Greinasafn fyrir merki: Neskaupsstaður

Gesina (+1966)

MVF Gesina (R-375-K) er eitt af þeim skipum sem mun hafa „borið beinin“ í sjávarfjörunni eftir strand. Gesina var síldar vélbátur, frá Kopervik Noregi sem strandaði í Sandvík norðan við Gerpi á Austfjörðum 6. september 1966.

Það var á fimmta tímanum aðfaranótt 7. september 1966 er óhappið, varð. Hafði áhöfn Gesina verið á síldarveiðum á Austfjörðum og var á leið til Seyðisfjarðar. (Í öðrum heimildum minnst á að Gesina var á leið til Neskaupsstaðar til að sækja vatn).

Veður var vont á tíma strandsins, 8 til 9 vindstig, norð-austan stormur og stórsjór. Bátsverjar náðu að senda út neyðarkall. Sökum slæms veðurs og skilyrða töldu menn sig vera annarsstaðar en þeir voru, töldu áhafnar meðlimir vera nær Glettingi.

Talað er um að siglingaleiðin þarna um í norðlægum og austlægum vindáttum sé mjög erfið og straumar miklir.

Um borð í Gesinu voru um það bil 1100 tunnur af síld (saltsíld), sem ætlunin var að flytja til Noregs.

Áhöfnin, alls níu (9) manns komust óhultir í land, um 10 leytið morgunin eftir. Lögðu björgunarmenn mikið á sig til að komast á strandstað og mönnunum til bjargar.

Til happs var að í Sandvík var skipbrotsmannaskýli sem Slysavarnarfélag Íslands hafði reist. Gátu skipsbrotsmenn komið sér þar í skjól, og hafist við, þar til þeim var bjargað, og að þeir sem gátu safnað nægri orku til að ganga yfir til Neskaupsstaðar.

Sandvík er mjög afskekktur staður. Fyrr á árum voru nokkur hús en staðurinn fór í eyði. Þangað liggja engir bílvegir.

Skipið Gesina

Gesina var sagt gamalt skip (29 ára), byggt í Hollandi 1939, keypt til Noregs 1956. Það var einnig sagt illa búið tækjum. Gesina var 187 brúttó lestir (tonn) að stærð (200 lesta línuveiðari).

Sandvík á Austfjörðum. Sjá má strandaða skipið, Gesina, í fjörunni. (Heimildir, mynd; Austurland 17.11.1967 – Einar Guðmundsson)
Síldar vélbáturinn Gesina í fjörunni Sandvík. (Heimildir, mynd; Austurland 17.11.1967 – Einar Guðmundsson)

Sjópróf

Reynt var að bjarga skipinu af strandstað en það þótti ekki vera gerlegt sökum aðstæðna.

Sjópróf vegna strandsins voru haldin á Seyðisfirði fáeinum dögum síðar.

Gesina á standstað

Leifar af flaki Gesinu í Sandvík árið 2020 (Heimild; Bjarni Guðmundsson; skipamyndir.is)
Á þessari loftmynd má sjá líklegast mastur Gesina standa upp úr sandinum í fjörunni í Sandvík. (Kort; Map.is – DE 02.05.2023)
Horft í land, Sandvík frá sjó. (Ljósmynd; Sigurbrandur Jakobsson – 27.04.2023)

Annað: TF-AIS (+1966)

Þá er vert að minnast á hvarfið á sjúkraflugvélinni TF-AIS sem hvarf þetta sama ár, 1966. En munir tengdir því hvarfi, björgunarvesti fundust einmitt í fjörunni í Sandvík. Lesa má um TF-AIS (+1966) hér.

Heimildir, tenglar og krækjur

Sérstakar þakkir fær Sigurbrandur Jakobsson, skipstjóri í Neskaupsstað fyrir að vekja athygli á þessum atburði. (DE; 3.5.2023)

Hefurðu eitthvað við þessa færslu að bæta við? Lagfæra? eða deila? Hafðu samband; diveexplorer@dive-explorer.com

TF-AIS (+1966)

TF-AIS var sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft.

TF-AIS var eitt af þessum slysum í íslenskri flugsögu þar sem flakið af flugvélinni hefur aldrei fundist. Minnir margt á flugvélina Glitfaxa (+1951), sjá hér.

Það var snemma árs 1966, eða 18 janúar, þar sem óskað var eftir sjúkraflugvélin austur á Neskaupsstað til að flytja 6 ára dreng á sjúkrahús. Drengurinn hafði fengið flís í augað.

Tveggja manna áhöfn var í TF-AIS, Sverri Jónsson, flugstjóri og Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður. Lögðu þeir frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30. Veðurskilyrði á austfjörðum voru slæm. Lentu þeir fyrst á Egilsstaðarflugvelli til að taka eldsneyti. Lögðu þeir af stað frá Egilsstaðarflugvelli klukkan 21:43. Flug þaðan að Norðfirði tók um 10-15 mínútur. Klukkan 22:05 hóf TF-AIS aðflug að flugvellinum á Neskaupsstað. Klukkan 22:12 er haft samband við flugvélina, en ekkert heyrðist frá henni. Mjög fljótlega var sett af stað leit að vélinni og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um borð í flugvél Flugfélag Íslands klukkan 22:53.

Eins og fram kom þá var slæm veðurskilyrði á tíma flugsins, dimm él, slæmt skyggni og myrkur. Frost var á bilinu -6 til -15 stig.

Staðsetning flugvallarins í Norðfirði (BINF) – (Kort; Skyvector)
Sjúkraflugvélin TF-AIS, af gerðinni Beechcraft.

Leitin að TF-AIS

Umfangsmikil leit var gerð af vélinni og að mönnunum tveimur sem voru í henni. Ekkert var í fyrstu hvort vélin hafi hafnað í sjó eða á landi. Leit hófst skömmu eftir að síðast heyrðist frá flugvélinni.

Síðustu skilaboðin voru klukkan 22:12, en þá gaf flugmaðurinn upp að hann sé að lækka flugið úti fyrir Norðfirði “ er að byrja að sjá niður“ eins og hann kallaði það. Eftir það ekkert meira frá TF-AIS en vélin voru kölluð upp á mínútu fresti til klukkan 22: 26. Var þá flugturninum á Egilsstöðum tilkynnt um hver staðan væri, að samband við TF-AIS hafi rofnað. Haldið var síðan áfram að kalla upp vélina, viðstöðulaust.

200 manns leituðu að TF-AIS, ásamt 14 bátum sem leituðu meðfram ströndu. 8 flugvélar tóku þátt sömuleiðis í leitinni og aðstoðuðu við að flytja leitarhópa.

Leitin að TF-AIS bar engan árangur. Á þessum tíma var talað um að þetta hafi verið umfangsmesta leit sem ráðist hefur verið í að týndum mönnum.

Mennirnir tveir sem fórust með TF-AIS

  • Sverrir Jónsson, flugstjóri
  • Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður.

Bæði Sverrir og Höskuldur voru giftir og áttu fimm börn hvor.

Sverrir Jónsson til vinstri. Höskuldur Þorsteinsson til hægri.
Sjó/dýptarkort af Norðfirði (Kort; Navionics)

Flugvélin TF-AIS

Flugvélin TF-AIS var af gerðinni Beechcraft C-45H. Hún var keypt frá Danmörku (OY-DAY) og skráð á Íslandi 8. apríl 1964. Vélin var ætluð til farþega- og vöruflutninga.

Flugvélin var smíðuð í Bandaríkjunum, í Wichita, Kansas í maí 1954 af Beech Aircarft Corporation. Í Seinni heimstyrjöldinni (WWII) voru yfir 5000 þúsund slíkar vélar smíðaðar, en voru þá nefndar C-45.

Beechcraft flugvélarnar voru tveggja hreyfla, af gerðinni Pratt & Whitney, 450 hestafla (ha.). Vænghaf: 14,5m, Lengd: 10.30m. Farþegafjöldi 8 og einn í áhöfn. Hámarksflugtaksþyngd: 3970 kg. Flughraði: 412 km. Flugdrægni 2000km. Flughæð: 6,250m

Raðnúmer TF-AIS var 52-10801.

Flakið af TF-AIS

Eins og fram hefur komið þá hefur flakið af flugvélinni TF-AIS aldrei fundist. Leit að flakinu á landi og á sjó fór fram og þann 25.janúar 1966 fannst í fjörunni milli Gerpis og Barðsness björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS. Sjá hér.

Vestið var enn innpakkað, ekki blásið út þar sem það fannst í fjörunni Sandvík. Vestið var staðfest af flugmönnum frá Flugsýn sem staddir voru í Norðfirði. Á vestið var stimpluð dagsetning síðasta skoðunardags og upphafsstaðir skoðunarmanns.

Þar hjá fannst líka lítill pakki, sem ekki var kannast við.

Olíuflekkir fundust á nokkrum stöðum. Tekin voru sýni úr þeim, en engir þeirra reyndust vera í flugfari.

Töldu menn að þar sem björgunarvestið hafi fundist í Sandvík þá hefði flugvélin TF-AIS að líkendum hafnað í sjónum utan Barðanes, því vindáttin hafi verið slík að þangað hefði vestið varla farið hefði vélin lent inni á flóanum. Kemur það þó fram í heimildum að um getgátur séu um að ræða.

Kort sem sýnir Sandvík (rauður kassi) þar sem björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS fannst. Talið er að TF-AIS hafi farist fyrir utan Barðsnes (Kort, LMI)
Sjókort sem sýnir dýpi fyrir utan Barðanes

Hefurðu upplýsingar um TF-AIS? Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Information, something about the TF-AIS airplane? Write me an email: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir / Upplýsingar / Tenglar