Greinasafn fyrir merki: 1926

Balholm (+1926)

E.s. Balholm var norskt fiskiskip. Balholm lagði frá Oddeyrartanga, Akureyri, þann 2. desember 1926 og var ferðinni heitinni til Hafnarfjarðar, án viðkomu.

Um borð voru 24 manns (Upplýsingar um að það hafi líka verið 23 manns) .

Verið var að flytja fisk fyrir Kveldúlfsfélagið. Um borð var einnig „verðpóstur“.

Talið var að skipið hafði farist nóttina 6. -7. desember. Samkvæmt samtímaheimildum var talið að Balholm hafi farist fyrir innan skerjagarðsins á Mýrum. Ástæðuna var ekki vitað. Á þessum tíma hafi verið stormur, vont sjóveður. Vindur hafði gengið í hávestur með ofviðrisbyljum og þrumuverðri.

Hvort veðurfarið hafi verið orsakavaldurinn, sem er líklegasta skýringin þá voru líka hugmyndir um að ekki hafi verið næg kol um borð til að halda gufukatlinum gangandi.

Einnig má minnast á að fleiri skip hafa farist á þessum slóðum, m.a. Emelie og Sophie Wheatly sem fórust á „Mýrunum“ árið 1906.

Möguleg siglingleið Balholm frá Akureyri (02.12.1926) til Hafnarfjarðarhafnar. Á Ökrum, á Mýrum, skolaði á land braki úr skipinu Balholm, sem og einu líki. Enn öðru líki átti eftir að skola á land. Rauður kassi á Ökrum sýnir mögulega staðsetningu á flaki Balholm. (Kort; map.is)

Lík og brak úr skipsflaki rekur á land

12. desember hafði lík skolað á land skammt frá Ökrum á Mýrum. Hægt var að staðfesta hver hinn látni var. En skilríki fundust á líkinu. Reyndist þar vera Steingrímur Hansen, 18 ára frá Sauðá, Sauðárkróki.

Við frekari leit á svæðinu fundust bútar úr allstóru skipsflaki, þó ekki með neinu nafni á. Ýmislegt annað rak á land, eins og bút úr mahogniskáp og sitthvað fleira.

Síðar rak á land í námunda við Akra, stólar, mynd af kvenmanni, brot úr björgunarbát og svo björgunarhringur merktur BALHOLM.

Síðar mun annað lík hafa rekið á land, við Hvalseyjar (Hvaleyjum) , og líka við Knararnesi á Mýrum (Má vera að þarna gæti verið lík af háseta af skipinu Baldri?) .

Atlas kort sem sýnir mögulegt strandsvæði, staðsetningu á flaki BALHOLM. Kortið sýnir líka staðsetningu á Ökrum, Mýrum, þar sem brak úr flakinu rak á land, sem og einum sem fórst með skipinu. Einu öðru líki rak á land við Hvalseyjar. (Kort; Atlas, Landmælingar Íslands).

Hverjir fórust með Balholm?

Misræmi eru í tölum um fjölda þeirra sem voru um borð. Heimildir hafa verið um 19 manns hafi verið í áhöfn, og 5 farþegar. Alls 24 manns. En líka að um 23 manns hafi farist með skipinu. Bæði Íslendingar (þá alls 5) og útlendingar (18 norðmenn) sem voru um borð. Heildarlisti yfir þá sem fórust hefur ekki fundist.

Hér eru nöfn þeirra, sem heimildir eru til um, sem fórust með Bolholm.

  • Waage, ??, Skipstjóri
  • Theodór V. Bjarnar, verslunarmaður, Rauðará, Reykjavík
  • Karólína Jónasdóttir, 18 ára, Strandgötu 35, Akureyri
  • Ingibjörg J. Loftsdóttir, 22 ára, Gránufélagsgötu 51, Akureyri
  • Steingrímur Hansen, 18 ára, Sauðá, Sauðárkróki
  • Guðbjartur Guðmundsson, 2. vélstjóri, Sólvöllum, Reykjavík

Líkið af Theodóri og Steingrími ráku á land.

Um skipið Balholm

Balholm var norskt gufuskip, smíðað í Bergen, Noregi árið 1917-1918. 1610 smálestir að stærð, brúttó. Sagt var að Balholm hafi verið vandað skip. (Þó voru sögusagnir uppi á sínum tíma að Balholm hafi verið „algerlega ósjófært – leki eins og hrip“.

Ekki er til ljósmynd af skipinu, sem fundist hefur að svo stöddu.

D/S BALHOLM (MTQK)
Bygd av J. Meyer’s Shipbuilding Co., Zalt-Bommel (# 432)
1044 brt, 590 nrt, 1620 t.dw. 214.9 x 33.3 x 14.2
3Exp. (Arnhemsche Stoomsleephelling Maats., Arnhem), 145 NHK
1917: Nov.: Levert som BALHOLM for J. M. Johannessen, Bergen
1919: Jan.: Overført til A/S Balholm (J. M. Johannessen), Bergen
1926: 06.12.: Grunnstøtte på Akra i Faxafjordur på reise Akureyri – Hafnafjördur
med fisk. Været oppgis å ha vært snøstorm. Hele besetningen, 20 mann, omkom

Balholm var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu Æolus í Noregi. A.V. Tulinus var umboðsmaður þess hér á Íslandi.

Að auki

Heimildir voru til um að nóbelsskáldið Halldór Laxnes hafi átt pantað far með skipinu áður en það hafði lagt upp í þessa örlagaríku ferð, árið 1926. En af einhverjum ástæðum hafi Halldór misst af skipinu.

Skipstjórinn á Balholm var ungur að aldri, (Waage?) -, en hann hafði verið nýkvæntur og var kona hans með í för í þessari ferð. Bæði týndu lífinu með Balholm.

Skipsflakið Balholm

A. V. Tulinus sem var umboðsmaður Sjóvártryggingafélags skipsins. Fékk hann aðila að nafni Larsen til Íslands til að leita skipsins, eða braksins úr því.

Larsen fer upp á Mýrar árið 1927, sumarið eftir hvarf Balholm. En heimildir voru til um það frá ábúendum úr sveitinni, m.a. frá Jóni Samúelssyni, bónda á Hofsstöðum, að sjá mátti eitthvað standa upp úr sjónum, ekki mjög langt frá landi. Taldi Jón að sennilegast um „bómu“ hafi verið að ræða, sem stæði 3 álnir upp úr sjónum, S.S.V af Hjörsey og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur.

Samkvæmt Larsen þá hefur Balholm strandað og brotnað á skeri. Skipið hafi svo kastast yfir skerið, brotnað og sokkið og liggur svo við hlið þess. Dýpið sé um 8 metrar á fjöru.

Skipsflakið er í norður af Þormóðsskeri og vestur af Hjörsey. Flakið hafði fundist 22. júní 1926. Um hálfu ári eftir strandið.

Dýptarkort sem sýnir skerjagarðinn vestan við Hjörsey. Er þetta svæðið þar sem flakið af Bolholm liggur? Samkvæmt heimildum frá árinum 1926-1927 þá átti flakið að vera norðan við Þormóðssker og fyrir vestan Hjörsey. (Kort, Navionics).

Tenglar, heimildir og upplýsingar

Hefurðu upplýsingar um BALHOLM, eða nánari staðsetningu á flaki þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Shipwreck information, something about Balholm? Write me, email: diveexplorer@dive-explorer.com

Nordpolen (+1926)

Norsk flutningaskip, gufuskip, í eigu félags í Bergen. Sama félag og átti kolaflutningapramman Inger Benedicte sem sökk við innsiglinguna í Reykjavík sama ár, 1926. Smíðað 1880.

Nordpolen um 1890.

Var kallað á þessum tíma cementsskipið “sementsskipið”. Einnig símastauraflutningaskip.

Neðansjávarmynd af flaki Nordpolen (Mynd: LHG)

Var að flytja mikið magn af sementi og símastaura. Sementið átti að fara til Reykjavíkur og var víst mikil eftirspurn eftir því á þessum tíma. Símastaurarnir áttu að fara í Hagabót, Barðaströnd, um alls 130 stykki en 400 staurar til Reykjavíkur.

Einnig var um borð, matvörur, smurningsolía, tunnur, fernistunnur.

Fréttagrein frá tíma strandsins.

Sökk 27. júlí 1926

Sagt að það hafi verið álíka stórt og Gullfoss I (1915 – 27feb – mars 1941 ).

Gullfoss var 70 metrar að lengd og 10 metrar að breidd. (Lengd er 230 fet, breidd 35 fet, Burðarmagn 1413 smálestir brúttó, 885 smálestir nettó.)

Nordpole var 46 ára gamalt þegar það sökk.

Tals­vert var fjallað um strand norska flutn­inga­skips­ins Nor­dpo­len á Breiðafirði í lok júlí árið 1926 í ís­lensk­um fjöl­miðlum á þeim tíma en Land­helg­is­gæsl­an fann flak skips­ins í síðasta mánuði þegar sjó­mæl­inga­bát­ur­inn Bald­ur var við mæl­ing­ar á Breiðafirði. Ekki var áður vitað um ná­kvæma staðsetn­ingu flaks­ins sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gæsl­unni.

Flutn­inga­skip­inu var hleypt af stokk­un­um 18. sept­em­ber árið 1880 og var því orðið tæp­lega 46 ára gam­alt þegar það fórst. Skipið var upp­haf­lega nefnt Solon og gekk und­ir því nafni til árs­ins 1907 þegar það var selt nýj­um eig­end­um sem nefndu það Locksley. Skipið var aft­ur selt árið 1913 og fékk þá nafnið Jern­land. Þrem­ur árum síðar var það selt á nýj­an leik og nefnt Star­efos. Loks var skipið enn á ný selt árið 1922 og fékk þá nafnið Nor­dpo­len.

Flutn­inga­skipið mun hafa verið um 2000 smá­lest­ir að stærð að því er seg­ir í Morg­un­blaðinu 11. ág­úst og álíka stórt og flutn­inga­skipið Gull­foss, sem hleypt var af stokk­un­um árið 1915 og var fyrsta skip Eim­skipa­fé­lags Íslands, sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðsins 31. júlí. Varn­ing­ur um borð var einkum símastaur­ar og sement en einnig rúg­mjöl og síma­vír.

Símastaurn­arn­ir áttu að fara á land víðs veg­ar um land. Þegar skipið kom til Ísland hélt það fyrst til Vest­manna­eyja sam­kvæmt ósk landsíma­stjóra til þess að hægt yrði að gefa skip­stjór­an­um fyr­ir­skip­an­ir um það hvar staur­arn­ir skyldu sett­ir á land. Skipið átti meðal ann­ars að koma við á Pat­reks­firði, Flat­ey, Haga­bót, Reykja­vík og Hafnar­f­irði.

Fjallað ít­ar­lega um strandið í Morg­un­blaðinu

Nor­dpo­len hélt til Pat­reks­fjarðar og tók þar um borð hafn­sögu­mann fyr­ir Breiðafjarðar­hafn­irn­ar, Snæ­björn Kristjáns­son hrepp­stjóra í Hergils­ey. Fjallað var ít­ar­lega um strand Nor­dpo­len í Morg­un­blaðinu 11. ág­úst 1926 þar sem vitnað var einkum til dag­bók­ar skip­stjóra flutn­inga­skips­ins, M. Ir­gens, þar sem sagði í end­ur­sögn blaðsins (upp­runa­leg staf­setn­ing er lát­in halda sér):

Fjölgeislamynd (e. Multibeam) af flaki Nordpolen. (Mynd: LHG)

„Var nú fyrst haldið til Flat­eyj­ar og þaðan til Haga­bót­ar með símastaura í Barðastrand­ar­lín­una. Þangað var kom­inn vj­el­bát­ur frá Stykk­is­hólmi til að flytja staur­ana í land. En veður tók þegar að hvessa og gerði rign­ing­ar­dimmviðri. Vildi bát­ur­inn þá eigi bíða leng­ur og fór sína leið. Þótti nú sýnt, að eigi yrði hægt að skipa staur­un­um þar á land og lagði þá Há­kon alþm. Kristó­fers­son í Haga það til, að skipið færi inn til Brjáns­lækj­ar, því að þar myndi vera hlé.

Var nú lagt af stað og sá lítið til land­miða, en sigl­inga­leið er þarna ómæld og sá skip­stjóri því eigi ástæðu til að taka dýpt­ar­mæl­ing­ar. Þótt­ust þeir nú halda sömu leið og þeir höfðu komið frá Flat­ey, þangað til þeir sáu Sauðeyj­ar. Var nú stefnt á þær um hríð, þangað til leiðsögumaður seg­ir, að komið sje fram hjá öll­um skerj­um og nú sje hrein sigl­inga­leið til Brjáns­lækj­ar. Sá þó ekki til land­miða. En nú var sett á fulla ferð. Fimm mín­út­um síðar strand­ar skipið á ein­hverju skeri, sem þeir eigi vita hvaða sker er. En það mun vera norðvest­ur af Sauðeyj­um.

Skipið hjó nú þarna á sker­inu fram eft­ir degi og fór þá að koma mik­ill sjór í það, einkum vj­ela­rúmið. Vj­el­in komst í ólag og varð því að stöðva hana. Hækkaði nú sjór óðum í skip­inu og hjó það mikið á sker­inu svo að ketill­inn riðaði all­ur og lyft­ist að fram­an um 4 þuml­unga. Tókst þó síðar að kveikja upp eld í öðru eld­stæðinu og koma upp gufu. Var nú dælt um stund og lækkaði þá aust­ur­inn að mun. En svo mun skipið hafa brotnað meira um vj­ela­rúmið, því að þar streymdi nú svo mik­ill sjór inn, að eld­ur­inn sloknaði.

Há­kon alþing­ismaður kom nú út að skip­inu og fóru tveir menn með hon­um til Flat­eyj­ar, en hinir urðu ein­ir eft­ir í skip­inu. En þegar svo var komið að skipið var komið í kaf að fram­an, stigu þeir á skips­bát­inn og hjeldu til Brjáns­lækj­ar. Seinna var farið á strandstaðinn aft­ur og var skipið þá sokkið. Ligg­ur það á 9 faðma dýpi og er talið óhugs­andi að því verði bjargað. Framb­urður skip­stjóra og annarra skip­verja var mjög sam­hljóða dag­bók­inni.“

Vissi af skeri á svæðinu en taldi það að baki

Einnig er vitnað í framb­urð Snæ­björns Kristjáns­son­ar við sjó­próf­in þar sem hann hafi sagst hafa tekið að sé að vera hafn­sögumaður að beiðni Há­kon­ar alþing­is­manns og landsíma­stjóra. Hann hafi verið leiðsögumaður á norðan­verðum Breiðafirði um tveggja ára­tuga skeið. Dimmst hafi verið þegar Nor­dpo­len hafi haldið frá Haga­bót og aðeins rofað fyr­ir til Hvamms­fjarðar en ekki verið hægt að sjá til lands eins og venju­lega.

„Kveðst hann hafa vitað af skeri þarna ná­lægt Sauðeyj­um, en haldið að þeir væri komn­ir fram fyr­ir það og eigi geta sagt um hvort skipið hafi held­ur strandað á því skeri eða öðru. Þegar þeir komu á stand­astaðinn síðast, var enn svo dimt veður, að eigi sá til miða á landi. En hann seg­ir, að þeir hafi verið farn­ir að beygja af sigl­inga­leiðinni til Flat­eyj­ar til bak­borða, í átt­ina til Brjáns­lækj­ar.“

Fram kem­ur enn­frem­ur í frétt Morg­un­blaðsins að þegar Nor­dpo­len hafi strandað hafi ný­verið farið fram mik­il og dýr viðgerð á skip­inu. Það hafi verið tryggt í Nor­egi en aðeins fyr­ir altjóni en ekki skemmd­um. Henni lýk­ur á þess­um orðum: „Það mun tæp­lega orka tví­mæl­is að þeir, sem best skyn bera á þessi mál, munu telja það óverj­andi að sigla svona stóru skipi á ómæld­um sigl­inga­leiðum, þar sem fult er af borðum og blindskerj­um. Og allra síst hafi það verið rjett, að ætla að sigla skip­inu frá Haga­bót til Brjáns­lækj­ar, enda þótt eigi hefði verið dimm viðri.“

Hefurðu frekari upplýsingar um Nordpolen? Geturðu bætt einhverju við? Hafðu samband; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir: