Greinasafn fyrir merki: v/b Hilmir

V.b. Hilmir (+1943)

Hilmir, 30 daga gamalt fiskiskip, hvarf er það var á leið frá Reykjavík áleiðis að Arnarstapa, Snæfellsnesi, aðfaranótt föstudags 26. nóvember árið 1943.

Ekkert meira spurðist til skipsins. 11 manns voru um borð, 7 í áhöfn og 4 farþegar. Allir fórust.

Veður hafði verið slæmt, en ekki það þó slæmt að þetta hefði geta verið niðurstaðan og því mönnum ráðgáta.

Leit að skipinu

Mikil leit var gerð að skipinu á Faxaflóa og langt norðvestur fyrir Snæfellsnes. Fjörur voru gengnar frá Búðum á Snæfellsnesi og meðfram Nesinu. Leitað var á skipum (m.a. varðskipið Ægir) sem og með flugvélum bandaríska hersins og íslenskri flugvél.

Í kringum 5. desember fannst bjarghringur sem var merktur v. b. Hilmi. Fannst hann á reki undan Saxhóli í Beruvík á Snæfellsnesi. Sjá hér. En ýmislegt annað hafði rekið úr skipinu á Snæfellsnesi, s.s 6 árar, þóftur, byrðingur, krókstjaki, lúgur og fleira. Voru þessir munir fluttir til Reykjavíkur til frekari skoðunnar.

Sjókort Navionics sem sýnir hvar Hilmir lagði frá Reykjavík og ætluð siglingaleið áleiðis á Arnarstapa. Skipið hvar einhversstaðar á Faxaflóa. Undan strönd Breiðuvíkur, Saxhóli, (merktur með grænum kassa) fannst bjarghringur merktur skipinu.

Hvað varð til þess að Hilmir hvarf?

Komið var fram að veður þessa nótt er Hilmir lagði frá Reykjavík að veður hafði verið slæmt en þó ekki það slæmt að það gæti sökkt skipinu. Þó er það ekki vitað hvort eitthvað hafi komið fyrir af náttúrulegum orsökum, eða eitthvað hafi bilað um borð í skipinu. Þó verður að nefna að á þessum tíma stóð seinni heimstyrjöldin enn yfir og því ekki ólíklegt að V/b Hilmir hafi verið sökkt. Sjá hér.

Vitað var að þýskir kafbátar voru á ferð í Faxaflóa og höfðu þeir grandað skipum og meðal annars árin á undan og seinna. Sjá hér þessi skip: Alexander Hamilton (+1942) Shirvan (+1944) Goðafoss (+1944) og svo spurningar voru vegna Empire World (+1944). Þá líka voru spurningar um hvort skipið hafi lent á tundurdufli?

Síðar var líka óskað eftir því að hönnun skipsins væri rannsökuð þar sem annað skip, svipað og V/b Hilmir var í smíðum á Akureyri.

Þeir sem fórust með V/b Hilmi

Áhöfnin á V/b Hilmi, alls 7 manns.

  • Páll Jónsson, skipstjóri. f. 12.12.1903
  • Friðþjófur Valdimarsson, stýrimaður frá Ísafirði. f. 17.4.1920
  • Þórður Friðfinnsson 1. vélstjóri., f. 12.6.1920
  • Sigurlín Friðfinnsson 2. vélstjóri, f. 7.4.1923
  • Hreiðar Jónsson, matsveinn, f. 27.1.1917
  • Árni Guðmundsson, háseti frá Þingeyri, f. 18.9.1916
  • Guðmundur Einarsson, háseti frá Þingeyri, f. 17.2.1914

Farþegar sem voru um borð í V/b Hilmi, alls 4.

  • Anton Björnsson, íþróttakennari
  • Kristín Magnúsdóttir
  • Trausti Jóhannsson, 7 ára, fóstursonur Kristínar
  • Elín Ólafsdóttir

Um skipið V/b Hilmi

V/b hilmir var 87,59 smálesta (87 tonn) tré-fiskiskip sem gert var út frá Þingeyri. Eign H/f Reynis á Þingeyri.

Hilmir var smíðaður á Askureyri á skipasmíðastöð hr. Gunnar Jónssonar frá Hvammi í Dýrafirði árið 1943. M/s Hilmir var með nýlega 232 hestafla Allendíselvél.

Skipið kostaði fullsmíðað yfir 700 þúsund krónur og var tryggt hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðingar.

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um v/b Hilmi? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Tenglar og upplýsingar