandi en með því jukust möguleikar í fraktflutningum á sjó, ekki síst innan Evrópu.

Átta ára úthald án hvíldar

Þegar Transit kom aftur til London úr Finnlandsförinni biðu Patten skipstjóra boð um að koma heim og taka við skipstjórn nýja gufuskipsins Idaho og fyrsta stýrimanni W.E. Whitmore, þá einungis 25 ára gömlum, var falin skipstjórnin á Transit sem hann hafði með höndum í sjö og hálft ár samfellt – allan þann tíma í langferðum heimshorna á milli og kom aldrei nærri heimaslóð sinni en London, Glasgow eða Liverpool. Eftir nærri 8 ára úthald gafst W.E. Whitmore skipstjóra loks tækifæri til að heimsækja Bath og Kennebec í Maine. Þá hafði hann hitt bandarískan skipstjóra í Antwerpen, Ellis Percy frá Phippsburg, sem hann þekkti og gat tekið að sér skipstjórnina á Transit.

Kolakaupmaður

Eftir að hafa hvílst heima um hríð ákveður þessi mikli sjómaður að venda kvæði sínu í kross. Í stað þess að falast eftir fleyi og föruneyti snýr hann sér að viðskiptum – gerist umsvifamikill í kaupum og sölu á kolum í nokkur ár. Þrátt fyrir velgengni mun hann hafa farið að langa á sjóinn aftur, eins og títt er um reynda sjómenn.

Aftur á sjóinn

Og þar kom að kunningi hans og vinur, Guy C. Goss fyrrum skipstjóri, lét smíða sérstaklega fyrir hann skipið Belle of Bath – stórt og glæsilegt (1400 tonna) seglskip, – reyndar svo glæsilegt að um það voru skrifaðar greinar í dagblöð, vegna mjög vandaðs frágangs vistarvera og annars innanskips og ekki síst vegna merkilegrar stafnstyttu í líki fagurrar stúlku sem gerð var af þekktum listamanni á þessum tíma; tréskurðarmeistaranum og myndhöggvaranum Charles A. Sampson en hann fékkst einkum við að skreyta skip með listaverkum.

Fyrsta og síðasta óhappafleyið

W.E. Whitmore var 6 ár samfellt með Belle of Bath sem skipstjóri og meðeigandi en seldi þá sinn hlut í skipinu og hugðist taka sér hvíld heima fyrir sem hann mun hafa átt verðskuldaða eftir strangt úthald. Hann var enn að njóta hvíldarinnar þegar James M. Hagar frá Richmond leitaði til hans og bað hann að fara til Fíladelfíu og taka þar við skipstjórn Jamestown, 2000 tonna seglskips. W.E. Whitmore skipstjóri sló til eftir að hafa kynnt sér hið nýlega skip og m.a. séð að á þilfari þess voru vistarverur (reyndar hús) sem gerðu honum kleift að hafa með sér eiginkonu sína og kornunga dóttur en kona hans hafði farið marga ferðina með honum á Belle of Bath. Hann tók við skipinu í St. John í New Braunswick og var ferðinni heitið til Bristol í Englandi með timburfarm. Í ofviðri brotnaði stýrið af skipinu, áhöfninni var bjargað snemma í febrúar 1881 en skipið endaði standað mannlaust í Höfnum á Íslandi 26. júní 1881.

Til annarra starfa

Það þarf ekki að leiða getum að því að afdrif Jamestown hafa haft mikil áhrif á jafn reyndan skipstjóra og W.E. Whitmore. Eftir að gufuskipið Ethiopia hafði sett skipbrotsmenn á land í New York veturinn 1881 halda þau hjón ásamt dóttur aftur til Bath í Maine þar sem hann snéri sér aftur að kolaviðskiptum sem hann stundaði í rúma 2 áratugi. Hann hafði verið á eftirlaunum síðustu árin.

W.E. Whitmore kvæntist 1861 fröken M.J. Swett. Hún var dóttir E.P. Swett sem hafði verið umsvifamikill skipasmiður í Arrowsic og Bath. Þau eignuðust soninn Fred E. Whitmore (sem síðar bjó í Boston) og dótturina Jennie.

Á strandstaðnum 1881:

Svo vill til að sumarið 1881 var staddur hér á landi bandarískur sjóliðsforingi og skipstjóri á bandaríska gufuskipinu Alliance sem þá kom til Reykjavíkur, Georg H. Wadleigh að nafni. Því til sönnunar höfum við grein í bandaríska dagblaðinu Bath Daily Times þann 2. desember 1881. Þar segir: Flotamálaráðuneytinu hefur borist skýrsla Wadleigh sjóliðsforingja, dagsett 12. október 1881, um strand skipsins Jamestown. Hún er á þessa leið: ,,Skipið Jamestown frá Boston, hlaðið timbri, rak að landi og strandaði þann 26 júní 1881 norðan við Reykjanestá um 30 mílum frá Reykjavík. Hér með greini ég frá öllu því sem ég hef skráð varðandi strand þessa skips og aðstæður. Hafís hefur verið óvenjumikill þennan vetur og náð lengra til suðurs með ströndinni en venjulega. Greinilegt er að áhöfn Jamestown hefur yfirgefið það nokkru fyrir strandið.“ Wadleigh sjóliðsforingi áætlar stærð skipsins um 1200 tonn í skýrslu sinni. Hann getur þess að rannsókn yfirvalda á staðnum hafi leitt í ljós að afturmastrið hafi verið höggvið af niður við dekk og axarför hafi verið sjáanleg á miðmastrinu og greinileg ummerki um að reynt hafi verið að höggva það sundur. Þá hafi allan stýrisbúnað vantað á skipið. Stærstur hluti reiðans hafi hangið út yfir borðstokkinn og illa farinn. Á bógum hafi nafnið Jamestown verið lesanlegt en undir því aðeins mátt greina ,,Boston“. Á koparplötu yfir káetu hafi staðið nafnið Jamestown og á einni af þremur þilfarsvindum hafi mátt lesa merkingu ,,Endurbætt 1879 af H.W. Stone“ og á annari ,,Edisons einkaleyfi. 21 ágúst 1856, H.N. Stone, Boston“.


Allar lestarlúgur voru opnar, segir Wadleigh, og allt lauslegt horfið að undanskildu úldnu fleskstykki. Hann segist einnig hafa tekið eftir grasvexti á þilfarinu sem bendi til þess að skipið hafi verið lengi á reki. Timbri sem bjargað hafi verið úr skipinu segir Wadleigh að hafi verið skipt þannig að þriðjungur fór til Þeirra sem unnu að björgun þess en 2/3 hlutar hafi verið boðnir upp á staðnum fyrir um 10 þúsund krónur. Ætla má að einungis um helmingur af farmi skipsins hafi bjargast á land, segir Wadleigh í skýrslu sinni og getur einnig um danskan skipstjóra sem segist hafa farið um borð í Jamestown úti á rúmsjó 21. júní 1881 og þá hafi allt lauslegt ásamt mestu af tréskrauti skipsins verið horfið.

Neðan við fréttina af skýrslu Wadleigh sjóliðsforingja í Bath Daily Times er leiðrétting þar sem segir að ýmislegt í skýrslu sjóliðsforingjans sé ónákvæmt ef ekki rangt. Sem dæmi er nefnt að merking á Jamestown hafi ekki verið á bógum heldur einungis á skuti, skipið hafi verið 1600 tonn en ekki 1200 að stærð og að þilfarsvindurnar hafi einungis verið tvær.

Lýsing á timburflutningum og hleðslu skipa í Pensacola við Mexíkóflóa á 19. öld.

Heimildir & greinar:

 • 1) Leó M. Jónsson f. 1942 í Reykjavík. Skrifað haustið 2000. © Öll réttindi áskilin.
 • 2) sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen (1808-1887) fyrrum prestur á Útskálum í meira en 50 ár. Suðurnesjaannáll hans er m.a. prentaður í Rauðskinnu hinni nýrri (III). Höf. sr. Jón Thorarensen. Útg. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1971.
 • 3) Faxi. Tímarit útgefið af Málfundafélaginu Faxa í Keflavík. Ritstjóri Helgi Hólm. 230 Reykjanesbæ.
 • 4) Ólafur Ketilsson frá Kalmanstjörn í Höfnum. f. 1864, d. 1947. Hreppstjóri Hafnahrepps í um 40 ár. Safnaði ýmsum fróðleik og skráði en sumt af því birtist í bókum og tímaritum, m.a. í Sunnleskum sagnaþáttum.
 • 5) Sunnlenskir sagnaþættir. Samantekt Gunnar S. Þorleifsson. Bókaútgáfan Hildur, Reykjavík 1981. Þáttur Ólafs nefnist ,,Silfurfarmur á sjávarbotni í Höfnum“.
 • 6) Þar sem vísað er í úrklippur úr dagblaði er átt við Bath Daily Times. Vitnað er í eftirfarandi tölublöð BDT 1880-1905: 2. des. 1880, 2. des 1881, 10. febrúar, 18. febrúar 1881, 8. apríl 1881, 25 júlí 1881, 21. nóv. 1881 og 13. nóv. 1905.
 • 7) Sveinbjörn Egilsson. ,,Ferðaminningar“ bók í 2 bindum. Útgefandi Ísafoldarprensmiðja h.f. Reykjavík 1949.
 • 8) Latínuskólinn var menntaskóli í Reykjavík þar sem Sveinbjörn Egilsson útskrifaðist 1894.
 • 9) Bath Daily Times. 13. nóv. 1905. Minningargrein um W.E. Whitmore.
 • 10) Ferlir.is; heimasíða
 • 11)https://sofn.reykjanesbaer.is/static/files/bokasafn/vidburdir/Jamestown/vef-stora.pdf

Sigurjón Arnlaugsson HF-210 (+1990)

Sigurjón Arnlaugsson HF 210. Smíðaður í Noregi árið 1960. Hann bar fjölmörg nöfn áður en hann fékk nafnið Sigurjón.

Hann var afskráður árið 1990 og honum sökkt og notaður sem æfingarstöð fyrir kafara. Hann liggur uppréttur á u.þ.b. 25 metra dýpi, rétt 400 metra vestan við Þerney. 

GPS hnit: 64° 11.259’N – 21° 48.065’W

Togarinn Sigurjón Arnlaugsson HF210 (Mynd; Gunnar H. Jónsson / batarogskip.123.is)
Staðsetning á flaki Sigurjóns Arnlaugssonar, rétt norð/vestan megin við Þerney. (Kort: Google Earth)
Togarinn Sigurjón Arnlaugsson á siglingu. (Mynd; Þorgeir Baldursson)
Tvígeisla mynd (side scan sonar) úr Gavia AUV af flaki Sigurjóns Arnlaugssonar HF210 (Mynd: HÍ / Warsha Sing / DiveExplorer 24.07.2015 )

Side Scan sónar myndir þessar eru teknar með Gavia AUV.

Tvígeisla mynd (side scan sonar) úr Gavia AUV af flaki Sigurjóns Arnlaugssonar HF210 (Mynd: HÍ / Warsha Sing / DiveExplorer 24.07.2015 )
Tvígeisla mynd (side scan sonar) úr Gavia AUV af flaki Sigurjóns Arnlaugssonar HF210 (Mynd: HÍ / Warsha Sing / DiveExplorer 24.07.2015 )
Sjókort sem sýnir staðsetninguna á flaki Sigurjóns ( Kort; Navionics )

_________________________________________________________________

Heimildir og tenglar:

Haskel (+1962)

Haskell var lítill afturbyggður olíuflutningaprammi, 130 tonn að stærð. Hann sökk út af Hvammsfirði í Hvalfirði í júlí 1962. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum var prammi þessi fullur af þykkri svartolíu sem viðbúið er að sé orðinn einn köggull og því hættulaus. Það mál er til sérstakrar athugunar hjá Hollustuvernd ríkisins sem stendur og verður gripið til viðeigandi ráðstafana í framhaldi af því.

Blaðagrein
Blaðagrein

L. W. Haskell. Olíubátur.

Olíubáturinn L.W. Haskell var smíðaður hjá Osbourne, Graham & Co Ltd. North Hylton í Sunderland á Englandi árið 1915. 132 brl. (48 n.h.p. 1×4 cyl. 4SCSA díesel Engine single shaft 1 screw, smíðuð hjá L. Gardner & Sons í Canterbury á Englandi) Var í eigu Southern Oil Co Ltd í Manchester á Englandi, tók m.a. þátt í innrás bandamanna í Gallipoli á Ítalíu árið 1916.

Haskell kom hingað til landsins á vegum Olíufélagsins hf árið 1950, en var aldrei skráður á Íslandi því íslensk lög heimiliðu ekki skipum eldri en 12 ára íslenska skráningu.

Haskell var því skráður hjá Esso Export Ltd í London. Báturinn var notaður til að flytja olíu í togara og önnur skip í Reykjavíkurhöfn og fleiri höfnum við Faxaflóa og til birgðastöðvarinnar og Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Haskell var hinsvegar lítið sjóskip og hæggengur og kom því að litlum notum í vondum veðrum.

Endalok Haskells urðu þau að hann sökk út af Hvammsvík í Hvalfirði 4 júlí árið 1962. Var hann þá á leið til Hvalstöðvarinnar með um 200 tonn af svartolíu. Stuttu áður hafði Haskell tekið niðri á Laufagrunni, skammt undan Bakka á Kjalarnesi og sökk svo undan Hvammsvík í Hvalfirði eins og áður segir. Áhöfnin, þrír menn, björguðu sér á léttbáti til lands.

L. W. Haskell á Reykjavíkurhöfn. 

Olíubáturinn L. W Haskell sökk í gærdag út af Hvammsvík við Hvalfjörð. Á bátnum var þriggja manna áhöfn og björguðust mennirnir á land á báti.

Haskell var að fara með fuel olíu til Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði þegar þetta gerðist. Olíubáturinn L. W. Haskell kom hingað til lands fyrir allmörgum árum á vegum Olíufélagsins h f“ en fékkst ekki skráður hér vegna þess að þá var hann orðinn eldri en tólf ára. Samkvæmt Íslenzkum lögum má ekki skrá hér skip, sem keypt eru gömul erlendis frá séu þau eldri en 12 ára. Haskell var því skráður í London.

Öll björgunartæki á Haskell munu hafa verið samkvæmt íslenzkum reglugerðum, þó svo væri ekki skylt, þar eð skipið var skráð í Englandi. 

Sjókort sem sýnir staðsetninguna á Haskel út frá Hvammsvík í Hvalfirði.

Heimild: Alþýðublaðið. 5 júlí 1962

Haskell sökk um hálf sex leytið í gærdag út af Hvammsvík í Hvalfirði. Hann var með 190 tonn af fuel olíu, sem átti að fara til Hvalstöðvarinnar. Talið er að skilrúm fremst í bátnum hafi brostið, og olía komist fram í hásetaklefann. Báturinn seig skyndilega að framan og stakkst svo í djúpið. Skipsmenn björguðust í land í Hvammsvík á skektu. Þar sem báturinn sökk mun vera um 20 faðma dýpi.

Olíubáturinn Haskell var einkum notaður til þess að flytja olíu upp í Hvalfjörð og stundum til Hafnarfjarðar, einnig var hann mikið notaður við að setja olíu á skip hér í höfninni.

Áður en Haskell var keyptur hingað mun hann hafa verið notaður til að flytja soyabaunir, og var ekki skipt um nafn á honum er hann kom hingað til lands. Skipstjóri á Haskell var Gunnar Magnússon.

Alvarleg hætta steðjar að öllu fuglalífi á stóru svæði við Hvalfjörð komist eitthvað af olíunni sem var í Haskell upp á yfirborðið.
Alþýðublaðið. 5 júlí 1962

Sjókort sem sýnir staðsetninguna á Haskel, norðan við Hvammsvík. Haskel liggur á 25 til 30 metra dýpi. Þarna er leðjubotn, og skyggni til köfunar er oft ekki neitt. Ekki hjálpar það að dýpi er það mikið að það er líka dimmt. (Sjókort; Navionics)

Heimild: Morgunblaðið. 6 júlí 1962.

Á forsíðu „Tímans“ í gær er skýrt frá því að oliupramminn L.W. Haskell sé eign Olíufélagsins. Í viðtali við Mbl. í gær staðfesti Guðni Hannesson, fulltrúi hjá Olíufélaginu, að skipið væri eign félagsins. Kemur þetta ekki heim við það sem segir um skipið í Lloyd’s Register of Shipping, sem skráir eiganda þess Esso Export Ltd. í London, en svo sem skýrt hefur verið frá var Haskell skrásett þar. Hinsvegar hefur skráning skipverja á Haskell farið fram hjá lögskráningu skipshafna hjá tollstjóraembættinu, og skyldutryggingar og önnur gjöld hafa verið innheimt hjá Olíufélaginu hf. Úr því að „Tíminn“ segir, og Olíufélagið staðfestir, að það eigi skipið, hlýtur að vakna sú spurning hvenær það hefur verið keypt, hvað kaupverðið hafi verið og síðast en ekki sízt, hvort það hafi verið með leyfi gjaldeyrisyfirvaldanna að Olíufélagið keypti skipið?

Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri, tjáði Mbl. í gær að Haskell hefði komið til Íslands um 1950, áður en hann tók við embætti skipaskoðunarstjóra. Skipið, sem er byggt 1915, var þá of gamalt til þess að skrásetja mætti það á Íslandi, en samkvæmt íslenzkum lögum má eigi flytja inn og skrásetja skip eldri en 12 ára. Þarf til slíks sérstök lög frá Alþingi, líkt og með hvalbátana og Hæring á sínum tíma. Haskell hefur því aldrei verið skrásettur hér, heldur í London.

Skipaskoðunarstjóri sagði að hann hefði aldrei haft afskipti af Haskell, sökum þess að skipið var ekki skrásett hér. Lögskráning skipshafna í Reykjavík tjáði Mbl. í gær að áhöfnin á Haskell væri skrásett hér. Hefðu venjulegar skyldutryggingar og önnur gjöld, sem fara í gegnum lögskráninguna, verið innheimt hjá Olíufétaginu hf.

Það hlýtur að teljast í hæsta máta kynlegt, hversu högum þessa skips hefur verið háttað. Eigi Olíufélagið skipið, eins og það og „Tíminn“ segja, virðast kaupin á því að hafa farið fram á ólöglegan hátt. Þá var skipið of gamalt til þess að mega flytjast inn hér, og er það því skiljanlegt að látið hafi verið líta út sem Esso Export í London ætti það.

Heimild: Tíminn. 7 júlí 1962.

Reyna að ná olíubrákinni

Um klukkan fjögur í fyrrinótt kom v.b. Leó aftur ofan úr Hvalfirði, en eins og sagt var frá í gær fór hann með kafara upp eftir, þangað sem flakið af olíuprammanum L.W. Haskell liggur.

Þegar á staðinn kom, varð ekki vart við að olía bærist frá flakinu, og þrátt fyrir nákvæma rannsókn gat kafarinn ekki fundið nein merki leka. Hins vegar er talsverð olía komin í fjörðinn, og er talið fullvíst, að það sé sú olía, sem komst í lúkarinn. Ekki er vitað, hvort hann hefur fyllzt alveg, en gizkað er á, að í honum hafi mest rúmazt 15 tonn. Flakið stendur upp á endann í sjónum og er stefnið á kafi í botnleðjunni. Lúkarinn er nú fullur af sjó, og er reiknað með að þrýstingur sjávarins sporni við því, að meiri olía berist úr lestinni fram í lúkarinn og þaðan upp á yfirborðið.

Olíufélagið leggur nú sem fyrr allt kapp á að sporna við skemmdum af völdum olíunnar. M. a. er verið að útbúa tvo báta, sem eiga að dæla upp olíuflekkjunum, sem enn fljóta um sjóinn. Ekki er vitað, hvort reynt verður að ná flakinu upp, en það liggur á 18 faðma dýpi. 


Tíminn hafði í gær tal af Samsyni Samsonarsyni, bónda í Hvammsvík, en flakið liggur beint fyrir framan hjá honum, og spurði hann um tjón af völdum olíunnar. Sagðist hann ekki hafa gengið fjörur og kynnt sér málið rækilega, en hélt að olían væri víða um fjörðinn komin í fjöruborðið, og í fyrrakvöld kvaðst hann hafa séð æðarunga koma að landi, ataða í olíu og deyja. Kvað hann alvarlega horfa með æðarvarpið, því að líklegt mætti telja að flestir unganna dræpust og jafnvel eitthvað af fullorðnu líka, þótt það þyldi olíuna fremur.

Á stríðsárunum, sagði hann, var mikil olía hér á firðinum og fuglinn lagðist svo að segja alveg frá, en nú var varpið aftur komið í samt horf og fyrir stríð. Loftur Bjarnason í Hvalveiðistöðinni sagði að olían væri veltandi þar í fjöruborðinu og framan við bryggjuna, enda munar um það að fá 200 tonn af svartolíu í fjörðinn, sagði hann og dró ekki af. Komið var að landi með hval í fyrrakvöld og sagði Loftur að þeir reyndu að þvo hann og ná af honum olíunni, en ekki kæmi í ljós fyrr en farið væri að bræða, hvort lýsið væri skemmt. „Við þorum ekki að hirða rengið, og varla kjötið heldur“ sagði hann einnig og virtist svartsýnn. 


Þá spurði Tíminn Þorbjörn í Borg, formann Dýraverndunarfélags Íslands, hvort þeir hefðu gert einhverjar ráðstafanir til þess að bjarga fuglinum, en hann sagði, að það mál hafi ekki verið rætt enn, en yrði líklega gert um helgina. Sagði honum þunglega hugur um, að nokkuð yrði gert að gagni.

Heimildir og krækjur: