Greinasafn fyrir merki: SIGLUFJÖRÐUR

Björninn – dýpkunarprammi (+1978)

Dýpkunarpramminn Björninn sökk á Siglufirði árið 1978.

Í maí / júní 2019 fór kafararinn Erlendur Guðmundsson ásamt Brynjari Sveinssyni Lyngmo og Ingvari Erlingssyni til leitar að flakinu og fundu það. Kafað var niður á flakið og var það staðfest.

Ljósmynd af dýpkunarprammanum Birninum þar sem hann var notaður til að dýpka Siglufjarðarhöfn. ( Ljósmynd; Ljósmyndasafn Siglufjarðar )
Dýpkunarpramminn Björninn á höfninni á Siglufirði ( Ljósmynd;
Frétt Morgunblaðsins þann 16.08.1978 þegar Björninn sökk á Siglufirði. ( Heimild; Siglo.is )
Neðansjávarmyndir af flaki Björnsins á botni Siglufjarðar ( Ljósmynd: Erlendur Guðmundsson )
Neðansjávarmyndir af flaki Björnsins á botni Siglufjarðar ( Ljósmynd: Erlendur Guðmundsson )
Neðansjávarmyndir af flaki Björnsins á botni Siglufjarðar ( Ljósmynd: Erlendur Guðmundsson )
Neðansjávarmyndir af flaki Björnsins á botni Siglufjarðar ( Ljósmynd: Erlendur Guðmundsson )

Heimildir og linkar:

Lati-Brúnn (+1928)

Flak Lata-Brúns fundinn

Skrokkur hákarlaskipsins Lata-Brúns er fundinn. Það var kafarinn Erlendur Guðmundsson á Akureyri sem fann hann er hann kafaði í Siglufirði 1. júlí síðastliðinn. 


Með honum í för var Pétur Davíðsson. Meðfylgjandi mynd tók Erlendur og sendi Síldarminjasafninu og sjást þar tvö af böndum skipsins sem rísa upp úr sandbotninum og móta útlínur skipsins. Fyrir þremur árum stóð safnið að leit sem gerð var að Lata-Brún í samvinnu við kafaraklúbb í Reykjavík þar sem Einar Magnús Magnússon og Árni Kópsson komu við sögu ásamt Björgunarsveitinni Strákum. 

Líkan af Lata-Brún. Smíðað af Njerði S. Jóhannssyni. (Heimasíða; siglfirdingur.is/latibrunn/)

Leitin að þessu gamla skipi bar þá ekki árangur vegna slæms skyggnis af völdum þörungagróðurs. Lati-Brúnn var eitt af fyrstu þilskipum Siglfirðinga og byggður á Eyrinni 1857 af Jóhanni Kröyer í Höfn. Hann gekk til hákarlaveiða til 1910 en eftir það notaður til síldveiða í allmörg ár og síðast var hann notaður sem slógprammi í höfninni.

Hann sökk 1928 þar sem hann lá bundinn við Svíastaurana svokölluðu syðst á Pollinum.

Staðsetning á Lata-Brún kemur heim og saman við upplýsingar frá Jörgen Hólm og Birni Þórðarsyni frá árinu 1990 og teiknað var þá á kort Síldarminjasafsins yfir fornleifar á hafsbotni Siglufjarðar.

Heimildir & greinar:

Tordenskjold (+19??)

Laugardaginn 21. apríl 2012 fann kafarinn, Erlendur Guðmundsson flak Tordenskjolds á botni Siglufjarðar þar sem það hefur legið í nærri 90 ár.

Um skeið hefur verið samvinna milli Erlends og Síldarminjasafnsins um að grafast fyrir um staðsetningu flaksins.

Heimasíða:
http://www.navalhistory.dk/Danish/Skibene/T/Tordenskjold(1854).htm#Fotos

Þótt Tordenskjold hafi verið freigáta búin til styrjalda þá endaði hann „lífdaga“ sína ekki síður sem nokkurs konar síldarminjar, hálfgrafnar í sand og litríkan sjávargróður.


Hér sést m.a. freigát­an Tor­d­enskjold á ol­íu­mál­verki danska lista­manns­ins Vil­helms Arnesen (1865-1948). Af vefn­um Sigl­f­irðing­ur

En eins og áður hefur komið fram hér á fréttavefnum, var sá gamli dreginn yfir Atlantsála eftir að hann lauk hernaðarhlutverki sínu og var notaður sem lagerskip í síldarhöfninni frægu – rúinn öllum fyrri búnaði og virðuleika.


Búist til köfunar, Laufey, Þorbergur og Erlendur – Ljósm: ÖK

Skipið var sjósett 1852, og var það 50.4 m. á lengd og 12.9 m. á breidd, 1.453 tonn og bar allt að 80 fallbyssur. Stærð flaksins kemur heim og saman við þessi mál og mörg önnur söguleg atriði staðfesta að þarna liggur Tordenskjold.                                                               

Hluti skutsins rís upp úr sandinum – ljósm. Erlendur Guðmundsson

Erlendur Guðmundsson er atvinnukafari og býr á Akureyri. Eitt helsta áhugamál hans er neðansjávarljósmyndun og kvikmyndun. Hann var hér með konu sinni, Laufeyju Böðvarsdóttur, og syni þeirra, Þorbergi, sem einnig kafaði við þessa leit.                                                                                                                                                           Ekki verður gefið meira upp að sinni um staðsetningu flaksins en að það liggur norðan Eyrarinnar (Siglufjarðareyrar/Þormóðseyrar/Hvanneyrar).

Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara Fornleifaverndar ríkisins til að skoða skipsleifarnar. 

Heimildir og tenglar: