Ross Cleveland var breskur togari sem fórst í aftakaveðri á Ísafjarðardjúpi 4. febrúar 1968. Skipið var yfir ísað sem gerði það að verkum að skipið lagðist á hliðina og sökk út af Arnarnesi. 19 manns fórust en aðeins einn maður komst lífs af.

Skipsflakið:
Skipsflak Ross Cleveland liggur á rúmlega 126 metra dýpi. Flakið situr upprétt á botninum, umvafið sjávargróðri í myrkrinu.

Heimildargerð:
Þáttagerðarmenn á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC settu saman leiðangur árið 2002 til að heimildagera sögu Ross Cleveland og í þeim leiðangri settu þeir niður fjarstýrða neðansjávarmyndavél (e. Remotely Operated Vehicle „ROV“) til að mynda skipsflakið.
Að mér skilst þá hafi Árni Kópsson, kafari, veitt þeim aðstoð í þessum leiðangri.


__________________________________________________________________
_________________________________________________________
Skýrsla vegna sjóprófs:
_________________________________________________________
Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar? Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; e-mail: diveexplorer@dive-explorer.com.
Do you want to know more? Do you have additional information?
Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com
Heimildir og krækjur:
- https://is.wikipedia.org/wiki/Ross_Cleveland_(skip)
- https://en.wikipedia.org/wiki/Hull_triple_trawler_tragedy_(1968)
- http://www.bbc.co.uk/insideout/yorkslincs/series1/ross-cleveland.shtml
- http://www.bbc.co.uk/humber/content/articles/2008/01/24/trawler_tragedy_feature.shtml
- https://kvotinn.is/skipverja-ross-cleveland-minnst/
- http://wrecksite.eu
- https://www.ruv.is/frett/50-ar-fra-mannskadavedri-i-isafjardardjupi