Flokkaskipt greinasafn: 1946 – 2000

TF-AIS (+1966)

TF-AIS var sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft.

TF-AIS var eitt af þessum slysum í íslenskri flugsögu þar sem flakið af flugvélinni hefur aldrei fundist. Minnir margt á flugvélina Glitfaxa (+1951), sjá hér.

Það var snemma árs 1966, eða 18 janúar, þar sem óskað var eftir sjúkraflugvélin austur á Neskaupsstað til að flytja 6 ára dreng á sjúkrahús. Drengurinn hafði fengið flís í augað.

Tveggja manna áhöfn var í TF-AIS, Sverri Jónsson, flugstjóri og Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður. Lögðu þeir frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30. Veðurskilyrði á austfjörðum voru slæm. Lentu þeir fyrst á Egilsstaðarflugvelli til að taka eldsneyti. Lögðu þeir af stað frá Egilsstaðarflugvelli klukkan 21:43. Flug þaðan að Norðfirði tók um 10-15 mínútur. Klukkan 22:05 hóf TF-AIS aðflug að flugvellinum á Neskaupsstað. Klukkan 22:12 er haft samband við flugvélina, en ekkert heyrðist frá henni. Mjög fljótlega var sett af stað leit að vélinni og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um borð í flugvél Flugfélag Íslands klukkan 22:53.

Eins og fram kom þá var slæm veðurskilyrði á tíma flugsins, dimm él, slæmt skyggni og myrkur. Frost var á bilinu -6 til -15 stig.

Staðsetning flugvallarins í Norðfirði (BINF) – (Kort; Skyvector)
Sjúkraflugvélin TF-AIS, af gerðinni Beechcraft.

Leitin að TF-AIS

Umfangsmikil leit var gerð af vélinni og að mönnunum tveimur sem voru í henni. Ekkert var í fyrstu hvort vélin hafi hafnað í sjó eða á landi. Leit hófst skömmu eftir að síðast heyrðist frá flugvélinni.

Síðustu skilaboðin voru klukkan 22:12, en þá gaf flugmaðurinn upp að hann sé að lækka flugið úti fyrir Norðfirði “ er að byrja að sjá niður“ eins og hann kallaði það. Eftir það ekkert meira frá TF-AIS en vélin voru kölluð upp á mínútu fresti til klukkan 22: 26. Var þá flugturninum á Egilsstöðum tilkynnt um hver staðan væri, að samband við TF-AIS hafi rofnað. Haldið var síðan áfram að kalla upp vélina, viðstöðulaust.

200 manns leituðu að TF-AIS, ásamt 14 bátum sem leituðu meðfram ströndu. 8 flugvélar tóku þátt sömuleiðis í leitinni og aðstoðuðu við að flytja leitarhópa.

Leitin að TF-AIS bar engan árangur. Á þessum tíma var talað um að þetta hafi verið umfangsmesta leit sem ráðist hefur verið í að týndum mönnum.

Mennirnir tveir sem fórust með TF-AIS

  • Sverrir Jónsson, flugstjóri
  • Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður.

Bæði Sverrir og Höskuldur voru giftir og áttu fimm börn hvor.

Sverrir Jónsson til vinstri. Höskuldur Þorsteinsson til hægri.
Sjó/dýptarkort af Norðfirði (Kort; Navionics)

Flugvélin TF-AIS

Flugvélin TF-AIS var af gerðinni Beechcraft C-45H. Hún var keypt frá Danmörku (OY-DAY) og skráð á Íslandi 8. apríl 1964. Vélin var ætluð til farþega- og vöruflutninga.

Flugvélin var smíðuð í Bandaríkjunum, í Wichita, Kansas í maí 1954 af Beech Aircarft Corporation. Í Seinni heimstyrjöldinni (WWII) voru yfir 5000 þúsund slíkar vélar smíðaðar, en voru þá nefndar C-45.

Beechcraft flugvélarnar voru tveggja hreyfla, af gerðinni Pratt & Whitney, 450 hestafla (ha.). Vænghaf: 14,5m, Lengd: 10.30m. Farþegafjöldi 8 og einn í áhöfn. Hámarksflugtaksþyngd: 3970 kg. Flughraði: 412 km. Flugdrægni 2000km. Flughæð: 6,250m

Raðnúmer TF-AIS var 52-10801.

Flakið af TF-AIS

Eins og fram hefur komið þá hefur flakið af flugvélinni TF-AIS aldrei fundist. Leit að flakinu á landi og á sjó fór fram og þann 25.janúar 1966 fannst í fjörunni milli Gerpis og Barðsness björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS. Sjá hér.

Vestið var enn innpakkað, ekki blásið út þar sem það fannst í fjörunni Sandvík. Vestið var staðfest af flugmönnum frá Flugsýn sem staddir voru í Norðfirði. Á vestið var stimpluð dagsetning síðasta skoðunardags og upphafsstaðir skoðunarmanns.

Þar hjá fannst líka lítill pakki, sem ekki var kannast við.

Olíuflekkir fundust á nokkrum stöðum. Tekin voru sýni úr þeim, en engir þeirra reyndust vera í flugfari.

Töldu menn að þar sem björgunarvestið hafi fundist í Sandvík þá hefði flugvélin TF-AIS að líkendum hafnað í sjónum utan Barðanes, því vindáttin hafi verið slík að þangað hefði vestið varla farið hefði vélin lent inni á flóanum. Kemur það þó fram í heimildum að um getgátur séu um að ræða.

Kort sem sýnir Sandvík (rauður kassi) þar sem björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS fannst. Talið er að TF-AIS hafi farist fyrir utan Barðsnes (Kort, LMI)
Sjókort sem sýnir dýpi fyrir utan Barðanes

Hefurðu upplýsingar um TF-AIS? Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Information, something about the TF-AIS airplane? Write me an email: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir / Upplýsingar / Tenglar

M/S Syneta (+1986)

Syneta áður M/S Marga, áður M/S Margareta, var tankskip á leið til Íslands frá Liverpool, Englandi, til að lesta loðnulýsi, sem sigla átti með til Rotterdam í Hollandi og Dunkirk í Belgíu. Var það því tómt er það strandaði.

Fyrst átti skipið að koma við í Vestmannaeyjum en breytti um áætlun er komið var að landinu og sigldi því meðfram Austfjörðum í stað þess að koma beint frá hafi til Eskifjarðar.

M/S Syneta. (Heimild:)

Áhöfn

Skipið lagði úr höfn 20. desember frá Liverpool og í áhöfn voru tólf manns, fimm yfirmenn og kokkurinn voru frá Bretlandi en sex skipverjar frá Grænhöfðaeyjum. Áhöfnin var að mestu leyti lausamenn fengnir í þessa ferð sem síðan reyndist örlagarík.

Liverpool, Englandi upphafsstaður, Vestmannaeyjar – Skrúður „strandstaður Syneta“ og Eskifjörður.
M/S Margareta. Mynd: Lennart Falleth

Neyðarkallið

Rétt fyrir miðnætti 25. desember, klukkan 23:20, strandaði skipið og áhöfnin sendi út neyðarkall.

 „Ran aground north of Seley, sinking, require immediate assistance“.

Greinilega hefur um misskilning að ræða því þegar neyðarkallið var sent út hélt áhöfnin að skipið hefði strandað við Seley, sem er mun norðar en Skrúð. Voru því björgunarskip send þangað í fyrstu.

Um 00:30 sendi áhöfnin út tilkynningu að um 35° slagsíða væri komin á skipið, en væri nokkuð stöðugt á strandstað. Skipið væri strandað þétt uppi við þverhnípt bjarg. Aðalvélar skipsins hefðu stöðvast skömmu áður en neyðarlýsing væri í lagi og fjarskiptakerfi líka.

Síðustu samtöl við skipið var um klukkan 01:00, aðfaranótt annars dag jóla. Klukkan 01:30 kom fyrsta björgunarskip á vettvang.

Myrkur var þegar strandið átti sér stað, 4-5 vindstig, öldurót, straumur og éljagangur á strandstað, og þá þegar fyrstu björgunarskip komu á vettvang hafði Syneta horfið sjónum björgunarmanna.

Strandstaður Synetu við Skrúð. Mun norðar er Seley, þar sem skipverjar töldu sig í fyrstu hafa strandað.

Um tankskipið M/S Syneta

Syneta hét áður M/S Marga og þar á undan M/S Margareta.

Syneta var 86 metra langt tankskip, 1,260 tonn. Syneta var skráð á Syndicate Tankships LTD í Gibralter, keypt árið 1985 og undir stjórn (gert út) af Haggerstone Marine LTd of Hornchurch.

Skipið var smíðað í Svíþjóð 1969 í Falkensbergs skipasmíðastöðinni.

Öll áhöfnin fórst í strandinu

Öll áhöfn Synetu fórst í strandinu, alls 12 manns. Níu fundust á floti í sjónum og náðust 7 þeirra um borð í skip og báta sem komu til aðstoðar og björgunar. Einn skipverjanna fannst með lífsmarki, en meðvitundarlaus er hann fannst. Hann lést skömmu síðar.

Farið var með líkin í land í Eskifirði, en þaðan síðan til Egilsstaða og með flugvél Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Lík Bretanna sex voru send út, en illa gekk að hafa upp á ættingjum mannanna frá Grænhöfðaeyjum. Þeir voru á endanum jarðsettir í Gufuneskirkjugarði.

Þeir sem fórust með M/S Syneta (Hér vantar nokkur nöfn, sem og upplýsingar um starf um borð)

  • Richard Cape – Stýrimaður
  • Mark Brooks – 2. stýrimaður
  • Bob Wakefield – Yfirvélstjóri
  • Alan Brown – 2. vélstjóri
  • Christopher Campbell frá Bracknell í Berkshire
  • Kevin Dixon frá Hull

Mennirnir frá Grænhöfðaeyjum hétu:

  • Manuel Joao Nascemento
  • Domingo Manuel Rocha
  • Ramino Fortes Silva

Ástæða strandsins

Ekki er vitað hver ástæða var fyrir strandinu en í brjóstvasa eins skipsverja fannst bréf þar sem hann segir frá bilun í skipinu og að ekki væri hægt að sigla því nema á 5 mílna hraða og sjálfstýring væri biluð.

Ein skýring á strandinu er talin vera að skipstjóri hafi ekki vitað staðsetningu skipsins og talið sig vera fyrir mynni Reyðarfjarðar og siglt beint í strand á Skrúð.

Sjópróf voru haldin í Hull 1987

Frétt Glasgow Herald – Home News um slysið
Flak M/S Synetu við Skrúð. Framhluti skipsins sést mara í kafi. (Heimild+mynd: Morgunblaðið 28.12.1986 – RAX)

Flakið af M/S Synetu

Syneta strandaði við norð-austurhorn Skrúðs. Vindátt stóð af suð-austri og svo síðar í suður. Mikið brak barst frá strandstað. Brak sem rak úr skipinu voru mikið innanstokksmunir, stólar, borð og annað tréverk.

Flakið er talið liggja á 45 metra dýpi.

Ekki er vitað hvort kafað hefur niður á flakið, eða neðansjávarmyndavél send niður. Upplýsingar um slíkt væri vel þegnar ef það hefur verið framkvæmt.

Dýptakort „sjókort“ af sjónum í kringum Skrúð. (Navionics)

_____________________

RÚV – 28.12.2016

Myndband af fréttavef RÚV þann 28.12.2016 – 30 ár frá því að Syneta sökk.

Lag Bubba Morthens – Syneta

Bubbi Morthens gerði lag tileinkað strandi Synetu

(ENGLISH)

In Friday’s disaster, the 1,260-ton British-owned tanker Syneta sent a mayday distress call saying it had run aground and couldn’t launch any life rafts because it was too close to a steep, rocky outcrop.

The crew of six Britons and six Cape Verde Islanders apparently jumped into the sea when the ship began to sink, said Rescue Organization spokesman Johannes Briem. The Syneta was smashed to pieces.

The rescuers recovered six bodies, all in life jackets. Two other bodies
slipped out of their jackets and sank as the searchers tried to pull them aboard trawlers. One crewman was found alive but died shortly afterward.

The other three crewmen were missing and presumed dead.

Hundreds of volunteers combed the beaches.

Rescuers found a letter in a British sailor’s pocket, which was dated Christmas Eve and addressed to a woman in England.

In it, the crewman complained that the ship could sail at only 5.7 miles an hour and its automatic pilot was inoperable, a spokesman said.

The 284-foot ship was purchased by Syndicate Tankships Ltd. of Gibraltar in October, 1985, and is managed by Haggerstone Marine Ltd. of Hornchurch outside London, said managing agent Gordon Haggerstone. It carried vegetable oils and was registered as a motor vessel, he said.

The Syneta was empty when it left the English port of Liverpool on Dec.20 for Eskifjordur on the east coast of Iceland to pick up 1,100 tons of fish- liver oil. „She had been due to . . . return via Rotterdam and Dunkirk,„
Haggerstone said.

The Syneta ran aground in relatively good weather on Skrudur rock, a 531- foot-high outcrop at the mouth of the Faskrudsfjordur fjord, he said.

Capt. Hannas Hafstein of the Icelandic Lifesaving Association said: „It`s high and it`s straight and the ship ran aground on the southern part of it. We can`t understand why she sailed right into it.„

The ship hit the rock at its northeast corner and was only a few yards from passing it safely, said Ingolfur Fridgeirsson, who was overseeing the rescue effort from Eskifjordur.

Briem said the crew gave an incorrect position 10 miles north of Skrudur rock in the mayday call. But he said rescuers found the tanker after seeing a distress flare fired by the crew.

The first of 12 fishing boats, the Thorri, got to the scene 30 minutes
later. It found the ship nearly capsized and saw no sign of the crew, Briem said.

The first body was found floating in the sea 70 minutes later.

Hefurðu frekari upplýsingar um Syneta slysið hafðu samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Upplýsingar og heimildir:

Suðurland (+1986)

Oftar en ekki er ákveðin dulúð yfir skipsflökum. Jafnvel enn frekar hvað það varð til þess að skipin höfnuðu á sjávarbotni. Sumum spurningum kann að vera svarað, við öðrum alls ekki. Mörg skipsflök eiga enn eftir að finnast.

Til dæmis hvað varðar orsök þess að íslenska flutningaskipið M/S Suðurland sökk 290 sjómílur austur af Langanesi á jólanótt 1986 er óljóst. Að minnsta kosti er sögur á kreiki um ýmsar ástæður.

Nokkrar bækur og greinar hafa verið skrifaðar um þennan atburð. Þá var gerð heimildarmyndin, Höggið, um slysið.

Skýrsla sjóslysanefndar segja til að frágangi farms hafi verið ábótavant. Aðrir vilja meina að kafbátur hafi valdið slysinu.

M/S Suðurland

M/S Suðurland var flutningaskip í eigu Nesskipa. Það var á leið til Murmansk, í Sovétríkjunum. Aðalfarmur skipsins voru 19.000 tunnur fullar af saltsíld.

M/S Suðurland sekkur

Þegar skipið var statt um miðja vegu milli Íslands og Noregs, eða tæpar 300 sjómílur ANA af Langanesi fannst áhöfninni að skipið hafi orðið fyrir miklu höggi. Skipið hallaði mjög, og sjór fór að flæða mjög hratt inn. Sökk skipið það hratt að skipverjar gáfust lítill tími til að klæðast hlífðarfötum, eða ráðrúm til að undirbúa sig á nokkurn hátt. Þegar þetta gerist er klukkan rétt fyrir miðnætti, og svarta myrkur.

Tveimur gúmmíbátum var varpað í sjóinn, en annar þeirra hvarf strax, hinn laskaðist nokkuð, varð hálffullur af sjó en hélst á floti.

Á aðfangadag við vaktaskiptin, eftir kvöldmat, um klukkan 20:00 var orðinn talsverður veltingur, suðaustan 8 vindstig, þannig að sjór fór að flæða yfir bakka og lúgur.

Neyðarkallið

Um klukkan 23:00 kom „höggið“. Vill áhöfnin meina það að þetta högg hafi ekki verið neitt eðlilegt högg.

Klukkan 23:17 barst Slysavarnarfélagi Íslands í Reykjavík neyðarkall frá Suðurlandinu þar sem lýst var að skipið væri að halla það mikið að það væri að fara á hliðina.

Sex manns fórust – fimm lifðu af

Tveimur gúmmíbátum var varpað í sjóinn, en annar þeirra hvarf strax út í myrkrið, hinn laskaðist nokkuð, varð hálffullur af sjó en hélst á floti.

Í áhöfn M/S Suðurland voru 11 manns. 6 fórust, 5 komumst lífs af, en þeim var bjargað af þyrluáhöfn danska varðskipsins Vædderen. Voru þeir þá búnir að hafast við í lekum og rifnum björgunarbát í tæpan hálfan sólarhring. Þeir gátu ekki setið í bátnum heldur þurftu að standa í einum hnapp. Þrír dóu um borð í björgunarbátnum.

Skipsflakið M/S Suðurland

Eftir því sem best er vitað þá er flakið af M/S Suðurland ófundið. Mögulega ekki hafi verið svo sem leitað af því þrátt fyrir vilja ýmissa aðila, og að slíkt gæti mögulega varpað ljósi á atburði þá sem varð til þess að skipið sökk. Talið er að skipið liggi á 2 km dýpi, 300 sjómílur ANA frá Langanesi, á miðja vegur milli Íslands og Noregs.

Heimildir og greinar – linkar

Hefurðu frekari upplýsingar? Geturðu hjálpað til við að koma upplýsingum á framfæri. Hafðu samband, skrifaðu póst hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst; diveexplorer@dive-explorer.com

Óþekkt skipsflak – Glettinganesgrunni

Unknown Shipwreck

Mjög oft gerist það að brak úr skipsflökum koma upp með veiðarfærum, eða sjómenn lenda í „festu“ eins og það er kallað. Nú á dögunum, í nóvember mánuði 2021 lentu skipverjar á togaranum Gullver NS12 í að festa nótina í skipsflaki er þeir voru á veiðum á Glettinganesgrunni.

Tók nokkurn tíma að losa festuna, og loks er það tókst þá kom upp með nótinni nokkuð af braki.

Dýpi á þessum slóðum var um 110 faðmar (ca. 200 metra dýpi).

Grunur leikur á að umrædd brak sé úr flakinu af vélskipinu Sæúlfi BA-75, eða jafnvel úr Fróðakletti GK-250.

Möguleg staðsetning á hvar brakið kom upp með veiðarfærum. (Kort; Google Earth)
Sjókort af svæðinu (Kort; Navionics)

Fróðaklettur GK250 (+1963)

Fróðaklettur GK250 (+1963) sökk 20 sjómílur út af Dalatanga, í ágúst árið 1963, eftir að varðskipið Ægir sigldi á hann í svartaþoku. Tók Fróðaklett 2 klukkustundir að sökkva og ekki varð manntjón.

Fróðaklettur GK250, eftir að hafa orðið fyrir varðskipinu Ægi – Heimild: Facecbook, Jón Kristjánsson (1963)
Fróðaklettur GK250, sekkur eftir að hafa orðið fyrir varðskipinu Ægi – Heimild: Facecbook, Jón Kristjánsson (1963)

Sæúlfur BA75 (+1966)

Sæúlfur BA75 (+1966) var gerður út frá Tálknafirði. Samkvæmt heimildum þá sökk Sæúlfur í nóvember mánuði 1966 (25. nóvember) 23 sjómílur SA út frá Dalatanga. Ekki varð manntjón.

Brakið sem kom upp með veiðarfærum togarans Gullver í nóvember 2021

Hefurðu upplýsingar? Hafðu samband, sendu mér póst.

Do you have additional information? Contact me, email: DiveExplorer@dive-explorer.com

Tenglar / frekari upplýsingar:

Freyja BA-272 (+1967)

Vélbáturinn Freyja BA 272 frá Súðavík (áður Jón Ben NK-71 / Neskaupsstað) var á línuveiðum út af svokölluðum Eldingum þegar síðast spurðist til áhafnarinnar, og var það mjög ógreinilegt. Talið var að það gæti bent til ísingar. 8 stiga norð-austan (NA) vindur og blindhríð var á tíma hvarfsins.

Þremur klukkustundum eftir hvarfið hafði hvassviðrið aukist upp í 9 stiga vindhæð og úrkoma einnig aukist. Frost var og skyggni aðeins 100 metrar.

Leitin að Freyju BA-272

Síðast hafði heyrst til Freyju klukkan 16:30 og hafði leit strax hafist með fjórum bátum um kvöldið og um nóttina. Daginn eftir hvarfið voru leitarskilyrði góð og bætti þá í leitarflokkana, leitað var á sjó, á landi og úr lofti. 20 bátar og 2 flugvélar voru við leit þegar hún stóð sem hæst. Voru strandir leitaðar frá Bolungarvík til Skálavíkur, leitað var á Inggjaldssandi út undir Barða og leitað í kringum Galtárvita.

Á þessu sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272 sem fórst veturinn 1967 með fjórum mönnum? Dýpi á þessu svæði er í kringum 120 m. (Sjókort: Navionics)

Fundur á munum er tengdust Freyju

Línubelgir úr Freyju fundust í beinni vindstefnu norð-austur frá þeim stað sem báturinn gaf síðast upp mögulega staðsetningu sína.

Bólfæri fannst 7 mílur frá Deild og 6,4 mílur frá Ryt.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).
Freyja BA 272 frá Súðavík, á þessari mynd hét skipið Jón Ben NK-71 og var þá frá Neskaupsstað. (Heimild: Morgunblaðið 03.03.1967)

Vélbáturinn Freyja BA-272

Vélbáturinn Freyja var 11 ára gamall línubátur er hann fórst. Freyja var 24 tonn að stærð, smíðaður í Neskaupsstað og gerður út frá Bíldudal.

Á sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272. (Mynd: Google Earth Pro)

Þeir sem fórust með Freyju BA-272

  • Birgir Benjamínsson, skipstjóri, frá Súðavík, f.26.09.1928.
  • Jón Hafþór Þórðarson, frá Súðavík, f. 5.4.1945.
  • Jón Lúðvík Guðmundsson, stýrimaður frá Súðavík, f. 2.7.1949.
  • Páll Halldórsson, frá Súðavík, f. 29.05.1916.
Þeir sem fórust með Freyju BA-272. (Morgunblaðið 7. mars 1967).

________________________________________

Uppfært 09.05.2021

Brak kemur upp með veiðarfærum

Í mars 2020 var fiskiskip á veiðum á þessum slóðum sem merkt eru inn á kortið. Kom þá upp með veiðarfærum brak / bútar úr skipi.

Ekki er meira vitað um hvers eðlis þetta brak var eða úr hvaða skipi. Grunur leikur á að það sé úr Freyju. Það hefur ekki verið staðfest, en áhöfnin tók gps hnitin á festunni til seinna tíma rannsókna.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).

(IS) Upplýsingar – (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um afdrif Freyju BA-272? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

M/s Kampen (+1983)

Í fréttablaðinu þann 02. maí 2020 kemur sú frétt að Umhverfisstofnun telji líklegt að skipsflakið M/s Kampen leki svartolíu af hafsbotni. En borið hafði á olíublautum sjófuglum við Suðurland og í Vestmannaeyjum. Sjá frétt hér.

Önnur frétt svipuð efnis birtist í Viðskiptablaðinu, Fiskifréttir 14. janúar 2021 vegna þess að uppruni svartolíulekans sé ófundinn. Sjá frétt hér.

Það gæti verið á þessum slóðum þar sem M/s Kampen sökk. (kort : Map.is – 05.08.2020)

M/s Kampen var þýskt skip, rúmlega 6000 þúsund tonn (6150 lestir). Skipið var á leið til Íslands, Grundatanga með 5,300 tonna kolafarm fyrir Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Var skipið að koma frá Rotterdam, Hollandi er það fékk á sig slagsíðu. Brotnuðu lúgur og sjór komst í lestina. Skipið var nýtt, ekki orðið ársgamalt þegar það sökk. Sökk það um 22 sjómílur aust-suð-austan af Dyrhólaey (10-12 sjómílur út af Alviðru?).

Eimskip hafði skipið á leigu til flutninga en það var í eigu þýska útgerðarfyrirtækisins Schulz og Klemmensen í Hamborg. Það var smíðað í Shanghai í Kína, en allur tækjabúnaður var þýskur. Sökk það um 22 sjómílur austsuðaustan af Dyrhólaey. Botndýpi á þessum slóðum er um það bil 100 til 200 metrar.

6 mönnum var bjargað, eftir að þeir höfðu velkst um í sjónum í meira en eina klukkustund en 7 fórust í þessu slysi, öll líkin fundust.

M/s Kampen var þýskt flutningaskip sem sökk undan suðurströnd Íslands árið 1983. Skipið var nýtt, ekki ársgamalt þegar það sökk.
Hafsbotninn framundan Vík í Mýrdal og Dyrhólaey. (Kort, Navionics – Sjókort – 05.08.2020)

Heimild: Morgunblaðið 16. janúar 1994

Þann 1. nóvember 1983 fórst þýska skipið Kampen er það átti eftir um 16 stunda siglingu til Vestmannaeyja. Í fyrstu taldi skipstjóri Kampens að stórfelld hætta væri ekki yfirvofandi og skipið myndi halda áætlun. En klukkustund síðar var komið annað hljóð í strokkinn, neyðarkall hefði borist frá skipinu og áhöfnin væri að yfirgefa það. Fjöldi fiskiskipa í námunda við slysstaðinn fór á vettvang, auk þess sem þess var óskað að varnarliðið sendi tvær þyrlur og C-130 Hercules leitarvél.

Aðstæður voru erfiðar, illviðri og myrkur. Nokkrir skipbrotsmenn voru hífðir úr sjónum upp í fiskiskip og var veður svo slæmt að beiðni um að fá þá hífða upp í leitarþyrlurnar var hafnað.

Frá því að fyrsti skipbrotsmaðurinn fannst í sjónum og þar til sá síðasti var hífður upp í skip liðu rúmar tvær klukkustundir.

Alls voru þeir 13 talsins, en aðeins 6 þeirra lifðu slysið af.

Heimildir og tenglar

______________________________________________________

Veistu eitthvað meira?… Geturðu bætt við upplýsingum?

Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; diveexplorer@dive-explorer.com

Æsa ÍS-87 (+1996)

Kúfiskbátnum Æsa ÍS 87 hvolfdi skyndilega og sökk í Arnarfirði í júlí mánuði árið 1996.

Veður var gott og sléttur sjór er slysið átti sér stað. Sex manns voru í áhöfn. Fjórum tókst að komast á kjöl skipsins en tveir létust. Lík annars þeirra fannst eftir umtalsverðar köfunaraðgerðir. Hinn fannst aldrei. Voru það ættingar mannanna sem létust sem börðust fyrir því að farið yrði í umræddar köfunaraðgerðir. Erlent köfunarfyrirtæki, frá Bretlandi, var fengið til að taka að sér verkið.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Æsu (Mynd; Google Earth)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flakinu, þar sem það liggur á rúmlega 80 metra dýpi. (Sjókort; Navionics)

Slysið gerðist það snögglega að áhöfnin hafði ekki tíma til að gefa út neyðarkall, en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar áhöfnin komst í björgunarbátinn. Einn áhafnarmeðlimurinn náði að kafa um 3 metra undir skipið til að losa björgunarbátinn með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður hafði ekki virkað.

Skelfisksskipið Æsa ÍS frá Flateyri. (Mynd; DV 26.07.1996)

Stuttu síðar frá því að skipið hafði hallað á hliðina sökk það. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni, síðar tók TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunar þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur beggja megin Arnarfjarðar.

Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70 til 80 metra dýpi klukkan 13:34. (Morgunblaðið 26.07.1996)

Víðtæk leit að þeim sem fórust bar ekki árangur.

Það var ekki fyrr en ættingar hinnar látnu börðust fyrir því að farið yrði í köfunaraðgerðir til að leita að mönnunum, að annar þeirra fannst.

Köfunaraðgerðir niður á flak Æsu. (Mynd; Vísir)
Tímaáætlun vegna köfunaraðgerða (Mynd; Vísir 12.05.1997, bls 4)

Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fyrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út.

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

_________________________________________________________________

Heimildir & tenglar

Heiðrún II ÍS-12 (+1968)

Þann 4. febrúar 2018 voru 50 ár liðin frá því að Heiðrún II ÍS 12 fórst í Ísafjarðardjúpi.

Það var aðfararnótt 5. febrúar 1968 sem Heiðrún II ÍS 12 fórst í Ísafjarðardjúpi. Með skipinu fórust sex menn. 

Horft frá höfninni í Bolungarvík í átt að Snæfjallaheiði. (Mynd; Ja.is)

Sunnudagsmorgunninn þann 4. febrúar 1968, um kl. 10:00 fyrir hádegi, fór frá Brimbrjótnum í Bolungarvík Heiðrún II. Óveður var þá þegar skollið á, og átti að bjarga skipinu með því að sigla því til öruggrar hafnar á Ísafirði, en við Brimbrjótinn var skipið í hættu.

Ferðin gekk vel til móts við Hnífsdal, en bilana hafði gætt í radar, dýptarmælum og talstöð. Fyrir utan Hnífsdal varð radarinn óvirkur og komst ekki í lag eftir það.

Páll Páls­son GK-360 frá Sand­gerði. Síðar Heiðrún II ÍS-12. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Árna­son (mbl.is/200 mílur 12-2-2018)

Var skipinu því siglt í var undir Snæfjallaströnd. Ofsaveður var þá þegar komið á, sem enn átti eftir að versna.

Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. febrúar heyrðist síðast til skipsins, og fullvíst má telja að Heiðrún II hafi farist um það leyti, um 2,7 sjómílur undan Vébjarnarnúpi.

Sjókort sem sýnir staðsetningu á hvar Heiðrún II liggur. Þarna er dýpi allt að 130 metrar. (Sjókrort; Nobeltech Navigator)

Heiðrún II ÍS 12

Heiðrún II var smíðuð árið 1963 á Akranesi og var 150 tonna eikarskip með 470 hestafla Krumhout vél. Skipið var í eigu Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík og var talið traust og gott sjóskip. Skipið var áður gert út frá Sandgerði undir nafninu Páll Pálsson GK 360. 

Með skipinu fórust sex manns

  • Rögnvaldur Sigurjónsson, 52 ára, skipstjóri
  • Ragnar, 18 ára sonur Rögnvalds
  • Sigurjón, 17 ára sonur Rögnvalds
  • Páll Ísleifur Vilhjálmsson, 31 árs, vélstjóri
  • Kjartan Halldór Kjartansson, 23 ára
  • Sigurður Sigurðsson, 17 ára

Hefurðu meiri upplýsingar um Heiðrúnu slysið? Hafðu samband, höfum söguna á einum stað, og í lagi. Sendu póst á mig; diveexplorer@dive-explorer.com.

Heimildir og tenglar

TF-Orn (+1987)

Flugvél af gerðinni Piper Chieftain, kallmerki TF-ORN, fórst í aðflugi að Ísafjarðarflugvelli 22. janúar 1987. Flugmaðurinn fórst í slysinu.

Flugvélinn fannst á hafsbotni eftir að rækjubátur hafði fest veiðarfærin í flakinu. Reyndist TF-ORN hvíla á leir / sandbotni á 120 til 130 metra dýpi.

Sjókort sem sýnir staðsetningu flaksins TF-ORN. Dýpi á þessum slóðum er 120 til 130 metrar. (Kort; Navionics)

__________________________________________________

Heimild: DV, Fimmtudagur 22. janúar 1987

Fórst í aðflugi að Ísafjarðarflugvelli

Janúar 22, 1987

„Menn á rækjubát sáu flugvélina út af Arnarnesi. Það voru blindél þegar þetta gerðist. Þeir sögðu að flugvélin hefði komið lágt yfir bátinn. Þeir sáu flugvélina hverfa inn í élin,“ sagði Skúli Skúlason, formaður Björgunarsveitarinnar Skutuls á ísafirði.

Kort sem sýnir staðsetningu flaksins. (Mynd: DV)

Flugmaður tveggja hreyfla flugvélar frá flugfélaginu Erni á ísafirði fórst er flugvél hans fór í sjóinn í ísafiarðardjúpi rétt fyrir klukkan 20 í gærkvóldi. Orsakir slyssins eru ókunnar. Flugmaðurinn hét Stefán Páll Stefánsson og var 38 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, á aldrinum 6 til 19 ára. Hann haföi búið á ísafirði í tvö ár. Flugvélin TF-ORN, með tíu sæti, af gerðinni Piper Chieftain, var að koma úr skoðun frá Akureyri.

Klukkan 19.48 tilkynnti flugmaðurinn sig yfir Reykjanesskóla og var að hefja aðflug.

Klukkan 19.56 hafði hann aftur samband við Ísafjarðar flugvöll. Flugvallarstarfsmaðurinn við Æðey, heyrði í neyðarsendi rétt staðfesti sambandið en heyrði ekki fyrir klukkan 20. Hófst þegar umfrekar frá flugvélinni. fangsmikil leit.

Flugvélin TF-ORN af gerðinni Piper Chieftain. (Mynd: DV / PPJ – 22.01.1987)

Varðskipið Óðinn, sem statt var Flugvél Flugmálastjórnar, útbúin miðunartæki fyrir neyðarsendinn, var komin á vettvang úr Reykjavík aðeins 35 mínútum síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og Orion-vél Varnarliðsins fóru einnig til leitar.

Á landi leituðu björgunarsveitir slysavarnadeilda og skáta úf Bolungarvík, Hnífsdal, Isafirði og Súðavík. Á sjó leituðu yfir tuttugu skip og bátar.

Um klukkan 22 fór að finnast brak um fiórar sjómílur norður af Skutulsfirði. Varðskipið fann fyrst olíubrák en stærsta brakið sem fannst var hluti úr væng.

Klukkan 23.50 fannst lík flugmannsins á floti.

Flugfélagið Ernir keypti þessa flugvél eftir slysið í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í apríl í fyrra. „Það er skammt stórra högga á milli. Það er ekki endalaust hægt að verða fyrir þessu,“ sagði Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi Ernis, í morgun.

______________________________________________

Heimild: Morgunblaðið 23. janúar 1987

Orsök flugslyssins ókunn: Getum að því leitt að vængur hafi rekist í sjó

Janúar 23, 1987

LEIT var haldið áfram í gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit.

LEIT var haldið áfram í gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á Ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit. Rannsóknarmenn frá Flugmálstjórn og flugslysanefnd fóru til Akureyrar í gær en þaðan var vélin að koma úr skoðun og viðhaldi. Orsakir slyssins eru ókunnar en hugsanlegt er að annar vængur vélarinnar hafi rekist í hafflötinn, en hálfur vængur er það eina sem fundist hefur af vélinni.

Flugmaður vélarinnar var einn í henni. Hann hét Stefán Páll Stefánsson, fæddur 1948, til heimilis að Brautarholti 14, Ísafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn, á aldrinum 6 til 19 ára.

Pétur Einarsson flugmálstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að draga ályktanir um orsakir slyssins fyrr en búið væri að draga saman öll hugsanleg rannsóknargögn. Flugslys gætu verið óhemju flókin í rannsókn og hverjar nýjar upplýsingar gætu gerbreytt myndinni. Þó hefði mönnum fyrst komið í hug að vængur vélarinnar hefði rekist í sjóinn en engar öruggar sannanir væru fyrir því og þó svo væri, sé ekki hægt að geta til um ástæðuna.

Karl Eiríksson starfsmaður flugslysanefndar og fleiri rannsóknarmenn fóru til Akureyrar í gær en þar hafði flugvélin verið til viðgerðar og viðhalds hjá Flugfélagi Norðurlands undanfarna daga. Umboðsmenn Flugmálastjórnar á Ísafirði leituðu í gær að braki úr flakinu, og að flakinu sjálfu, með hjálp Landhelgisgæslu, björgunarsveita og lögreglu.

Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi flugfélagsins Ernir, sagði samtali við Morgunblaðið í gær að slysið væri mikið áfall fyrir félagið. „Það versta er auðvitað að missa góðan félaga og frábæran starfskraft með þessum hætti.

Hvað varðar áhrifin á rekstur félagsins er ljóst að félagið þolir ekki svona áföll hvað eftir annað. Þetta er önnur vélin sem við missum á einu ári og ekkert félag þolir slíka blóðtöku til lengdar,“ sagði Hörður.

Aðspurður um hvort hann teldi ástæðu til að herða öryggisreglur varðandi flug á Vestfjörðum í ljósi þessara atburða sagði Hörður að strangar öryggisreglur giltu umflug á Vestfjörðum sem og annarsstaðar á landinu. Hann sagði ennfremur að ekkert benti til að rekja mætti orsök þessa slyss til ófullnægjandi öryggisreglna.

_____________________________________________________

Heimildir og linkar:

Surprice GK-4 (+1968)

Togarinn Surprice GK-4. (Mynd: Þjóðviljinn 6.9.1968

____________________________________________________________

Heimild: ÞJÓÐVILJINN 6. SEPTEMBER 1968

Surprise frá Hafnarfirði strandar við Landeyjasand.

Í birtingu í gærmorgun strandaði togarinn Surprise GK-4 *“ frá Hafnarfirði á Landeyjarsandi. Áhöfn togarans, 28 manns, bjargaðist öll í land á skömmum tíma, en enn er óvíst um björgun skipsins. Vindur var 6—8 stig og nokkurt brim, er strandið varð, og góð aðstaða til björgunar áhafnarinnar og var hún komin til Hafnarfjarðar um hádegi í gær.

Þjóðviljinn hafði í gær tal af Sófusi Hallfdánarsyni bátsmanni á Surprise og sagðist honum svo frá: — Við fórurn frá Hafnarfirði á lauiaardag og höfðum verið að fiska í br.iá daga á Reykianesgrunni og færðum okkur bá austur með landinu, bar sem veðrið var betra. og betri veiöiihorfur. Við vorum bví flestir sofandi um barð og sitimvaktin ein uppi, og vaknaði ég um kl. .5.30 við bað. að togarínn tók niðri. Þá voru 6—8 vindstig og ekki meira brim en vanalega er á bessum slóðum. Ég sá strax að við vorum ekki í beinni lífshættu, en. vitaskuld vorum við samt í hættu og lífbátarnir voru strax hafðir til taks, en beir voru ekki settir út. Loftskeytamaðurinn sendi út neyðarskeyti og björgunarsveitir voru fliótt komnar á vettvang. Við höfðum ekki gefið upp rétta staðarákvörðun og b.iörgunarsveitin fór austar en áttaði sig hvar yið vorum begar við senduím upp neyðarblysin. Þetta voru biörgunarsveitir frá Vesitur-Landeyjum og Hvolsvelli og voru beir komnir á strandistað með 17 jeppa. Við vonum 28 um borð og fóru 24 okkar í land á hállfiri klukfcustund og vöknaði eniginn í fæturna, enda var íhátt af hwalbaknuim , og stuifct í land. Alllir skipverjar voru m.i6|ií rólegir og samtaka svo að b.iörguinin gekk prýðísvel getur maður sagt.

Skipstjóri, stýrimenn og vélstjórar voru eftir um borð til að átta sig á aðstæðum til björgunar skipsins, en béir voru bó komnir í land á níunda tímanum, en eru erun fyrir austan á stnandstað meðan björgunartilraunir standa yfir. Við hinir komum til Hafnarf.iarðar á hádegi. Bf efcfci vensnar í sjónuim hef ég góða trú á að takist að b.iarga skipinu og mun varðskip vera vasntanlegt til hjálpar. Um orsakir slyssins vil ég ekkert s;eg.ia og keniur bað væntanlega fram. við s.iópróf, sagði Sófus Hálfdónarson, bátsmaður á Surprise..

Flak togarans Surprice. (Mynd; MBL / RAX / 10.06.2015)

Ólafur Sigurðsson, loftskeytamaður á Surprise, sagði að hann vildi vekja sérstaika athygli á hve björgunarsveitirnar á Hvolsvelli og í Ijandey.ium hefðu verið fljótar á vettvang og liprar í ðllum afskiptum af beim sikipbmtsmönnum, og hefðu be^ir skipverjar notið góðrar aðMynningair á Hvoflsvelli áður en beir héldu suður sitrax fyrir hádegi í ‘giæc. Það er áiieiðanllega brýn börf á betri aðvörunarmerk.iuim bainna á saJndinum við suðurstiröndina, sagði Ólaílur, og sést sitrönidin alls ekfci í radar. Meðan tæfcin voru að hitna leit ég út og sýndust hin istrjSlu strá á sandhólunum sem ólgandi sjór og var erfitt að greina þar á milli.

______________________________________________________________________

Myndir teknar úr lofti þann 17. mars 2015 af flaki Surprice

Gufuketill Surprice (Mynd: Henning Aðalmundarsson 17.03.2015)
Gufuketill Surprice (Mynd: Henning Aðalmundarsson 17.03.2015)
Gufuketill Surprice (Mynd: Henning Aðalmundarsson 17.03.2015)

Heimildir og tenglar