E.s. Balholm var norskt fiskiskip. Balholm lagði frá Oddeyrartanga, Akureyri, þann 2. desember 1926 og var ferðinni heitinni til Hafnarfjarðar, án viðkomu.
Um borð voru 24 manns (Upplýsingar um að það hafi líka verið 23 manns) .
Verið var að flytja fisk fyrir Kveldúlfsfélagið. Um borð var einnig „verðpóstur“.
Talið var að skipið hafði farist nóttina 6. -7. desember. Samkvæmt samtímaheimildum var talið að Balholm hafi farist fyrir innan skerjagarðsins á Mýrum. Ástæðuna var ekki vitað. Á þessum tíma hafi verið stormur, vont sjóveður. Vindur hafði gengið í hávestur með ofviðrisbyljum og þrumuverðri.
Hvort veðurfarið hafi verið orsakavaldurinn, sem er líklegasta skýringin þá voru líka hugmyndir um að ekki hafi verið næg kol um borð til að halda gufukatlinum gangandi.
Einnig má minnast á að fleiri skip hafa farist á þessum slóðum, m.a. Emelie og Sophie Wheatly sem fórust á „Mýrunum“ árið 1906.
Möguleg siglingleið Balholm frá Akureyri (02.12.1926) til Hafnarfjarðarhafnar. Á Ökrum, á Mýrum, skolaði á land braki úr skipinu Balholm, sem og einu líki. Enn öðru líki átti eftir að skola á land. Rauður kassi á Ökrum sýnir mögulega staðsetningu á flaki Balholm. (Kort; map.is)
Lík og brak úr skipsflaki rekur á land
12. desember hafði lík skolað á land skammt frá Ökrum á Mýrum. Hægt var að staðfesta hver hinn látni var. En skilríki fundust á líkinu. Reyndist þar vera Steingrímur Hansen, 18 ára frá Sauðá, Sauðárkróki.
Við frekari leit á svæðinu fundust bútar úr allstóru skipsflaki, þó ekki með neinu nafni á. Ýmislegt annað rak á land, eins og bút úr mahogniskáp og sitthvað fleira.
Síðar rak á land í námunda við Akra, stólar, mynd af kvenmanni, brot úr björgunarbát og svo björgunarhringur merktur BALHOLM.
Atlas kort sem sýnir mögulegt strandsvæði, staðsetningu á flaki BALHOLM. Kortið sýnir líka staðsetningu á Ökrum, Mýrum, þar sem brak úr flakinu rak á land, sem og einum sem fórst með skipinu. Einu öðru líki rak á land við Hvalseyjar. (Kort; Atlas, Landmælingar Íslands).
Hverjir fórust með Balholm?
Misræmi eru í tölum um fjölda þeirra sem voru um borð. Heimildir hafa verið um 19 manns hafi verið í áhöfn, og 5 farþegar. Alls 24 manns. En líka að um 23 manns hafi farist með skipinu. Bæði Íslendingar (þá alls 5) og útlendingar (18 norðmenn) sem voru um borð. Heildarlisti yfir þá sem fórust hefur ekki fundist.
Hér eru nöfn þeirra, sem heimildir eru til um, sem fórust með Bolholm.
Waage, ??, Skipstjóri
Theodór V. Bjarnar, verslunarmaður, Rauðará, Reykjavík
Balholm var norskt gufuskip, smíðað í Bergen, Noregi árið 1917-1918. 1610 smálestir að stærð, brúttó. Sagt var að Balholm hafi verið vandað skip. (Þó voru sögusagnir uppi á sínum tíma að Balholm hafi verið „algerlega ósjófært – leki eins og hrip“.
Ekki er til ljósmynd af skipinu, sem fundist hefur að svo stöddu.
D/S BALHOLM (MTQK) Bygd av J. Meyer’s Shipbuilding Co., Zalt-Bommel (# 432) 1044 brt, 590 nrt, 1620 t.dw. 214.9 x 33.3 x 14.2 3Exp. (Arnhemsche Stoomsleephelling Maats., Arnhem), 145 NHK 1917: Nov.: Levert som BALHOLM for J. M. Johannessen, Bergen 1919: Jan.: Overført til A/S Balholm (J. M. Johannessen), Bergen 1926: 06.12.: Grunnstøtte på Akra i Faxafjordur på reise Akureyri – Hafnafjördur med fisk. Været oppgis å ha vært snøstorm. Hele besetningen, 20 mann, omkom
Balholm var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu Æolus í Noregi. A.V. Tulinus var umboðsmaður þess hér á Íslandi.
Að auki
Heimildir voru til um að nóbelsskáldið Halldór Laxnes hafi átt pantað far með skipinu áður en það hafði lagt upp í þessa örlagaríku ferð, árið 1926. En af einhverjum ástæðum hafi Halldór misst af skipinu.
Skipstjórinn á Balholm var ungur að aldri, (Waage?) -, en hann hafði verið nýkvæntur og var kona hans með í för í þessari ferð. Bæði týndu lífinu með Balholm.
Skipsflakið Balholm
A. V. Tulinus sem var umboðsmaður Sjóvártryggingafélags skipsins. Fékk hann aðila að nafni Larsen til Íslands til að leita skipsins, eða braksins úr því.
Larsen fer upp á Mýrar árið 1927, sumarið eftir hvarf Balholm. En heimildir voru til um það frá ábúendum úr sveitinni, m.a. frá Jóni Samúelssyni, bónda á Hofsstöðum, að sjá mátti eitthvað standa upp úr sjónum, ekki mjög langt frá landi. Taldi Jón að sennilegast um „bómu“ hafi verið að ræða, sem stæði 3 álnir upp úr sjónum, S.S.V af Hjörsey og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur.
Samkvæmt Larsen þá hefur Balholm strandað og brotnað á skeri. Skipið hafi svo kastast yfir skerið, brotnað og sokkið og liggur svo við hlið þess. Dýpið sé um 8 metrar á fjöru.
Skipsflakið er í norður af Þormóðsskeri og vestur af Hjörsey. Flakið hafði fundist 22. júní 1926. Um hálfu ári eftir strandið.
Dýptarkort sem sýnir skerjagarðinn vestan við Hjörsey. Er þetta svæðið þar sem flakið af Bolholm liggur? Samkvæmt heimildum frá árinum 1926-1927 þá átti flakið að vera norðan við Þormóðssker og fyrir vestan Hjörsey. (Kort, Navionics).
Hefurðu upplýsingar um BALHOLM, eða nánari staðsetningu á flaki þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com
Shipwreck information, something about Balholm? Write me, email: diveexplorer@dive-explorer.com
M.s Arctic strandaði á Snæfellsnesi þann 17. mars 1943. Arctic lagði frá Reykjavíkurhöfn þriðjudagskvöldið 16 mars á leið til Vestmannaeyja á leið í fiskflutninga. Um borð voru 100 tonn af ís, og nokkuð af tómum kössum.
Strandaði skipið á sunnanverðu Snæfellsnesi við Melhamar á Mýrum (Stakkhamarsnesi). Komst skipið inn fyrir skerjaklasann og inn á sandinn við ströndina.
Hafði skipið rifið stórseglið á siglingu til Vestmannaeyja og sendi áhöfnin hjálparkall klukkan 4 um nóttina aðfaranótt miðvikudags. Hjálparkallið heyrðist ógreinilega hvar skipið væri statt en það heyrðist að það væri að reka á land. Talið var að það væri statt undan Garðskaga eða Skipaskaga.
Arctic á ytri höfninni við bæinn Gourock á vestursströnd Skotlands sumarið 1942. Heimild; fornleifur.blog.is
Leitin að skipinu
Eftir leit úr lofti fannst Arctic í fjörunni á Snæfellsnesi, en mannbjörg hafði orðið, allir skipverjar komust á heilu og höldnu í land.
Skipið náðist ekki út og hófst vinna við að bjarga munum úr skipinu og fór fram uppboð (tilboð) á þeim munum sem náðist að bjarga. Auglýsingar vegna þess komu fram í blöðum 3 maí 1943.
Strandaði skipið á sunnanverðu Snæfellsnesi við Melhamar á Mýrum (Stakkhamarsnesi) . Kort; Map.isSkútan Arctic
Skipstjórinn Jón Ólafsson
Skipstjóri Arctic var Jón Ólafsson, en hann lést skömmu eftir strandið að Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, Miklaholtshreppi. Hann var 63 ára að aldri er hann lést. Andlát hans mátti rekja til strandsins vegna áreynslu og veikinda.
M.S. Arctic
Arctic hafði verið á vegum Fiskimálanefndar þegar það strandaði en það var fyrsta frystiskip Íslendinga. Skipið var seglskip en þó með 160 hestafla hjálparvél. Það hafði verið smíðað árið 1919, úr eik og furu, 488 rúmlestir. Það var keypt 1939 á 107 þúsund, þá 20 ára gamalt. Kom það til Íslands vorið 1940. Það hafði alltaf verið á vegum Fiskimálanefndar og hafði aldrei reynst vel, talið stórgallað og ekki reynst happa skip. Þó kom það öllum skipverjum í land á lífi í þessu strandi.
Af og til stingst upp úr sandinum leifar gamalla tíma, og þá eru gömul skipsströnd/skipsflök meðtalin.
Á Snæfellsnesi, á Mýrunum við Gömlueyri eru tvö slík flök að finna.
Á Gömlueyri eru tvö skipsflök af frönskum skútum (fiskiduggur) sem strönduðu í fjörunni árið 1870. Veður var gott á tíma strandsins og komst áhöfnin öll lífs af í land. Annað skipið hét „Puebla“ frá Dieppa en hitt „Saint Joseph“ frá Portrieux. Samkvæmt heimildum er ekki ólíklegt að þessir staðir séu gamlir fiskibæir við Ermasundið.
Gamlaeyri er um það bil 5km langt sandrif. (Kort; Map.is-18.03.2020)
Það var þann 29. mars 1870 sem Ólafur Þorvaldsson (1830- ) bóndi á Litla-Hrauni opnaði bæ sinn um morguninn á leið í búið sitt þegar útlendir menn, alls 43 talsins voru staddir á jörð hans. Þeir virtust allir vera sæmilega vel á sig komnir og lítt hraktir og ómeiddir. Ljóst var að þarna voru á ferð áhöfn strandaðs skips eða skipa.
Bærinn Litlahraun er um 5 km frá strandstaðnum (Kort; Atlas, LMI.is)
Í mars mánuði 2020 flaug Axel Sölvason yfir Gömlueyri og náði neðangreindum ljósmyndum af öðru skipsflakinu. Ljósmyndir Axels sýna að skipsflakið gamla sést enn vel og er greinilegt í sandinum.
Hvort þarna sé skipsflakið af Puebla eða Saint Joseph er ekki vitað. (Þó ég giska á að þetta sé Puebla, miðað við heimildir??)
Á tíma strandsins var vitað að Saint Joseph var gamalt skip og illa farið. Puebla var nýrra skip, og heillegra eftir strandið en Saint Joseph. Reynt var að koma Puebla aftur út á sjó en án árangurs.
Uppboð á sjóreki og strandgóssi úr báðum skipunum urðu í nálægum sveitum þar sem mikið af vörum voru seldar.
Gamlaeyri – Skipsskrokkur (Ljósmynd; Axel Sölvason, mars 2020)Gamlaeyri – Skipsskrokkur (Ljósmynd; Axel Sölvason, mars 2020)Gamlaeyri – Skipsskrokkur (Ljósmynd; Axel Sölvason, mars 2020)
Lík reka á land í Staðarsveit
Á svipuðum tíma og á svipuðum slóðum þar sem frönsku skúturnar St. Joseph og Puebla strönduðu þá ráku á land 20 lík, í Staðarsveit, og svo mögulega eitt því til viðbótar (alls 21 lík) þó nokkuð vestar.
Samkvæmt heimildum töldu menn að þarna hefði ein önnur skúta farist eða jafnvel tvær, og að þær áhafnir hefði ekki verið eins heppnar og þær sem björguðust á land í Gamlaeyri.
Hefurðu upplýsingar sem þú getur bætt við í þessar heimildir? Hafðu samband, sendu mér töluvpóst; diveexplorer@dive-explorer.com.
Do you have any additional informations about this shipwrecks? Please contact me: DiveExplorer.
Heimildir og tenglar:
Bókin Snæfellingar og Hnappdælingar, eftir Þorstein Jónsson – 2000.
Flóabáturinn E/S Reykjavík var í vöru og fólksflutningum til verslunarstaðarins Skógarnes, á sunnanverðu Snæfellsnesi þegar hann strandaði á skeri vorið 1908.
Besta veður var þann 13. maí 1908 þegar strandið átti sér stað, logn og sléttur sjór. Um borð í E/s Reykjavík voru 20 farþegar, mikið af nauðsynjavörum, og timpur í nýtt verslunarhús í Skógarnesi. Við strandið kom gat á skipið, en það losnaði fljótlega af skerinu og rak stutta leið þar til það sökk. Allir um borð komust í björgunarbáta, eða stórum uppskipunarbát sem var um borð. Því björgunarbátar voru ekki nægir en engum varð meint af og komust allir í land í Skógarnes. Allur farmurinn sökk með skipinu og því varð mikið tjón við þetta strand.
Rústir gamla verslunarstaðarins í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)
Við þetta strand varð tjón Tangs verslunarinnar í Skógarnesi mjög mikið og tók verslunarmanninn Jónas alla ævi að greiða seljendum fyrir þær vörur sem hann hafði keypt.
Verslun í Skógarnesi hélt áfram um nokkur ár, þar til hún lagðist af árið
Leitin að flaki E/s Reykjavík hófst árið 2015. Gerðar voru áætlanir og loks var farið vorið 2018 til leitar. Í þeirri leit fundu Arnar Þór Egilsson og Ragnar Edvardsson leifar af flakinu.
Í Skógarnesi (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)Frétt Morgunblaðsins um fund flaksins af Reykjavíkinni (www.mbl.is – 22.05.2018)
Staðsetning flaksins fannst með hliðarhljóðbylgjutæki/tvígeislamæli (e. side scan sonar), ásamt því að vera staðfest með neðansjávarmyndavélum.
Málmbútur úr E/s Reykjavík (+1908). (Mynd: AÞE/RE mai 2018)
Málmbútur úr E/s Reykjavik (+1908) (Mynd AÞE/RE maí 2018)
Köfun niður á flakið hefur ekki farið fram en skipulagning vegna þess er í vinnslu.
Sjólagt leitardag var með besta móti (Ljósmynd; Ragnar Edvardsson – 12.05.2018)Í Skógarnesi (Ljósmynd; Arnar Þór Egilsson – 12.05.2018)
Phönix var 60 metra langt og 7 metra breitt. Það hafnaði á skeri 31. janúar 1881, sunnan við Syðra-Skógarnes, um kílómeter frá landi, milli Litla-Fiskhamars og Tjaldurseyja. Skerið sem Phönix strandaði á fékk síðar nafnbótina, Fönixarflaga.
Fönixarflaga er langt og mjótt sker sem hefst 500 metra frá
landi. Skerið teygir sig frá NNA til SSV. Skerið er 400 metra langt, 50 metra
breitt þar sem það er mjóast en 112 metra breitt þar sem það er breiðast.
Dýpi niður á skerið er 2 metrar miðað við meðalstraumsfjöru.
En allt að 4 metrar niður á það á flóði. Á fjöru teygir sjávargróður sig upp á
yfirborðið og auðvelt er að flækja skrúfur utanborðsmótora. Skerið er stórgrýtt,
gróðurríkt af stórum hrúðurkarlar, krossfiskar, skeljar og Steinbítar hafa sést
oft í kringum skerið og flakið.
Fönixarflaga. Skerið sem Phönix strandaði á og sökk við.
Dýpi niður á flakið er misjafnt þar sem hluti flaksins,
stefnið, situr enn á skerinu er minnsta dýpið niður á flakið. Skuturinn sem
liggur á mesta dýpi flaksins á u.þ.b. 9 metra dýpi en stefnið er á 2-3 metra
dýpi. Bakborðssíða flaksins liggur upp við skerið frá skut og alveg fram að
farmlestinni, er þar fyrir framan er hluti flaksins farið að liggja upp á
skerinu. Stefni flaksins liggur alveg ofan á skerinu.
Við köfun er vanalega hent út í botnlóði með uppstigslínu og
belg á gps hnitum í námunda við skut eða skrúfu flaksins.
Reynt verður að lýsa ástandi flaksins frá skut og að stefni.
Lýsing á flakinu
Skuturinn
Þegar niður á botn er komið blasir við lítill partur úr
skuti skipsins sem enn stendur uppréttur. Skuturinn liggur mest 10 – 12 metra
frá skerinu. Skuturinn liggur í skeljasandi á u.þ.b 9 metra dýpi. Rétt hjá, um
1. meter fyrir aftan skutinn, stendur skipsskrúfan, tvö skrúfu blöð, af fjórum,
standa upp úr sandinum.
Kafari við skrúfublað Phönix.
Skrúfublöðin eru nokkuð stór, þau eru víða þakin
hrúðurkörlum og eitthvað af sjávargróðri sem teygja sig upp í átt að
yfirborðinu. Hæð skrúfublaðanna frá botni og upp er ca. 1,5.
Sama má segja um þann part af skutnum sem stendur enn, nokkur
þaragróður er á honum, þó fer það eftir árstíma og hitastigi sjávar hversu
mikill og þéttur hann er. Talið er að skrúfan sé úr stáli en það hefur ekki
verið kannað nákvæmlega. 2011 var settur niður mælingapunktur 4 metra fyrir
aftan skrúfuna. 2012 leiðangrinum var þessi mælingapunktur nánast að öllu leyti
grafinn í sand og 2013 var hann horfinn. 2013 hafði mikill sandur safnast fyrir
ofan á flakinu og hulið marga hluta flaksins.
Skuturinn sem enn stendur er brot úr bakborðssíðunni. Sá
partur er ca. 4 x 4 m. og stendur 2 – 3 m. á hæð frá botni. Stjórnborðshluti (skutsins)
er fallinn niður og hefur verið grafinn í sand meira og minna alla þá leiðangra
sem farnir hafa verið frá 2009. Í 2011 leiðangrinum þá hafði talsverðan sand blásið
af flakinu. Þá hafði meðal annars farið sandur af bakborðsbyrðingnum og þá
mátti einnig greina brot úr stýri skipsins sem var staðsett fyrir aftan skipsskrúfuna
hægra meginn, stjórnborðsmeginn (austan megin).
Að innanverðu, á þeim hluta skutsins sem enn stóð mátti sjá
hluta drifskaftsins. Tenging drifskaftsins við vélina hefur losnað í sundur, og
stendur aðeins brot af drifskaftinu út úr byrðingnum. Hinn hluti drifskaftsins
liggur undir bakborðsbyrðingnum. Styrkingar á skutnum má sjá að innanverðu, en
skuturinn er víða brotinn og hallar í átt að stjórnborðshliðinni.
Stjórnborðs og
bakborðsbyrðingur frá skut fram að vél
Bakborðsbyrðingurinn
hefur brotnað niður, þ.e. sá hluti sem var fyrir framan skutinn fram að vél.
Sá byrðingur
hefur fallið inn á við og lokar af, hylur, að öllu leyti geymslurýmið og
kjölinn sem hefur verið fyrir aftan vélina. 2011 þá hafði sand blásið af
byrðingnum og þá mátti sjá hversu stór stálbyrðingur það hefur verið sem hafði
fallið niður. Er þá verið að horfa á ytri hlið byrðingsins. Sá hluti er
eitthvað heill en á nokkrum stöðum hefur hann brotnað vegna þunga og eru göt og
sprungur á honum vegna tæringar. Gróður á til að safnast á honum á vorinn og
sumrin þegar hann er ekki hulinn sandi.
Hluti skipssíðunnar, bakborðsmeginn.
Stjórnborðsbyrðingurinn
hefur fallið út á við en sá hluti hefur verið meira og minna hulinn sandi, alla
þá leiðangra sem hafa verið farnir hingað til og því hefur hann ekki verið
sýnilegur. Gera má samt ráð fyrir því að hann liggi í sandinum en ekki er vitað
hversu djúpt niður hann gæti legið niður á hann.
Þegar komið er fram að vél fór að bera á fleiri stórum
hlutum og einnig smáhlutum.
Vél og fram að
gufukatli
Vélin í Phönix skv. heimildum var ein single stage expansion
vél (1S), 2 cyl, frá A/S Burmaster & Wain´s Maskin- & skibsbyggeri, Kaupmannahöfn
(uppfærð í Phönix árið 1878).
Vélin hvílir nokkurn veginn enn á sínum stað, 2-3 metrum
hægra megin við vélina (stjórnborðsmegin) liggur mögulega hluti úr vélinni.
Nákvæm skoðun á hlutnum hefur ekki farið fram, en hann er þakinn gróðri og
hluti þess grafinn í sand. Hluturinn er ekki mjög stór, mögulega 1,5 m á lengd,
og 1 meter á hæð.
Hluti úr vélinni.
Í kringum vélina mátti sjá ýmislegt brak úr skipinu meðal
annars einn af 8 björgunargálgum (bátsuglum) skipsins.
Bakborðsmeginn við vélina mátti sjá hluta af byrðingnum, og
hvílir hluti af honum utan í skerinu. Á köflum er hann mjög illa farinn og
brotinn.
Hægt er að kafa að hluta til undir bakborðsbyrðinginn og
komast þannig „undir“ flakið þar sem sá hluti liggur utan í skerinu.
Vél fram að gufukatli
Gufuketillinn í Phönix var uppfærður
samkvæmt heimildum 1878.
Hann var af gerðinni, (1. (SB) Scotch 3(f) GS56 HS2000) Single
ended boiler, smíðaður af A/S Burmeister & Wain´s Maskin- og Skibsbeggeri í
Kaupmannahöfn.
(SB = Single ended boiler)
(f = furnace)
(GS = grate surface (in square feet)
(HS = Heating surface (in square feet)
Gufuketillinn liggur um það bil 80
til 90° á stjórnborða, hallar frá skerinu í austur. Það hefur sjálfsagt gerst
þegar skipið strandaði og síðar meir sökk þá hallaði skipið frá skerinu og niður
á dýpið stjórnborðsmegin. Með tímanum þegar skipið brotnaði upp, þá hefur þungi
gufuketilsins hallað á og þrýst á stjórnborðsbyrðinginn sem hefur síðan fallið
niður á botninn.
Því liggur gufuketillinn svona á
hliðina og að hluta til ofan á stjórnborðsbyrðingnum.
Gufuketill Phönix.
Sjávardýpi niður á gufuketil hefur
verið 2-4 metrar. Talsverður þaraskógur hvílir á honum á vorin og sumrin. Hæð
gufuketils niður á botn, eða gólf flaksins er um það bil 4 metrar.
Hægra megin við gufuketillinn, um
2-3 metra frá á honum, í sandinum, liggja tveir nokkuð stórir hlutir. Mögulega
úr gufukatlinum. Annar hluturinn er holóttur að innan. Hann gæti hafa verið
hluti af eða úr háfinum, hann er það stór og gatið það stórt að kafari getur
synt í gegnum hann.
Milli gufuketils og þessara hluta
eru nokkrir þekkjanlegir smáhlutir, eins og krani úr messing. Liggur hann einn
og sér ásamt flönsum, skrúfur sem hafa haldið honum föstum hafa eyðst í burtu
með tímanum. Pípur úr messing og kopar eru víða þarna í kring, en það nokkuð
eðlilegt í kringum gufuketil og vélina. Rétt undir gufukatlinum,
stjórnborðsmeginn, má sjá kýrauga ásamt festihring úr messing. Voru þessir
hlutir orðnir talsvert steinmyndaðir. Óþekktur hlutur úr messing, liggur hjá
kýrauganu. Þar rétt hjá var einnig annar krani úr kopar, lítill að stærð.
Milli tveggja stóru hlutanna úr
gufukatlinum mátti sjá postulín, tvo diska og eina súpuskál. Diskarnir eru
sjáanlega brotnir og eru nokkuð fastir við flakið. En steinmyndun hefur valdið
því ásamt hlutum sem hefur fallið niður á þá og eru þeir huldir að hluta til.
Súpuskálin liggur á hvolfi, svo merkingar á henni eru sýnilegar. Greina mátti
hvar súpuskálin hafði verið framleidd og af hvaða fyrirtæki. Virðist hún ekki
vera eins föst eins og diskarnir en þörf er á sérhæfðum verkfærum til að losa
hana og mikla vandvirkni ef möguleiki á að losa hana án þess að hún brotni.
Lengra stjórnborðsmegin út frá
þessum stóru hlutum úr gufukatlinum hefur byrðingurinn fallið niður á
sjávarbotninn. Á þessum byrðingi mátti sjá tvö kýraugu, eitt liggur fast í
byrðingnum, enn með glerið heilt. Þar rétt hjá var kýrauga, alveg laust, þar
sem skrúfur sem heldu því föstu höfðu með tímanum eyðst í burtu. Kýrauga þetta
var án glers.
Á þessum hluta byrðings mátti sjá
enn einn af 8 björgunagálgum (bátsuglum) skipsins. Liggur efsti hluti þess ofan
í sandi en neðri hlutinn er enn fastur við byrðinginn sem hefur fallið niður á
botn.
Farmlestin,
fyrir framan gufuketil
Svæðið, flöturinn fyrir framan
gufuketilinn, lestin, er víða mikið brotin og opið niður á sjávarbotn. Stórgrýti
standa einnig upp úr gólfinu, kjölnum. Byrðingurinn bakborðmeginn hefur lagst
upp að skerinu. Byrðingur stjórnborðsmeginn liggur á sjávarbotninum hægra
meginn við flakið. Hann er að miklu leyti grafinn í sand, brot úr byrðingnum
standa þó enn uppi.
Stjórnborðsmeginn, inn á milli
grindanna (bandanna) var að sjá koparhaldfang. Það var laust. Þar hjá á gólfinu
utan í byrðingnum að utanverðu lá laust kýrauga úr kopar, án glers. Á
byrðingnum, stjórnborðsmeginn, sem grafinn var í sand sást glitta í kýrauga, að
innanverðu. Kýraugað var án glers.
Á svæði farmlestarinnar mátti sjá
hluta af fram-mastrinu (fokku-mastur) og fæti/festingu hennar. Frammasturið var
höggvin/söguð niður á tíma strandsins, þannig aðeins hluti hennar er til
staðar. Það lá ofan á hlutum þarna í kring en það hefur lítið verið skoðað.
Skammt frá framsiglunni er hjól en hlutverk
þess er óþekkt. Þar fyrir ofan var fjögurra blaða skrúfa, sjálfsagt varaskrúfa
skipsins eða hluti af farmi skipsins. Skrúfa þessi var líklega úr stáli. Hún er nokkuð ógreinileg þar sem þessi hluti
flaksins er oft hulinn gróðri og lítt verið skoðað.
Stjórnborðsmegin í sandinum liggja
sjálfsagt brot/munir úr flakinu. Sést hefur í nokkurra tuga metra fjarlægð frá
meginhluta flaksins búta úr flakinu sem standa upp úr sandinum. Þeir hlutar eru
óþekktir en lítið hefur svæðið verið kannað með þetta í huga.
Teikning af flaki, og brakasvæði Phönix. Ragnar Edvardsson mældi flakið upp og teiknaði þessa mynd.
Stefnið
Fyrir framan farmlestina liggur
sjálfsagt stefnið, ofan á skerinu, en það hefur lítið verið skoðað og þar af
margt ókannað.
Sést hafa stál/þil plötur sem hafa
legið frá farmlestinni og upp á skerið. Á þessu svæði er talsverður og þéttur
þaraskógur sem hefur gert sjónskoðun takmarkaða og tímafreka. Akkeri,
akkerisvindur og keðjur hafa enn ekki sést svo dæmi séu tekin.
Gera má ráð fyrir að stefnið sé
mikið brotið, jafnvel dreift. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að hluti
stefnisins liggi eitthvað aðeins frá megin hluta flaksins.
Stjórnborðsmeginn, aðeins austan
meginn við „stefnið“ er lítil röst/gjá í skerinu. Í einni köfunni komu í ljós bútar
og munir úr flakinu. Meðal annars koparhnúðar sem hafa verið notaðar sem
festingar á grindverki skipsins.
Samantekt:
Síðan flakið af Phönix fannst, 2009, þá hefur verið kafað 60 sínnum niður á það. Þær kafanir hafa varað í alls 2428 min eða 40,5 klst. Þetta er ekki allt vinnukafanir því margar af þessum köfunum hafa eingöngu verið til að kanna og skoða.
Fornleifafræðingurinn Dr. Ragnar Edvardsson að teikna upp flak póstskipsins Phönix (Mynd Arnar Þór Egilsson)
Skipsflök við Íslandsstrendur / Shipwrecks around Iceland