Greinasafn fyrir merki: Arnarfjörður

Æsa ÍS-87 (+1996)

Kúfiskbátnum Æsa ÍS 87 hvolfdi skyndilega og sökk í Arnarfirði í júlí mánuði árið 1996.

Veður var gott og sléttur sjór er slysið átti sér stað. Sex manns voru í áhöfn. Fjórum tókst að komast á kjöl skipsins en tveir létust. Lík annars þeirra fannst eftir umtalsverðar köfunaraðgerðir. Hinn fannst aldrei. Voru það ættingar mannanna sem létust sem börðust fyrir því að farið yrði í umræddar köfunaraðgerðir. Erlent köfunarfyrirtæki, frá Bretlandi, var fengið til að taka að sér verkið.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Æsu (Mynd; Google Earth)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flakinu, þar sem það liggur á rúmlega 80 metra dýpi. (Sjókort; Navionics)

Slysið gerðist það snögglega að áhöfnin hafði ekki tíma til að gefa út neyðarkall, en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar áhöfnin komst í björgunarbátinn. Einn áhafnarmeðlimurinn náði að kafa um 3 metra undir skipið til að losa björgunarbátinn með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður hafði ekki virkað.

Skelfisksskipið Æsa ÍS frá Flateyri. (Mynd; DV 26.07.1996)

Stuttu síðar frá því að skipið hafði hallað á hliðina sökk það. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni, síðar tók TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunar þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur beggja megin Arnarfjarðar.

Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70 til 80 metra dýpi klukkan 13:34. (Morgunblaðið 26.07.1996)

Víðtæk leit að þeim sem fórust bar ekki árangur.

Það var ekki fyrr en ættingar hinnar látnu börðust fyrir því að farið yrði í köfunaraðgerðir til að leita að mönnunum, að annar þeirra fannst.

Köfunaraðgerðir niður á flak Æsu. (Mynd; Vísir)
Tímaáætlun vegna köfunaraðgerða (Mynd; Vísir 12.05.1997, bls 4)

Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fyrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út.

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

_________________________________________________________________

Heimildir & tenglar

Gyða BA (+1910)

Heimild: Þjóðviljinn 05.08.1910

Innsetning; DiveExplorer 23.10.2019

Samkvæmt fréttum úr Þjóðviljanum 05. ágúst 1910. Þá hafði Gyða BA mætt skipi frá Bíldudal á innsiglingunni úti í mynni Arnarfjarðar föstudagskvöldið. Síðar um kvöldið og nóttina þá gerði afspyrnuveður úr norðri með frosti og fannkomu.

Skútan Gyða BA

Álitið var að Gyða hafa verið komin inn undir Stapadal, er hún fórst.

Örin sýnist staðsetningu Stapadals. (Mynd; map.is / DiveExplorer 23.10.2019)

Eitthvað rek hafði orðið, meðal annars tvo þiljuhlera sjóhatta og annað ýmislegt lauslegt. Þessir munir höfðu rekið á Fífustaðahlíðum, milli Fífustaða og Selársdal á mánudeginum, helgina eftir hvarf Gyðu.

Á þessum slóðum var rek úr Gyðu BA, nokkrum dögum eftir hvarfið. (Mynd; map.is / DiveExplorer 23.10.2019)

Á skipinu voru 8 menn, sem voru frá Bíldudal og nágrenni.

Skipsflakið af Gyðu BA hefur aldrei fundist. Þó hafa sjómenn fengið skipsbúta í veiðarfæri sem talið er vera úr Gyðu. Það hefur ekki verið staðfest svo ég viti til.

Dýpi á þessum slóðum er 50 til 80 metrar.

Möguleg staðsetning á flaki Gyðu BA.

_________________________________________________________

Heimild: Arnfirðingur.is / dagbók skipstjórans

Hér á eftir fer útskrift úr dagbók skipstjórans á seglskútunni Gyðu frá Bíldudal, sumarið 1900. Skipið var þá að handfæraveiðum út af Vestfjörðum og skipstjóri var Veturliði Ólafur Bjarnason, afabróðir minn, en Jörundur og Pétur bræður hans voru einnig skipstjórar frá Bíldudal.

Gyða BA var í eigu Péturs Thorsteinssonar athafnamanns á Bíldudal, smíðuð á Bíldudal undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar skipasmiðs frá Önundarfirði, en hann lærði skipasmíði á Ísafirði og var m.a annar stofnenda Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar. Hann fluttist til Bíldudals um 1894.

Í bókinni Bíldudalskóngurinn er Gyða sögð 15 tonn og með 7 menn í áhöfn (bls. 181) Hún er reyndar sögð 8 tonn og með 6 í áhöfn nokkru síðar í sömu bók (bls. 186). Fyrri talan er þó líklegri, því þegar Gyða fórst með allri áhöfn, 10. apríl 1910 eru 8 menn skráðir í áhöfn. Skipstjóri þá var Þorkell Kristján Magnússon. 

_____________________________________________________

Minningarskjöldur með nöfnum þeirra sem fórust með seglskipinu Gyðu frá Bíldudal.
Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Selárdal. (Ljósmynd og heimild; https://skjalasafn.is/frettir/markverdar_heimildir_leynast_vida
Minningarskjöldur með nöfnum þeirra sem fórust með seglskipinu Gyðu frá Bíldudal.
Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Selárdal. (Ljósmynd og heimild; https://skjalasafn.is/frettir/markverdar_heimildir_leynast_vida

___________________________________________________________________________________________________

Er þetta flakið af Gyðu BA ? Hver veit!!! Þetta þyrfti að skoða betur.

Er þetta flakið af Gyðu BA ? Hver veit!!! Þetta þyrfti að skoða betur.

Hefurðu upplýsingar? Viltu deila þeim ? Höfum söguna rétta! Sendu póst á diveexplorer@dive-explorer.com

Do you have information? Pass it on.. email me: diveexplorer@dive-explorer.com

____________________________

Heimildir og tenglar: