Greinasafn fyrir merki: Skrúð

M/S Syneta (+1986)

Syneta áður M/S Marga, áður M/S Margareta, var tankskip á leið til Íslands frá Liverpool, Englandi, til að lesta loðnulýsi, sem sigla átti með til Rotterdam í Hollandi og Dunkirk í Belgíu. Var það því tómt er það strandaði.

Fyrst átti skipið að koma við í Vestmannaeyjum en breytti um áætlun er komið var að landinu og sigldi því meðfram Austfjörðum í stað þess að koma beint frá hafi til Eskifjarðar.

M/S Syneta. (Heimild:)

Áhöfn

Skipið lagði úr höfn 20. desember frá Liverpool og í áhöfn voru tólf manns, fimm yfirmenn og kokkurinn voru frá Bretlandi en sex skipverjar frá Grænhöfðaeyjum. Áhöfnin var að mestu leyti lausamenn fengnir í þessa ferð sem síðan reyndist örlagarík.

Liverpool, Englandi upphafsstaður, Vestmannaeyjar – Skrúður „strandstaður Syneta“ og Eskifjörður.
M/S Margareta. Mynd: Lennart Falleth

Neyðarkallið

Rétt fyrir miðnætti 25. desember, klukkan 23:20, strandaði skipið og áhöfnin sendi út neyðarkall.

 „Ran aground north of Seley, sinking, require immediate assistance“.

Greinilega hefur um misskilning að ræða því þegar neyðarkallið var sent út hélt áhöfnin að skipið hefði strandað við Seley, sem er mun norðar en Skrúð. Voru því björgunarskip send þangað í fyrstu.

Um 00:30 sendi áhöfnin út tilkynningu að um 35° slagsíða væri komin á skipið, en væri nokkuð stöðugt á strandstað. Skipið væri strandað þétt uppi við þverhnípt bjarg. Aðalvélar skipsins hefðu stöðvast skömmu áður en neyðarlýsing væri í lagi og fjarskiptakerfi líka.

Síðustu samtöl við skipið var um klukkan 01:00, aðfaranótt annars dag jóla. Klukkan 01:30 kom fyrsta björgunarskip á vettvang.

Myrkur var þegar strandið átti sér stað, 4-5 vindstig, öldurót, straumur og éljagangur á strandstað, og þá þegar fyrstu björgunarskip komu á vettvang hafði Syneta horfið sjónum björgunarmanna.

Strandstaður Synetu við Skrúð. Mun norðar er Seley, þar sem skipverjar töldu sig í fyrstu hafa strandað.

Um tankskipið M/S Syneta

Syneta hét áður M/S Marga og þar á undan M/S Margareta.

Syneta var 86 metra langt tankskip, 1,260 tonn. Syneta var skráð á Syndicate Tankships LTD í Gibralter, keypt árið 1985 og undir stjórn (gert út) af Haggerstone Marine LTd of Hornchurch.

Skipið var smíðað í Svíþjóð 1969 í Falkensbergs skipasmíðastöðinni.

Öll áhöfnin fórst í strandinu

Öll áhöfn Synetu fórst í strandinu, alls 12 manns. Níu fundust á floti í sjónum og náðust 7 þeirra um borð í skip og báta sem komu til aðstoðar og björgunar. Einn skipverjanna fannst með lífsmarki, en meðvitundarlaus er hann fannst. Hann lést skömmu síðar.

Farið var með líkin í land í Eskifirði, en þaðan síðan til Egilsstaða og með flugvél Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Lík Bretanna sex voru send út, en illa gekk að hafa upp á ættingjum mannanna frá Grænhöfðaeyjum. Þeir voru á endanum jarðsettir í Gufuneskirkjugarði.

Þeir sem fórust með M/S Syneta (Hér vantar nokkur nöfn, sem og upplýsingar um starf um borð)

  • Richard Cape – Stýrimaður
  • Mark Brooks – 2. stýrimaður
  • Bob Wakefield – Yfirvélstjóri
  • Alan Brown – 2. vélstjóri
  • Christopher Campbell frá Bracknell í Berkshire
  • Kevin Dixon frá Hull

Mennirnir frá Grænhöfðaeyjum hétu:

  • Manuel Joao Nascemento
  • Domingo Manuel Rocha
  • Ramino Fortes Silva

Ástæða strandsins

Ekki er vitað hver ástæða var fyrir strandinu en í brjóstvasa eins skipsverja fannst bréf þar sem hann segir frá bilun í skipinu og að ekki væri hægt að sigla því nema á 5 mílna hraða og sjálfstýring væri biluð.

Ein skýring á strandinu er talin vera að skipstjóri hafi ekki vitað staðsetningu skipsins og talið sig vera fyrir mynni Reyðarfjarðar og siglt beint í strand á Skrúð.

Sjópróf voru haldin í Hull 1987

Frétt Glasgow Herald – Home News um slysið
Flak M/S Synetu við Skrúð. Framhluti skipsins sést mara í kafi. (Heimild+mynd: Morgunblaðið 28.12.1986 – RAX)

Flakið af M/S Synetu

Syneta strandaði við norð-austurhorn Skrúðs. Vindátt stóð af suð-austri og svo síðar í suður. Mikið brak barst frá strandstað. Brak sem rak úr skipinu voru mikið innanstokksmunir, stólar, borð og annað tréverk.

Flakið er talið liggja á 45 metra dýpi.

Ekki er vitað hvort kafað hefur niður á flakið, eða neðansjávarmyndavél send niður. Upplýsingar um slíkt væri vel þegnar ef það hefur verið framkvæmt.

Dýptakort „sjókort“ af sjónum í kringum Skrúð. (Navionics)

_____________________

RÚV – 28.12.2016

Myndband af fréttavef RÚV þann 28.12.2016 – 30 ár frá því að Syneta sökk.

Lag Bubba Morthens – Syneta

Bubbi Morthens gerði lag tileinkað strandi Synetu

(ENGLISH)

In Friday’s disaster, the 1,260-ton British-owned tanker Syneta sent a mayday distress call saying it had run aground and couldn’t launch any life rafts because it was too close to a steep, rocky outcrop.

The crew of six Britons and six Cape Verde Islanders apparently jumped into the sea when the ship began to sink, said Rescue Organization spokesman Johannes Briem. The Syneta was smashed to pieces.

The rescuers recovered six bodies, all in life jackets. Two other bodies
slipped out of their jackets and sank as the searchers tried to pull them aboard trawlers. One crewman was found alive but died shortly afterward.

The other three crewmen were missing and presumed dead.

Hundreds of volunteers combed the beaches.

Rescuers found a letter in a British sailor’s pocket, which was dated Christmas Eve and addressed to a woman in England.

In it, the crewman complained that the ship could sail at only 5.7 miles an hour and its automatic pilot was inoperable, a spokesman said.

The 284-foot ship was purchased by Syndicate Tankships Ltd. of Gibraltar in October, 1985, and is managed by Haggerstone Marine Ltd. of Hornchurch outside London, said managing agent Gordon Haggerstone. It carried vegetable oils and was registered as a motor vessel, he said.

The Syneta was empty when it left the English port of Liverpool on Dec.20 for Eskifjordur on the east coast of Iceland to pick up 1,100 tons of fish- liver oil. „She had been due to . . . return via Rotterdam and Dunkirk,„
Haggerstone said.

The Syneta ran aground in relatively good weather on Skrudur rock, a 531- foot-high outcrop at the mouth of the Faskrudsfjordur fjord, he said.

Capt. Hannas Hafstein of the Icelandic Lifesaving Association said: „It`s high and it`s straight and the ship ran aground on the southern part of it. We can`t understand why she sailed right into it.„

The ship hit the rock at its northeast corner and was only a few yards from passing it safely, said Ingolfur Fridgeirsson, who was overseeing the rescue effort from Eskifjordur.

Briem said the crew gave an incorrect position 10 miles north of Skrudur rock in the mayday call. But he said rescuers found the tanker after seeing a distress flare fired by the crew.

The first of 12 fishing boats, the Thorri, got to the scene 30 minutes
later. It found the ship nearly capsized and saw no sign of the crew, Briem said.

The first body was found floating in the sea 70 minutes later.

Hefurðu frekari upplýsingar um Syneta slysið hafðu samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Upplýsingar og heimildir: