Greinasafn fyrir merki: Seltjarnarnes

Skoðun á frávikum suður af Gróttu (2021)

Fyrr í sumar var félagi minn á siglingu suður af Gróttu. Hann var með kveikt á sónarnum og honum til mikilla furðu komu sérstök frávik fram á sónarnum og dýptarmælinum.

Fannst honum þessi frávík það sérstök að hann hafði samband og var ákveðið að skoða þau betur með neðansjávarmyndavél.

Farnar voru þrjár ferðir þar sem fyrstu tvær ferðirnar voru leiðinlegar vegna veðurs, ásamt komu upp vandræði með tæknibúnað.

Þann 06. ágúst 2021 var sjólag og veður með besta móti. Skyggni í sjónum var amk 10 metrar plús. Dýpi á þessum slóðum var um 20 metrar.

Eftir skoðanir á þessum frávikum kom í ljós að um var að ræða sérstakar klettamyndanir sem komu svona skemmtilega fram á sónar.

Hægt var að fullvissa sig um að þetta voru náttúruleg frávik út frá þeim myndum sem neðansjávarmyndavélin tók.

Lítill klettur sem stendur upp úr grýttum sandbotni. (Ágúst 2021)

Diveexplorer 07.08.2021