Greinasafn fyrir merki: vestfirðir

Talisman EA 23 (+1922)

Talisman EA 23 var þilskip (Kútter) ætlaður til fiskveiða og flutnings, m.a. á fiskiafurðum.

Talisman lagði frá Akureyri 18.-19. mars 1922, og var ferðinni heitið til Vestmannaeyja með 200 tunnur af beitisíld. Frá Akureyri fór skipið til Siglufjarðar.

Talisman strandar við Súgandafjörð

Talisman fór frá Siglufirði fimmtudaginn 23 mars. kl. 21:30 og hreppti stórhríð um miðjan dag. í Húnaflóanum fékk það áfall; brotnaði þá ofan af káetunni og hana fyllti að sjó. Skipið hélt síðan áfram vestur fyrir land. Um laugardagsnótt sáu skipverjar vita og álitu það vera Straumnesvita.

Beygðu þeir þá að landi og ætluðu að hleypa inn á Ísafjarðardjúp. En vitinn, sem þeir sáu var ekki, á Straumnesi heldur vestan megin Súgandafjarðar og af þessum orsökum sigldu þeir til skipbrots upp á Sauðanes, milli Súgandafjarðar og Önundarfjarðar, Súgandafjarðarmegin.

Þar gekk óbrotinn sjór á land. Skipið brotnaði þegar allmikið og gerðu sjö af skipverjunum tilraun að komast á stórsiglunni til lands. 4 af þeim komust lífs af, og heilir á húfi en 3 fórust. Þeir 9 sem eftir voru á skipsfjöl fórust allir, því skipið brotnaði mjög fljótt.

Alls fórust því 12 menn en fjórir komust af.

Kort sem sýnir strandstað Talisman, við Kleifavík. Skipbrotsmennirnir komust í skjól á Stað, sem var um 30 mínútna ganga frá strandstað. (Kort/heimild: Tíminn 1963)
Strandstaður Talisman (rauður kassi) og svo Staður (rauður hringur) þar sem skipbrotsmennirnir komust í skjól. Kálfeyri (blár kassi) er þar sem Einar Guðbjartsson komast í land. (Loftmynd; map24 – Atlas kort)

Um þilskipið Talisman

Talisman (þýðing; „verndargripur“) var þilskip (kútter), 40 til 50 smálesta (46 rúmlesta) fiskiskip. Smíðaður í Englandi 1876. Keyptur frá bretlandi um aldamótin (1900). Talismann var eign Ásgeirs Péturssonar, (keyptur 1917) útgerðarmanns á Akureyri. Hafði Ásgeir endurbætt skipið eftir að það hafi komið í hans eigu, meðal annars bætt við hjálparvél, 40 hestafla Hein-vél.

Rætt var um það á þeim tíma að skipið hafi verið gott sjóskip, og ætið aflasælt.

Skipslíkan af Talisman EA 23. (Heimild, heimasíða Þórhallur Sófusson Gjöverad)

Þeir fjórir sem lifðu af strandið

  • Einar Guðbjartsson, Grenivík (Hann komst til Kálfeyrar eftir strandið)
  • Jakob Einarsson, Akureyri (Viðtal í Vísi 23.12.1966)
  • Jóhann Sigvaldason, Hörgárdal
  • Arinbjörn Árnason úr Möðruvallasókn, háseti

Þeir sem fórust í sjóslysinu

Nöfn þeirra sem fórust í sjóslysinu, alls 12 manns. En lík þeirra allra fundust, á víð og dreifð um kletta og sker. Sumir þeirra höfðu drukknað, aðrir fórust úr vosbúð og kulda.

  • Mikael Guðmundsson (f.1886-d.1922), Skipstjóri Talisman, frá Hrísey, búsettur á Akureyri.
  • Þorsteinn Jónsson, Grímsnesi, 2. stýrimaður
  • Stefán Arngrímsson, Akureyri, vélarstjóri
  • Stefán Jóhansson, Nunnuhóli í Möðruvallarsókn, matreiðslusveinn
  • Sigurður Þorkellsson, Siglufirði
  • Jóhannes Jóhannesson, Kúgili í Þorvaldsdal
  • Benedikt Jónsson, Akureyri (líkið af honum fannst fyrst)
  • Sæmundur Friðriksson, Glerárþorpi
  • Ásgeir Sigurðsson (fóstursonur skipseiganda)
  • Sigtryggur Davíðsson, Dalvík
  • Bjarni Emilsson, Hjalteyri
  • Gunnar Vigfússon, Siglufirði
Mikael Guðmundsson frá Hrísey (f.1886 – d.1922) var skipstjóri Talismann EA23. En hann fórst í þessu hörmulega sjóslysi þann 25.mars 1922.
Mjög vel gert myndband sem Eyþór Edvardsson gerði um Talisman EA 23 og um atburðinn í Súgandafirði. Hlekkur hér;

Strandstaðurinn og flakið af Talisman

Vantar upplýsingar!

Hefurðu frekari upplýsingar um þennan atburð? Hefurðu upplýsingar um strandstað Talisman eða eitthvað um flakið? Hafðu samband við mig, sendu mér tölvupóst; diveexplorer@dive-ecxplorer.com, eða skrifaðu hér á síðuna.

Upplýsingar, tenglar og heimildir:

Freyja BA-272 (+1967)

Vélbáturinn Freyja BA 272 frá Súðavík (áður Jón Ben NK-71 / Neskaupsstað) var á línuveiðum út af svokölluðum Eldingum þegar síðast spurðist til áhafnarinnar, og var það mjög ógreinilegt. Talið var að það gæti bent til ísingar. 8 stiga norð-austan (NA) vindur og blindhríð var á tíma hvarfsins.

Þremur klukkustundum eftir hvarfið hafði hvassviðrið aukist upp í 9 stiga vindhæð og úrkoma einnig aukist. Frost var og skyggni aðeins 100 metrar.

Leitin að Freyju BA-272

Síðast hafði heyrst til Freyju klukkan 16:30 og hafði leit strax hafist með fjórum bátum um kvöldið og um nóttina. Daginn eftir hvarfið voru leitarskilyrði góð og bætti þá í leitarflokkana, leitað var á sjó, á landi og úr lofti. 20 bátar og 2 flugvélar voru við leit þegar hún stóð sem hæst. Voru strandir leitaðar frá Bolungarvík til Skálavíkur, leitað var á Inggjaldssandi út undir Barða og leitað í kringum Galtárvita.

Á þessu sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272 sem fórst veturinn 1967 með fjórum mönnum? Dýpi á þessu svæði er í kringum 120 m. (Sjókort: Navionics)

Fundur á munum er tengdust Freyju

Línubelgir úr Freyju fundust í beinni vindstefnu norð-austur frá þeim stað sem báturinn gaf síðast upp mögulega staðsetningu sína.

Bólfæri fannst 7 mílur frá Deild og 6,4 mílur frá Ryt.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).
Freyja BA 272 frá Súðavík, á þessari mynd hét skipið Jón Ben NK-71 og var þá frá Neskaupsstað. (Heimild: Morgunblaðið 03.03.1967)

Vélbáturinn Freyja BA-272

Vélbáturinn Freyja var 11 ára gamall línubátur er hann fórst. Freyja var 24 tonn að stærð, smíðaður í Neskaupsstað og gerður út frá Bíldudal.

Á sjókorti er merkt flak. Er það flakið af Freyju BA-272. (Mynd: Google Earth Pro)

Þeir sem fórust með Freyju BA-272

  • Birgir Benjamínsson, skipstjóri, frá Súðavík, f.26.09.1928.
  • Jón Hafþór Þórðarson, frá Súðavík, f. 5.4.1945.
  • Jón Lúðvík Guðmundsson, stýrimaður frá Súðavík, f. 2.7.1949.
  • Páll Halldórsson, frá Súðavík, f. 29.05.1916.
Þeir sem fórust með Freyju BA-272. (Morgunblaðið 7. mars 1967).

________________________________________

Uppfært 09.05.2021

Brak kemur upp með veiðarfærum

Í mars 2020 var fiskiskip á veiðum á þessum slóðum sem merkt eru inn á kortið. Kom þá upp með veiðarfærum brak / bútar úr skipi.

Ekki er meira vitað um hvers eðlis þetta brak var eða úr hvaða skipi. Grunur leikur á að það sé úr Freyju. Það hefur ekki verið staðfest, en áhöfnin tók gps hnitin á festunni til seinna tíma rannsókna.

Rauður hringur sýnir Eldingar, síðustu staðsetninguna sem vitað var af Freyju BA-272. Grænn hringur sýnir Deild, grár hringur sýnir Ryt. Appelsínugulur (Orange) kassi sýnir staðsetningu á hvar bólfæri fundust. (Skrásetning; DE – Sjókort; Navionics).

(IS) Upplýsingar – (EN) Informations

(IS) Hefurðu frekari upplýsingar um afdrif Freyju BA-272? Geturðu bætt við upplýsingum á þessa síðu? Hafðu samband, sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com. Höfum söguna á hreinu og upplýsingar réttar.

(EN) Do you have additional information? Please contact me. Email; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir:

Halaveðrið (+1925)

Hér á árum áður í sögunni er að finna atburði / harmleika þar sem fjölmargir fórust á hafinu. Þrátt fyrir að harmleikirnir hafi verið aðskildir þá áttu þeir það sameiginlegt að eiga sama orsakavald, þá er það ekki bara veðurfar sem spilar þar inní.

Halaveðrið;

Í febrúar 1925 voru sextán togarar að veiðum á Halamiðum út af Vestfjörðum. Þeir náðu veðurspánni sem Veðurstofan sendi út kl. hálfníu laugardagsmorguninn 7. febrúar sem sagði að viðsjárverð lægð nálgaðist landið. Margir skipstjóranna létu spána sem vind um eyru þjóta, höfðu trú á skipum sínum og álitu að togarar gætu ekki farist í hafi. „En eins og svo oft áður máttu íslenskir sjómenn lúta í lægra haldi fyrir óblíðum náttúruöflum þessa febrúardaga og í Halaveðrinu fórust tveir togarar og einn vélbátur og með þeim 73 sjómenn“, segir í sögu Veðurstofunnar. Þessi hörmulegu sjóslys mörkuðu ákveðin þáttaskil í þjónustu Veðurstofu Íslands. Á aðalfundi Fiskifélags Íslands þetta ár var samþykkt að rannsaka ætti alla þætti öryggismála sjómanna og ekki síst á hvern hátt starfsemi Veðurstofunnar gæti orðið til þess að auka öryggi íslenskra sjómanna.

Heimild: Facebook síða Veðurstofu Íslands

Tveir togarar farast með allri áhöfn :„Leifur heppni“ og „Fieldmarschal Robertson„.

Heimild: Morgunblaðið 10. mars 1925

Það var um hádegisibilið, sunnudaginn 8. febrúar að hér í Reykjavík rak á aftaka landnorðan-rok, sem stóð allan daginn. Var það eitt hið mesta afspyrnuveður, sem nokkur maður mundi; þegar kom fram umnón, mátti segja, að tœplega væri hér í bænum gengt á milli húsa. Veður þetta tók yfir Suðurland austur fyrir Reykjanesfjallgarðinn: eigi austar, var veðrið mikið minna; austan til í Arnessýslu og austur í Rangárvallasýslu var veðrið sæmilegt, að minsta kosti sumstaðar.

Aftur gekk veður þetta með ofsahörku yfir Vesturland og Norðurlandi. Þegar veðrinu slotaði, gekk erfiðlega að fá fréttir utan af landi, því símasamband út frá Reykjavík í ýmsar áttir var ýmist slitið eða í megnu ólagi. Þannig mátti segja, að allir Vestfirðir væru að mestu leyti samhandslausir viíð höfuðstaðinn. Jafnóðum og síminn komst í lag, tóku að berast til Reykjavíkur fréttir um sorglegar slysfarir skemmdir á fé og mönnum til og frá. Eignatjón og skaða, sem allt stafaði af veðrinu.

En hvernig leið togaraflotanum úr Reykjavík og Hafnarfirði. sem yfir höfuð var allur að veiðum. Þegar veðrið skall á, ýmist fyrir sunnan land, eða fyrir vestan og norðan iand, norður á Halamiðin og sjómennirnir okkar kalla þetta nýja fiskimið, þarsem mest hafa verið uppgripin í haust og í vetur?

Voru togararnir ofansjávar eftir öll þessi ósköp, sem á höfðu gengið, eða skyldi veðrið hafa grandað þeim? pessar spurningar lágu eins og þungt bjarg á brjóstum alls þorra manna hjer í bænum, Hafnarfirði og öllu nágrenni. Menn báru almennt ekki mikinn kvíðboga fyrir skipunum, sem verið höfðu að veiðum sunnanverðu við landið. En það voru togararnir norður á Hala, sem ollu mönn um þungum áhyggjum. .. má vita, hvernig þeim befir reitt af í veðrínu“ ; það var viðkvæðið hjá öllum. — Það komu engin eða sárfá loftskeyti frá þeim; það gat raunar allt verið eðlilegt, loftskeytatækin í ólagi eftír veðrið. Þessi skip gátu líka legið í hópum inni fyrir Vestfjörðum. Símasambandið við flesta Vestfirði var slitið.

Mörgum þótti því ekki ástæða til að óttast um skör fram. Það var ekki um annað að tala en að bíða og vona það besta. Og — vonirnar tóku smámsaman að rætast. Á öðrum og þriðja degi tóku togararnir að tínast i inn á höfnina. En illa voru þeir útleiknir og verkaðir. Allt sem losnað gat á þilfari var skolað burtu. Þeir voru brotnir og bramlaðir og eins og eitt klakastykki frá sigluhún og niður á þilfar. En menn voru allir heilir og lifandi. En í krappan dans höfðu þeir flestir komist, hjá flestum verið skammt milli lífs og dauða. En eigi það nokkurs staðar við, að valinn maður sér í íhverju rúmir þá er það á íslensku togurunum okkar. Það var líka lánið í þetta sinn. Þeir höfðu fengið skelfilegt veður þarna norður frá, og veðrið hafði skollið um það bil 17 tímum fyrr á þar en hér; stórsjórinn, bylurinn og myrkrið verið að sama skapi.

Eru margar sögur sagðar af þrautum sjémannanna í þetta sinn, haráttu þeirra og lífsháska; en — líka, og ekki síður, af óbilandi kjarki þeirra, þrautseigju og dugnaði. Það hitnar blóðið í okkur, sem á landi erum, þegar við heyrum utan af sjónum, þessum ægilega vígvelli, frægðarsögurnar af löndum okkar, sem reynast þessir afburðamenn, þegar á reynir. Eftir þvi, sem togararnir komu til hafnar, þá glæddist hjá mönnum sú von, að á endanum mundu þeir allir koma að norðan og vestan, og að togaraflotinn mundi sleppa stórslysalaust frá þessti ógnarveðri.

En sú von átti ekki; af rætast, því miður. Það vantaði á endanum tvo togara norðan af Hala sem ekki komu fram, „Leif Heppna„, héðan úr Reykjavík og „Fieldmarshal Robertson“ enskan togara úr Hafnarfirði..

Voru á hinum fyrnefnda 33 menn, allir íslenskir. En á hinum síðar nefnda 35 menn, 29 íslenskir og 6 erlendir.

___________________________________________________________________

Bókin Halaveðrið mikla

Rithöfundur: Steinar J. Lúðvíksson, útgefin 2019

Forlagið Bókabúð;

___________________________________________________________________

Hefurðu upplýsingar? Viltu deila þeim ? Höfum söguna rétta! Sendu póst á diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og linkar:

Sæfari BA-143 (+1970)

Föstudaginn 09. janúar 1970 fór báturinn Sæfari BA-143 frá Tálknafirði til línuveiða. Um borð voru 6 manns. Voru þeir á veiðum undan Vestfjörðum. Síðast heyrðist frá áhöfninni um borð í Sæfara aðfaranótt laugardagsins 10. janúar klukkan 02:30. Þá hafði Sæfari skv. heimildum verið um 28 sjómílur norð-vestur af Kópanesi. Fyrirhugað var að Sæfari myndi koma til hafnar í Tálknafirði um hádegisbilið á laugardeginum þann 10 janúar 1970.

Sæfari BA-143 (Mynd mbl.is; 07.01.2020; Hálf öld liðin frá hvarfi Sæfara BA, Hugi Hreiðarsson / Ágúst Ingi Jónsson)

Veðurfar laugardaginn 10. janúar, stormur, allt að 10 vindstig (26 m/s) og éljagangur á köflum. Veðuraðstæður samkvæmt sjómönnum þar sem Sæfari hafði verið á veiðum var að lítil ísing hefði verið, en aukist er nær dró landi. Klukkan 03:00 sendir eftirlitsskipið breska Orsini veðurupplýsingar þar sem vindátt var norðaustan átt, 9 vindstig, hitastig -4°c og snjókoma.

Þegar komið var að hádegi á laugardeginum og áhöfn Sæfara ekki tilkynnt sig, og engar spurnir af honum var farið til leitar. Mikil og umfangsmikil leit fór fram, bæði á sjó og úr lofti. Einnig var gengið um fjörur. Veður til leitar var ekki gott, erfiðar aðstæður og lítið skyggni. Veður fór svo versnandi.

Ekki bar leit að Sæfara árangur og fannst ekkert af honum nema mögulega endabauja á línu sem áhöfnin hafði skilið eftir á veiðum deginum á undan.

Þann 15. janúar 1970 voru skipverjar taldir af. 6 manns fórust með Sæfara BA-143.

Tveimur árum síðar kom hluti formasturs ásamt bjöllu upp í vörpu togbátsins Guðbjarts ÍS. Talið er að bjalla þessi hafi tilheyrt Sæfara. Bjallan var þó ómerkt en á byggðasafni Ísafjarðar eru þar 3 ómerktar bjöllur, mögulega úr skipsköðum fyrri ára.

Sæfari BA-143 var 101 tonna stálskip sem var í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf. Þegar hann var keyptur var hann nýr, smíðaður í Brandenburg Þýskalandi árið 1960.

Höfnin á Tálknafirði (Mynd; já.is / 2019)

Hefurðu upplýsingar um Sæfara?, Komdu þeim á framfæri. Hafðu samband við mig, heimildir eru öruggar hér.. diveexplorer@dive-explorer.com

______________________________________

Heimildir og greinar:

Æsa ÍS-87 (+1996)

Kúfiskbátnum Æsa ÍS 87 hvolfdi skyndilega og sökk í Arnarfirði í júlí mánuði árið 1996.

Veður var gott og sléttur sjór er slysið átti sér stað. Sex manns voru í áhöfn. Fjórum tókst að komast á kjöl skipsins en tveir létust. Lík annars þeirra fannst eftir umtalsverðar köfunaraðgerðir. Hinn fannst aldrei. Voru það ættingar mannanna sem létust sem börðust fyrir því að farið yrði í umræddar köfunaraðgerðir. Erlent köfunarfyrirtæki, frá Bretlandi, var fengið til að taka að sér verkið.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Æsu (Mynd; Google Earth)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flakinu, þar sem það liggur á rúmlega 80 metra dýpi. (Sjókort; Navionics)

Slysið gerðist það snögglega að áhöfnin hafði ekki tíma til að gefa út neyðarkall, en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar áhöfnin komst í björgunarbátinn. Einn áhafnarmeðlimurinn náði að kafa um 3 metra undir skipið til að losa björgunarbátinn með handafli. Sjálfvirkur sleppibúnaður hafði ekki virkað.

Skelfisksskipið Æsa ÍS frá Flateyri. (Mynd; DV 26.07.1996)

Stuttu síðar frá því að skipið hafði hallað á hliðina sökk það. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni, síðar tók TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunar þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur beggja megin Arnarfjarðar.

Olíubrák kom fljótlega upp frá Æsu eftir að skipið sökk og fann Sæborg BA-77 flakið á um 70 til 80 metra dýpi klukkan 13:34. (Morgunblaðið 26.07.1996)

Víðtæk leit að þeim sem fórust bar ekki árangur.

Það var ekki fyrr en ættingar hinnar látnu börðust fyrir því að farið yrði í köfunaraðgerðir til að leita að mönnunum, að annar þeirra fannst.

Köfunaraðgerðir niður á flak Æsu. (Mynd; Vísir)
Tímaáætlun vegna köfunaraðgerða (Mynd; Vísir 12.05.1997, bls 4)

Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fyrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út.

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar hafðu samband við mig; diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

_________________________________________________________________

Heimildir & tenglar

Vestfirðir 2010 – Hljóðbylgjumælingar

(IS) Sónar og dýptar kannanir voru framkvæmdir á Vestfjörðum á árunum 2010 til 2012. Farnir voru leiðangrar þar sem þrír fyrirfram ákveðnir staðir voru skannaðir í og við Patreksfjörð. Þrír aðrir staðir skoðaðir í Arnarfirði og tveir staðir við Tálknafjörð og einn staður í Steingrímsfirði. Í heildina voru 9 staðir skoðaðir.

(EN) Side scan and bathymetric survey in the Westfjord in 2010-2011 and 2012. We did number of small scale surveys in three places in Patresksfjordur, Three places in Arnarfjord, tvo places in Talknafjordur and one place in Steingrímsfjordur. In total 9 sites were checked.

Sónar könnun í Patreksfirði 2010.
Side Scan and bathymetric survey near the coast of Patreksfjörður in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)
Sónar könnun í Patreksfirði 2010.
Side Scan and bathymetric survey near the coast of Patreksfjörður in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE)
Sónar könnun í Patreksfirði 2010. Höfnin á Patreksfirði skönnuð.

Side Scan and bathymetric survey near the coast of Patreksfjörður in the Westfjords in 2010. Side scan sonar mosaic of the harbour in Patreksfjordur.
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE)
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE)
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)

Köfun niður á skipsflak – Shipwreck
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)

Köfun niður á skipsflak – Shipwreck
Sónar könnun á Vestfjörðum 2010.
Side Scan and bathymetric survey in the Westfjords in 2010. (Mynd AÞE / RE)

Gyða BA (+1910)

Heimild: Þjóðviljinn 05.08.1910

Innsetning; DiveExplorer 23.10.2019

Samkvæmt fréttum úr Þjóðviljanum 05. ágúst 1910. Þá hafði Gyða BA mætt skipi frá Bíldudal á innsiglingunni úti í mynni Arnarfjarðar föstudagskvöldið. Síðar um kvöldið og nóttina þá gerði afspyrnuveður úr norðri með frosti og fannkomu.

Skútan Gyða BA

Álitið var að Gyða hafa verið komin inn undir Stapadal, er hún fórst.

Örin sýnist staðsetningu Stapadals. (Mynd; map.is / DiveExplorer 23.10.2019)

Eitthvað rek hafði orðið, meðal annars tvo þiljuhlera sjóhatta og annað ýmislegt lauslegt. Þessir munir höfðu rekið á Fífustaðahlíðum, milli Fífustaða og Selársdal á mánudeginum, helgina eftir hvarf Gyðu.

Á þessum slóðum var rek úr Gyðu BA, nokkrum dögum eftir hvarfið. (Mynd; map.is / DiveExplorer 23.10.2019)

Á skipinu voru 8 menn, sem voru frá Bíldudal og nágrenni.

Skipsflakið af Gyðu BA hefur aldrei fundist. Þó hafa sjómenn fengið skipsbúta í veiðarfæri sem talið er vera úr Gyðu. Það hefur ekki verið staðfest svo ég viti til.

Dýpi á þessum slóðum er 50 til 80 metrar.

Möguleg staðsetning á flaki Gyðu BA.

_________________________________________________________

Heimild: Arnfirðingur.is / dagbók skipstjórans

Hér á eftir fer útskrift úr dagbók skipstjórans á seglskútunni Gyðu frá Bíldudal, sumarið 1900. Skipið var þá að handfæraveiðum út af Vestfjörðum og skipstjóri var Veturliði Ólafur Bjarnason, afabróðir minn, en Jörundur og Pétur bræður hans voru einnig skipstjórar frá Bíldudal.

Gyða BA var í eigu Péturs Thorsteinssonar athafnamanns á Bíldudal, smíðuð á Bíldudal undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar skipasmiðs frá Önundarfirði, en hann lærði skipasmíði á Ísafirði og var m.a annar stofnenda Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar. Hann fluttist til Bíldudals um 1894.

Í bókinni Bíldudalskóngurinn er Gyða sögð 15 tonn og með 7 menn í áhöfn (bls. 181) Hún er reyndar sögð 8 tonn og með 6 í áhöfn nokkru síðar í sömu bók (bls. 186). Fyrri talan er þó líklegri, því þegar Gyða fórst með allri áhöfn, 10. apríl 1910 eru 8 menn skráðir í áhöfn. Skipstjóri þá var Þorkell Kristján Magnússon. 

_____________________________________________________

Minningarskjöldur með nöfnum þeirra sem fórust með seglskipinu Gyðu frá Bíldudal.
Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Selárdal. (Ljósmynd og heimild; https://skjalasafn.is/frettir/markverdar_heimildir_leynast_vida
Minningarskjöldur með nöfnum þeirra sem fórust með seglskipinu Gyðu frá Bíldudal.
Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Selárdal. (Ljósmynd og heimild; https://skjalasafn.is/frettir/markverdar_heimildir_leynast_vida

___________________________________________________________________________________________________

Er þetta flakið af Gyðu BA ? Hver veit!!! Þetta þyrfti að skoða betur.

Er þetta flakið af Gyðu BA ? Hver veit!!! Þetta þyrfti að skoða betur.

Hefurðu upplýsingar? Viltu deila þeim ? Höfum söguna rétta! Sendu póst á diveexplorer@dive-explorer.com

Do you have information? Pass it on.. email me: diveexplorer@dive-explorer.com

____________________________

Heimildir og tenglar:

Bergljót (+1900)

Í Álftafirði á Vestfjörðum liggur flakið af skonnortunni (e. Schooner) Bergljótu. Flakið liggur á grunnsævi, stutt frá landi.

Byrðingur flaksins er að hluta til kopar og er flakið að mörgu leyti skemmtilegt til köfunar.

Bergljót er talin hafa verið þýsk skonnorta, byggð 1879. Hún hafi verið notuð til að flytja byggingarefni en svo skilin eftir í kringum 1900.

Frekari upplýsingar eru ekki að hafa.

Skonnorta, samt ekki Bergljót. (Mynd; Wikipedia.com)
Tvígeislamynd (side Scan sonar) af flaki bergljótu (hægra megin). (Mynd; Ragnar Edvardsson / Arnar Þór Egilsson / 2011)
Há-upplausna tvígeislamynd (High rez side scan sonar) af flaki Bergljótu. (Mynd; Ragnar Edvardsson / Arnar Þór Egilsson / 2011)

Heimildir og linkar:

Arctic Convoy QP-13 (+1942)

Í júlí 1942 var skipalestin QP-13 að koma frá norður Rússlandi, hafnarborginni Arkhangelsk. Veður út af Vestfjörðum var nokkuð slæmt, mikil þoka og þar af leiðandi lítið skyggni. Þegar þarna var komið voru skipin í skipalestinni 19 talsins.

Norður út frá Straumnesi (Grænlandssundi) lá tundurdulfabelti, sem hafði verið lagt af Bretum, til þess að stöðva eða granda kafbátum Nasista í seinni heimstyrjöldinni. Skipalestin QP-13 villtist, og fann ekki réttu leiðina í gegnum tundurtuflabeltið og sigldi inn í það. Úr varð eitt mesta sjóslys í Íslandssögunni. 6 skip fórust með 240 manns.

Skipin sem fórust og sukku í þessu slysi voru:

  • HMS NIGER – Minesweeper (UK-Royal Navy) 149 fórust
  • FREIGHTER HYBERT (USA) 17 fórust
  • FREIGHTER HEFFRON (USA)
  • FREIGHTER MASSMAR (USA)
  • RODINA (USSR) 39 fórust

Skip sem skemmdust:

  • AMERICAN ROBIN
  • FREIGHTER EXTERMINATOR
  • FREIGHTER JOHN RANDOLPH
Kort sem sýnir staðsetningar á tundurduflabeltum sem voru lögð út frá Straumnesi, af Bretum, í seinni heimstyrjöldinni. (Kort; Lhg.is)
Sjókort sem sýnir staðsetningar á flökum skipalestarinnar QP-13. (Sjókort)
HMS Niger (N73) var hluti af QP-13 og sökk (Mynd; Wikipedia)

__________________________________________________________

Grein eftir Friðþór Eydal sem birtrist í Morgunblaðinu 5 júlí 2014.

Í dag er vígður minnisvarði í Bolungarvík um mesta sjóslys og björgunarafrek Íslandssögunnar. Nærri 240 manns fórust og rúmlega 250 björguðust við hættulegar aðstæður eftir að skipalest bandamanna sigldi inn í breskt tundurduflabelti skammt norður af Straumnesi að kvöldi 5. júlí 1942.

Slysið hefur ekki hlotið mikla almenna athygli hér á landi enda um erlend skip að ræða og ríkjandi fréttabann í hringiðu heimsstyrjaldarinnar síðari. Áhafnir þriggja fylgdarskipa sem veittu skipalestinni vopnaða vernd á siglingunni unnu einstætt björgunarafrek og mótorbáturinn Vébjörn frá Ísafirði hélt einnig til aðstoðar þrátt fyrir mikla hættu.

Eftirfarandi er stutt frásögn af slysinu sem byggð er á sama efni í bók minni Vígdrekar og vopnagnýr sem út kom árið 1997, ásamt frekari könnun á skjalfestum gögnum og öðrum samtímaheimildum.

Bandamenn héldu uppi umfangsmiklum birgðaflutningum til hafna í Norður-Rússlandi í síðari heimsstyrjöldinni. Til ársloka 1942 sameinuðust skipalestir í Hvalfirði til siglingar á þessari hættulegu siglingaleið. Nafntogaðasta skipalest sögunnar, PQ-17, hélt úr Hvalfirði 27. júní 1942 og sama dag lét skipalestin QP-13 úr höfn við Hvítahaf á vesturleið. Mættust þær 2. júlí og skömmu síðar hófust linnulausar árásir á PQ-17 sem lyktaði með því að 20 kaupskipanna 32 sem lögðu upp var grandað.

Ferð QP-13 var viðburðalítil framan af en undan Langanesi skildi leiðir skipa sem héldu til Skotlands og 19 skipa sem stefndu með Norðurlandi til Hvalfjarðar. Hvasst var af norðaustan með litlu skyggni og erfitt að ná staðarákvörðun. Stuðst var við dýptarmælingar og kl. rúmlega fimm síðdegis 5. júlí sýndist staðsetning geta verið um 21 sjómílu norð-norð-vestur af Horni. Mynduðu skipin tvær samsíða raðir til siglingar um 7 sjómílna breiða rennu með landinu innan við breskt tundurduflabelti út af Straumnesi.

Um kl. 18 var talið að skipin færu að nálgast Horn og var stefnunni breytt til suðvesturs. Tveimur klukkustundum síðar tilkynnti forystuskipið, H.M.S. Niger, að sést hefði til lands að Horni. Skyldi þegar breytt um stefnu til vesturs fyrir Kögur og Straumnes.

40 mínútum síðar tilkynnti herskipið að landsýnin hefði verið borgarísjaki og skyldi stefnunni aftur breytt til suðvesturs til þess að sleppa við tundurduflin. Örskömmu síðar sá áhöfn annars fylgdarskips hvar Niger sundraðist í sprengingu og svo til samtímis lentu fimm kaupskip einnig á tundurduflum og sukku.

Bresku togararnir Lady Madeleine og St. Elstan hófu þegar leit að kafbátum og vörpuðu djúpsprengjum. Skipstjóri frönsku korvettunnar Roselys ályktaði réttilega að skipin hefðu lent á tundurduflum og hóf þegar björgun skipbrotsmanna og togararnir einnig skömmu síðar. Var það ekki auðunnið verk í norðaustan brælu og slæmu skyggni innan um stórhættuleg segultundurdufl.

Einstætt björgunarafrek

Björgunarstarfið tók um sex og hálfa klukkustund og náði Roselys 179 skipbrotsmönnum. Heimildum ber ekki saman um heildartölu þeirra sem bjargað var en benda til að þeir hafi verið a.m.k. 254. Er það eitt mesta björgunarafrek við Íslandsstrendur og hlutu áhafnir skipanna þriggja verðskuldaða viðurkenningu fyrir frammistöðuna.

Atburðir kvöldsins fóru ekki fram hjá íbúum í Aðalvík sem fylgdust með útvarpsfréttum af talningu í alþingiskosningunum sem fram fóru sama dag. Var hald manna að mikil sjóorrusta stæði skammt undan landi. Síldarbátar á leið til Siglufjarðar höfðu leitað vars í Aðalvík vegna brælunnar og fékk yfirmaður bresku ratsjárstöðvarinnar á Sæbóli vélbátinn Vébjörn frá Ísafirði til þess að halda til björgunar. Náðust nokkur lík sem sett voru um borð í Roselys um nóttina. Ritaði breska flotastjórnin Halldóri Sigurðssyni skipstjóra þakkarbréf fyrir þátt áhafnarinnar á Vébirni í björgunaraðgerðunum.

Auk H.M.S. Niger fórust rússneska skipið Rodina og bandarísku skipin Hybert, Heffron, Massmar og John Randolph. Framhluti Lyberty-skipsins John Randolph, fannst á reki út daginn eftir og var dreginn til Reykjavíkur. Flutningaskipið Exterminator sem sigldi undir Panamafána náði til hafnar af eigin rammleik þrátt fyrir miklar skemmdir. A.m.k. eitt annað skip hlaut minni skemmdir.

Lík rekur af hafi

Slysið var versta áfall bandamanna við Íslandsstrendur í styrjöldinni. Alls munu nærri 500 manns hafa verið á skipunum sex sem fórust, þar á meðal nokkrar konur og börn á Rodyna auk fjölmargra skipbrotsmanna af skipum sem sökkt hafði verið í fyrri skipalestum. Með Niger fórust 146, þ.ám. tugir manna af breska beitiskipinu Edinburgh en einungis átta mönnum var bjargað. Heimildir benda til þess að a.m.k. 253 hafi farist.

Eitt lík rak í Aðalvík og nokkur á Ströndum vikurnar eftir slysið. Nokkur til viðbótar fundust á reki og var eitt flutt til Bíldudals og fjögur til Ísafjarðar og jarðsett þar. Sex lík sem rak á svæðinu frá Barðsvík að Bjarnarnesi voru greftruð í Furufirði ásamt „beinum úr hermannslíki“ sem fundust rekin þar um haustið. Eitt lík rak í Guðlaugsvík við innanverðan Húnaflóa, annað í Skálholtsvík og eitt á Kolbeinsá. Voru þau flutt til greftrunar í Reykjavík. Björgunarskip settu nokkur lík á land í Reykjavík og voru a.m.k. 16 bandarískir sjómenn og sjóliðar af áðurnefndum skipum jarðsettir þar auk þriggja úr áhöfn Niger.

Af munum og búnaði líkamsleifanna á Ísafirði, Bíldudal og í Furufirði var talið mega ráða að þær væru af Bandaríkjamönnum. Að styrjöldinni lokinni stóð Bandaríkjastjórn fyrir sameiningu líkamsleifa fallinna hermanna og sjómanna í stórum grafreitum á nokkrum stöðum í Evrópu og víðar um heim. Voru allar líkamsleifar á Íslandi, Grænlandi og í Kanada fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947. Líkið sem rak í Aðalvík var af ungum breskum sjóliða af H.M.S. Niger og var hann grafinn í Staðarkirkjugarði en fluttur í breska hermannagrafreitinn í Reykjavík eftir stríð.

___________________________

Uppfært: 25.07.2021
Neðansjávarmyndir af skipsflökum úr skipalestinni QP-13

Flikr síða Gunnars Birgissonar; Myndir síðan 2010.

___________________________

Hefurðu frekari upplýsingar? Hafðu samband við mig, sendu mér póst: diveexplorer@dive-explorer.com

Do you have more information? Something to share? Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

___________________________

Heimildir og linkar:

Ross Cleveland (+1968)

Ross Cleveland var breskur togari sem fórst í aftakaveðri á Ísafjarðardjúpi 4. febrúar 1968. Skipið var yfir ísað sem gerði það að verkum að skipið lagðist á hliðina og sökk út af Arnarnesi. 19 manns fórust en aðeins einn maður komst lífs af.

Breski togarinn Ross Cleveland frá Hull. (Mynd; Wrecksite.eu)

Skipsflakið:

Skipsflak Ross Cleveland liggur á rúmlega 126 metra dýpi. Flakið situr upprétt á botninum, umvafið sjávargróðri í myrkrinu.

Kort sem sýnir staðsetningu á flaki Ross Cleveland. Á þessum slóðum er yfir 100 metra dýpi. (Kort; Google Earth)

Heimildargerð:

Þáttagerðarmenn á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC settu saman leiðangur árið 2002 til að heimildagera sögu Ross Cleveland og í þeim leiðangri settu þeir niður fjarstýrða neðansjávarmyndavél (e. Remotely Operated Vehicle „ROV“) til að mynda skipsflakið.

Að mér skilst þá hafi Árni Kópsson, kafari, veitt þeim aðstoð í þessum leiðangri.

ROV mynd af flaki Ross Cleveland (Mynd; BBC / Inside Out)
Sjókort sem sýnir staðsetningu á flaki Ross Cleveland. Sjávardýpi á þessum stað er yfir 120 metra dýpi. (Kort; Navionics)

__________________________________________________________________

50 ára minningarmyndband um Ross Cleveland slysið. (Myndband: Youtube, TheTenderden – 07.01.2018)

_________________________________________________________

Skýrsla vegna sjóprófs:

_________________________________________________________

Viltu vita meira? Hefurðu einhverjar upplýsingar? Hafðu samband, höfum söguna á hreinu; e-mail: diveexplorer@dive-explorer.com.

Do you want to know more? Do you have additional information?

Please contact me; diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir og krækjur: