Skv. Þjóðminjalögum 1989 nr. 88, 29 maí þá teljast að jafnaði minjar 100 ára eða eldri til fornleifa. Það á sama við um skipsflök og eða hlutar úr þeim. Þó er heimilt að friðlýsa yngri minjar.
Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema leyfi fornleifanefndar komi til.
Friðlýsingar geta verið mismunandi og fer það eftir eðli minjanna og á hvers forræði friðlýsingin er.
Þetta er þau flök sem eru friðlýst samkvæmt þjóðminjalögum.
- Phönix (strandaði og sökk 31.janúar 1881 út af Löngufjörum Snæfellsnesi) Friðlýst þann: 23 desember 2010.
- Sjá nánar hér: Póstskipið Phönix


___________________________________

- Pourquoi-Pas ? (fórst á Mýrunum 16. september 1936). Friðlýst 16. september 2003.
- Friðlýsingarskjal Minjastofnunnar Íslands: http://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/pourquoi.pdf
- Sjá nánar hér: Pourquoi-Pas ?
___________________________________________________________________
- Northrop N-3PB Torpedo bomber (Fossvogi, 22. október 1942) Friðlýst þann: 07. febrúar 2003.
- Sjá nánar hér: Northrop N-3PB


(EN)
Protecting Maritime Heritage and Shipwrecks around Iceland.
All cultural heritage over 100 years old in the sea or around the shores of Iceland is the property of the Icelandic state, according to laws. 80/2012.
It is not allowed to dive into wreck sites protected around Iceland without permission from the Cultural Heritage Agency.
Heimildir:
Hér er listinn á vef Minjastofnunarinnar: