Skipið hét Wirta (áður; NIPPON) og strandaði það á Leirboða í Skerjafirði 24. janúar árið 1941 nánar tiltekið um klukkan 11 um morguninn. Það var u.þ.b. 7.000 smálestir.
Samkvæmt samtíða heimildum var talað um það meðal sjómanna við Faxaflóa að kolareykur frá Reykjavík hafi byrgt áhöfn skipsins sýn á leið þess til Reykjavíkur og orðið þess valdur að skipinu var siglt í strand. Sjómenn sögðu að þessi mikli kolareykur hafi einnig nokkru áður gert það að verkum að áhöfn bresks togara sigldi skipi sínu í strand á sama stað. Svo virðist sem þeim togara hafi verið bjargað af strandstað.
Grein þar sem fjallað er um strand Wirta (Heimild: )E/s Wirta var finnskt flutningaskip, 7000 rúmlesta,120 metra langt og 7,8 metra breitt. (ljósmynd fengin frá Richard Cox)
Wirta var full af sykri sem flytja átti til Finnlands en þar í landi var mikill skortur á sykri sérstaklega á spítölum landsins. Skipstjóri Witra sagði það meira tjón að tapa sykrinum en að missa skipið og segir það nokkuð um þörfina sem þá hefur verið á þessari vöru sem meira en nóg er af nú á dögum. Áhöfn skipsins voru uppgjafa finnskir hermenn og björguðust þeir allir. Var þeim stefnt norður á Siglufjörð svo þeir gætu komist um borð í finnsk skip sem þar var í höfn og farið með því til síns heima.
Staðsetning á flaki e/s Wirta (Kort; Google Earth)
Það tókst að bjarga um 1300 smálestum af sykrinum um borð í íslensk skip en ekki tókst að bjarga skipinu og var það sokkið á aðeins 4 dögum. Nú geta kafarar hinsvegar notið þess að snerta á sögunni með því að kafa á þessum slóðum.
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki e/s Wirta. (Sjókort; Navionics)
Akkeri sem var á skipinu stendur nú sem minnisvarði fyrir utan hús Sportkafarafélags Íslands í Nauthólsvík.
E/s Wirta hét áður NIPPON. Það var byggt í Bretlandi árið 1908 og sjósett árið eftir, eða 1909. Fyrst um sinn var það í eigu Swedish East Asiatic Line. Árið 1936 var það selt til finnska fyrirtækisins Wappu O/Y og nefnt WIRTA. Var það því 30 ára gamalt þegar það sökk á Skerjafirði.
Sigurjón Arnlaugsson HF 210. Smíðaður í Noregi árið 1960. Hann bar fjölmörg nöfn áður en hann fékk nafnið Sigurjón.
Hann var afskráður árið 1990 og honum sökkt og notaður sem æfingarstöð fyrir kafara. Hann liggur uppréttur á u.þ.b. 25 metra dýpi, rétt 400 metra vestan við Þerney.
GPS hnit: 64° 11.259’N – 21° 48.065’W
Togarinn Sigurjón Arnlaugsson HF210 (Mynd; Gunnar H. Jónsson / batarogskip.123.is)Staðsetning á flaki Sigurjóns Arnlaugssonar, rétt norð/vestan megin við Þerney. (Kort: Google Earth)Togarinn Sigurjón Arnlaugsson á siglingu. (Mynd; Þorgeir Baldursson)Tvígeisla mynd (side scan sonar) úr Gavia AUV af flaki Sigurjóns Arnlaugssonar HF210 (Mynd: HÍ / Warsha Sing / DiveExplorer 24.07.2015 )
Side Scan sónar myndir þessar eru teknar með Gavia AUV.
Tvígeisla mynd (side scan sonar) úr Gavia AUV af flaki Sigurjóns Arnlaugssonar HF210 (Mynd: HÍ / Warsha Sing / DiveExplorer 24.07.2015 )Tvígeisla mynd (side scan sonar) úr Gavia AUV af flaki Sigurjóns Arnlaugssonar HF210(Mynd: HÍ / Warsha Sing / DiveExplorer 24.07.2015 )Sjókort sem sýnir staðsetninguna á flaki Sigurjóns ( Kort; Navionics )
Þann 16. febrúar árið 1944 náði þýski flugherinn að valda bandamönnum miklum skaða er þrjár sprengjuflugvélar gerðu árás á olíuflutningaskipið El Grillo. Skipið hafði legið undir akkerum frá haustinu 1943 og þjónustað flota bandamanna sem birgðaskip, það var því mikilvægur hlekkur fyrir sjóhernað þeirra. Þessu gerðu Þjóðverjar sér grein fyrir, þrátt fyrir að nokkur orustuskip lægju undir akkerum í Seyðisfirði þennan dag þá beindust árásir sprengjuflugvélanna þriggja eingöngu að olíuskipinu El Grillo. Telja má fullvíst að njósnir hafi búið að baki árásinni því að flugvélarnar komu snögglega yfir fjallgarðana og hófu markvissa árás á skipið.
Skipsverjar El Grillo hófu varnarskothríð með einni af loftvarnarbyssum skipsins en árangurslaust því ein af sprengjunum sem varpað var að skipinu hæfði skut skipsins þannig að það sökk til hálfs.
Áhöfnin, alls 48 menn, komst klakklaust úr skipinu eftir árásina án þess að nokkurt mannfall yrði. Yfirvöld breska hersins tóku svo ákvörðun um að sökkva skipinu og var það gert seinna um kvöldið. Hvaða ástæður lágu að baki ákvörðun þeirra er ekki vitað en mikið magn olíu var enn um borð í skipinu.
El Grillo sekkur í SeyðisfirðiEl Grillo sekkur eftir skothríð herflugvél Nasista. Fjölgeislamæling af flaki El Grillo
Skipið er gríðarlega stórt með 9000 tonna burðargetu en algengt er að loðnuskip í dag séu með um 1000-1500 tonna burðargetu. Skipið var líka vel vopnum búið, prýtt tveimur fallbyssum og fjórum loftvarnarbyssum auk fjögurra rakettubyssa sem sérstaklega voru ætlaðar til varnar gegn árásum steypiflugvéla. Einnig voru djúpsprengjur um borð en bandaríski herinn aðstoðaði Landhelgisgæsluna við að fjarlægja þær allar fyrir utan eina sem liggur á botninum rétt við síðu skipsins. Einnig er enn um borð kveikibúnaður þessara sprengja en ólíklegt er að köfurum stafi hætta af honum nema þeir taki þá ákvörðun að fara á flakk um innviði skipsins. Af öðrum vopnabúnaði er allt á sínum stað fyrir utan eina fallbyssu sem lyft var upp og komið fyrir í bænum sem minnisvarða um hið mikla mannvirki sem þarna liggur á botninum.
Fyrstur manna til að kafa niður að
flakinu var Grímur Eysturoy Guttormsson kafari en köfunin var þá sú lengsta sem
vitað var um hérlendis, eða 44 metrar. Grímur, sem nú er látinn, kafaði alls 81
sinni niður að flakinu.
Sjókort af Seyðisfirði sem sýnir staðsetningu El Grillo.
Árið 1952 reyndu Olíufélagið hf. og Hamar hf. að dæla allri olíunni úr flakinu og þá náðust um 4.500 tonn en talið var að allt að 1000 tonn væru enn eftir. Jóhann Grétar Einarsson, símstöðvarstjóri á Seyðisfirði, man vel eftir þessum aðgerðum en ástæðuna fyrir því að reynt var að ná olíunni upp telur Jóhann einkum þá að menn hafi óttast leka frá flakinu. Olían sem náðist upp kom sér síðan vel í olíuhallæri sem þá var í landinu. El Grillo hefur hins vegar reynst Seyðfirðingum mikill baggi en olíumengunar frá skipinu hefur orðið vart í gegnum tíðina.
Árið 2000 var bráðabirgðaviðgerð framkvæmd á nokkrum lekastöðum og í febrúar 2001 tók svo Umhverfisráðuneytið af skarið og bauð út verkið við að fjarlægja þær eftirstöðvar af olíu sem eru um borð. Í kjölfar ákvörðunar Umhverfisráðuneytisins um að fjarlægja olíuna hafa heyrst umræður sem snúast um að lyfta skipinu upp af botni fjarðarins. Slíkt væri án efa ógerningur og mikill skaði væri af því að eiga nokkuð við flakið eftir að olían um borð hefur verið fjarlægð því flakið er án efa einhver sá stærsti stríðsminjagripur landsins.
Þó svo að flakið sé flestum hulið þá eru margir kafarar sem njóta þeirra forréttinda að geta nálgast það og svifið yfir því gagnteknir af stórfengleika þess.
Köfun niður á flak El Grillo (Mynd; Dive.is)
Byggingarlag skipsins er líkt hefðbundnum Liberty skipum frá þessum árum. Á framenda skipsins er bakkinn en stýrishúsið er miðskips. Á aftari hluta skipsin er lágreist yfirbygging. þar má finna vélarrúm skipsins og vistarverur áhafnarinnar.
Víða má sjá línur og drauganet víða á skipinu þannig að ráðlegt er að horfa vel í kring um sig og fara varlega og hafa góða hnífa með í för. Það er gjarnan dimmt yfir á köfunarstaðnum og skyggni getur verið slæmt þannig að ráðlegt er að vera með góð ljós.
Sjötíu ár eru í dag síðan þýskar orrustuflugvélar sökkti olíubirgðaskipinu El Grillo á Seyðisfirði en flak þess liggur á um 45 metra dýpi. Olía úr skipinu hefur valdið töluverðum spjöllum á lífríki Seyðisfjarðar í gegnum tíðina.
El Grillo sigldi inn á Seyðisfjörð haustið 1943 og lagðist á „Kringluna“ skammt fram undan síldarbræðslunni, um 400 metra frá landi.
Skipið var smíðað í Newcastle í Englandi árið 1922 en gert út frá Liverpool. Það var 134 metra langt og 17,5 metra langt og rúmaði 10.000 smálestir af olíu. Að því lögðust herskip bandamanna og kaupskip til að fá olíu. Síðdegis þann 9. febrúar hafði ný sending komið með olíubirgðaskipi. Það fór strax aftur og var á burt daginn eftir.
Það var um klukkan ellefu fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar sem þrjár þýskar flugvélar dembdu sér yfir Seyðisfjörð. Þær komu nokkuð að óvörum en þó hafði tekist að koma nemendum í barnaskólanum í skjól og láta yfirmann hersins vita.
„Gerði mér enga grein fyrir alvörunni“
„Nú sáum við flugvélarnar þrjár í mikilli hæð. Þær komu úr austnorðaustri og stefndu á höfnina. Það nam engum togum að í þessum svifum hófst skothríð á þær frá olíuskipinu og byssustæðum á landi,“ er haft eftir Hjálmari Níelssyni í Sjómannablaðinu Víkingi árið 1992.
Ég sá þegar sprengjurnar féllu. Þær voru fimm, engin þeirra hitti olíuskipið El Grillo en fjórar mjög nálægt því. Mér fannst þetta eins og í bíó. Gerði mér engra grein fyrir alvörunni, að þarna varð ég sjónarvottur að stríðsátökum þar sem mannslíf voru í veði á báða bóga,“
Hins vegar hafði boðunum ekki verið komið um borð í El Grillo. Skipstjórinn sat á spjalli við háseta í brúnni þegar lætin byrjuðu. Þeir héldu fyrst að um væri að ræða skotæfingu Bandaríkjamanna, sem búið var að boða en áttuðu sig fljótt á alvarleika málsins.
„Eftir sprengingarnar var sem ekkert gerðist drykklanga stund. Flugvélarnar hurfu á brott; það hafði orðið lítið um varnir gegn þeim enda erfitt um aðvaranir þar sem þær flugu beint af hafi inn yfir Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð,“ segir í grein í Samvinnunni árið 1952.
Ein af sprengjunum hæfði hins vegar framenda skipsins og sökk hann á um tuttugu mínútum. Tæplega 50 manna áhöfn skipsins komst hratt og örugglega í land en hún hafði reynt að grípa til varna gegn flugvélunum enda skipið ágætlega vopnum búið.
Afturendinn stóð upp úr þar til Seyðfirðingar höfðu borðað kvöldmatinn. „Bæjarbúar heyrðu allmikinn dynk, er skipið hvarf í djúpið,“ segir í Samvinnunni. Eftir því sem næst verður komist voru það Bretar, sem áttu skipið, sem létu sökkva því, meðal annars til að forðast frekari árásir.
Olíuplágan
Mikil olía lak úr skipinu og barst víða um fjörðinn. Í Samvinnunni er talað um „olíuplágu“ sem legið hafi á Seyðfirðingum í 2-3 ár á eftir. Meðal annars raskaði hún æðavarpi í Loðmundarfirði.
Seyðfirðingar vildu bætur úr höndum Breta en við því var ekki orðið. Málalyktir urðu þær að þeir afsöluðu sér skipinu og olíunni um borð til innlendra aðila.
Árið 1952 var olíu dælt úr skipinu að undirlagi Olíufélagsins. Olía hrelldi menn af og til og að auki áttu veiðarfæri báta það til að festast og skemmast í flakinu. Eins höfðu menn áhyggjur af sprengjum um borð en alls hafa um 500 sprengjur verið fjarlægðar úr því. Einni fallbyssu hefur verið lyft upp og stendur hún sem minnisvarði á Seyðisfirði í dag.
Á ný fór að leka úr skipinu um aldamótin og árið 2001 var ráðist í umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir til að reyna að ná þeirri olíu sem eftir var úr skipinu.
Í dag er svæðið sem El Grillo liggur á sagt hreint. Vinsælt er að kafa niður að flakinu en til þess þarf nokkra reynslu enda liggur það djúpt. El Grillo nafnið kemur víða fyrir í menningu Seyðfirðinga. Bjór staðarins heitir eftir skipinu og sömuleiðis Lego-lið grunnskólans.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar luku í dag við að steypa yfir hluta flaks El Grillo á Seyðisfirði sem úr hefur lekið olía. Aðgerðin var nokkuð snúin; það er erfitt að steypa neðansjávar en stjórnandi verksins segir það hafa gengið vonum framar.
„Við kláruðum að steypa í dag en við þurfum að fara aftur niður að skipinu á morgun og skoða hvernig til hefur tekist,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, sem stjórnaði framkvæmdunum. Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur unnið með séraðgerðasveitinni síðan á föstudag í síðustu viku við að undirbúa aðgerðirnar. Í gær var hafist handa við að steypa fyrir olíulekann.Um helgina verður kafað aftur niður að skipinu. Veðurspáin er ekki sérlega hagstæð á morgun. Landhelgisgæslan
El Grillo var breskt olíubirgðaskip sem sökkt var af þýskum flugvélum þar sem það lá á Seyðisfirði árið 1944. Skipið liggur nú á botni fjarðarins á 32 metra dýpi og hefur olía sést í sjónum í kringum það annað slagið síðan. Í fyrra fundu kafarar svo lekann við tanka skipsins.
Til að steypa fyrir lekann var notast við rör sem kafað var með niður að flakinu en sjö kafarar hafa þurft að skiptast á að beina rörinu á rétta staði því hver þeirra getur aðeins verið í kafi í 20 mínútur í senn. „Steypan er fljót að þorna þarna. Hún er orðin þurr að mestu leyti á svona 40 mínútum,“ segir Sigurður. „Þannig þetta þarf allt að ganga eins og smurð vél.“ Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði eins og El Grillo forðum. Landhelgisgæslan
Og það var einmitt það sem gerðist. Framkvæmdin gekk vonum framar að sögn Sigurðar þó að hann sé ekki alveg tilbúinn að hrósa fullum sigri strax í dag. Kafari verður sendur niður að skipinu á morgun með myndavél, ef veður leyfir, til að athuga hvort steypan haldi ekki örugglega. Þá verður einnig að skoða allt flakið aftur til að sjá hvort leki nokkuð einhver olía annars staðar frá því.Sjö kafarar hafa unnið að verkefninu. Landhelgisgæslan
Olía er tekin að flæða úr skipsflaki El Grillo að nýju og ógnar lífríki Seyðisfjarðar. Hlynur Vestmar Oddsson, kajakleiðsögumaður frá Seyðisfirði, harmar lekann og vill láta fjarlægja skipið.
„Já því miður er þetta aftur farið af stað,“ segir Hlynur en hann hefur haft augun opin fyrir lekanum síðustu ár. „Það er farið að tærast svo skipið að það eru farnir að koma lekar á fleiri stöðum en einum.“
Mikil olía er í firðinum eins og sést á myndinni. Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson
Olíuskipið breska liggur enn á botni Seyðisfjarðar og hefur þar verið frá því þýskar flugvélar sökktu því í heimsstyrjöldinni síðari.
„Þetta drepur náttúrlega okkar lífríki, fugla og unga,“ segir Hlynur en síðast þegar leki varð í skipinu var greint frá því að æðarungarnir lifðu margir hverjir ekki olíuna af og urðu máfum að bráð. Nú er staðan svipuð, dauðir æðarfuglar liggja í fjörunni.
Olía er tekin að flæða úr skipsflaki El Grillo að nýju og ógnar lífríki Seyðisfjarðar. Hlynur Vestmar Oddsson, kajakleiðsögumaður frá Seyðisfirði, harmar lekann og vill láta fjarlægja skipið.
„Já því miður er þetta aftur farið af stað,“ segir Hlynur en hann hefur haft augun opin fyrir lekanum síðustu ár. „Það er farið að tærast svo skipið að það eru farnir að koma lekar á fleiri stöðum en einum.“
Olíuskipið breska liggur enn á botni Seyðisfjarðar og hefur þar verið frá því þýskar flugvélar sökktu því í heimsstyrjöldinni síðari.
„Þetta drepur náttúrlega okkar lífríki, fugla og unga,“ segir Hlynur en síðast þegar leki varð í skipinu var greint frá því að æðarungarnir lifðu margir hverjir ekki olíuna af og urðu máfum að bráð. Nú er staðan svipuð, dauðir æðarfuglar liggja í fjörunni.Frétt af mbl.isUngadauði í „mengaðasta firði Íslands“
Æðafugl sem Hlynur fann dauðan í fjörunni. „Þetta drepur náttúrulega okkar lífríki, fugla og unga.“ Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson
Æðafugl sem Hlynur fann dauðan í fjörunni. „Þetta drepur náttúrulega okkar lífríki, fugla og unga.“ Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson
„Mesta umhverfisslys Íslandssögunnar“
Síðan þá hefur verið ráðist í ýmsar aðgerðir til þess að stöðva lekann, til að mynda var dælt upp úr flakinu árið 2001 og steypt fyrir lekann fyrir rúmu ári.
Nú er aftur á móti sennilegt að annað op hafi myndast. „Þetta er því miður ekki búið dæmi, þetta ætlar að verða einhver eilífðarleki,“ segir Hlynur.
Spurður hvað sé hægt að gera segir Hlynur að það sé að fjarlægja skipið, sem er um 7.200 brúttótonn. „Þetta er skuggalegt, mesta umhverfisslys Íslandssögunnar af mannavöldum.“