Greinasafn fyrir merki: Ross cleveland

Ross Cleveland (+1968)

Ross Cleveland var breskur togari sem fórst í aftakaveðri á Ísafjarðardjúpi 4. febrúar 1968. Skipið var yfir ísað sem gerði það að verkum að skipið lagðist á hliðina og sökk út af Arnarnesi. 19 manns fórust en aðeins einn maður komst lífs af.

Breski togarinn Ross Cleveland frá Hull. (Mynd; Wrecksite.eu)

Skipsflakið:

Skipsflak Ross Cleveland liggur á rúmlega 126 metra dýpi. Flakið situr upprétt á botninum, umvafið sjávargróðri í myrkrinu.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Ross Cleveland. Á þessum slóðum er yfir 100 metra dýpi. (Kort; Google Earth)

Heimildargerð:

Þáttagerðarmenn á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC settu saman leiðangur árið 2002 til að heimildagera sögu Ross Cleveland og í þeim leiðangri settu þeir niður fjarstýrða neðansjávarmyndavél (e. Remotely Operated Vehicle „ROV“) til að mynda skipsflakið.

Að mér skilst þá hafi Árni Kópsson, kafari, veitt þeim aðstoð í þessum leiðangri.

ROV mynd af flaki Ross Cleveland (Mynd; BBC / Inside Out)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki Ross Cleveland. Sjávardýpi á þessum stað er yfir 120 metra dýpi. (Kort; Navionics)

__________________________________________________________________

50 ára minningarmyndband um Ross Cleveland slysið. (Myndband: Youtube, TheTenderden – 07.01.2018)

_________________________________________________________

Skýrsla vegna sjóprófs:

_________________________________________________________

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar? Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; e-mail: diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information?

Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og krækjur: