Greinasafn fyrir merki: gufuskip

Balholm (+1926)

E.s. Balholm var norskt fiskiskip. Balholm lagði frá Oddeyrartanga, Akureyri, þann 2. desember 1926 og var ferðinni heitinni til Hafnarfjarðar, án viðkomu.

Um borð voru 24 manns (Upplýsingar um að það hafi líka verið 23 manns) .

Verið var að flytja fisk fyrir Kveldúlfsfélagið. Um borð var einnig „verðpóstur“.

Talið var að skipið hafði farist nóttina 6. -7. desember. Samkvæmt samtímaheimildum var talið að Balholm hafi farist fyrir innan skerjagarðsins á Mýrum. Ástæðuna var ekki vitað. Á þessum tíma hafi verið stormur, vont sjóveður. Vindur hafði gengið í hávestur með ofviðrisbyljum og þrumuverðri.

Hvort veðurfarið hafi verið orsakavaldurinn, sem er líklegasta skýringin þá voru líka hugmyndir um að ekki hafi verið næg kol um borð til að halda gufukatlinum gangandi.

Einnig má minnast á að fleiri skip hafa farist á þessum slóðum, m.a. Emelie og Sophie Wheatly sem fórust á „Mýrunum“ árið 1906.

Möguleg siglingleið Balholm frá Akureyri (02.12.1926) til Hafnarfjarðarhafnar. Á Ökrum, á Mýrum, skolaði á land braki úr skipinu Balholm, sem og einu líki. Enn öðru líki átti eftir að skola á land. Rauður kassi á Ökrum sýnir mögulega staðsetningu á flaki Balholm. (Kort; map.is)

Lík og brak úr skipsflaki rekur á land

12. desember hafði lík skolað á land skammt frá Ökrum á Mýrum. Hægt var að staðfesta hver hinn látni var. En skilríki fundust á líkinu. Reyndist þar vera Steingrímur Hansen, 18 ára frá Sauðá, Sauðárkróki.

Við frekari leit á svæðinu fundust bútar úr allstóru skipsflaki, þó ekki með neinu nafni á. Ýmislegt annað rak á land, eins og bút úr mahogniskáp og sitthvað fleira.

Síðar rak á land í námunda við Akra, stólar, mynd af kvenmanni, brot úr björgunarbát og svo björgunarhringur merktur BALHOLM.

Síðar mun annað lík hafa rekið á land, við Hvalseyjar (Hvaleyjum) , og líka við Knararnesi á Mýrum (Má vera að þarna gæti verið lík af háseta af skipinu Baldri?) .

Atlas kort sem sýnir mögulegt strandsvæði, staðsetningu á flaki BALHOLM. Kortið sýnir líka staðsetningu á Ökrum, Mýrum, þar sem brak úr flakinu rak á land, sem og einum sem fórst með skipinu. Einu öðru líki rak á land við Hvalseyjar. (Kort; Atlas, Landmælingar Íslands).

Hverjir fórust með Balholm?

Misræmi eru í tölum um fjölda þeirra sem voru um borð. Heimildir hafa verið um 19 manns hafi verið í áhöfn, og 5 farþegar. Alls 24 manns. En líka að um 23 manns hafi farist með skipinu. Bæði Íslendingar (þá alls 5) og útlendingar (18 norðmenn) sem voru um borð. Heildarlisti yfir þá sem fórust hefur ekki fundist.

Hér eru nöfn þeirra, sem heimildir eru til um, sem fórust með Bolholm.

  • Waage, ??, Skipstjóri
  • Theodór V. Bjarnar, verslunarmaður, Rauðará, Reykjavík
  • Karólína Jónasdóttir, 18 ára, Strandgötu 35, Akureyri
  • Ingibjörg J. Loftsdóttir, 22 ára, Gránufélagsgötu 51, Akureyri
  • Steingrímur Hansen, 18 ára, Sauðá, Sauðárkróki
  • Guðbjartur Guðmundsson, 2. vélstjóri, Sólvöllum, Reykjavík

Líkið af Theodóri og Steingrími ráku á land.

Um skipið Balholm

Balholm var norskt gufuskip, smíðað í Bergen, Noregi árið 1917-1918. 1610 smálestir að stærð, brúttó. Sagt var að Balholm hafi verið vandað skip. (Þó voru sögusagnir uppi á sínum tíma að Balholm hafi verið „algerlega ósjófært – leki eins og hrip“.

Ekki er til ljósmynd af skipinu, sem fundist hefur að svo stöddu.

D/S BALHOLM (MTQK)
Bygd av J. Meyer’s Shipbuilding Co., Zalt-Bommel (# 432)
1044 brt, 590 nrt, 1620 t.dw. 214.9 x 33.3 x 14.2
3Exp. (Arnhemsche Stoomsleephelling Maats., Arnhem), 145 NHK
1917: Nov.: Levert som BALHOLM for J. M. Johannessen, Bergen
1919: Jan.: Overført til A/S Balholm (J. M. Johannessen), Bergen
1926: 06.12.: Grunnstøtte på Akra i Faxafjordur på reise Akureyri – Hafnafjördur
med fisk. Været oppgis å ha vært snøstorm. Hele besetningen, 20 mann, omkom

Balholm var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu Æolus í Noregi. A.V. Tulinus var umboðsmaður þess hér á Íslandi.

Að auki

Heimildir voru til um að nóbelsskáldið Halldór Laxnes hafi átt pantað far með skipinu áður en það hafði lagt upp í þessa örlagaríku ferð, árið 1926. En af einhverjum ástæðum hafi Halldór misst af skipinu.

Skipstjórinn á Balholm var ungur að aldri, (Waage?) -, en hann hafði verið nýkvæntur og var kona hans með í för í þessari ferð. Bæði týndu lífinu með Balholm.

Skipsflakið Balholm

A. V. Tulinus sem var umboðsmaður Sjóvártryggingafélags skipsins. Fékk hann aðila að nafni Larsen til Íslands til að leita skipsins, eða braksins úr því.

Larsen fer upp á Mýrar árið 1927, sumarið eftir hvarf Balholm. En heimildir voru til um það frá ábúendum úr sveitinni, m.a. frá Jóni Samúelssyni, bónda á Hofsstöðum, að sjá mátti eitthvað standa upp úr sjónum, ekki mjög langt frá landi. Taldi Jón að sennilegast um „bómu“ hafi verið að ræða, sem stæði 3 álnir upp úr sjónum, S.S.V af Hjörsey og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur.

Samkvæmt Larsen þá hefur Balholm strandað og brotnað á skeri. Skipið hafi svo kastast yfir skerið, brotnað og sokkið og liggur svo við hlið þess. Dýpið sé um 8 metrar á fjöru.

Skipsflakið er í norður af Þormóðsskeri og vestur af Hjörsey. Flakið hafði fundist 22. júní 1926. Um hálfu ári eftir strandið.

Dýptarkort sem sýnir skerjagarðinn vestan við Hjörsey. Er þetta svæðið þar sem flakið af Bolholm liggur? Samkvæmt heimildum frá árinum 1926-1927 þá átti flakið að vera norðan við Þormóðssker og fyrir vestan Hjörsey. (Kort, Navionics).

Tenglar, heimildir og upplýsingar

Hefurðu upplýsingar um BALHOLM, eða nánari staðsetningu á flaki þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Shipwreck information, something about Balholm? Write me, email: diveexplorer@dive-explorer.com

Inger Benedikte „Kolaskipið“ (+1924)

SS INGER BENEDIKTE (KOLASKIPIÐ)

Inger Benedikte var norskt gufuskip sem íslenskur togari „Skallagrímur“ lenti í árektri við árið 1924. Áreksturinn varð til þess að Inger sökk á Ytri höfn Reykjavíkur.

Árið 1927 unnu kafarar að því að ná upp kolum sem voru í skipinu. Notast var við dínamít við að sprengja upp flakið svo auðveldara var að komast að kolunum. Svo gerist sá hörmulegi atburður að það verður ótímabær sprenging sem verður til þess að þrír menn dóu. (DiveExplorer 2019-5-9)

Tvígeislamynd (e. Side Scan Sonar Image) af flaki Inger Benedikte. (DiveExplorer 2019-5-8)

_____________________________________________________

Inger Benedikte

Prammi sem sökk í siglingaleið á ytrihöfn Reykjavíkurhafnar eftir árekstur við íslenskan togara. Lítið eftir af honum, en hægt að sjá stálplötur og bita á botninum.

Þann 10. júlí árið 1927 var brugðið á það ráð að fá Þórð Stefánsson kafara til þess að sprengja flakið til að skipaumferð stafaði ekki hætta af því.

Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki Inger Benedikte.

Allmargir menn voru að vinna við að sprengja flakið. Þórður kom sprengiefninu fyrir í hvert sinn, en fór upp að því loknu upp á kafarabátinn. Vír lá frá sprengiefninu í bátinn, og þegar hann var kominn hæfilega langt í burtu var sprengt með rafstraum. Í þetta sinn hafði sprengingin mistekist. Var þá sótt lítið eitt af dýnamiti og ætlaði Þórður niður með það. En rétt í því að hann var að ljúka við að búa sig, sprungu dýnamítspatrónurnar sem í bátnum voru án nokkurrrar sjáanlegrar ástæðu. Þrír menn fórust við sprenginguna en Þórður slapp ómeiddur.

Inger Benedicte liggur á um 15 metra dýpi á leirbotni rétt undan Örfirisey í Reykjavík. Prammin er úr stáli. Ekki mikið eftir af prammanum en þó má sjá stálplötur og bita sem liggja á botninum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvernig pramminn hefur litið út í upphafi en hann virðist vera uþb. 40 m. langu og 6-7 m breiður. (Heimild; kofun.is)

_____________________________________________________

Frétt úr Tímaritinu ÆGIR

Hinn 29. desember s. 1. sigldi togarinn »SkalIagrímur« á stórt gufuskip »Inger Benedicte«, sem lá á ylri höfninni, hlaðið kolum. Sökk »Inger Benedicte« að vörmu spori en skipshöfnin komst upp í togarann. Hafnarstjóri gerði þegar ráðstafanir til að merkja staðinn, þar sem skipið liggur á botni. Sjóréttur var þegar haldinn út af slysinu. Skipstjóri »Skallagríms«, Guðmundur Jónsson, var í landi um jólin en hafði fengið í sinn stað, skipstjóra Guðmund Sigurjónsson til að vera með skipið þessa ferð og var hann skipstjórinn er áreksturinn varð.

GPS staðsetning:

64 09.718 N – 021 55.878 V

Heimildir:

Aðrar heimildir:

  • Built by Sunderland SB Co. Ltd., Sunderland (#119); 1946 grt, 1207 nrt, 2800 dwt. 232.1 x 37.1 x 20.1; 2-cyl. compound engine (NE Mar. Eng. Co. Ltd., Sunderland), 203 nhp On December 29th, 1924, the Norwegian cargo ship SS INGER BENEDICTE, owned at the time of her loss by Jacob Kjøde A/S, Bergen, was on a voyage from Grimsby to Reykjavik with coal, when she sank after a collision with an Icelandic trawler.
  • Read more at wrecksite: https://www.wrecksite.eu/wreck.aspx?194884

E/s REYKJAVÍK (+1908)

Flóabáturinn E/S Reykjavík var í vöru og fólksflutningum til verslunarstaðarins Skógarnes, á sunnanverðu Snæfellsnesi þegar hann strandaði á skeri vorið 1908.

Besta veður var þann 13. maí 1908 þegar strandið átti sér stað, logn og sléttur sjór. Um borð í E/s Reykjavík voru 20 farþegar, mikið af nauðsynjavörum, og timpur í nýtt verslunarhús í Skógarnesi. Við strandið kom gat á skipið, en það losnaði fljótlega af skerinu og rak stutta leið þar til það sökk. Allir um borð komust í björgunarbáta, eða stórum uppskipunarbát sem var um borð. Því björgunarbátar voru ekki nægir en engum varð meint af og komust allir í land í Skógarnes. Allur farmurinn sökk með skipinu og því varð mikið tjón við þetta strand.

Rústir gamla verslunarstaðarins í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)

Við þetta strand varð tjón Tangs verslunarinnar í Skógarnesi mjög mikið og tók verslunarmanninn Jónas alla ævi að greiða seljendum fyrir þær vörur sem hann hafði keypt.

Verslun í Skógarnesi hélt áfram um nokkur ár, þar til hún lagðist af árið

Leitin að flaki E/s Reykjavík hófst árið 2015. Gerðar voru áætlanir og loks var farið vorið 2018 til leitar. Í þeirri leit fundu Arnar Þór Egilsson og Ragnar Edvardsson leifar af flakinu.

Í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Frétt Morgunblaðsins um fund flaksins af Reykjavíkinni (www.mbl.is – 22.05.2018)

Staðsetning flaksins fannst með hliðarhljóðbylgjutæki/tvígeislamæli (e. side scan sonar), ásamt því að vera staðfest með neðansjávarmyndavélum.

Málmbútur úr E/s Reykjavík (+1908). (Mynd: AÞE/RE mai 2018)
Málmbútur úr E/s Reykjavik (+1908) (Mynd AÞE/RE maí 2018)

Köfun niður á flakið hefur ekki farið fram en skipulagning vegna þess er í vinnslu.

Sjólagt leitardag var með besta móti (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Í Skógarnesi (Ljósmynd; Arnar Þór Egilsson – 12.05.2018)

Heimildir og tenglar: