Greinasafn fyrir merki: WW2

Max Pemberton RE-278 (+1944)

Eitt mesta mannfall á Íslandi árið 1944 varð þegar togarinn Max Pemberton RE 278 „Maxinn“ fórst með allri áhöfn þann 11. janúar 1944.

Um borð í togaranum voru 29 manns. Skipsflakið hefur aldrei fundist.

Kort sem sýnir staðsetningu á Malarrifi á suðurhluta Snæfellsnes. (Loftmynd: Loftmyndir.is)
Max Pemberton RE-278

Áhöfnin hafði verið við veiðar suður af Malarrifi, Snæfellsnesi. Vont veður var á ofangreindum tíma og talið er að hann hafi ofhlaðinn og yfirvigt því ástæða hvarfsins. Þess ber þó að geta að á þessum tíma stóð seinni heimstyrjöldin yfir og vitað var að þýskir kafbátar voru á ferli á Faxaflóa. En þar sem skipsflakið hefur aldrei fundist þá er ómögulegt að segja hver ástæðan er fyrir hvarfi togarans.

Heilmikið skarð var skorið í íslenskt samfélag á þessum árum en fleiri skipsskaðar voru fleiri á árinu 1944.

Max Pemberton RE 278 1939-1941 (Heimild: Sarpur / Þjóðminjasafn Íslands)

Þeir sem fórust með skipinu voru (29 manns):

Pétur A. Maack skipstjóri, Reykjavík, 51 árs,
 Pétur A. Maack, 1. stýrimaður, Reykjavík, 28 ára,
 Jón Sigurgeirsson, 2. stýrimaður, Reykjavík, 31 árs,
 Þorsteinn Þórðarson, 1. vélstjóri, Reykjavík, 51 árs,
 Þórður Þorsteinsson, 2. vélstjóri, Reykjavík, 19 ára,
 Valdimar Guðjónsson matsveinn, Reykjavík, 46 ára,
 Gísli Eiríksson bátsmaður, Reykjavík, 49 ára,
 Guðmundur Þorvaldsson bræðslumaður, Hafnarfirði, 44 ára,
 Guðmundur Einarsson netamaður, Reykjavík, 45 ára,
 Guðni Kr. Sigurðsson netamaður, Reykjavík, 50 ára,
 Sigurður V. Pálmason netamaður, Reykjavík, 49 ára,
 Sæmundur Halldórsson netamaður, Reykjavík, 33 ára,
 Aðalsteinn Árnason háseti, Seyðisfirði, 19 ára,
 Ari Friðriksson háseti, Látrum, Aðalvík, 19 ára,
 Arnór Sigmundsson háseti, Reykjavík, 52 ára,
 Björgvin H. Björnsson háseti, Reykjavík, 28 ára,
 Guðjón Björnsson háseti, Reykjavík, 17 ára,
 Gunnlaugur Guðmundsson háseti, Reykjavík, 26 ára,
 Halldór Sigurðsson háseti, Jaðarkoti í Villingaholtshreppi, Árnessýslu, 23 áraHlöðver Ólafsson háseti, Reykjavík, 22 ára,
Jens Konráðsson háseti, Reykjavík, 26 ára,
Jón Þ. Hafliðason háseti, Reykjavík, 28 ára,
Jón M. Jónsson háseti, Reykjavík 29 ára,
Jón Ólafsson háseti, Keflavík, 39 ára,
Kristján Halldórsson háseti, Innri-Njarðvík, 37 ára,
Magnús Jónsson háseti, Reykjavík, 23 ára,
Benedikt R. Sigurðsson kyndari, Reykjavík, 19 ára,
Hilmar Jóhannesson kyndari, Reykjavík, 19 ára,
Kristján Kristinsson aðstoðarmatsveinn, Reykjavík, 14 ára.

Minningarathöfnin fór fram í Dómkirkjunni þann 3. febrúar 1944.

Pétur Maack skipstjóri (Heimild: Fálkinn 21.01.1944)
 Þorsteinn Þórðarson, 1. vélstjóri (Heimild: Fálkinn 21.01.1944)
(Heimild: Fálkinn 21.01.1944)
(Heimild: Fálkinn 21.01.1944)

Viðbótar heimildir og upplýsingar; 12.11.2020

Þýskur kafbátur?

Að Max Pemberton hafi farist á Faxaflóa af völdum þýsks kafbáts er svo ekki ósennilegt miðað við þennan tíma. Síðast heyrðist frá áhöfninni á hinum „venjulega“ sambandstíma togaranna um morgunin þann 11. janúar (1944) klukkan 07:30 (Þriðjudagur). Samkvæmt þeim upplýsingum/heimildum þá var Max Pamberton út af Malarrifi á leið til Reykjavíkur (#1 „Lónum innan við Malarrif“) (#2 „Lónaði innan við Malarrif“). Síðan heyrðist ekkert meir frá áhöfninni á næsta kalltíma. Gera má ráð fyrir að þessu að skipið hafi verið komið suður fyrir Malarrif.

Veður?

Veðurskilyrði á þeim tíma, tíma hvarfsins hafði breytt um átt og komin norð-austan kaldi og fjögur vindstig (kaldi = 4 vindstig, sem telst ekki mjög mikið). Miðað við vindátt og vindstig á þessum stað, Faxaflóa og þá líka miðað við heimildir á umræddum tíma var sjór nokkuð sléttur á Faxaflóa. Sama má segja um norðanverðan Faxaflóa, nema smávægileg bára á sunnanverðum Flóanum.

Því er talið útilokað að Max Pemberton hafi farist sökum veðurs.

Ketilsprenging?

Önnur hugmynd kom upp að ketilsprenging hafi orsakað hvarfið, en það var talið útilokað líka. Þar sem vaktaskipti vélstjóra hafi verið um klukkan 06:00 og þar hafði verið að störfum vanur vélstjóri og kyndari.

Tundurdulf ?

Í lok seinni heimstyrjaldinnar tilkynntu Þjóðverjar um að kafbátar Nasista hefðu lagt 2 tundurduflasvæði. Annað svæðið hafði verið sunnan Kolluál, en hitt fyrir norðan Kolluál.

Sjóskipið Max Pemberton

Sagt var að skipið hafi verið afar gott sjóskip og skipstjórinn Pétur maack hafi verið í flokki afburða skipstjóra. Skipinu hafði verið breytt og lestin verið stækkuð. Í stríðinu hafði verið sett brynvörn á brúna, 1150 kg að þyngd, og á móti bætt við 14 tonnum í botninn. Þetta hafði gert það að verkum að skipið varð enn betra sjóskip.

Það var smíðað árið 1917 og því 26 ára gamalt þegar hann hvarf. Skipið var upphaflega 320 lestir. Aðaleigandi skipsins var Halldór Þorsteinsson skipstjóri í Reykjavík.

Max Pemberton (Heimild; Morgunblaðið 1984)

Leitin

Leit var hafin á fimmtudeginum og fram til laugardags. Leitað var úr lofti að skipinu, eða braki úr því en án árangurs. Annað hvort hefur skipið farist mjög hratt eða það horfið á slóðum utan leitarsvæðis.

Fréttagrein í Vísi 14. janúar 1944, leitin að Max Pemberton.

Skipsflakið Max Pemberton

Hvar flakið af Max Pemberton er að finna veit enginn. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu.

Hafdýpið á þeim slóðum sem talið er að flakið hafi farist er á bilinu 100 til 250 (300) metra dýpi? Hvort sjómenn hafi „lent“ í festum á þessum slóðum er alls ekki ólíklegt, en amk. eru ekki komnar neinar heimildir eða upplýsingar um að einhver hafi fengið „festu“ í Max Pemberton.

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum? Hafðu þá samband við mig, höfum söguna á hreinu; sendu mér tölvupóst á diveexplorer@dive-explorer.com

If you have any information’s about the trawler Max Pemberton, some data, info, or anything you want to share please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com.

_______________________________________________

Heimildir & Linkar

Goðafoss (+1944)

Laust eftir hádegi þann 10. nóvember 1944 var Goðafossi, farþegaskipi Eimskipafélags Íslands, sökkt af þýskum kafbáti skammt utan við Garðskaga. Með skipinu fórust 43, fjórtán skipverjar og tíu farþegar auk 19 skipverja af olíuskipinu Shirvan sem áhöfn Goðafoss hafði bjargað stuttu áður. Aðeins 19 var bjargað, þar af einum skipverja af Shirvan. Þetta atvik markar djúp spor í íslenska siglingasögu enda mesta blóðtaka sem Íslendingar hafa orðið fyrir af völdum stríðsátaka. Svavar Hávarðsson leit til baka og rifjaði upp atburðarásina þennan örlagaríka dag.

Strax í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari lýstu Þjóðverjar yfir bannsvæði umhverfis Bretlandseyjar. Upphaflega markmiðið var að knýja Breta til uppgjafar með því að koma í veg fyrir birgðaflutninga til landsins. Þjóðverjar hófu strax kafbátaárásir á skip og hjuggu þeir djúp skörð í kaupskipaflota bandamanna, sérstaklega á fyrstu árum styrjaldarinnar.

Úlfahjörð

Kafbátahernaður Þjóðverja var áhrifaríkastur þegar þeir söfnuðust saman í svokallaðar úlfahjarðir og réðust á skipalestir. Undir forystu reyndra kafbátaforingja gátu þessir hópar kafbáta valdið ótrúlegum skaða. Í september 1940 réðust til dæmis kafbátar á skipalest sem taldi 41 skip og sökktu 12 þeirra og í október sama ár var ráðist á skipalestina SC-7 þar sem aðeins 15 skip af 35 náðu höfn í Bretlandi. Þjóðverjar misstu ekki einn einasta kafbát í þessum tveim árásum.

Árið 1944 var vitað að senn drægi að lokum heimsstyrjaldarinnar. Hernaðarstyrkur bandamanna óx dag frá degi á meðan iðnaðarmáttur og stríðsframleiðsla Þjóðverja dróst saman. Þjóðverjar voru á undanhaldi á helstu vígstöðvum og það átti einnig við um úthöfin. Seint á árinu 1943 höfðu þýskir kafbátar hætt að gera hópárásir og tóku að sigla einir. Ein ástæðan var að eldsneytisskortur var farinn að há Þjóðverjum og í stað þess að flakka um úthöfin í hópum lágu þeir við strendur og réðust á skip þegar þau komu af hafi. Innsiglingarleiðir stærri hafna var eitt þeirra uppáhalds fylgsni.

Skipalestin UR-142

Í byrjun nóvember árið 1944 var Goðafoss á heimleið með skipalestinni UR-142 eftir tæplega mánaðar ferð til New York með viðkomu í Loch Ewe á Skotlandi. Goðafoss, sem hafði áfallalaust verið í siglingum öll stríðsárin, var forystuskip lestarinnar en auk þess voru fjögur önnur kaupskip og fimm vopnaðir togarar. Engin herskip fylgdu skipalestinni sem var ekki óvenjulegt. Vopnaðir togarar sáu yfirleitt um varnir þeirra skipalesta sem íslensk skip sigldu með. Þegar skipalestin nálgaðist Ísland um kvöldið 9. nóvember lenti hún í slæmu veðri og ákvað skipstjórinn á Goðafossi, Sigurður Helgason, að bíða af sér veðrið.

Þar sem Goðafoss var forystuskip skipalestarinnar var komið merkjum til hinna skipanna um að gera slíkt hið sama. Þegar birti af degi kom í ljós að skipin hafði rekið í sundur og voru ekki lengur í sjónfæri hvert við annað. Í grennd við Goðafoss voru þó þrjú af skipunum, eitt kaupskip og tvö fylgdarskip. Þar sem skipstjórinn á Goðafossi vissi ekki hvar hin skipin voru sigldi hann ásamt hinum skipunum þremur hefðbundna leið fyrir Garðskaga á leið til Reykjavíkur. Ekki leið á löngu þangað til Goðafoss sigldi fram á tvo björgunarbáta af einu af skipunum úr lestinni, breska olíuskipinu Shirvan, sem brann við sjónarrönd. Í bátunum tveim voru 20 skipsbrotsmenn, margir þeirra illa særðir. Hlynnt var að þeim þegar þeir voru komnir um borð og þar fór fremstur í flokki Friðgeir Ólason læknir sem var farþegi um borð í Goðafossi ásamt eiginkonu sinni og þremur ungum börnum.

Svartur fáni á lofti

Þýski kafbáturinn U-300 undir stjórn foringjans Fritz Heins hafði grandað breska olíuskipinu fyrr um morguninn. Ólíkt því sem tíðkaðist ákvað kafbátaforinginn að bíða í nágrenninu, sennilega til að tryggja að olíuskipið sykki en einnig í von um að fleiri skip bæri að. Stuttu eftir að skipsbrotsmennirnir voru komnir um borð drógu fylgdarskipin upp svartan fána, en það var merki um það að kafbátur væri í grennd. Einn skipsverja á Goðafossi var á þessari stundu að sækja fatnað fyrir skipsbrotsmennina í einn af fjórum björgunarbátum skipsins en var litið af tilviljun yfir hafflötinn á bakborða. Þar sá hann því sem líktist hvítri rák sem nálgaðist skipið hratt. Um aðeins eitt gat verið að ræða.

Sjö metra langt tundurskeyti kafbátsins U-300 skall á skipið rétt aftan við miðja bakborðssíðuna og sprakk af svo miklu afli að það lyftist upp af haffletinum. Hávaðinn og titringurinn sem fylgdi sprengingunni var yfirþyrmandi og skipið kastaðist 35 til 40 gráður yfir í stjórnborða. Sumir farþeganna misstu meðvitund við höggið, aðrir, sérstaklega þeir sem voru í vélarrúmi og neðan þilja, létu líklega lífið samstundis.

U-300 var af gerðinni VII-C.

Goðafoss sekkur

Risavaxið gat kom á bakborðssíðu Goðafoss sem einn eftirlifenda hefur lýst sem svo að strætisvagn hefði komist fyrir í því. Skipið sökk hratt, að talið er á sjö til tíu mínútum. Menn sem horfðu á hildarleikinn frá Garðskagavita sögðu að fyrst hafi skipið sigið rólega niður að aftan en síðan hafi það farið lóðrétt niður með stefnið á undan.

Eftir að skipið var horfið sjónum sáu þeir ekkert á sjónum, enga lífbáta og ekkert fólk, aðeins fylgdarskipin sem leituðu kafbátarins. Þeir sem lifðu sprenginguna af áttu um fátt að velja. Farþegar og áhöfn söfnuðust saman á bátadekkinu og reyndu að losa um björgunarbáta og fleka. Þegar tekist hafði að koma bát og flekum frá skipinu varð hver og einn að reyna að bjarga sér. Það var erfitt að komast á flekana með því að stökkva af skipinu, svo að flestir þurftu að henda sér í sjóinn og synda að rekaldi til að halda sér á floti.

Sökkvandi skipið var dauðagildra og allir vissu eftir tíðar björgunaræfingar að nauðsynlegt var að komast töluvert frá skipinu til að eiga það ekki á hættu að sogast niður með því þegar það sykki. Þetta var erfitt í öldurótinu og ekki síst fyrir þá sem voru meira eða minna slasaðir. Einhverjum tókst það þó.

Eftirlifendur

Óttar Sveinsson skrifaði bók um árásina á Goðafoss árið 2003 og talaði þá við nokkra eftirlifendur slyssins. Lýsingar þeirra eru eina leiðin til að nálgast skilning á því sem gerðist á þeim mínútum sem tók Goðafoss að sökkva og klukkutímunum áður en þeim sem lifðu var bjargað.

Einn hásetinn á Goðafossi þurfti að stökkva í sjóinn og tók með sér lítinn dreng þar sem hann sá hvergi foreldra hans. „Það þurfti afl til að komast frá soginu. Allt í einu missti ég takið á drengnum. Aðeins ein hugsun komst að. Bjarga sér, bjarga sér, komast – upp, upp, upp. Anda. Ég saup sjó, brimsaltan sjó, og fann til yfirþyrmandi óþæginda í munni, nefi og eyrum.“ Annar skipverji sagði frá því að ömurlegast hafi honum þótt að horfa á fólkið sem flaut um allan sjó innan um brak úr skipinu. Erfiðast var að hlusta á neyðaróp barnanna og geta ekkert gert til að bjarga þeim. Fram hjá honum flaut einn breski sjómaðurinn af Shirvan. „Þetta var maðurinn sem hafði fengið eldgusu framan í sig, augun farin, nefið brunnið, hendur og allt.

Ég sá þennan mann koma fljótandi fram hjá okkur í sjónum, liggjandi á bakinu. Andlitið var skelfilega brunnið en vesalings maðurinn var enn á lífi þarna í köldum sjónum.“ Annar skipverji komst á fleka. „Vinnufélagar mínir voru þarna í kringum mig, ýmist lifandi, látnir eða í bráðum lífsháska. Það var svo stutt síðan við höfðum verið að búa okkur undir heimkomu en nú vorum við blautir og kaldir á björgunarfleka meðan breskir korvettumenn jusu djúpsprengjum frá borði.“ Skipsbrotsfólkið beið allan eftirmiðdaginn eftir hjálp. Það vissi að björgun gat dregist því gæsluskipin höfðu skipanir um að einbeita sér að því að finna kafbátinn, fólkið varð að bíða.

Milli fjögur og fimm um daginn var fólkinu loks bjargað, flestum af gæsluskipinu Northern Reward. Eftir að um borð var komið hélt leitin að kafbátnum áfram í ellefu klukkustundir. Klukkan hálf þrjú aðfaranótt 11. nóvember kom Northern Reward inn á Reykjavíkurhöfn með skipsbrotsmennina. Þaðan voru flestir fluttir á Sjúkrahúsið í Laugarnesi.

Leitin að Goðafossi

Flakarannsóknarfélag Íslands, sem er félagsskapur atvinnukafara, áhugakafara, sérfræðinga og söguáhugamanna, hefur það sem eitt af sínum meginmarkmiðum að finna flakið af Goðafossi.

Tilgangur félagsins er ekki að kafa niður á flakið, heldur einfaldlega að staðsetja það. Félagsmenn eru meðvitaðir um hversu miklu máli flakið skiptir fjölmarga, og mikilvægi þess að staðsetja það þess vegna.

Flakinu verður sýnd sama virðing og um grafreit eða kirkjugarð sé að ræða. Ætlunin er ekki að hreyfa við neinu enda gengur það gegn siðareglum félagsins.

Landhelgisgæslan hefur einnig leitað flaksins sem sýnir að þessari sögu lýkur ekki fyrr en flakið er fundið. Það má segja að Goðafoss nái ekki höfn fyrr. ■

Helstu heimildir:

  • Óttar Sveinsson, Árás á Goðafoss.
  • Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Í skotlínu.
  • Tómas Þór Tómasson, Heimsstyrjaldarárin á Íslandi 1939-1945
Mynd: Goðafoss

At 14.59 hours on 10 Nov, 1944, the Godafoss from the storm scattered convoy UR-142 was hit by one LUT torpedo from U-300 off Reykjanes and sank within seven minutes. The ship had stopped against orders to rescue survivors from the burning Shirvan when torpedoed. 14 crew members and ten passengers, among them a family of five (two young doctors returning from Harvard and their 3 children) were lost. 43 (24 dead and 19 survivors). (uboat.net)

Mynd: Goðafoss

Frétt Vísi; 28.11.2020

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki

Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Í þættinum Um land allt kemur fram að Garðmenn telja sig vita nokkurn veginn út frá lýsingum sjónarvotta og skipverja sem björguðust hvar staðurinn er. Samt hefur flakið ekki fundist.

„Þetta er bara óskiljanlegt,“ segir Ásgeir.

Ásgeir reynir að leysa gátuna um það hvar Goðafoss sökk árið 1944. Skipið var 70 metra langt en talið hafa rekið afturhlutann niður í hafsbotninn þar sem var 38 metra dýpi þannig að stefnið stóð lóðrétt upp úr. (Mynd: Arnar Halldórsson, vísir 28.11.2020)

Garðskagi geymir mikla stríðssögu. Þar gerði breski herinn fyrsta flugvöll Suðurnesja og þar má enn sjá móta fyrir flugbrautinni.

Hér var flugbraut breska hersins á Garðskaga, 1.050 metra löng og 90 metra breið. (Mynd: Arnar Halldórsson, vísir 28.11.2020)

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum? Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og tenglar:

Leitin að Goðafossi

Telur sig hafa fundið flak Goðafoss í Faxaflóa

Tómas J. Knútsson, sportkafari og forsvarsmaður Bláa hersins, segist sannfærður um að hann hafi fundið flak Goðafoss, sem sökkt var í síðari heimsstyrjöldinni á Faxaflóa eftir sprengjuárás þýsks kafbáts. Tómas hefur komist í samband við fjársterkan aðila og nú er beðið eftir réttu tækifæri til að kafa niður að flaki skipsins með neðansjávarkvikmyndabúnaði og mynda skipið. Myndirnar verða síðan notaðar í kvikmynd um Goðafoss sem landsþekktur þáttagerðarmaður er að vinna að.

Skipið Goðafoss

„Fyrir rúmum 20 árum kviknaði áhugi hjá mér að leita að E/S Goðafossi. Síðasta sjóferð þessa skips var mikil harmsaga og margir fórust með skipinu. Fjölmargir sjónarvottar voru að atburðinum er skipið sökk eftir sprengjuárás þýsks kafbáts. Í nokkur ár safnaði ég að mér vitnisburði nokkurra manna og geymdi þá með mér,“ sagði Tómas J. Knútsson, kafari í samtali við Víkurfréttir.

Tómas hefur kafað á þeim slóðum sem skipið fórst og á miðjum áttunda áratug síðustu aldar kafaði Tómas niður að flaki skips sem bæði var illa farið og á miklu dýpi. „Ég var sannfærður um að þetta væri skipið. Köfun á þessum slóðum er hins vegar stórhættuleg sökum strauma, dýpis og myrkurs,“ segir Tómas.

En hvað varð til þess að nú skal ráðist í að kvikmynda flakið neðansjávar?

„Undanfarin ár hefur áhugi minn á flakinu vaknað á ný og þá sérstaklega að ljósmynda það eða jafnvel kvikmynda. Það var síðan fyrir tæpum tveimur árum sem þekktur sjónvarpsmaður kom að máli við mig, þar sem hann var að vinna að kvikmynd um Goðafoss. Með okkur tóks samkomulag um að ég skyldi finna styrktaraðila sem gæti hjálpað okkur með leigu á neðansjávarkvikmyndabúnaði fyrir verkið. Þá væri hægt að klára myndina og sýna hana hér heima“.

Tómas sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri staðan sú að fjársterkur aðili hafi sýnt verkefninu áhuga. „Nú bíður áhugahópur minn eftir rétta tækifærinu til að ljúka verkefninu og vonandi tekst það sem allra fyrst. Megi Guðs blessun hvíla yfir þeim sem fórust þennan örlagaríka dag árið 1944,“ sagði Tómas J. Knútsson í samtali við Víkurfréttir.

_____________________________

Segir ekki búið að finna Goðafoss –
10.09.2016

Íslenskur kafari sem stýrt hefur leit að flakinu af Goðafossi segir það rangt að búið sé að finna flakið,  eins og þýskur kafari heldur fram.

Þýski kafarinn Thomas Weyer heldur því fram í þýska tímaritinu Spiegel og Morgunblaðið greinir frá, að flakið af Goðafossi sé fundið. Goðafossi var sökkt af þýskum kafbáti úti fyrir Garðskaga í nóvember árið 1944.  Weyer hefur tekið þátt í leitinni að Goðafossi með Gunnari Birgissyni sem leitað hefur flaksins síðan árið 1997. Gunnar segir fullyrðingu Weyers um að skipið sé fundið ekki rétta.

„Nei alls ekki. Það er nú þannig að við fundum eitthvað sem leit út fyrir að geta verið kannski jafnvel flak eða eitthvað á botninum, en svo þegar var kafað þarna niður þá fannst ekki neitt. Hvort það sé tækjabilun eða hvað það er sem um ræðir eða hvort þetta sé bara einhver draugur í tækjunum,  þá er hann ekki fundinn. Við höfum ekkert í höndunum sem í rauninni getur sagt það að hann sé fundinn. Það er ekkert áþreifanlegt, það eru engin haldbær sönnunargögn. Við sáum þarna eitthvað í þessum tækjum, en þegar við skönnuðum yfir aftur þá fundum við ekki neitt, þegar var kafað niður þá var ekki neitt. Þannig að þetta er bara eiginlega hálfgerð vitleysa“ segir Gunnar.

Hann segist hafa boðið Weyer inn í verkefnið á sínum tíma og að það skipti Weyer mestu málið að geta sagst hafa fundið Goðafoss. Gunnar segir ekki hægt að útiloka neitt, en alls ekki sé hægt að fullyrða að flakið sé fundið. Hann segir að leitin muni halda áfram.

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum? Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og tenglar:

El Grillo (+1944)

Þann 16. febrúar árið 1944 náði þýski flugherinn að valda bandamönnum miklum skaða er þrjár sprengjuflugvélar gerðu árás á olíuflutningaskipið El Grillo. Skipið hafði legið undir akkerum frá haustinu 1943 og þjónustað flota bandamanna sem birgðaskip, það var því mikilvægur hlekkur fyrir sjóhernað þeirra. Þessu gerðu Þjóðverjar sér grein fyrir, þrátt fyrir að nokkur orustuskip lægju undir akkerum í Seyðisfirði þennan dag þá beindust árásir sprengjuflugvélanna þriggja eingöngu að olíuskipinu El Grillo. Telja má fullvíst að njósnir hafi búið að baki árásinni því að flugvélarnar komu snögglega yfir fjallgarðana og hófu markvissa árás á skipið.

Skipsverjar El Grillo hófu varnarskothríð með einni af loftvarnarbyssum skipsins en árangurslaust því ein af sprengjunum sem varpað var að skipinu hæfði skut skipsins þannig að það sökk til hálfs.

Áhöfnin, alls 48 menn, komst klakklaust úr skipinu eftir árásina án þess að nokkurt mannfall yrði. Yfirvöld breska hersins tóku svo ákvörðun um að sökkva skipinu og var það gert seinna um kvöldið. Hvaða ástæður lágu að baki ákvörðun þeirra er ekki vitað en mikið magn olíu var enn um borð í skipinu.

El Grillo sekkur í Seyðisfirði
El Grillo sekkur eftir skothríð herflugvél Nasista.
Fjölgeislamæling af flaki El Grillo

Skipið er gríðarlega stórt með 9000 tonna burðargetu en algengt er að loðnuskip í dag séu með um 1000-1500 tonna burðargetu. Skipið var líka vel vopnum búið, prýtt tveimur fallbyssum og fjórum loftvarnarbyssum auk fjögurra rakettubyssa sem sérstaklega voru ætlaðar til varnar gegn árásum steypiflugvéla. Einnig voru djúpsprengjur um borð en bandaríski herinn aðstoðaði Landhelgisgæsluna við að fjarlægja þær allar fyrir utan eina sem liggur á botninum rétt við síðu skipsins. Einnig er enn um borð kveikibúnaður þessara sprengja en ólíklegt er að köfurum stafi hætta af honum nema þeir taki þá ákvörðun að fara á flakk um innviði skipsins. Af öðrum vopnabúnaði er allt á sínum stað fyrir utan eina fallbyssu sem lyft var upp og komið fyrir í bænum sem minnisvarða um hið mikla mannvirki sem þarna liggur á botninum.

Fyrstur manna til að kafa niður að flakinu var Grímur Eysturoy Guttormsson kafari en köfunin var þá sú lengsta sem vitað var um hérlendis, eða 44 metrar. Grímur, sem nú er látinn, kafaði alls 81 sinni niður að flakinu.

Sjókort af Seyðisfirði sem sýnir staðsetningu El Grillo.

Árið 1952 reyndu Olíufélagið hf. og Hamar hf. að dæla allri olíunni úr flakinu og þá náðust um 4.500 tonn en talið var að allt að 1000 tonn væru enn eftir. Jóhann Grétar Einarsson, símstöðvarstjóri á Seyðisfirði, man vel eftir þessum aðgerðum en ástæðuna fyrir því að reynt var að ná olíunni upp telur Jóhann einkum þá að menn hafi óttast leka frá flakinu. Olían sem náðist upp kom sér síðan vel í olíuhallæri sem þá var í landinu. El Grillo hefur hins vegar reynst Seyðfirðingum mikill baggi en olíumengunar frá skipinu hefur orðið vart í gegnum tíðina.

Árið 2000 var bráðabirgðaviðgerð framkvæmd á nokkrum lekastöðum og í febrúar 2001 tók svo Umhverfisráðuneytið af skarið og bauð út verkið við að fjarlægja þær eftirstöðvar af olíu sem eru um borð. Í kjölfar ákvörðunar Umhverfisráðuneytisins um að fjarlægja olíuna hafa heyrst umræður sem snúast um að lyfta skipinu upp af botni fjarðarins. Slíkt væri án efa ógerningur og mikill skaði væri af því að eiga nokkuð við flakið eftir að olían um borð hefur verið fjarlægð því flakið er án efa einhver sá stærsti stríðsminjagripur landsins.

Þó svo að flakið sé flestum hulið þá eru margir kafarar sem njóta þeirra forréttinda að geta nálgast það og svifið yfir því gagnteknir af stórfengleika þess.

Köfun niður á flak El Grillo (Mynd; Dive.is)


Byggingarlag skipsins er líkt hefðbundnum Liberty skipum frá þessum árum. Á framenda skipsins er bakkinn en stýrishúsið er miðskips. Á aftari hluta skipsin er lágreist yfirbygging. þar má finna vélarrúm skipsins og vistarverur áhafnarinnar.

Víða má sjá línur og drauganet víða á skipinu þannig að ráðlegt er að horfa vel í kring um sig og fara varlega og hafa góða hnífa með í för. Það er gjarnan dimmt yfir á köfunarstaðnum og skyggni getur verið slæmt þannig að ráðlegt er að vera með góð ljós.

_________________________________________________

Austurfrétt, 10 febrúar 2014

Sjötíu ár frá því að El Grillo var sökkt: Allmikill dynkur er skipið hvarf í djúpið. Höfundur: Gunnar Gunnarsson • Skrifað: 10. febrúar 2014.

Sjötíu ár eru í dag síðan þýskar orrustuflugvélar sökkti olíubirgðaskipinu El Grillo á Seyðisfirði en flak þess liggur á um 45 metra dýpi. Olía úr skipinu hefur valdið töluverðum spjöllum á lífríki Seyðisfjarðar í gegnum tíðina.

El Grillo sigldi inn á Seyðisfjörð haustið 1943 og lagðist á „Kringluna“ skammt fram undan síldarbræðslunni, um 400 metra frá landi.

Skipið var smíðað í Newcastle í Englandi árið 1922 en gert út frá Liverpool. Það var 134 metra langt og 17,5 metra langt og rúmaði 10.000 smálestir af olíu. Að því lögðust herskip bandamanna og kaupskip til að fá olíu. Síðdegis þann 9. febrúar hafði ný sending komið með olíubirgðaskipi. Það fór strax aftur og var á burt daginn eftir.

Það var um klukkan ellefu fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar sem þrjár þýskar flugvélar dembdu sér yfir Seyðisfjörð. Þær komu nokkuð að óvörum en þó hafði tekist að koma nemendum í barnaskólanum í skjól og láta yfirmann hersins vita.

„Gerði mér enga grein fyrir alvörunni“

„Nú sáum við flugvélarnar þrjár í mikilli hæð. Þær komu úr austnorðaustri og stefndu á höfnina. Það nam engum togum að í þessum svifum hófst skothríð á þær frá olíuskipinu og byssustæðum á landi,“ er haft eftir Hjálmari Níelssyni í Sjómannablaðinu Víkingi árið 1992.

Ég sá þegar sprengjurnar féllu. Þær voru fimm, engin þeirra hitti olíuskipið El Grillo en fjórar mjög nálægt því. Mér fannst þetta eins og í bíó. Gerði mér engra grein fyrir alvörunni, að þarna varð ég sjónarvottur að stríðsátökum þar sem mannslíf voru í veði á báða bóga,“

Hins vegar hafði boðunum ekki verið komið um borð í El Grillo. Skipstjórinn sat á spjalli við háseta í brúnni þegar lætin byrjuðu. Þeir héldu fyrst að um væri að ræða skotæfingu Bandaríkjamanna, sem búið var að boða en áttuðu sig fljótt á alvarleika málsins.

„Eftir sprengingarnar var sem ekkert gerðist drykklanga stund. Flugvélarnar hurfu á brott; það hafði orðið lítið um varnir gegn þeim enda erfitt um aðvaranir þar sem þær flugu beint af hafi inn yfir Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð,“ segir í grein í Samvinnunni árið 1952.

Ein af sprengjunum hæfði hins vegar framenda skipsins og sökk hann á um tuttugu mínútum. Tæplega 50 manna áhöfn skipsins komst hratt og örugglega í land en hún hafði reynt að grípa til varna gegn flugvélunum enda skipið ágætlega vopnum búið.

Afturendinn stóð upp úr þar til Seyðfirðingar höfðu borðað kvöldmatinn. „Bæjarbúar heyrðu allmikinn dynk, er skipið hvarf í djúpið,“ segir í Samvinnunni. Eftir því sem næst verður komist voru það Bretar, sem áttu skipið, sem létu sökkva því, meðal annars til að forðast frekari árásir.

Olíuplágan

Mikil olía lak úr skipinu og barst víða um fjörðinn. Í Samvinnunni er talað um „olíuplágu“ sem legið hafi á Seyðfirðingum í 2-3 ár á eftir. Meðal annars raskaði hún æðavarpi í Loðmundarfirði.

Seyðfirðingar vildu bætur úr höndum Breta en við því var ekki orðið. Málalyktir urðu þær að þeir afsöluðu sér skipinu og olíunni um borð til innlendra aðila.

Árið 1952 var olíu dælt úr skipinu að undirlagi Olíufélagsins. Olía hrelldi menn af og til og að auki áttu veiðarfæri báta það til að festast og skemmast í flakinu. Eins höfðu menn áhyggjur af sprengjum um borð en alls hafa um 500 sprengjur verið fjarlægðar úr því. Einni fallbyssu hefur verið lyft upp og stendur hún sem minnisvarði á Seyðisfirði í dag.

Á ný fór að leka úr skipinu um aldamótin og árið 2001 var ráðist í umfangsmiklar hreinsunaraðgerðir til að reyna að ná þeirri olíu sem eftir var úr skipinu.

Í dag er svæðið sem El Grillo liggur á sagt hreint. Vinsælt er að kafa niður að flakinu en til þess þarf nokkra reynslu enda liggur það djúpt. El Grillo nafnið kemur víða fyrir í menningu Seyðfirðinga. Bjór staðarins heitir eftir skipinu og sömuleiðis Lego-lið grunnskólans.

___________________________________________________________

Heimild:

Fréttablaðið 15. maí 2020

Vonandi búnir að stöðva olíu­leka El Grill­o

Starfs­menn Land­helgis­gæslunnar luku í dag við að steypa yfir hluta flaks El Grill­o á Seyðis­firði sem úr hefur lekið olía. Að­gerðin var nokkuð snúin; það er erfitt að steypa neðan­sjávar en stjórnandi verksins segir það hafa gengið vonum framar.


„Við kláruðum að steypa í dag en við þurfum að fara aftur niður að skipinu á morgun og skoða hvernig til hefur tekist,“ segir Sigurður Ás­gríms­son, yfir­maður sér­að­gerða­sveitar Land­helgis­gæslunnar, sem stjórnaði fram­kvæmdunum. Á­höfnin á varð­skipinu Þór hefur unnið með sér­að­gerða­sveitinni síðan á föstu­dag í síðustu viku við að undirbúa aðgerðirnar. Í gær var hafist handa við að steypa fyrir olíu­lekann.Um helgina verður kafað aftur niður að skipinu. Veðurspáin er ekki sérlega hagstæð á morgun. Landhelgisgæslan


El Grill­o var breskt olíu­birgða­skip sem sökkt var af þýskum flug­vélum þar sem það lá á Seyðis­firði árið 1944. Skipið liggur nú á botni fjarðarins á 32 metra dýpi og hefur olía sést í sjónum í kringum það annað slagið síðan. Í fyrra fundu kafarar svo lekann við tanka skipsins.


Til að steypa fyrir lekann var notast við rör sem kafað var með niður að flakinu en sjö kafarar hafa þurft að skiptast á að beina rörinu á rétta staði því hver þeirra getur að­eins verið í kafi í 20 mínútur í senn. „Steypan er fljót að þorna þarna. Hún er orðin þurr að mestu leyti á svona 40 mínútum,“ segir Sigurður. „Þannig þetta þarf allt að ganga eins og smurð vél.“
Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði eins og El Grillo forðum. Landhelgisgæslan

Og það var ein­mitt það sem gerðist. Fram­kvæmdin gekk vonum framar að sögn Sigurðar þó að hann sé ekki alveg til­búinn að hrósa fullum sigri strax í dag. Kafari verður sendur niður að skipinu á morgun með mynda­vél, ef veður leyfir, til að at­huga hvort steypan haldi ekki örugg­lega. Þá verður einnig að skoða allt flakið aftur til að sjá hvort leki nokkuð ein­hver olía annars staðar frá því.Sjö kafarar hafa unnið að verkefninu. Landhelgisgæslan

________________________________________________

Heimild: Morgunblaðið 15.08.2021

Það þarf að fjarlægja skipið

Olía er tek­in að flæða úr skips­flaki El Grillo að nýju og ógn­ar líf­ríki Seyðis­fjarðar. Hlyn­ur Vest­mar Odds­son, kaj­a­k­leiðsögumaður frá Seyðis­firði, harm­ar lek­ann og vill láta fjar­lægja skipið.

„Já því miður er þetta aft­ur farið af stað,“ seg­ir Hlyn­ur en hann hef­ur haft aug­un opin fyr­ir lek­an­um síðustu ár. „Það er farið að tær­ast svo skipið að það eru farn­ir að koma lek­ar á fleiri stöðum en ein­um.“

Mikil olía er í firðinum eins og sést á myndinni. Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson

Ol­íu­skipið breska ligg­ur enn á botni Seyðis­fjarðar og hef­ur þar verið frá því þýsk­ar flug­vél­ar sökktu því í heims­styrj­öld­inni síðari.

„Þetta drep­ur nátt­úr­lega okk­ar líf­ríki, fugla og unga,“ seg­ir Hlyn­ur en síðast þegar leki varð í skip­inu var greint frá því að æðar­ung­arn­ir lifðu marg­ir hverj­ir ekki ol­í­una af og urðu máf­um að bráð. Nú er staðan svipuð, dauðir æðar­fugl­ar liggja í fjör­unni.


Olía er tek­in að flæða úr skips­flaki El Grillo að nýju og ógn­ar líf­ríki Seyðis­fjarðar. Hlyn­ur Vest­mar Odds­son, kaj­a­k­leiðsögumaður frá Seyðis­firði, harm­ar lek­ann og vill láta fjar­lægja skipið.

„Já því miður er þetta aft­ur farið af stað,“ seg­ir Hlyn­ur en hann hef­ur haft aug­un opin fyr­ir lek­an­um síðustu ár. „Það er farið að tær­ast svo skipið að það eru farn­ir að koma lek­ar á fleiri stöðum en ein­um.“

Ol­íu­skipið breska ligg­ur enn á botni Seyðis­fjarðar og hef­ur þar verið frá því þýsk­ar flug­vél­ar sökktu því í heims­styrj­öld­inni síðari.

„Þetta drep­ur nátt­úr­lega okk­ar líf­ríki, fugla og unga,“ seg­ir Hlyn­ur en síðast þegar leki varð í skip­inu var greint frá því að æðar­ung­arn­ir lifðu marg­ir hverj­ir ekki ol­í­una af og urðu máf­um að bráð. Nú er staðan svipuð, dauðir æðar­fugl­ar liggja í fjör­unni.Frétt af mbl.isUnga­dauði í „mengaðasta firði Íslands“

Æðafugl sem Hlynur fann dauðan í fjörunni. „Þetta drepur náttúrulega …
Æðafugl sem Hlyn­ur fann dauðan í fjör­unni. „Þetta drep­ur nátt­úru­lega okk­ar líf­ríki, fugla og unga.“ Ljós­mynd/​Hlyn­ur Vest­mar Odds­son

Æðafugl sem Hlyn­ur fann dauðan í fjör­unni. „Þetta drep­ur nátt­úru­lega okk­ar líf­ríki, fugla og unga.“ Ljós­mynd/​Hlyn­ur Vest­mar Odds­son

„Mesta um­hverf­is­slys Íslands­sög­unn­ar“

Síðan þá hef­ur verið ráðist í ýms­ar aðgerðir til þess að stöðva lek­ann, til að mynda var dælt upp úr flak­inu árið 2001 og steypt fyr­ir lek­ann fyr­ir rúmu ári.

Nú er aft­ur á móti senni­legt að annað op hafi mynd­ast. „Þetta er því miður ekki búið dæmi, þetta ætl­ar að verða ein­hver ei­lífðarleki,“ seg­ir Hlyn­ur.

Spurður hvað sé hægt að gera seg­ir Hlyn­ur að það sé að fjar­lægja skipið, sem er um 7.200 brútt­ót­onn. „Þetta er skugga­legt, mesta um­hverf­is­slys Íslands­sög­unn­ar af manna­völd­um.“

_____________________________________________

Blaðagreinar og umfjöllun:

Rúv.is ; http://www.ruv.is/frett/a-hafsbotni-i-75-ar

_____________________________________________

Heimildir: