Allar færslur eftir DiveExplorer

Divemaster and a shipwreck hunter. Finder of SS Phönix (+1881) and SS Reykjavik (+1908). Specializes in underwater forensics & recovery.

TF-AIS (+1966)

TF-AIS var sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft.

TF-AIS var eitt af þessum slysum í íslenskri flugsögu þar sem flakið af flugvélinni hefur aldrei fundist. Minnir margt á flugvélina Glitfaxa (+1951), sjá hér.

Það var snemma árs 1966, eða 18 janúar, þar sem óskað var eftir sjúkraflugvélin austur á Neskaupsstað til að flytja 6 ára dreng á sjúkrahús. Drengurinn hafði fengið flís í augað.

Tveggja manna áhöfn var í TF-AIS, Sverri Jónsson, flugstjóri og Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður. Lögðu þeir frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30. Veðurskilyrði á austfjörðum voru slæm. Lentu þeir fyrst á Egilsstaðarflugvelli til að taka eldsneyti. Lögðu þeir af stað frá Egilsstaðarflugvelli klukkan 21:43. Flug þaðan að Norðfirði tók um 10-15 mínútur. Klukkan 22:05 hóf TF-AIS aðflug að flugvellinum á Neskaupsstað. Klukkan 22:12 er haft samband við flugvélina, en ekkert heyrðist frá henni. Mjög fljótlega var sett af stað leit að vélinni og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um borð í flugvél Flugfélag Íslands klukkan 22:53.

Eins og fram kom þá var slæm veðurskilyrði á tíma flugsins, dimm él, slæmt skyggni og myrkur. Frost var á bilinu -6 til -15 stig.

Staðsetning flugvallarins í Norðfirði (BINF) – (Kort; Skyvector)
Sjúkraflugvélin TF-AIS, af gerðinni Beechcraft.

Leitin að TF-AIS

Umfangsmikil leit var gerð af vélinni og að mönnunum tveimur sem voru í henni. Ekkert var í fyrstu hvort vélin hafi hafnað í sjó eða á landi. Leit hófst skömmu eftir að síðast heyrðist frá flugvélinni.

Síðustu skilaboðin voru klukkan 22:12, en þá gaf flugmaðurinn upp að hann sé að lækka flugið úti fyrir Norðfirði “ er að byrja að sjá niður“ eins og hann kallaði það. Eftir það ekkert meira frá TF-AIS en vélin voru kölluð upp á mínútu fresti til klukkan 22: 26. Var þá flugturninum á Egilsstöðum tilkynnt um hver staðan væri, að samband við TF-AIS hafi rofnað. Haldið var síðan áfram að kalla upp vélina, viðstöðulaust.

200 manns leituðu að TF-AIS, ásamt 14 bátum sem leituðu meðfram ströndu. 8 flugvélar tóku þátt sömuleiðis í leitinni og aðstoðuðu við að flytja leitarhópa.

Leitin að TF-AIS bar engan árangur. Á þessum tíma var talað um að þetta hafi verið umfangsmesta leit sem ráðist hefur verið í að týndum mönnum.

Mennirnir tveir sem fórust með TF-AIS

  • Sverrir Jónsson, flugstjóri
  • Höskuldur Þorsteinsson, flugmaður.

Bæði Sverrir og Höskuldur voru giftir og áttu fimm börn hvor.

Sverrir Jónsson til vinstri. Höskuldur Þorsteinsson til hægri.
Sjó/dýptarkort af Norðfirði (Kort; Navionics)

Flugvélin TF-AIS

Flugvélin TF-AIS var af gerðinni Beechcraft C-45H. Hún var keypt frá Danmörku (OY-DAY) og skráð á Íslandi 8. apríl 1964. Vélin var ætluð til farþega- og vöruflutninga.

Flugvélin var smíðuð í Bandaríkjunum, í Wichita, Kansas í maí 1954 af Beech Aircarft Corporation. Í Seinni heimstyrjöldinni (WWII) voru yfir 5000 þúsund slíkar vélar smíðaðar, en voru þá nefndar C-45.

Beechcraft flugvélarnar voru tveggja hreyfla, af gerðinni Pratt & Whitney, 450 hestafla (ha.). Vænghaf: 14,5m, Lengd: 10.30m. Farþegafjöldi 8 og einn í áhöfn. Hámarksflugtaksþyngd: 3970 kg. Flughraði: 412 km. Flugdrægni 2000km. Flughæð: 6,250m

Raðnúmer TF-AIS var 52-10801.

Flakið af TF-AIS

Eins og fram hefur komið þá hefur flakið af flugvélinni TF-AIS aldrei fundist. Leit að flakinu á landi og á sjó fór fram og þann 25.janúar 1966 fannst í fjörunni milli Gerpis og Barðsness björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS. Sjá hér.

Vestið var enn innpakkað, ekki blásið út þar sem það fannst í fjörunni Sandvík. Vestið var staðfest af flugmönnum frá Flugsýn sem staddir voru í Norðfirði. Á vestið var stimpluð dagsetning síðasta skoðunardags og upphafsstaðir skoðunarmanns.

Þar hjá fannst líka lítill pakki, sem ekki var kannast við.

Olíuflekkir fundust á nokkrum stöðum. Tekin voru sýni úr þeim, en engir þeirra reyndust vera í flugfari.

Töldu menn að þar sem björgunarvestið hafi fundist í Sandvík þá hefði flugvélin TF-AIS að líkendum hafnað í sjónum utan Barðanes, því vindáttin hafi verið slík að þangað hefði vestið varla farið hefði vélin lent inni á flóanum. Kemur það þó fram í heimildum að um getgátur séu um að ræða.

Kort sem sýnir Sandvík (rauður kassi) þar sem björgunarvesti úr flugvélinni TF-AIS fannst. Talið er að TF-AIS hafi farist fyrir utan Barðsnes (Kort, LMI)
Sjókort sem sýnir dýpi fyrir utan Barðanes

Hefurðu upplýsingar um TF-AIS? Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Information, something about the TF-AIS airplane? Write me an email: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir / Upplýsingar / Tenglar

Talisman EA 23 (+1922)

Talisman EA 23 var þilskip (Kútter) ætlaður til fiskveiða og flutnings, m.a. á fiskiafurðum.

Talisman lagði frá Akureyri 18.-19. mars 1922, og var ferðinni heitið til Vestmannaeyja með 200 tunnur af beitisíld. Frá Akureyri fór skipið til Siglufjarðar.

Talisman strandar við Súgandafjörð

Talisman fór frá Siglufirði fimmtudaginn 23 mars. kl. 21:30 og hreppti stórhríð um miðjan dag. í Húnaflóanum fékk það áfall; brotnaði þá ofan af káetunni og hana fyllti að sjó. Skipið hélt síðan áfram vestur fyrir land. Um laugardagsnótt sáu skipverjar vita og álitu það vera Straumnesvita.

Beygðu þeir þá að landi og ætluðu að hleypa inn á Ísafjarðardjúp. En vitinn, sem þeir sáu var ekki, á Straumnesi heldur vestan megin Súgandafjarðar og af þessum orsökum sigldu þeir til skipbrots upp á Sauðanes, milli Súgandafjarðar og Önundarfjarðar, Súgandafjarðarmegin.

Þar gekk óbrotinn sjór á land. Skipið brotnaði þegar allmikið og gerðu sjö af skipverjunum tilraun að komast á stórsiglunni til lands. 4 af þeim komust lífs af, og heilir á húfi en 3 fórust. Þeir 9 sem eftir voru á skipsfjöl fórust allir, því skipið brotnaði mjög fljótt.

Alls fórust því 12 menn en fjórir komust af.

Kort sem sýnir strandstað Talisman, við Kleifavík. Skipbrotsmennirnir komust í skjól á Stað, sem var um 30 mínútna ganga frá strandstað. (Kort/heimild: Tíminn 1963)
Strandstaður Talisman (rauður kassi) og svo Staður (rauður hringur) þar sem skipbrotsmennirnir komust í skjól. Kálfeyri (blár kassi) er þar sem Einar Guðbjartsson komast í land. (Loftmynd; map24 – Atlas kort)

Um þilskipið Talisman

Talisman (þýðing; „verndargripur“) var þilskip (kútter), 40 til 50 smálesta (46 rúmlesta) fiskiskip. Smíðaður í Englandi 1876. Keyptur frá bretlandi um aldamótin (1900). Talismann var eign Ásgeirs Péturssonar, (keyptur 1917) útgerðarmanns á Akureyri. Hafði Ásgeir endurbætt skipið eftir að það hafi komið í hans eigu, meðal annars bætt við hjálparvél, 40 hestafla Hein-vél.

Rætt var um það á þeim tíma að skipið hafi verið gott sjóskip, og ætið aflasælt.

Skipslíkan af Talisman EA 23. (Heimild, heimasíða Þórhallur Sófusson Gjöverad)

Þeir fjórir sem lifðu af strandið

  • Einar Guðbjartsson, Grenivík (Hann komst til Kálfeyrar eftir strandið)
  • Jakob Einarsson, Akureyri (Viðtal í Vísi 23.12.1966)
  • Jóhann Sigvaldason, Hörgárdal
  • Arinbjörn Árnason úr Möðruvallasókn, háseti

Þeir sem fórust í sjóslysinu

Nöfn þeirra sem fórust í sjóslysinu, alls 12 manns. En lík þeirra allra fundust, á víð og dreifð um kletta og sker. Sumir þeirra höfðu drukknað, aðrir fórust úr vosbúð og kulda.

  • Mikael Guðmundsson (f.1886-d.1922), Skipstjóri Talisman, frá Hrísey, búsettur á Akureyri.
  • Þorsteinn Jónsson, Grímsnesi, 2. stýrimaður
  • Stefán Arngrímsson, Akureyri, vélarstjóri
  • Stefán Jóhansson, Nunnuhóli í Möðruvallarsókn, matreiðslusveinn
  • Sigurður Þorkellsson, Siglufirði
  • Jóhannes Jóhannesson, Kúgili í Þorvaldsdal
  • Benedikt Jónsson, Akureyri (líkið af honum fannst fyrst)
  • Sæmundur Friðriksson, Glerárþorpi
  • Ásgeir Sigurðsson (fóstursonur skipseiganda)
  • Sigtryggur Davíðsson, Dalvík
  • Bjarni Emilsson, Hjalteyri
  • Gunnar Vigfússon, Siglufirði
Mikael Guðmundsson frá Hrísey (f.1886 – d.1922) var skipstjóri Talismann EA23. En hann fórst í þessu hörmulega sjóslysi þann 25.mars 1922.
Mjög vel gert myndband sem Eyþór Edvardsson gerði um Talisman EA 23 og um atburðinn í Súgandafirði. Hlekkur hér;

Strandstaðurinn og flakið af Talisman

Vantar upplýsingar!

Hefurðu frekari upplýsingar um þennan atburð? Hefurðu upplýsingar um strandstað Talisman eða eitthvað um flakið? Hafðu samband við mig, sendu mér tölvupóst; diveexplorer@dive-ecxplorer.com, eða skrifaðu hér á síðuna.

Upplýsingar, tenglar og heimildir:

Balholm (+1926)

E.s. Balholm var norskt fiskiskip. Balholm lagði frá Oddeyrartanga, Akureyri, þann 2. desember 1926 og var ferðinni heitinni til Hafnarfjarðar, án viðkomu.

Um borð voru 24 manns (Upplýsingar um að það hafi líka verið 23 manns) .

Verið var að flytja fisk fyrir Kveldúlfsfélagið. Um borð var einnig „verðpóstur“.

Talið var að skipið hafði farist nóttina 6. -7. desember. Samkvæmt samtímaheimildum var talið að Balholm hafi farist fyrir innan skerjagarðsins á Mýrum. Ástæðuna var ekki vitað. Á þessum tíma hafi verið stormur, vont sjóveður. Vindur hafði gengið í hávestur með ofviðrisbyljum og þrumuverðri.

Hvort veðurfarið hafi verið orsakavaldurinn, sem er líklegasta skýringin þá voru líka hugmyndir um að ekki hafi verið næg kol um borð til að halda gufukatlinum gangandi.

Einnig má minnast á að fleiri skip hafa farist á þessum slóðum, m.a. Emelie og Sophie Wheatly sem fórust á „Mýrunum“ árið 1906.

Möguleg siglingleið Balholm frá Akureyri (02.12.1926) til Hafnarfjarðarhafnar. Á Ökrum, á Mýrum, skolaði á land braki úr skipinu Balholm, sem og einu líki. Enn öðru líki átti eftir að skola á land. Rauður kassi á Ökrum sýnir mögulega staðsetningu á flaki Balholm. (Kort; map.is)

Lík og brak úr skipsflaki rekur á land

12. desember hafði lík skolað á land skammt frá Ökrum á Mýrum. Hægt var að staðfesta hver hinn látni var. En skilríki fundust á líkinu. Reyndist þar vera Steingrímur Hansen, 18 ára frá Sauðá, Sauðárkróki.

Við frekari leit á svæðinu fundust bútar úr allstóru skipsflaki, þó ekki með neinu nafni á. Ýmislegt annað rak á land, eins og bút úr mahogniskáp og sitthvað fleira.

Síðar rak á land í námunda við Akra, stólar, mynd af kvenmanni, brot úr björgunarbát og svo björgunarhringur merktur BALHOLM.

Síðar mun annað lík hafa rekið á land, við Hvalseyjar (Hvaleyjum) , og líka við Knararnesi á Mýrum (Má vera að þarna gæti verið lík af háseta af skipinu Baldri?) .

Atlas kort sem sýnir mögulegt strandsvæði, staðsetningu á flaki BALHOLM. Kortið sýnir líka staðsetningu á Ökrum, Mýrum, þar sem brak úr flakinu rak á land, sem og einum sem fórst með skipinu. Einu öðru líki rak á land við Hvalseyjar. (Kort; Atlas, Landmælingar Íslands).

Hverjir fórust með Balholm?

Misræmi eru í tölum um fjölda þeirra sem voru um borð. Heimildir hafa verið um 19 manns hafi verið í áhöfn, og 5 farþegar. Alls 24 manns. En líka að um 23 manns hafi farist með skipinu. Bæði Íslendingar (þá alls 5) og útlendingar (18 norðmenn) sem voru um borð. Heildarlisti yfir þá sem fórust hefur ekki fundist.

Hér eru nöfn þeirra, sem heimildir eru til um, sem fórust með Bolholm.

  • Waage, ??, Skipstjóri
  • Theodór V. Bjarnar, verslunarmaður, Rauðará, Reykjavík
  • Karólína Jónasdóttir, 18 ára, Strandgötu 35, Akureyri
  • Ingibjörg J. Loftsdóttir, 22 ára, Gránufélagsgötu 51, Akureyri
  • Steingrímur Hansen, 18 ára, Sauðá, Sauðárkróki
  • Guðbjartur Guðmundsson, 2. vélstjóri, Sólvöllum, Reykjavík

Líkið af Theodóri og Steingrími ráku á land.

Um skipið Balholm

Balholm var norskt gufuskip, smíðað í Bergen, Noregi árið 1917-1918. 1610 smálestir að stærð, brúttó. Sagt var að Balholm hafi verið vandað skip. (Þó voru sögusagnir uppi á sínum tíma að Balholm hafi verið „algerlega ósjófært – leki eins og hrip“.

Ekki er til ljósmynd af skipinu, sem fundist hefur að svo stöddu.

D/S BALHOLM (MTQK)
Bygd av J. Meyer’s Shipbuilding Co., Zalt-Bommel (# 432)
1044 brt, 590 nrt, 1620 t.dw. 214.9 x 33.3 x 14.2
3Exp. (Arnhemsche Stoomsleephelling Maats., Arnhem), 145 NHK
1917: Nov.: Levert som BALHOLM for J. M. Johannessen, Bergen
1919: Jan.: Overført til A/S Balholm (J. M. Johannessen), Bergen
1926: 06.12.: Grunnstøtte på Akra i Faxafjordur på reise Akureyri – Hafnafjördur
med fisk. Været oppgis å ha vært snøstorm. Hele besetningen, 20 mann, omkom

Balholm var vátryggt hjá Sjóvátryggingarfélaginu Æolus í Noregi. A.V. Tulinus var umboðsmaður þess hér á Íslandi.

Að auki

Heimildir voru til um að nóbelsskáldið Halldór Laxnes hafi átt pantað far með skipinu áður en það hafði lagt upp í þessa örlagaríku ferð, árið 1926. En af einhverjum ástæðum hafi Halldór misst af skipinu.

Skipstjórinn á Balholm var ungur að aldri, (Waage?) -, en hann hafði verið nýkvæntur og var kona hans með í för í þessari ferð. Bæði týndu lífinu með Balholm.

Skipsflakið Balholm

A. V. Tulinus sem var umboðsmaður Sjóvártryggingafélags skipsins. Fékk hann aðila að nafni Larsen til Íslands til að leita skipsins, eða braksins úr því.

Larsen fer upp á Mýrar árið 1927, sumarið eftir hvarf Balholm. En heimildir voru til um það frá ábúendum úr sveitinni, m.a. frá Jóni Samúelssyni, bónda á Hofsstöðum, að sjá mátti eitthvað standa upp úr sjónum, ekki mjög langt frá landi. Taldi Jón að sennilegast um „bómu“ hafi verið að ræða, sem stæði 3 álnir upp úr sjónum, S.S.V af Hjörsey og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur.

Samkvæmt Larsen þá hefur Balholm strandað og brotnað á skeri. Skipið hafi svo kastast yfir skerið, brotnað og sokkið og liggur svo við hlið þess. Dýpið sé um 8 metrar á fjöru.

Skipsflakið er í norður af Þormóðsskeri og vestur af Hjörsey. Flakið hafði fundist 22. júní 1926. Um hálfu ári eftir strandið.

Dýptarkort sem sýnir skerjagarðinn vestan við Hjörsey. Er þetta svæðið þar sem flakið af Bolholm liggur? Samkvæmt heimildum frá árinum 1926-1927 þá átti flakið að vera norðan við Þormóðssker og fyrir vestan Hjörsey. (Kort, Navionics).

Tenglar, heimildir og upplýsingar

Hefurðu upplýsingar um BALHOLM, eða nánari staðsetningu á flaki þess. Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Shipwreck information, something about Balholm? Write me, email: diveexplorer@dive-explorer.com

Winter Season 2022 – 2023

As the main expedition season is on hold because of the winter, it’s a good time for equipment maintenance and building new ones.

Here are two ROVs going through meticulous care and maintenance, and upgrade.

Also, our old but trusted underwater camera dive sled will be getting a heavy upgrade as it is needed to handle extreme and rigorous missions where it needs to perform in high current water.

We hope that the year 2023 will give us some exciting adventures in our search for new shipwrecks and investigating others. Our list is quite long.

Two ROV´s (Remotely Operated Vehicles) are under maintenance and upgrade. (Image: Diveexplorer – 12.2022)
ROV (Remotely Operated Vehicle) under maintenance and upgrade. (Image: Diveexplorer – 12.2022)
The old underwater camera dive sled. The camera and lights were removed before the overhaul and upgrade (Image: Diveexplorer – 11.2022)

FV Clyne Castle (+1919)

Sandarnir á Suðurlandi geyma mörg skipsflök. Sjálfsagt hafa strandað þarna tugir ef ekki hundruðir skipa í gegnum aldirnar. Mörg þeirra hafa horfið í sandinn, eyðst vegna tímans sjálfs eða sjávarfalla. Þó kemur fyrir að sandarnir skili af sér skipsflökum, eða hlutum úr þeim.

R/v Clyne Castle, botnvörpungur frá Grimsby er eitt af þeim skipsflökum sem strandaði á Söndunum og er að eyðast smátt og smátt þar til það hverfur með öllu, einn daginn.

Það var 17. apríl árið 1919 sem togarinn strandaði í Bakkafjöru.

Heimasíðan Eystrahorn (Bjartar vonir og vonbrigði) hefur að geyma mikið af upplýsingum og myndum um sögu Clyne Castle.

Clyne Castle árið 1923, þar sem hann er strandaður á Söndunum. (Heimild; Eystrahorn.is)

Strandið

Flakið í dag

Flakið af Clyne Castle er langt frá því að líta út eins og það hafi einhvern daginn siglt um höfin. Aðeins beygluð og ryðguð járnhrúga í sandinum.

Um skipið Clyne Castle

Grein í Morgunblaðinu 28. ágúst 2019 um Clyne Castle, sem og upplýsingaskilti um strandið. (Mbl 28.8.2019)
Grænn punktur sýnir staðsetningu á leifum/flaki Clyne Castle. GPS hnit: 63° 56.423N – 16° 24.061W (Heimild; map.is)
Loftmynd af leifum/flaki Clyne Castle – sést á miðri mynd. (Heimild/loftmynd; map.is)

Heimildir og linkar:

Euripides H959 (+1921)

Euripides H-959 var breskur togari sem fórst í Patreksfirði 3. mars árið 1921 í vondu veðri.

Skipstjórinn vildi ekki gefa skipið upp sem strand, og þess vegna var engu bjargað úr því. Björgunarskipið Geir náði því á flot, en það sökk skammt frá landi.

Þrír Íslendingar voru heiðraðir fyrir björgunarstörf (King´s Silver Medal for Gallantry).

15 manns voru í áhöfn

15 manns voru í áhöfn en 3 fórust með skipinu. Hér eru nöfn þeirra sem og nokkurra þeirra sem komust lífs af úr slysinu.

  • BLACKMAN,John.(31),9 Conway-st,Hull.[3rd/Hand]
  • FALE,William.(50),378 Hawthorne-ave,Hull.[Bosun]
  • HOLROYD,George.(22),9 Clyde-ter,Brighton st,Hull.[Deckhand]

12 komust lífs af úr slysinu (Aðeins heimildir fyrir 2 nöfnum)

  • ALBURY, WILLIAM JAMES (24), Leading Seaman (no. 6486/A), Euripides, Royal Naval Reserve, †11/07/1918, Son of James Albury; husband of Lucy Hannah Albury, of 34, Laurel Row, Brighton. Born at West Chiltington.
  • ROSE, BENJAMIN TUCK (30), Skipper, FV Euripides, Royal Naval Reserve, †11/07/1918, Son of Mr. and Mrs. Benjamin Rose, of Crown St., Aberdeen; husband of Dora Rose, of 135, Victoria Rd., Torry, Aberdeen,

Um togarann Euripides

Euripides FV var smíðaður árið 1907 af Mackie & Thomson, Govan, Yard No 348 í Skotlandi. 307 brúttó-tonn að þyngd.

Hann var byggður upphaflega fyrir Anglo-Norwegian Steam fishing Co. Ltd, í Hull.

Árið 1912 var Euripides keyptur af City Steam Fishing Co, Hull og svo 1915 færður undir Admirialty requisition. 1920 var honum svo skilað til eigandanna, City Steam Fishing Company og var í þeirra eigu á tíma strandsins.

John A. Laverack var framkvæmdastjóri City Steam Fishing Company.

Euripides H-959

Skipsflakið af Euripides

Í rannsóknar – og sónarleiðangri í Patreksfirði árið 2011 voru Arnar Þ. Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson, doktor í fornleifafræði á slóðum Euripides. Í stuttu hliðarverkefni frá öðrum mælingum fannst flakið af Euripides.

Ekki er að finna upplýsingar um að kafað hafi verið í þetta flak, eða rannsakað frekar en staðsetning þess er nokkuð þekkt. Nema kannski ónákvæm staðsetning?

Af sónarmyndum, tvígeislamælingum (e. side scan sonar), að dæma þá hvílir flakið af Euripides á um 10 til 12 metra dýpi. Brakasvæðið er um það bil 500 metra frá landi. Botngerð er skeljasandur, nokkuð gróður og þaraskógur, þar í kring. Flakið er mikið brotið, nokkuð brakasvæði en stóru þungu hlutir skipsins liggja nokkuð þétt saman en aðrir minni hlutir eru dreyfðir nokkuð þar í kring.

Ef kafað hefur verið í þetta flak, til upplýsingar eða jafnvel ljósmyndir má endilega hafa samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Side Scan Sonar mynd af flaki/braka svæði Euripides. (DiveExplorer@2011)

Hefurðu upplýsingar um Euripides sem þú vilt deila?

Do you have informations about this shipwreck?

Hafðu samband / Please contact me: diveexplorer@dive-explorer.com

Heimildir

Október 2022 – Shipwreck Project

Október 2022

Ávallt spennandi þegar ný skipsflök detta inn á sónarinn. Hér höfum við skipsflak sem við erum að rannsaka. Nokkrir leiðangrar hafa verið farnir (fjórir) en þeir hafa flestir verið ófullnægjandi og höfum við ekki náð að sinni að safna nægum gögnum.

Við höfum sterka hugmynd um hvaða skipsflak þetta er og verður það ekki gefið upp strax. Amk. ekki fyrr en staðfesting er komin og næg gögn og upplýsingar. Dýpið á þessum slóðum er um 40 metrar.

Það sem hægt er að gefa upp að svo stöddu er að það sökk á 20. öld, og því ekki fornminjar (fellur ekki undir fornminjalög). Aftur á móti það sem flækir hlutina, og því viljum við vera vissir um hvaða flak þetta er, því ekki ólíklega að það hafi orðið mannskaði þegar skipið sökk.

Við viljum vanda til verka þegar slíkt ber undir.

Hefurðu upplýsingar eða sögu um skipsflak / mannskaða sem þú vilt deila með okkur. Vantar þig upplýsingar sem gæti skipt máli, eða ekki um atburði út á sjó/vatni sem gæti varpað ljósi á skipsskaða. Hafðu samband og sendu tölvupóst. Ef um er að ræða trúnaðarmál, leyndó,, ekki málið, þess er vandlega gætt hér. diveexplorer@dive-explorer.com

Meira hér………………………………

(EN) Always exciting when new shipwrecks fall onto the sonar. Here we have a shipwreck that we are investigating. Several expeditions have been carried out (four), but most of them have been insufficient and we have not been able to collect enough data.

We have a strong idea of which shipwreck this is and it will not be released immediately. At least, not until confirmation has arrived and sufficient data and information.

What can be stated at the moment is that it sank in the 20th century, and therefore not an antiquities/protected (does not fall under antiquities law. On the other hand, what complicates things, and therefore we want to be sure, is that human casualties occurred when a ship sunk, i.e. in the case of the ship we suspect.

We want to work hard when this is necessary.

(EN-INFO) Do you have information about shipwrecks that you wanna share with us? Be in contact. If you need it to be a secret, no problem. Email us: diveexplorer@dive-explorer.com

More information here…………………..

Eyrarbakki – Old Harbor

Eyrarbakki September 2022 – Underwater Investigation.

For many years we have wanted to investigate the old harbor at Eyrarbakki.


Eyrarbakki was one of the oldest harbors in Iceland, as it was an old trading post/town from the Middle Ages to 19th. Century.


Written documents and stories have been told about many shipwrecks around this old harbor.


We started the investigation with a Side Scan Sonar sweep. The weather was quite good for operating the boats and sonar. There are strong currents and powerful forces around the harbor. The depth become pretty deep short distance from the shore and many rocks, and underwater cliffs.


The preliminary investigation gives us a better understanding of the sea state, currents, underwater structure, etc., and possibilities for shipwrecks or the survival of other man-made objects.

Heimildir

M/S Syneta (+1986)

Syneta áður M/S Marga, áður M/S Margareta, var tankskip á leið til Íslands frá Liverpool, Englandi, til að lesta loðnulýsi, sem sigla átti með til Rotterdam í Hollandi og Dunkirk í Belgíu. Var það því tómt er það strandaði.

Fyrst átti skipið að koma við í Vestmannaeyjum en breytti um áætlun er komið var að landinu og sigldi því meðfram Austfjörðum í stað þess að koma beint frá hafi til Eskifjarðar.

M/S Syneta. (Heimild:)

Áhöfn

Skipið lagði úr höfn 20. desember frá Liverpool og í áhöfn voru tólf manns, fimm yfirmenn og kokkurinn voru frá Bretlandi en sex skipverjar frá Grænhöfðaeyjum. Áhöfnin var að mestu leyti lausamenn fengnir í þessa ferð sem síðan reyndist örlagarík.

Liverpool, Englandi upphafsstaður, Vestmannaeyjar – Skrúður „strandstaður Syneta“ og Eskifjörður.
M/S Margareta. Mynd: Lennart Falleth

Neyðarkallið

Rétt fyrir miðnætti 25. desember, klukkan 23:20, strandaði skipið og áhöfnin sendi út neyðarkall.

 „Ran aground north of Seley, sinking, require immediate assistance“.

Greinilega hefur um misskilning að ræða því þegar neyðarkallið var sent út hélt áhöfnin að skipið hefði strandað við Seley, sem er mun norðar en Skrúð. Voru því björgunarskip send þangað í fyrstu.

Um 00:30 sendi áhöfnin út tilkynningu að um 35° slagsíða væri komin á skipið, en væri nokkuð stöðugt á strandstað. Skipið væri strandað þétt uppi við þverhnípt bjarg. Aðalvélar skipsins hefðu stöðvast skömmu áður en neyðarlýsing væri í lagi og fjarskiptakerfi líka.

Síðustu samtöl við skipið var um klukkan 01:00, aðfaranótt annars dag jóla. Klukkan 01:30 kom fyrsta björgunarskip á vettvang.

Myrkur var þegar strandið átti sér stað, 4-5 vindstig, öldurót, straumur og éljagangur á strandstað, og þá þegar fyrstu björgunarskip komu á vettvang hafði Syneta horfið sjónum björgunarmanna.

Strandstaður Synetu við Skrúð. Mun norðar er Seley, þar sem skipverjar töldu sig í fyrstu hafa strandað.

Um tankskipið M/S Syneta

Syneta hét áður M/S Marga og þar á undan M/S Margareta.

Syneta var 86 metra langt tankskip, 1,260 tonn. Syneta var skráð á Syndicate Tankships LTD í Gibralter, keypt árið 1985 og undir stjórn (gert út) af Haggerstone Marine LTd of Hornchurch.

Skipið var smíðað í Svíþjóð 1969 í Falkensbergs skipasmíðastöðinni.

Öll áhöfnin fórst í strandinu

Öll áhöfn Synetu fórst í strandinu, alls 12 manns. Níu fundust á floti í sjónum og náðust 7 þeirra um borð í skip og báta sem komu til aðstoðar og björgunar. Einn skipverjanna fannst með lífsmarki, en meðvitundarlaus er hann fannst. Hann lést skömmu síðar.

Farið var með líkin í land í Eskifirði, en þaðan síðan til Egilsstaða og með flugvél Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Lík Bretanna sex voru send út, en illa gekk að hafa upp á ættingjum mannanna frá Grænhöfðaeyjum. Þeir voru á endanum jarðsettir í Gufuneskirkjugarði.

Þeir sem fórust með M/S Syneta (Hér vantar nokkur nöfn, sem og upplýsingar um starf um borð)

  • Richard Cape – Stýrimaður
  • Mark Brooks – 2. stýrimaður
  • Bob Wakefield – Yfirvélstjóri
  • Alan Brown – 2. vélstjóri
  • Christopher Campbell frá Bracknell í Berkshire
  • Kevin Dixon frá Hull

Mennirnir frá Grænhöfðaeyjum hétu:

  • Manuel Joao Nascemento
  • Domingo Manuel Rocha
  • Ramino Fortes Silva

Ástæða strandsins

Ekki er vitað hver ástæða var fyrir strandinu en í brjóstvasa eins skipsverja fannst bréf þar sem hann segir frá bilun í skipinu og að ekki væri hægt að sigla því nema á 5 mílna hraða og sjálfstýring væri biluð.

Ein skýring á strandinu er talin vera að skipstjóri hafi ekki vitað staðsetningu skipsins og talið sig vera fyrir mynni Reyðarfjarðar og siglt beint í strand á Skrúð.

Sjópróf voru haldin í Hull 1987

Frétt Glasgow Herald – Home News um slysið
Flak M/S Synetu við Skrúð. Framhluti skipsins sést mara í kafi. (Heimild+mynd: Morgunblaðið 28.12.1986 – RAX)

Flakið af M/S Synetu

Syneta strandaði við norð-austurhorn Skrúðs. Vindátt stóð af suð-austri og svo síðar í suður. Mikið brak barst frá strandstað. Brak sem rak úr skipinu voru mikið innanstokksmunir, stólar, borð og annað tréverk.

Flakið er talið liggja á 45 metra dýpi.

Ekki er vitað hvort kafað hefur niður á flakið, eða neðansjávarmyndavél send niður. Upplýsingar um slíkt væri vel þegnar ef það hefur verið framkvæmt.

Dýptakort „sjókort“ af sjónum í kringum Skrúð. (Navionics)

_____________________

RÚV – 28.12.2016

Myndband af fréttavef RÚV þann 28.12.2016 – 30 ár frá því að Syneta sökk.

Lag Bubba Morthens – Syneta

Bubbi Morthens gerði lag tileinkað strandi Synetu

(ENGLISH)

In Friday’s disaster, the 1,260-ton British-owned tanker Syneta sent a mayday distress call saying it had run aground and couldn’t launch any life rafts because it was too close to a steep, rocky outcrop.

The crew of six Britons and six Cape Verde Islanders apparently jumped into the sea when the ship began to sink, said Rescue Organization spokesman Johannes Briem. The Syneta was smashed to pieces.

The rescuers recovered six bodies, all in life jackets. Two other bodies
slipped out of their jackets and sank as the searchers tried to pull them aboard trawlers. One crewman was found alive but died shortly afterward.

The other three crewmen were missing and presumed dead.

Hundreds of volunteers combed the beaches.

Rescuers found a letter in a British sailor’s pocket, which was dated Christmas Eve and addressed to a woman in England.

In it, the crewman complained that the ship could sail at only 5.7 miles an hour and its automatic pilot was inoperable, a spokesman said.

The 284-foot ship was purchased by Syndicate Tankships Ltd. of Gibraltar in October, 1985, and is managed by Haggerstone Marine Ltd. of Hornchurch outside London, said managing agent Gordon Haggerstone. It carried vegetable oils and was registered as a motor vessel, he said.

The Syneta was empty when it left the English port of Liverpool on Dec.20 for Eskifjordur on the east coast of Iceland to pick up 1,100 tons of fish- liver oil. „She had been due to . . . return via Rotterdam and Dunkirk,„
Haggerstone said.

The Syneta ran aground in relatively good weather on Skrudur rock, a 531- foot-high outcrop at the mouth of the Faskrudsfjordur fjord, he said.

Capt. Hannas Hafstein of the Icelandic Lifesaving Association said: „It`s high and it`s straight and the ship ran aground on the southern part of it. We can`t understand why she sailed right into it.„

The ship hit the rock at its northeast corner and was only a few yards from passing it safely, said Ingolfur Fridgeirsson, who was overseeing the rescue effort from Eskifjordur.

Briem said the crew gave an incorrect position 10 miles north of Skrudur rock in the mayday call. But he said rescuers found the tanker after seeing a distress flare fired by the crew.

The first of 12 fishing boats, the Thorri, got to the scene 30 minutes
later. It found the ship nearly capsized and saw no sign of the crew, Briem said.

The first body was found floating in the sea 70 minutes later.

Hefurðu frekari upplýsingar um Syneta slysið hafðu samband: diveexplorer@dive-explorer.com

Upplýsingar og heimildir:

Papey GK8 (+1933)

Línuveiðarinn Papey GK-8 (áður Kakali ÍS 425) fór á veiðar frá Reykjavíkurhöfn í febrúar 1933. Um borð voru 17 skipverjar.

Þegar Papey GK8 var um tvær sjómílur frá Engey rakst skipið á þýska flutningaskipið Brigitte Sturm, sem var á leið til Reykjavíkur frá Stykkishólmi.

Stefni Brigitte Sturm stóð langt inn í Papey við áreksturinn sem sökk á skammri stundu.

8 skipverjar komust lífs af en 9 manns drukknuðu. Allir nema vélstjórarnir voru undir þiljum þegar slysið átti sér stað. Því var talað um að menn hafi sogast niður með skipinu er það skyndilega sökk, en það hafði sokkið á aðeins 2 til 3 mínútum samkvæmt frásögnum vitna.

Sjóréttur var haldinn og lesa má hluta þess í heimildum Morgunblaðsins þann 22. febrúar 1933.

Þýska flutningaskipið Brigitte Sturm sem lenti í árekstri við Papey GK 8. Það hét síðar Richard Borchard og fórst 1938 út af Helgoland.

Um Papey GK-8

Línuveiðarinn Papey var smíðaður í Hollandi árið 1913 (1914?). Hann var 107 bruttólesta með 220 HA 3 þrennslu gufuvél. Var hann í sinni fyrstu ferð, nýlega leigður af Guðmundi Magnússyni skipstjóra af Útvegsbankanum. Guðmundur komst lífs af úr slysinu, en var illa haldinn. Áður hafði Papey verið í eigu Vals í Hafnarfirði.

Módel / líkan af línuveiðaranum Papey GK8.

Skipsflakið af Papey

Ekki hef ég upplýsingar um hvar flakið af Papey sé að finna eða hvort það hafi fundist, og þar af leiðandi hvort kafað hafi verið niður á það.

Samkvæmt upplýsingum frá tíma slyssins þá er talað um að flakið sé að finna á 35 metra dýpi, tvær sjómílur VNV af Engey. Almennt dýpi á þessum slóðum er 30 til 50 metrar.

Sjókort VNV af Engey – NV af Gróttu (Navionics)

Ef þú hefur frekari upplýsingar um þetta slys, upplýsingar um flakið eða eitthvað frekar þá geturðu komið því á framfæri með því að skrifa hér á síðunni, eða senda mér tövlupóst á: diveexplorer@dive-explorer.com

__________________________________________________

Heimildir og upplýsingar: