Phönix var byggt í Skotlandi árið 1861. Það var gufuskip, 60 metra langt og 7 metrar á breidd. 628 tonn á þyngd. Það var byggt sem flutningaskip, byrðingur þess var úr stáli, tvímastrað. Það var á einni hæð en bætt var við það brú og var vélin gerð upp árið 1878. (sjá mynd) Skriflegar heimildir segja að skipið hafi verið traust og skrautlegt og gufuvélin hafi verið sérstaklega vönduð og dýr.

Phönix ca.1878
Phönix sinnti póstflutningum milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Phönix var fyrsta póstgufuskipið sem sinnti miðsvetrarferðum til Íslands. Voru það ákveðin tímamót. Phönix var í eigu “Sameinaða gufuskipafélagsins”, DFDS.
Heimildir / aðrar síður
Vesturland 19. janúar 2017; Þegar Phönix strandaði í Miklaholtshreppi
Leitin að flaki póstskipsins Phönix
Rannsóknin og lýsing á flaki Phönix (myndir og teikningar)