Þann 4. febrúar 2018 voru 50 ár liðin frá því að Heiðrún II ÍS 12 fórst í Ísafjarðardjúpi.
Það var aðfararnótt 5. febrúar 1968 sem Heiðrún II ÍS 12 fórst í Ísafjarðardjúpi. Með skipinu fórust sex menn.
Horft frá höfninni í Bolungarvík í átt að Snæfjallaheiði. (Mynd; Ja.is)
Sunnudagsmorgunninn þann 4. febrúar 1968, um kl. 10:00 fyrir hádegi, fór frá Brimbrjótnum í Bolungarvík Heiðrún II. Óveður var þá þegar skollið á, og átti að bjarga skipinu með því að sigla því til öruggrar hafnar á Ísafirði, en við Brimbrjótinn var skipið í hættu.
Ferðin gekk vel til móts við Hnífsdal, en bilana hafði gætt í radar, dýptarmælum og talstöð. Fyrir utan Hnífsdal varð radarinn óvirkur og komst ekki í lag eftir það.
Páll Pálsson GK-360 frá Sandgerði. Síðar Heiðrún II ÍS-12. Ljósmynd/Ólafur Árnason (mbl.is/200 mílur 12-2-2018)
Var skipinu því siglt í var undir Snæfjallaströnd. Ofsaveður var þá þegar komið á, sem enn átti eftir að versna.
Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar heyrðist síðast til skipsins, og fullvíst má telja að Heiðrún II hafi farist um það leyti, um 2,7 sjómílur undan Vébjarnarnúpi.
Sjókort sem sýnir staðsetningu á hvar Heiðrún II liggur. Þarna er dýpi allt að 130 metrar. (Sjókrort; Nobeltech Navigator)
Heiðrún II ÍS 12
Heiðrún II var smíðuð árið 1963 á Akranesi og var 150 tonna eikarskip með 470 hestafla Krumhout vél. Skipið var í eigu Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík og var talið traust og gott sjóskip. Skipið var áður gert út frá Sandgerði undir nafninu Páll Pálsson GK 360.
Með skipinu fórust sex manns
Rögnvaldur Sigurjónsson, 52 ára, skipstjóri
Ragnar, 18 ára sonur Rögnvalds
Sigurjón, 17 ára sonur Rögnvalds
Páll Ísleifur Vilhjálmsson, 31 árs, vélstjóri
Kjartan Halldór Kjartansson, 23 ára
Sigurður Sigurðsson, 17 ára
Hefurðu meiri upplýsingar um Heiðrúnu slysið? Hafðu samband, höfum söguna á einum stað, og í lagi. Sendu póst á mig; diveexplorer@dive-explorer.com.
„Menn á rækjubát sáu flugvélina út af Arnarnesi. Það voru blindél þegar þetta gerðist. Þeir sögðu að flugvélin hefði komið lágt yfir bátinn. Þeir sáu flugvélina hverfa inn í élin,“ sagði Skúli Skúlason, formaður Björgunarsveitarinnar Skutuls á ísafirði.
Kort sem sýnir staðsetningu flaksins. (Mynd: DV)
Flugmaður tveggja hreyfla flugvélar frá flugfélaginu Erni á ísafirði fórst er flugvél hans fór í sjóinn í ísafiarðardjúpi rétt fyrir klukkan 20 í gærkvóldi. Orsakir slyssins eru ókunnar. Flugmaðurinn hét Stefán Páll Stefánsson og var 38 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, á aldrinum 6 til 19 ára. Hann haföi búið á ísafirði í tvö ár. Flugvélin TF-ORN, með tíu sæti, af gerðinni Piper Chieftain, var að koma úr skoðun frá Akureyri.
Klukkan 19.48 tilkynnti flugmaðurinn sig yfir Reykjanesskóla og var að hefja aðflug.
Klukkan 19.56 hafði hann aftur samband við Ísafjarðar flugvöll. Flugvallarstarfsmaðurinn við Æðey, heyrði í neyðarsendi rétt staðfesti sambandið en heyrði ekki fyrir klukkan 20. Hófst þegar umfrekar frá flugvélinni. fangsmikil leit.
Flugvélin TF-ORN af gerðinni Piper Chieftain. (Mynd: DV / PPJ – 22.01.1987)
Varðskipið Óðinn, sem statt var Flugvél Flugmálastjórnar, útbúin miðunartæki fyrir neyðarsendinn, var komin á vettvang úr Reykjavík aðeins 35 mínútum síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og Orion-vél Varnarliðsins fóru einnig til leitar.
Á landi leituðu björgunarsveitir slysavarnadeilda og skáta úf Bolungarvík, Hnífsdal, Isafirði og Súðavík. Á sjó leituðu yfir tuttugu skip og bátar.
Um klukkan 22 fór að finnast brak um fiórar sjómílur norður af Skutulsfirði. Varðskipið fann fyrst olíubrák en stærsta brakið sem fannst var hluti úr væng.
Klukkan 23.50 fannst lík flugmannsins á floti.
Flugfélagið Ernir keypti þessa flugvél eftir slysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl í fyrra. „Það er skammt stórra högga á milli. Það er ekki endalaust hægt að verða fyrir þessu,“ sagði Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi Ernis, í morgun.
______________________________________________
Heimild: Morgunblaðið 23. janúar 1987
Orsök flugslyssins ókunn: Getum að því leitt að vængur hafi rekist í sjó
Janúar 23, 1987
LEIT var haldið áfram í gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit.
LEIT var haldið áfram í gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit. Rannsóknarmenn frá Flugmálstjórn og flugslysanefnd fóru til Akureyrar í gær en þaðan var vélin að koma úr skoðun og viðhaldi. Orsakir slyssins eru ókunnar en hugsanlegt er að annar vængur vélarinnar hafi rekist í hafflötinn, en hálfur vængur er það eina sem fundist hefur af vélinni.
Flugmaður vélarinnar var einn í henni. Hann hét Stefán Páll Stefánsson, fæddur 1948, til heimilis að Brautarholti 14, Ísafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, á aldrinum 6 til 19 ára.
Pétur Einarsson flugmálstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að draga ályktanir um orsakir slyssins fyrr en búið væri að draga saman öll hugsanleg rannsóknargögn. Flugslys gætu verið óhemju flókin í rannsókn og hverjar nýjar upplýsingar gætu gerbreytt myndinni. Þó hefði mönnum fyrst komið í hug að vængur vélarinnar hefði rekist í sjóinn en engar öruggar sannanir væru fyrir því og þó svo væri, sé ekki hægt að geta til um ástæðuna.
Karl Eiríksson starfsmaður flugslysanefndar og fleiri rannsóknarmenn fóru til Akureyrar í gær en þar hafði flugvélin verið til viðgerðar og viðhalds hjá Flugfélagi Norðurlands undanfarna daga. Umboðsmenn Flugmálastjórnar á Ísafirði leituðu í gær að braki úr flakinu, og að flakinu sjálfu, með hjálp Landhelgisgæslu, björgunarsveita og lögreglu.
Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi flugfélagsins Ernir, sagði samtali við Morgunblaðið í gær að slysið væri mikið áfall fyrir félagið. „Það versta er auðvitað að missa góðan félaga og frábæran starfskraft með þessum hætti.
Hvað varðar áhrifin á rekstur félagsins er ljóst að félagið þolir ekki svona áföll hvað eftir annað. Þetta er önnur vélin sem við missum á einu ári og ekkert félag þolir slíka blóðtöku til lengdar,“ sagði Hörður.
Aðspurður um hvort hann teldi ástæðu til að herða öryggisreglur varðandi flug á Vestfjörðum í ljósi þessara atburða sagði Hörður að strangar öryggisreglur giltu umflug á Vestfjörðum sem og annarsstaðar á landinu. Hann sagði ennfremur að ekkert benti til að rekja mætti orsök þessa slyss til ófullnægjandi öryggisreglna.
Ross Cleveland var breskur togari sem fórst í aftakaveðri á Ísafjarðardjúpi 4. febrúar 1968. Skipið var yfir ísað sem gerði það að verkum að skipið lagðist á hliðina og sökk út af Arnarnesi. 19 manns fórust en aðeins einn maður komst lífs af.
Breski togarinn Ross Cleveland frá Hull. (Mynd; Wrecksite.eu)
Skipsflakið:
Skipsflak Ross Cleveland liggur á rúmlega 126 metra dýpi. Flakið situr upprétt á botninum, umvafið sjávargróðri í myrkrinu.
Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Ross Cleveland. Á þessum slóðum er yfir 100 metra dýpi. (Kort; Google Earth)
Heimildargerð:
Þáttagerðarmenn á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC settu saman leiðangur árið 2002 til að heimildagera sögu Ross Cleveland og í þeim leiðangri settu þeir niður fjarstýrða neðansjávarmyndavél (e. Remotely Operated Vehicle „ROV“) til að mynda skipsflakið.
Að mér skilst þá hafi Árni Kópsson, kafari, veitt þeim aðstoð í þessum leiðangri.
ROV mynd af flaki Ross Cleveland (Mynd; BBC / Inside Out)Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki Ross Cleveland. Sjávardýpi á þessum stað er yfir 120 metra dýpi. (Kort; Navionics)