Greinasafn fyrir merki: fjársjóðsleit

Leitin að „Gullskipinu“

Stærsta, og jafnvel sú lengsta flakaleit á Íslandi hlýtur að teljast vera leitin að „Gullskipinu„. Leitin hefur spannað fjölmörg ár en leit að flakinu hefur staðið frá 1960.

En er sagan um Gullskipið sönn ? Eða er hún bara þjóðsaga ? Var virkilega einhver fjársjóður um borð ?

Het Wapen van Amsterdam eða „Gullskipið“ eins og Íslendingar eiga til með að þekkja það undir því nafni.

Hollenskt 17. aldar kaupskip „Flute“

Het Wapen van Amsterdam (stundum nefnt gullskipið) var hollenskt skip sem sigldi frá Austur-Indíum árið 1667. Það strandaði á Skeiðarársandi 19. september 1667. Skipið var hlaðið dýrmætum varningi og með 200 manns innanborðs. Af þeim björguðust 60 eftir mikla hrakninga en hinir 140 létust úr sjóvolki og kulda. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að finna skipið í sandinum en þær hafa ekki borið árangur. Ýmsir töldu að skipið hefði borið verðmætan farm frá Austur-Indíum sem hefði grafist með flakinu í sandinn en á móti hafa menn bent á heimildir sem gefa til kynna að skipið hafi verið rifið og viðir þess nýttir í áratugi eftir strandið.

Leitin að gullskipinu

Saga skipulegrar leitar að skipsflakinu í sandinum hófst á því að Bergur Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri fékk árið 1960 leyfi frá forsætisráðherra til að leita að skipinu gegn hlut í því sem fyndist. Leitin hófst samt ekki fyrr en árið 1971 þegar hópur athafnamanna með Kristinn Guðbrandsson, kenndan við fyrirtækið Björgun, innanborðs kom að málinu í samstarfi við Berg. 1974 kom ábending frá starfsmönnum Varnarliðsins um skipsflak á ákveðnum stað í sandinum. Uppgröftur leiddi ekkert í ljós en 1981 sýndu mælingar annað flak á öðrum stað en talið var að skipið hefði strandað. Mikill uppgröftur var hafinn þar með 50 milljón króna ríkisábyrgð árið 1983 en þegar til kom reyndist það vera flak af þýska togaranum Friedrich Albert frá Getsemünde sem strandaði 19. janúar 1903.

Bækur og kvikmyndir

Tvær barnabækur eftir Ármann Kr. Einarsson frá 7. áratugnum fjalla um leit að gullskipinu, Óli og Maggi með gullleitarmönnum 1966 og Óli og Maggi finna gullskipið 1968. Kvikmynd Ágústs Guðmundssonar Gullsandur frá 1985 fjallar um tvo bandaríska hermenn sem hyggjast leita að skipinu. 1986 kom síðan út ævisagan Kristinn í Björgun eftir Árna Johnsen þar sem saga leitarinnar er rakin.

Heimildir:

21. aldar leit að Het Wapen Van Amsterdam (Gullskipinu)

Heimild; Vísir.is; 02 apríl 2019

Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns.

Gunnar Birgisson, flaka-leitarmaður og kafari ásamt Gísla Gíslasyni frumkvöðli. Þeir eru hluti að teyminu sem standa að nýrri leit að flaki hollenska kaupskipsins Het Wapen Van Amsterdam, sem strandaði á Skeiðarársandi árið 1667. (Ljósmynd; DV 19.04.2016)

Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið.

Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna.

Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka.

Nú hefur Minjastofnun gefið út leyfi til hlutafélagsins 1667 ehf., sem Gísli Gíslason á, og heimilar leit að skipinu á Skeiðarársandi. Enn er unnið að samkomulagi við landeigendur og Gísli segir að tveggja ára undirbúningsvinna hafi alltaf miðað að því að gera þetta í sátt og samlyndi og samkvæmt lögum. Hann hefur sett saman alþjóðlegan hóp sérfræðinga sem mun einbeita sér að því að nýta nýjustu tækni við leitina. Leitin mun hefjast í sumar en Gísli leggur mikla áherslu á að fyrst í stað verði eingöngu um að ræða að flogið verði yfir svæðið með drónum og jafnvel lítilli þyrlu eða flugvél.

„Við erum á þessari stundu ekki að fara í nokkurt jarðrask eða utanvegaakstur. Fyrst í stað miðar þetta að því að reyna að greina frávik í mælingum á sandinum og staðsetja hvar skipið gæti mögulega legið.“

Gunnar A. Birgisson, kafari og sérfræðingur í leit að sokknum skipum, er hluti af teymi 1667 ehf. Hann telur að blandaðri tækni verði beitt í sumar við leit í sandinum. „Það er erfitt að beita rafsegulbylgjum þar sem sandurinn er svo segulmagnaður. Þá málma, sem eiga að vera í skipinu, er erfitt að finna með rafsegulmæli. Við þurfum að beita öðrum aðferðum og við erum klárir í það.“ Gunnar er atvinnumaður á þessu sviði. Hann reiknar með að skipið liggi á tíu til tuttugu metra dýpi í sandinum. Hann hefur siglt með ströndinni fyrir utan Skeiðarársand og einnig kannað fjöruna. „Við erum enn í þeim fasa að safna frekari gögnum og það er mjög mikilvægt.“

Frétt Rúv 23.07.2020 – Telja sig geta fundið gullskipið við Skeiðarársand

Leitin að hollenska gullskipinu Het Wapen van Amsterdam sem strandaði á Skeiðarársandi 26. janúar árið 1667 hefur enn ekki borið árangur. Víða var fjallað um slysið á sínum tíma og eftirmálar strandsins voru miklir. Vonir eru bundnar við að með nýrri tækni verði loks hægt að finna skipið á næstu mánuðum.

Í Fiskifréttum kemur fram að undirbúningur að leit að gullskipinu hafi staðið yfir í þrjú ár en forsætisráðuneytið hafi loks veitt félaginu Anno 1667 leyfi til leitar í janúar 2017. Félagið hyggist með nýrri leitartækni finna flakið, og nokkur verðmæti sem í því eru, í sumar.

Líklega verðmætasti farmur sem farið hefur til spillis hér í grennd

Het Wapen var gríðarstórt skip, um 156 fet á lengd og 34 fet á breidd og um 7-900 tonn. Það voru um 300 manns um borð þegar skipið fórst. „Hollendingar voru í forystu í siglingum og búnir að taka við af öðrum nýlenduþjóðum. Mikil menning blómstraði í Hollandi og var þetta skip með mikinn farm sem metinn var á 43 tunnur gulls. Þaðan var nafnið Gullskipið dregið,“ segir Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur sem hefur mikið rannsakað og fjallað um strandið. Hann segir farm skipsins líklega þann verðmætasta sem farið hefur til spillis við Íslandsstrendur.

„Hver vill skrifa um gullskipið?“

Þorvaldur kynntist sögu skipsins þegar hann nam sagnfræði við Háskóla Íslands undir handleiðslu Björns Þorsteinssonar, prófessors í sagnfræði. „Björn hafði farið til Englands og rannsakað ensk skjöl. Hann fann heimildir sem aldrei höfðu sést á Íslandi,“ segir Þorvaldur. „Hann var gríðarlega skemmtilegur kennari og gaman að vera í tímum hjá honum.“

Hann minnist þess að mæta í tíma til Björns einn örlagaríkan morgun þegar kennarinn tilkynnti yfir hópinn: „Jæja, krakkar, þeir eru að fara að leita að gullskipinu. Er ekki einhver sem vill skrifa um það?“ Þorvaldur rétti samstundis upp hönd enda þekkti hann til málsins.

Heimsókn til Þórbergs Þórðarsonar

Björn tilkynnti Þorvaldi nokkrum dögum síðar að nú skyldi hann kynna hann fyrir vini sínum. Vinurinn sem þeir sóttu heim var enginn annar en Þórbergur Þórðarson skáld sem bauð félaga sínum og nemanda hans innfyrir í eftirminnilegan kaffibolla. „Við fengum kaffi hjá Þórbergi og Margréti og Þórbergur er frá Hala í Suðursveit. Þar vissu menn mikið um þetta skip,“ segir Þorvaldur. Þórbergur sagði sögur og deildi vitneskju sinni af málinu á meðan hann gekk um gólf og svo þuldi hann vísu:

Flestir af því fengu nóg
svo fælist hrafn og refurinn,
því út er kominn um allan skóg
indíanski þefurinn.

„Þetta er brot úr vísu sem svo reyndist vera lausnin á gátunni um farminn. Indíanski þefurinn vísar til kryddsins sem var í skipinu og skógarnir lyktuðu af kanil og pipar,“ segir Þorvaldur. 

Silki, demantar og perlur

Björgun hf. leitaði skipsins árið 1983 og þá var margt rannsakað, meðal annars hvað mætti búast við að hefði verið um borð í skipinu. „Það getur verið merkilegt að skoða það því níutíu árum eftir að skipið strandaði var enn verið að ná úr því einhverju dóti. Í farmskrá skipalestarinnar eru 2.718 demantar en þar af voru 2.486 í skipinu Amersfort sem náði heilu og höldnu til Hollands. Því hafa verið í mesta lagið 232 demantar um borð í Het Wapen en þeir voru í vörslu skipstjórans Reinhart Brinkman og hann lifði strandið af,“ segir Þorvaldur sem grunar að skipstjórinn hafi komist í land með töluvert af demöntum í vasanum. „Það er ekki vitað hvað um þá varð en það sem sannarlega var enn um borð er vefnaðarvara, silki, bómullarklæði, krydd, negull, te og indígólitur.“

Ný tækni blæs leitinni byr undir báða vængi

Sögur fóru af því að í kjölfar strandsins hefði fólk í Öræfum sofið vel í silkiklæðum sem skolast hefði á land úr farminum. En hluti af honum hefur áreiðanlega aldrei fundist og þar má meðal annars nefna koparstangir sem voru um borð sem Þorvaldur segir að hafi verið staðsettar svo neðarlega í skipinu að þær hljóti að hafa sokkið með því. „Mér skilst það séu 35 tonn af koparstöngum,“ segir hann.

Einnig voru perlur um borð í skipalestinni, samkvæmt farmskránni en ekki er vitað hve mikið af þeim voru um borð í Het Wapen. „En þetta er stórkostlegt skip og merkileg saga,“ segir Þorvaldur sem fylgdist með leitinni árið 1982. „Þá var borað og upp kom járnstöng. Það fannst hins vegar ekki neitt nema gamall þýskur togari en það sannar ekkert um skipið sjálft,“ segir hann. Hann sé vongóður um að með nýrri tækni og betri tækjum takist að finna það sem eftir er af skipinu. „Nú eru menn komnir með ný tæki á Skeiðarársand og það er stórkostlegt að fylgjast með.“

Rætt var við Þorvald Friðriksson í Sumarmálum á Rás 1

Leitin að Gullskipinu – RÚV 13.03.2022

Heimildarmynd um leitina að Gullskipinu, Het Wapen van Amsterdam, sem var hlaðið gersemum þegar það fórst í nágrenni við Skeiðarársand árið 1667 og hefur aldrei fundist. Dagskrárgerð: Jón Ársæll Þórðarson og Steingrímur Jón Þórðarson.

RÚV heimildarþáttur 13.03.2022Linkur:

Heimildir og tenglar:

Minden (+1939)

Það er margt á huldu er varðar flakið af þýska flutningaskipinu S.S. Minden. Það sem vitað er með nokkurri vissu er að skipið var á leið frá Rio de Janero, Brazilíu, til Þýskalands árið 1939. Áhöfn skipsins ákvað að sökkva því eftir að það var vart við bresk herskip í nágrenninu (HMS Calypso & HMS Dunedin) og vildu ekki að bretar gætu náð skipinu… og þá farminum?

Orðrómur/heimildir? eru fyrir því að Nazistar hafi tekið úr bönkum í suður-Ameríku gullforða sinn (4 tonn?) og verið að flytja hann til Þýskalands í upphafi stríðsins. Adolf Hitler hafi fyrirskipað um að skipinu yrði sökkt frekar en að lenda í óvinahöndum. Skipinu var sökkt 24. september 1939.

Áhöfninni úr SS Minden var bjargað af HMS Dunedin, og þaðan var siglt í höfn í Scapa Flow í Orkneyjum.

_______________________________________________________________________

Heimild: RÚV – 14.04.2017 (IS)

Umhverfisstofnun fékk það staðfest frá lögmanni breska fyrirtækisins Advanced Marine Services strax í maí síðastliðnum að fyrirtækið er á eftir gulli og/eða silfri sem það telur vera um borð í þýska flutningaskipinu SS Minden, sem liggur á hafsbotni 120 sjómílur suðaustur af Íslandi.

Staðsetning SS MInden. 120 sjómílur frá Íslandi.

Nánast tilviljun réði því að Landhelgisgæslan veitti rannsóknarskipinu Seabed Constructor athygli segir verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Á meðan flugvélin Sif sé erlendis sé eftirlit með efnahagslögsögunni  ófullnægjandi.

Líklegt að þetta sé mynd af S.S. Porta, sem var systurkip S.S Minden. Mynd: Wikipedia

Landhelgisgæslan hætti í gær afskiptum af Seabed Constructor eftir að búnaður sem notaður var til að komast inn  í flak Minden hafði verið hífður um borð að nýju og skipið hélt á brott. Leynd hvílir yfir því eftir hverju var verið að sækjast, en skipverjar hafa sagst vera að bjarga verðmætum málmum, ekkert meira hefur verið gert opinbert. Svo virðist sem Seabed Constructor hafi siglt beint á staðinn.

Rannsóknarskipið Seabed Constructor séð úr brúnni í skipi LHG. Mynd LHG.

„Já það lítur út fyrir að þeir hafi haft nákvæmar upplýsingar um staðsetningu skipsins sem segir okkur að það voru einhverjar rannsóknir búnar að fara fram áður, hvort sem það var þetta skip eða eitthvað annað, þá hefur sú rannsókn farið fram áður,“ segir Auðunn F. Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.

Neðansjávarmynd tekin úr SS Minden.

Hann segir það nánast tilviljun að Landhelgisgæslan varð vör við rannsóknarskipið.

„Við sjáum þetta skip í gegnum gervitunglaeftirlit, sem er mjög stopult. Málið er að flugvélin okkar er búin að vera erlendis undanfarið og á meðan hún er erlendis þá er eftirlit með ytri svæðum efnahagslögsögunnar bara mjög lítið, þannig að það er nánast tilviljun að við sjáum þetta skip, já.“

Rannsóknar og djúprannsóknarskipið Seabed Constructor. Mynd LHG.

Auðunn segir að Sif geti í þremur ferðum fylgst með allri efnahagslögsögunni, en að eftirlitið sé ófullnægjandi þegar hennar nýtur ekki við.

„Þá geta skip athafnað sig hér innan lögsögu, hvort sem það eru fiskveiðar eða rannsóknir eða hvaða önnur verkefni sem eru, án okkar vitneskju. Mjög líklegt að þeir sleppi framhjá augum okkar,“ segir Auðunn F. Kristinsson.

Rannsóknarskipið Seabed Contstructor í Reykjavík, að Skarfabryggju Sundahöfn, eftir að því var skipað af Landhelgisgæslunni að fara í höfn á meðan rannsókn á málinu færi fram. (Mynd; DiveExplorer 10.04.2017)

Heimild: Icelandmag.is – 10 juli 2018 (EN)

Hunt for mysterious Nazi treasure in Icelandic waters must be called off by midnight

Treasure hunters who are trying to recover valuables from the wreck of a German vessel, which was sunk off the coast of South Iceland during WWII, have until tonight to wrap up their mission.  The official objective of the treasure hunt is a safe which is believed to contain gold bars. The safe could contain as much as 113 million USD (96 million EUR) worth of gold. However, rumor has it that the gold is not ultimate or real objective of the mission. Other unidentified treasures are said to be onboard the ship, SS Minden.

In the spring of 2017 the Icelandic Coast Guard boarded a research vessel, Seabed Constructor, off the south coast of Iceland. The research vessel, which had been rented by a UK company called Advanced Marine Services, was engaged in unothorized seabed exploration. The crew told local authorities it was attempting to salvage valuables from the wreck of a German merchant vessel SS Minden which was sunk in the early days of WWII. SS Minden was returning from South America to Germany when it was sunk by the Royal Navy.

According to the official ship manifest of the SS Minden the vessel was carrying resin from Brazil intended for industrial use. The ship is not known to have carried any minerals or valuables. The crew of the Seabed Constructor told the Coast Guard that they were attempting to recover a safe from the ship, believed to contain gold bars.

The value of the treasure onboard the SS Minden must be significant, as it costs at least 100,000 USD per day to rent a research vessel like the Seabed Constructor.

SEABED WORKER The research vessel has been rented by a UK based company to mount a salvage operation onboard the wreck of SS Minden. Photo/Óskar P. Friðriksson
SS PORTA One of four sister ships of SS Minden. The SS Minden was returning from Brazil when it was attacked and sunk by the Royal Navy. Photo/Wikimedia commons

A mysterious treasure
The sources of the local newspaper Fréttablaðið onboard the Seabed Constructer claim that recovering the gold is not real objective of the mission, as the wreck of the SS Minden is said to hide some other unidentified valuables. According to these sources the real objective of the search is known by only a handful of people onboard the research vessel.

After the Seabed Constructor was brought to harbor in the spring of 2017 the company Advanced Marine Services was notified that the ship could not be allowed to continue its search of the wreck without a permit. The company then applied for a permit to explore the wreck of the SS Minden, with the stated purpose of recovering a safe containing the gold bars. 

A 72 hour permit was granted for exploration in the fall of 2017, but due to poor weather and extremely difficult conditions the treasure hunters were unable to use the permit, but were granted permission to continue their search this year. The treasure hunters returned to the wreck of the SS Minden last week on the research vessel Seabed Worker to continue the hunt for the mysterious treasure. The permit expires at midnight tonight.

Hefurðu upplýsingar um MINDEN ? Hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com. Trúnaði heitið ef þörf er.

Dou have information about MINDEN? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com. Information´s can be classified.

Heimildir og tenglar

Het Wapen Van Amsterdam (+1667) – GULLSKIPIÐ

Eitt þekkasta og mest um talað og skrifað „fjarsjóðs-skipsflak“ sem hér á Íslandi er án efa Indíafarið Het Wapen Van Amsterdam. Betur þekkt meðal Íslendinga sem GULLSKIPIÐ.

Teikning af því hvernig skipið Het Wapen Van Amsterdam hafi hugsanlega litið út.

Leitin að því hefur spannað marga áratugi án raunverulegs árangurs. Þó hugmyndin um að finna „alvöru“ fjarsjóð laðar marga að og dreymir marga um að finna slíkt.

Hér er síðan um leitirnar að Het Wapen Van Amsterdam.

Það hefur mikið verið talað um farm skipsins sem var afar verðmætur en minna um það að þetta er sennilega eitt mannskæðasta slys við Íslandsstrendur en talið er að minnst 140 menn hafi farist en 50-60 tókst að ganga alla leið austur í Öræfi. Nokkrir skipverjanna komust lifandi í land en gáfust upp á leiðinni til byggða enda afar þungt að ganga í blautum sandi og vaða jökulár. Skipverjar tóku með sér það sem þeir gátu borið og er sagt að þar á meðal hafi verið mikið af silki. Ganga sögur um að Öræfingar hafi í margar aldir sofið við silki rúmföt en þeir fengu silkið í stað reiðtygja þegar skipbrotsmennirnir fóru suður til Reykjavíkur til að komast í skip til Holllands.

Skipsskrokkurinn lá yfirgefinn en grófst smátt og smátt í sandinn og hvarf á innan við hundrað árum. Upp úr 1960 byrjuðu nokkrir ævintýramenn að leita að skipinu í sandinum. Það voru mikil umsvif hér og gaman að fylgjast með hvaða verkfæri þeir notuðu til að fara um sandinn og yfir jökulárnar, til dæmis var bíll sem hægt var að keyra á vatni og sjó sem kallaður var Vatnadrekinn. Það var leitað og grafið í mörg ár og 1983 töldu menn sig hafa fundið gullskipið. Hollenska stjórnin sendi menn á vettvang því þeir eiga jú skipið og allan farminn. Spennan var mikil í september 1983 þegar grafið var niður á skipið og vonbrigðin gífurleg þegar kom í ljós að það var togarinn Friedrich Albert sem lá í sandinum en ekki gullskipið. Það hvílir enn í sandinum og bíður nýrra ævintýramanna.

Grein úr Morgunblaðinu 9. águst 1983
Morgunblaðsgrein 8 júlí 1982 um Het Wapen Van Amsterdam.

Heimildir og upplýsingar: