Greinasafn fyrir merki: Vesturland

Balholm (+1926)

E.s. Balholm var norskt fiskiskip. Balholm lagði frá Oddeyrartanga, Akureyri, þann 2. desember 1926 og var ferðinni heitinni til Hafnarfjarðar, án viðkomu.

Um borð voru 24 manns (Upplýsingar um að það hafi líka verið 23 manns) .

Verið var að flytja fisk fyrir Kveldúlfsfélagið. Um borð var einnig „verðpóstur“.

Talið var að skipið hafði farist nóttina 6. -7. desember. Samkvæmt samtímaheimildum var talið að Balholm hafi farist fyrir innan skerjagarðsins á Mýrum. Ástæðuna var ekki vitað. Á þessum tíma hafi verið stormur, vont sjóveður. Vindur hafði gengið í hávestur með ofviðrisbyljum og þrumuverðri.

Hvort veðurfarið hafi verið orsakavaldurinn, sem er líklegasta skýringin þá voru líka hugmyndir um að ekki hafi verið næg kol um borð til að halda gufukatlinum gangandi.

Einnig má minnast á að fleiri skip hafa farist á þessum slóðum, m.a. Emelie og Sophie Wheatly sem fórust á „Mýrunum“ árið 1906.

Möguleg siglingleið Balholm frá Akureyri (02.12.1926) til Hafnarfjarðarhafnar. Á Ökrum, á Mýrum, skolaði á land braki úr skipinu Balholm, sem og einu líki. Enn öðru líki átti eftir að skola á land. Rauður kassi á Ökrum sýnir mögulega staðsetningu á flaki Balholm. (Kort; map.is)

Lík og brak úr skipsflaki rekur á land

12. desember hafði lík skolað á land skammt frá Ökrum á Mýrum. Hægt var að staðfesta hver hinn látni var. En skilríki fundust á líkinu. Reyndist þar vera Steingrímur Hansen, 18 ára frá Sauðá, Sauðárkróki.

Við frekari leit á svæðinu fundust bútar úr allstóru skipsflaki, þó ekki með neinu nafni á. Ýmislegt annað rak á land, eins og bút úr mahogniskáp og sitthvað fleira.

Síðar rak á land í námunda við Akra, stólar, mynd af kvenmanni, brot úr björgunarbát og svo björgunarhringur merktur BALHOLM.

Síðar mun annað lík hafa rekið á land, við Hvalseyjar (Hvaleyjum) , og líka við Knararnesi á Mýrum (Má vera að þarna gæti verið lík af háseta af skipinu Baldri?) .

Atlas kort sem sýnir mögulegt strandsvæði, staðsetningu á flaki BALHOLM. Kortið sýnir líka staðsetningu á Ökrum, Mýrum, þar sem brak úr flakinu rak á land, sem og einum sem fórst með skipinu. Einu öðru líki rak á land við Hvalseyjar. (Kort; Atlas, Landmælingar Íslands).

Hverjir fórust með Balholm?

Misræmi eru í tölum um fjölda þeirra sem voru um borð. Heimildir hafa verið um 19 manns hafi verið í áhöfn, og 5 farþegar. Alls 24 manns. En líka að um 23 manns hafi farist með skipinu. Bæði Íslendingar (þá alls 5) og útlendingar (18 norðmenn) sem voru um borð. Heildarlisti yfir þá sem fórust hefur ekki fundist.

Hér eru nöfn þeirra, sem heimildir eru til um, sem fórust með Bolholm.

  • Waage, ??, Skipstjóri
  • Theodór V. Bjarnar, verslunarmaður, Rauðará, Reykjavík
  • Karólína Jónasdóttir, 18 ára, Strandgötu 35, Akureyri
  • Ingibjörg J. Loftsdóttir, 22 ára, Gránufélagsgötu 51, Akureyri
  • Steingrímur Hansen, 18 ára, Sauðá, Sauðárkróki
  • Guðbjartur Guðmundsson, 2. vélstjóri, Sólvöllum, Reykjavík

Líkið af Theodóri og Steingrími ráku á land.

Um skipið Balholm

Balholm var norskt gufuskip, smíðað í Bergen, Noregi árið 1917-1918. 1610 smálestir að stærð, brúttó. Sagt var að Balholm hafi verið vandað skip. (Þó voru sögusagnir uppi á sínum tíma að Balholm hafi verið „algerlega ósjófært – leki eins og hrip“.

Ekki er til ljósmynd af skipinu, sem fundist hefur að svo stöddu.

D/S BALHOLM (MTQK)
Bygd av J. Meyer’s Shipbuilding Co., Zalt-Bommel (# 432)
1044 brt, 590 nrt, 1620 t.dw. 214.9 x 33.3 x 14.2
3Exp. (Arnhemsche Stoomsleephelling Maats., Arnhem), 145 NHK
1917: Nov.: Levert som BALHOLM for J. M. Johannessen, Bergen
1919: Jan.: Overført til A/S Balholm (J. M. Johannessen), Bergen
1926: 06.12.: Grunnstøtte på Akra i Faxafjordur på reise Akureyri – Hafnafjördur
med fisk. Været oppgis å ha vært snøstorm. Hele besetningen, 20 mann, omkom

Balholm var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu Æolus í Noregi. A.V. Tulinus var umboðsmaður þess hér á Íslandi.

Að auki

Heimildir voru til um að nóbelsskáldið Halldór Laxnes hafi átt pantað far með skipinu áður en það hafði lagt upp í þessa örlagaríku ferð, árið 1926. En af einhverjum ástæðum hafi Halldór misst af skipinu.

Skipstjórinn á Balholm var ungur að aldri, (Waage?) -, en hann hafði verið nýkvæntur og var kona hans með í för í þessari ferð. Bæði týndu lífinu með Balholm.

Skipsflakið Balholm

A. V. Tulinus sem var umboðsmaður Sjóvártryggingafélags skipsins. Fékk hann aðila að nafni Larsen til Íslands til að leita skipsins, eða braksins úr því.

Larsen fer upp á Mýrar árið 1927, sumarið eftir hvarf Balholm. En heimildir voru til um það frá ábúendum úr sveitinni, m.a. frá Jóni Samúelssyni, bónda á Hofsstöðum, að sjá mátti eitthvað standa upp úr sjónum, ekki mjög langt frá landi. Taldi Jón að sennilegast um „bómu“ hafi verið að ræða, sem stæði 3 álnir upp úr sjónum, S.S.V af Hjörsey og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur.

Samkvæmt Larsen þá hefur Balholm strandað og brotnað á skeri. Skipið hafi svo kastast yfir skerið, brotnað og sokkið og liggur svo við hlið þess. Dýpið sé um 8 metrar á fjöru.

Skipsflakið er í norður af Þormóðsskeri og vestur af Hjörsey. Flakið hafði fundist 22. júní 1926. Um hálfu ári eftir strandið.

Dýptarkort sem sýnir skerjagarðinn vestan við Hjörsey. Er þetta svæðið þar sem flakið af Bolholm liggur? Samkvæmt heimildum frá árinum 1926-1927 þá átti flakið að vera norðan við Þormóðssker og fyrir vestan Hjörsey. (Kort, Navionics).

Tenglar, heimildir og upplýsingar

Hefurðu upplýsingar um BALHOLM, eða nánari staðsetningu á flaki þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Shipwreck information, something about Balholm? Write me, email: diveexplorer@dive-explorer.com

Pourquoi-Pas? Könnunar-leiðangur (2011)

Farin var leiðangur í flakið af Pourquoi-Pas? í september 2011 til að rannsaka þær minjar sem liggja þar á botninum, sem enn eru eftir. Leiðangurinn var farinn að beiðni Fornleifaverndar Ríkisins (nú í dag Minjastofnun), undir handleiðslu Svans Steinarssonar, kafara og umsjónarmanns með flaki Pourquoi-Pas?.

Í fjörunni í Straumfirði. (Mynd; DiveExplorer – 2011)

Veður og aðstæður til köfunnar umræddan dag voru ekki með því besta, en vindur var talsverður og öldugangur. Þó var farinn ein könnunarköfun ásamt gerður var sónar könnun á flakasvæðinu.

Á siglingu fyrir könnun. (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Könnunarköfun á flak Pourquoi-Pas?. (Mynd; DiveExplorer – Ragnar Edvardsson – 2011)
Vírbútur úr flaki Pourquoi-Pas? (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Dýptarkort af flakasvæði Pourquoi-Pas?. Blátt er dýpst og rautt er grynnst. (Mynd; DiveExplorer – 2011)
Tvígeislamynd (e.Side Scan Sonar) af flakasvæði Pourquoi-Pas?. Sjá má á myndinni gufuketil, vél sem og akkeriskeðjur og akkerisvindur. (Tvígeislamynd; AÞE-RE / 2011)
Sigling til baka eftir könnunarköfun (Video; DiveExplorer 10.09.2011)

Pourquoi-Pas? (+1936)

Pourquoi-Pas ? (sem þýðir: „hvers vegna ekki?“ á íslensku) var heiti sem franski vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot notaði á nokkur rannsóknarskip sín. Frægast þessara skipa var Pourquoi-Pas ? IV sem var smíðað fyrir hann í Saint-Malo og sem hann ætlaði sér að nota í annan leiðangur sinn til Suðurskautslandsins.

Smíði skipsins hófst 1907 og því var hleypt af stokkunum 18. maí 1908. Pourquoi-Pas? var 825 tonna þrímastra barkskip með gufuvél, 40 metrar að lengd og 4,2 metrar á breidd. Skipsskrokkurinn var allur styrktur með stál- og sinkþynnum. Á skipinu var gríðarlega hár strompur og það hýsti þrjár fullbúnar rannsóknarstofur og bókasafn.

Síðasta ljósmyndin sem tekin var af Pourquoi-Pas? Hún var tekin út á sjó hinn 15. september 1936 af yfirmanni á íslenska varðskipinu Ægi. Svarti reykurinn bendir til að kolin hafi verið léleg.

Friðlýsingin á flakinu

Skipið telst vera frönsk eign, en eigandinn, Valline Charcot, sem er barnabarn Charcot´s, lítur á flak Pourquoi-Pas ? vera vota gröf og vill ekki að neitt sé snert eða tekið úr flakinu.

Pourquoi-Pas? var friðlýst þann 16. september 2003, að beiðni franska sendiráðsins, aðstandenda áhafnarinnar og Byggðasafns Borgarfjarðar.

Mynd/kort sem sýnir strandstað rannsóknarskipsins Pourquoi-Pas .

Strandstaðurinn og flak skipsins

Skipsflak Pourquoi-Pas? fannst árið 1960 af gömlum hjálmkafara. (Óþekkt, vantar meiri upplýsingar).

Leit fór aftur af stað undir stjórn fornleifafræðingsins Jean-Yves Blot árið 1984. Á tíma þeirrar leitar þá hafði gamli hjálmkafarinn verið látinn og ekki voru til upplýsingar um staðsetningu flaksins.

Flakið fannst þó eftir 2 til 3 daga leit.

(Sjá hér frétt um fyrirhugaða leit á sínum tíma í þessum link; http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2889199)

Flak Pourquoi-Pas? liggur á 12 metra dýpi á sléttum malar/grjót botni. Nokkur gróður er á flakastaðnum. Vegna sterkra strauma hefur dreifst mikið úr flakinu og liggur það á stóru svæði á víð og dreif. Margir munir hafa fundist við leit kafara á staðnum. Því miður í gegnum árin hefur verið mikið tekið úr flakinu, og hafa þeir munir glatast, eða hafa dreifst víða á milli manna. Upplýsingar hafa verið líka um að sérstakir leiðangrar hafi verið gerðir til að „stela“ úr flakinu. Frekari upplýsingar um það er þó erfitt að finna því kortlagning á flakinu fór svo seint fram og lítið skráð hvaða munir voru í flakinu.

Þó hefur Borgnesingurinn Svanur Steinarsson reynt að sinna flakinu, vernda og upplýsa og fræða áhugasama um þessa merku sögu og atburðanna sem urðu á Mýrunum og hvernig varð fyrir Pourquoi Pas?.

Kort sem sýnir staðsetningar á helstu munum og dreifingu flaksins á hafsbotni (Mynd 2013)

Mynd: Emmanuel Gavillet (heimild: http://www.pourquoi-pas.ch )
Mynd: Emmanuel Gavillet (heimild: http://www.pourquoi-pas.ch )

RÚV 17.01.2021 – ÞÁTTURINN FYRIR ALLA MUNI

Fjörutíu fórust og einn komst lífs af úr hræðilegu sjóslysi 16. september 1936. Þá fórst franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? í miklu óveðri við Íslandsstrendur. Í þættinum Fyrir alla muni, sem er á dagskrá í kvöld, er rannsakað hvort stýri sem fannst og er merkt skipstjóranum tilheyrir skipinu í raun.

Franski vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot var skipstjóri á Pourquoi-Pas? Skipið, sem smíðað var 1908, var þrímastra barkskip sem hýsti þrjár fullbúnar rannsóknarstofur og bókasafn. Charcot sigldi skipinu í fjölmarga rannsóknarleiðangra.

Eignaðist marga góða vini á Íslandi

Charcot lét af skipstjórn vegna aldurs árið 1925 en var áfram um borð sem leiðangursstjóri. Charcot og áhöfn hans komu oft við á Íslandi í leiðöngrum sínum á norðurslóðir, bæði í Reykjavík, á Akureyri og Patreksfirði. Hann eignaðist marga góða vini hér á landi.

Sautján fundust aldrei

Skipið lenti í miklu og óvæntu óveðri út af Reykjanesi 16. september 1936. Það hraktist upp í Borgarfjörð og strandaði á skerinu Hnokka út af Álftanesi og Mýrum. Alls létust 40 manns, 23 fundust látnir og 17 var saknað og fundust aldrei. Aðeins einn einn lifði slysið af.

Kraftaverk ef stýrið er svo heillegt

Það sem eftir er af flakinu liggur enn í sjónum en ýmsir hlutir úr skipinu hafa fundist hér og þar í gegnum tíðina. Sigurður Helgi Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir, umsjónarmenn þáttarins Fyrir alla muni, fengu ábendingu um stýri sem er í einkaeigu og mögulega er talið vera stýrið úr skipinu. Stýrið er merkilega heillegt og það mætti segja að það væri kraftaverk ef það komst svo heilt frá slysinu.

Viktoría og Sigurður komast að ýmsu áhugaverðu um örlög skipsins. Þau heimsækja meðal annars Inga Ingason sem hefur í fórum sínum stýri sem hann telur vera úr skipinu. Albert Guðmundsson afi hans fékk stýrið frá bónda sem fullyrti að það væri úr flakinu.

Rúv; Fyrir alla muni – 17.01.2021; Stýrið úr Pourquoi-Pas?

_______________________________________________

Meira hér: Saga Pourquoi-Pas?

Og svo hér líka: Könnunarleiðangur 2011

___________________________________________________

Heimildir og greinar: