Flokkaskipt greinasafn: Óflokkað

FV Clyne Castle (+1919)

Sandarnir á Suðurlandi geyma mörg skipsflök. Sjálfsagt hafa strandað þarna tugir ef ekki hundruðir skipa í gegnum aldirnar. Mörg þeirra hafa horfið í sandinn, eyðst vegna tímans sjálfs eða sjávarfalla. Þó kemur fyrir að sandarnir skili af sér skipsflökum, eða hlutum úr þeim.

R/v Clyne Castle, botnvörpungur frá Grimsby er eitt af þeim skipsflökum sem strandaði á Söndunum og er að eyðast smátt og smátt þar til það hverfur með öllu, einn daginn.

Það var 17. apríl árið 1919 sem togarinn strandaði í Bakkafjöru.

Heimasíðan Eystrahorn (Bjartar vonir og vonbrigði) hefur að geyma mikið af upplýsingum og myndum um sögu Clyne Castle.

Clyne Castle árið 1923, þar sem hann er strandaður á Söndunum. (Heimild; Eystrahorn.is)

Strandið

Flakið í dag

Flakið af Clyne Castle er langt frá því að líta út eins og það hafi einhvern daginn siglt um höfin. Aðeins beygluð og ryðguð járnhrúga í sandinum.

Um skipið Clyne Castle

Grein í Morgunblaðinu 28. ágúst 2019 um Clyne Castle, sem og upplýsingaskilti um strandið. (Mbl 28.8.2019)
Grænn punktur sýnir staðsetningu á leifum/flaki Clyne Castle. GPS hnit: 63° 56.423N – 16° 24.061W (Heimild; map.is)
Loftmynd af leifum/flaki Clyne Castle – sést á miðri mynd. (Heimild/loftmynd; map.is)

Heimildir og linkar:

Skoðun á frávikum suður af Gróttu (2021)

Fyrr í sumar var félagi minn á siglingu suður af Gróttu. Hann var með kveikt á sónarnum og honum til mikilla furðu komu sérstök frávik fram á sónarnum og dýptarmælinum.

Fannst honum þessi frávík það sérstök að hann hafði samband og var ákveðið að skoða þau betur með neðansjávarmyndavél.

Farnar voru þrjár ferðir þar sem fyrstu tvær ferðirnar voru leiðinlegar vegna veðurs, ásamt komu upp vandræði með tæknibúnað.

Þann 06. ágúst 2021 var sjólag og veður með besta móti. Skyggni í sjónum var amk 10 metrar plús. Dýpi á þessum slóðum var um 20 metrar.

Eftir skoðanir á þessum frávikum kom í ljós að um var að ræða sérstakar klettamyndanir sem komu svona skemmtilega fram á sónar.

Hægt var að fullvissa sig um að þetta voru náttúruleg frávik út frá þeim myndum sem neðansjávarmyndavélin tók.

Lítill klettur sem stendur upp úr grýttum sandbotni. (Ágúst 2021)

Diveexplorer 07.08.2021

Þingvallavatn – bátsflak (+XXXX)

Elsta báts­flak sem þekkt er hér á landi

Heimild: Morgunblaðið 08.12.2018.

Bát­ur sem fannst á botni Þing­valla­vatns í haust hef­ur verið ald­urs­greind­ur og er talið að hann sé frá 16. öld eða tæp­lega 500 ára gam­all. Er­lend­ur Boga­son, kafari og ljós­mynd­ari, fann bát­inn á 4-5 metra dýpi í Vatnsvik­inu þegar hann var að mynda fyr­ir Nátt­úru­m­inja­safn Íslands.

„Sam­kvæmt ald­urs­grein­ingu er um að ræða elsta báts­flak sem þekkt er hér á landi,“ seg­ir Hilm­ar J. Malmquist, for­stöðumaður Nátt­úru­m­inja­safns­ins. Miðað við 95% lík­ur er bát­ur­inn frá tíma­bil­inu 1482-1646 sam­kvæmt kol­efn­is­grein­ingu.

Ljósmynd; Erlendur Bogason, kafari – Morgunblaðið 8.12.2018

Bjarni F. Ein­ars­son forn­leifa­fræðing­ur hef­ur haft um­sjón með frum­at­hug­un á bátn­um, en fleiri sér­fræðing­ar og þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um hafa komið að mál­inu. Til­skil­inna leyfa var aflað og bát­ur­inn myndaður í bak og fyr­ir. Hann verður fal­inn Þjóðminja­safni Íslands til vörslu og um­sjón­ar lög­um sam­kvæmt.

Í um­fjöll­un um skips­fund þenn­an í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Hilm­ar vona að unnt verði að leggja í kostnað sem því fylg­ir að ná bátn­um upp af botni vatns­ins og for­verja hann.

„Bát­ur­inn er mjög heil­leg­ur, um fimm metra lang­ur og hef­ur varðveist ótrú­lega vel í vatn­inu,“ seg­ir Hilm­ar. „Hann er að hluta hul­inn mó og við vit­um að land hef­ur sigið þarna, en bát­ur­inn fannst á dýpi sem stemm­ir við 4-5 metra sig frá land­námi. Fleiri hafa rek­ist á bát­inn af hend­ingu og á þess­um slóðum eru kafar­ar oft á ferð. Það er því brýnt að ná bátn­um upp og koma hon­um í rann­sókn og í vörslu áður en tjón verður. Það hvarflaði að okk­ur að þarna væri kuml, en svo er ekki. Þetta er eigi að síður mjög for­vitni­leg­ur fund­ur.“

Ljósmynd; Erlendur Bogason, kafari

Heimildir og linkar:

Skúli Fógeti (+1933)

10. apríl árið 1933 fórst togarinn Skúli fógeti vestan við Staðarhverfi í Grindavík.

24 mönnum var bjargað en 13 fórust í þessu slysi.

Skúli fógeti strandaður í fjörunni vestan við Staðarhverfi Grindavík (mynd; ferlir.is)

Það var aðfaranótt 10 apríl laust eftir miðnætti sem togarinn Skúli fógeti strandaði skammt vestan við vík þá, sem nefnd er Albogi. Veður var dimmt af hríð og suðaustan strekkingur. Skipið var á heimleið frá Selvogsbanka.

Skipið fylltist brátt af sjó, seig niður að aftanverðu út af skerinu um 20 mínútum eftir að það strandaði.

Skömmu eftir að togarinn seig niður, fóru ólög yfir stjórnpallinn, svo þeir sem voru í fremri reiðanum sáu, að stýrishúsið fór við og við alveg í kaf. Þrír skipsverja komust af stjórnpallinum fram á hvalbakinn en sjór skolaði hinum brátt út. Með línubyssu tókst brátt að koma taug úr á hvalbakinn og tókst björgun greiðlega eftir það.

Togarinn Skúli fógeti var byggður fyrir Alliance í Beverley í Englandi árið 1920. Hann var 348 brúttó tonn.

Staðsetning strandsins á togaranum Skúla fógeta var undan Staðarhverfi vestan við Grindavík, nánar við Olnboga. (Staðsetning ónákvæm)
Staðsetning strandsins á togaranum Skúla fógeta. (Staðsetning ónákvæm)
Skúli fógeti strandaður í fjörunni vestan við Staðarhverfi Grindavík, menn byrjaðir björgun á áhöfninni (mynd; ferlir.is)
Skúli fógeti strandaður í fjörunni vestan við Staðarhverfi Grindavík, menn byrjaðir björgun á áhöfninni (mynd; ferlir.is)
Skúli fógeti strandaður í fjörunni vestan við Staðarhverfi Grindavík, menn byrjaðir björgun á áhöfninni (mynd; ferlir.is)
Skúli fógeti strandaður í fjörunni vestan við Staðarhverfi Grindavík, menn byrjaðir björgun á áhöfninni (mynd; ferlir.is)

Heimildir og krækjur:

HMCS Skeena (+1944)

Heimild; Wikipedia.is/skeena

HMCS Skeena var kanadískur tundurspillir sem strandaði við Viðey 24. október 1944. Skeena var olíuknúið gufuskip, smíðað árið 1930. Skipið tók þátt í innrásinni í Normandí og fleiri hernaðaraðgerðum.

Kanadíski tundurspillirinn Skeena strandaður (Ljósmynd; Skafti Guðjónsson, mbl.is 24.10.20014)

Skipið losnaði frá akkeri en það var þá á milli Engeyjar og Viðeyjar. Skipið rak þá upp að vesturenda Viðeyjar og strandaði þar.

Fimmtán áhafnarmeðlimir fórust en 198 var bjargað. Skipverjum var skipað að yfirgefa skipið og fóru 21 skipverjar þá á tveimur björgunarflekum en þá rak inn eftir Kollafirði og björguðust sex þeirra.

Skeena á strandstað í Viðey. (Heimild; Progress is fine.)

Skipun um að yfirgefa skipið var afturkölluð og héldu skipverjar sem eftir voru kyrru fyrir þangað til þeim var bjargað.

Einar Sigurðsson útgerðarmaður og skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5 tókst að flytja erlent björgunarlið út í Viðey með því að brimlenda innrásarpramma frá bandaríska hernum í Sandvíkinni. Skipið var selt í brotajárn.

Kanadíski tundurspillirinn HMCS SKEENA

Minnismerki um strandið er á vesturenda Viðeyjar en þar er minningarskjöldur og önnur skrúfa skipsins og upplýsingaskilti.

_________________________________________________

Sagt er að við köfun á strandstað Skeenu megi finna allskyns muni frá tíma strandsins.

Minnisvarði í Viðey um strand Skeena.

_______________________________________________

Heimildir og linkar

Landinn á Rúv; Þáttur um skipsflök og rannsóknir

RÚV; LANDINN; 10.11.2019

Sjónvarpsþátturinn Landinn á Ríkissjónvarpinu (RÚV) slóst í för með Ragnari Edvardssyni, fornleifafræðingi hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum.

Ragnar Edvardsson hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum ræðir um skipsflök og rannsóknir á þeim. (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)

Víða var komið við í þættinum og rætt um leit og rannsóknir á gömlum skipsflökum.

Flott neðansjávarvideo af gripum í gömlum skipsflökum (Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
(Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
(Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)
(Skjáskot; Landinn á RÚV 10.11.2019)

Hægt er að horfa á þáttinn hér.

Neðansjávarrannsóknir á skipsflökum; Landinn á RÚV 10.11.2019

____________________________________________________________________

Vestfirðir 2010 – Hljóðbylgjumælingar

(IS) Sónar og dýptar kannanir voru framkvæmdir á Vestfjörðum á árunum 2010 til 2012. Farnir voru leiðangrar þar sem þrír fyrirfram ákveðnir staðir voru skannaðir í og við Patreksfjörð. Þrír aðrir staðir skoðaðir í Arnarfirði og tveir staðir við Tálknafjörð og einn staður í Steingrímsfirði. Í heildina voru 9 staðir skoðaðir.

(EN) Side scan and bathymetric survey in the Westfjord in 2010-2011 and 2012. We did number of small scale surveys in three places in Patresksfjordur, Three places in Arnarfjord, tvo places in Talknafjordur and one place in Steingrímsfjordur. In total 9 sites were checked.

Sónar könnun í Patreksfirði 2010.
Side Scan and bathymetric survey near the coast of Patreksfjörður in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)
Sónar könnun í Patreksfirði 2010.
Side Scan and bathymetric survey near the coast of Patreksfjörður in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE)
Sónar könnun í Patreksfirði 2010. Höfnin á Patreksfirði skönnuð.

Side Scan and bathymetric survey near the coast of Patreksfjörður in the Westfjords in 2010. Side scan sonar mosaic of the harbour in Patreksfjordur.
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE)
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE)
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)

Köfun niður á skipsflak – Shipwreck
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)

Köfun niður á skipsflak – Shipwreck
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)

Brodrene (+1942)

Gunnar A Birgisson fann her prammann Brodrene um 15 metrum frá gömlu steinbryggjunni við Hvítanes í Hvalfirði. Notaður var tvígeislamælir (e. side scan sonar) við leitina. Að loknum fundinum köfuðu Gunnar A Birgisson og Anton Smári Sigurjónsson í flakið af Brodrene og staðfestu það.

Mynd: Gunnar A. Birgisson (Tveigeislamynd (Side Scan Sonar / Humminbird)
Sjókort Hvalfjörður / Hvítanes. ( Kort; Navionics )

____________________________________________________________________

1942 December 26 – Harbour duty vessel BRODRENE (R, 1922), sunk in collision, Hvalfiord, Iceland

____________________________________________________________________

Heimildir & tenglar:

Bergljót (+1900)

Í Álftafirði á Vestfjörðum liggur flakið af skonnortunni (e. Schooner) Bergljótu. Flakið liggur á grunnsævi, stutt frá landi.

Byrðingur flaksins er að hluta til kopar og er flakið að mörgu leyti skemmtilegt til köfunar.

Bergljót er talin hafa verið þýsk skonnorta, byggð 1879. Hún hafi verið notuð til að flytja byggingarefni en svo skilin eftir í kringum 1900.

Frekari upplýsingar eru ekki að hafa.

Skonnorta, samt ekki Bergljót. (Mynd; Wikipedia.com)
Tvígeislamynd (side Scan sonar) af flaki bergljótu (hægra megin). (Mynd; Ragnar Edvardsson / Arnar Þór Egilsson / 2011)
Há-upplausna tvígeislamynd (High rez side scan sonar) af flaki Bergljótu. (Mynd; Ragnar Edvardsson / Arnar Þór Egilsson / 2011)

Heimildir og linkar:

Lati-Brúnn (+1928)

Flak Lata-Brúns fundinn

Skrokkur hákarlaskipsins Lata-Brúns er fundinn. Það var kafarinn Erlendur Guðmundsson á Akureyri sem fann hann er hann kafaði í Siglufirði 1. júlí síðastliðinn. 


Með honum í för var Pétur Davíðsson. Meðfylgjandi mynd tók Erlendur og sendi Síldarminjasafninu og sjást þar tvö af böndum skipsins sem rísa upp úr sandbotninum og móta útlínur skipsins. Fyrir þremur árum stóð safnið að leit sem gerð var að Lata-Brún í samvinnu við kafaraklúbb í Reykjavík þar sem Einar Magnús Magnússon og Árni Kópsson komu við sögu ásamt Björgunarsveitinni Strákum. 

Líkan af Lata-Brún. Smíðað af Njerði S. Jóhannssyni. (Heimasíða; siglfirdingur.is/latibrunn/)

Leitin að þessu gamla skipi bar þá ekki árangur vegna slæms skyggnis af völdum þörungagróðurs. Lati-Brúnn var eitt af fyrstu þilskipum Siglfirðinga og byggður á Eyrinni 1857 af Jóhanni Kröyer í Höfn. Hann gekk til hákarlaveiða til 1910 en eftir það notaður til síldveiða í allmörg ár og síðast var hann notaður sem slógprammi í höfninni.

Hann sökk 1928 þar sem hann lá bundinn við Svíastaurana svokölluðu syðst á Pollinum.

Staðsetning á Lata-Brún kemur heim og saman við upplýsingar frá Jörgen Hólm og Birni Þórðarsyni frá árinu 1990 og teiknað var þá á kort Síldarminjasafsins yfir fornleifar á hafsbotni Siglufjarðar.

Heimildir & greinar: