Greinasafn fyrir merki: ófundin flök

V.b. Hilmir (+1943)

Hilmir, 30 daga gamalt fiskiskip, hvarf er það var á leið frá Reykjavík áleiðis að Arnarstapa, Snæfellsnesi, aðfaranótt föstudags 26. nóvember árið 1943.

Ekkert meira spurðist til skipsins. 11 manns voru um borð, 7 í áhöfn og 4 farþegar. Allir fórust.

Veður hafði verið slæmt, en ekki það þó slæmt að þetta hefði geta verið niðurstaðan og því mönnum ráðgáta.

Leit að skipinu

Mikil leit var gerð að skipinu á Faxaflóa og langt norðvestur fyrir Snæfellsnes. Fjörur voru gengnar frá Búðum á Snæfellsnesi og meðfram Nesinu. Leitað var á skipum (m.a. varðskipið Ægir) sem og með flugvélum bandaríska hersins og íslenskri flugvél.

Í kringum 5. desember fannst bjarghringur sem var merktur v. b. Hilmi. Fannst hann á reki undan Saxhóli í Beruvík á Snæfellsnesi. Sjá hér. En ýmislegt annað hafði rekið úr skipinu á Snæfellsnesi, s.s 6 árar, þóftur, byrðingur, krókstjaki, lúgur og fleira. Voru þessir munir fluttir til Reykjavíkur til frekari skoðunnar.

Sjókort Navionics sem sýnir hvar Hilmir lagði frá Reykjavík og ætluð siglingaleið áleiðis á Arnarstapa. Skipið hvar einhversstaðar á Faxaflóa. Undan strönd Breiðuvíkur, Saxhóli, (merktur með grænum kassa) fannst bjarghringur merktur skipinu.

Hvað varð til þess að Hilmir hvarf?

Komið var fram að veður þessa nótt er Hilmir lagði frá Reykjavík að veður hafði verið slæmt en þó ekki það slæmt að það gæti sökkt skipinu. Þó er það ekki vitað hvort eitthvað hafi komið fyrir af náttúrulegum orsökum, eða eitthvað hafi bilað um borð í skipinu. Þó verður að nefna að á þessum tíma stóð seinni heimstyrjöldin enn yfir og því ekki ólíklegt að V/b Hilmir hafi verið sökkt. Sjá hér.

Vitað var að þýskir kafbátar voru á ferð í Faxaflóa og höfðu þeir grandað skipum og meðal annars árin á undan og seinna. Sjá hér þessi skip: Alexander Hamilton (+1942) Shirvan (+1944) Goðafoss (+1944) og svo spurningar voru vegna Empire World (+1944). Þá líka voru spurningar um hvort skipið hafi lent á tundurdufli?

Síðar var líka óskað eftir því að hönnun skipsins væri rannsökuð þar sem annað skip, svipað og V/b Hilmir var í smíðum á Akureyri.

Þeir sem fórust með V/b Hilmi

Áhöfnin á V/b Hilmi, alls 7 manns.

  • Páll Jónsson, skipstjóri. f. 12.12.1903
  • Friðþjófur Valdimarsson, stýrimaður frá Ísafirði. f. 17.4.1920
  • Þórður Friðfinnsson 1. vélstjóri., f. 12.6.1920
  • Sigurlín Friðfinnsson 2. vélstjóri, f. 7.4.1923
  • Hreiðar Jónsson, matsveinn, f. 27.1.1917
  • Árni Guðmundsson, háseti frá Þingeyri, f. 18.9.1916
  • Guðmundur Einarsson, háseti frá Þingeyri, f. 17.2.1914

Farþegar sem voru um borð í V/b Hilmi, alls 4.

  • Anton Björnsson, íþróttakennari
  • Kristín Magnúsdóttir
  • Trausti Jóhannsson, 7 ára, fóstursonur Kristínar
  • Elín Ólafsdóttir

Um skipið V/b Hilmi

V/b hilmir var 87,59 smálesta (87 tonn) tré-fiskiskip sem gert var út frá Þingeyri. Eign H/f Reynis á Þingeyri.

Hilmir var smíðaður á Askureyri á skipasmíðastöð hr. Gunnar Jónssonar frá Hvammi í Dýrafirði árið 1943. M/s Hilmir var með nýlega 232 hestafla Allendíselvél.

Skipið kostaði fullsmíðað yfir 700 þúsund krónur og var tryggt hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðingar.

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um v/b Hilmi? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Tenglar og upplýsingar

Freyja BA-272 (+1967)

Vélbáturinn Freyja BA 272 frá Súðavík (áður Jón Ben NK-71 / Neskaupsstað) var á línuveiðum út af svokölluðum Eldingum í byrjun mars mánaðar 1967 þegar síðast spurðist til áhafnarinnar, og var það mjög ógreinilegt. Talið var að það gæti bent til ísingar. 8 stiga norð-austan (NA) vindur og blindhríð var á tíma hvarfsins.

Þremur klukkustundum eftir hvarfið hafði hvassviðrið aukist upp í 9 stiga vindhæð og úrkoma einnig aukist. Frost var og skyggni aðeins 100 metrar.

Leitin að Freyju BA-272

Síðast hafði heyrst til Freyju klukkan 16:30 og hafði leit strax hafist með fjórum bátum um kvöldið og um nóttina. Daginn eftir hvarfið voru leitarskilyrði góð og bætti þá í leitarflokkana, leitað var á sjó, á landi og úr lofti. 20 bátar og 2 flugvélar voru við leit þegar hún stóð sem hæst. Voru strandir leitaðar frá Bolungarvík til Skálavíkur, leitað var á Inggjaldssandi út undir Barða og leitað í kringum Galtárvita.

Á þessu sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272 sem fórst veturinn 1967 með fjórum mönnum? Dýpi á þessu svæði er í kringum 120 m. (Sjókort: Navionics)

Fundur á munum er tengdust Freyju

Línubelgir úr Freyju fundust í beinni vindstefnu norð-austur frá þeim stað sem báturinn gaf síðast upp mögulega staðsetningu sína.

Bólfæri fannst 7 mílur frá Deild og 6,4 mílur frá Ryt.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).
Freyja BA 272 frá Súðavík, á þessari mynd hét skipið Jón Ben NK-71 og var þá frá Neskaupsstað. (Heimild: Morgunblaðið 03.03.1967)

Vélbáturinn Freyja BA-272

Vélbáturinn Freyja var 11 ára gamall línubátur er hann fórst. Freyja var 24 tonn að stærð, smíðaður í Neskaupsstað og gerður út frá Bíldudal.

Á sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272. (Mynd: Google Earth Pro)

Þeir sem fórust með Freyju BA-272

  • Birgir Benjamínsson, skipstjóri, frá Súðavík, f.26.09.1928.
  • Jón Hafþór Þórðarson, frá Súðavík, f. 5.4.1945.
  • Jón Lúðvík Guðmundsson, stýrimaður frá Súðavík, f. 2.7.1949.
  • Páll Halldórsson, frá Súðavík, f. 29.05.1916.
Þeir sem fórust með Freyju BA-272. (Morgunblaðið 7. mars 1967).

________________________________________

Uppfært 09.05.2021

Brak kemur upp með veiðarfærum

Í mars 2020 var fiskiskip á veiðum á þessum slóðum sem merkt eru inn á kortið. Kom þá upp með veiðarfærum brak / bútar úr skipi.

Ekki er meira vitað um hvers eðlis þetta brak var eða úr hvaða skipi. Grunur leikur á að það sé úr Freyju. Það hefur ekki verið staðfest, en áhöfnin tók gps hnitin á festunni til seinna tíma rannsókna.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).

(IS) Upplýsingar – (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um afdrif Freyju BA-272? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir: