Skipsflakið „V“ (+1911)

Eftir samsetningar og uppfærslur á neðansjávarmyndavélinni eða ROV (e. Remotly Operated Vehicle) þennan vetur var ákveðið að skreppa aðeins út á sjó og athuga hvort allt virkaði ekki sem skildi fyrir þetta rannsóknarsumar.

Á siglingu á leið á rannsóknarsvæðið

Ákveðið var að fara stutt frá bænum og nýta þetta þokkalega sjólag og veður sem hefur verið að undanförnu. Byrjuðum við að fara á skipsflakið „H“ sjá hér. en við höfum undanfarin ár verið að rannsaka það og safna gögnum.

Ávallt hefur verið aðstæður neðansjávar ekki verið þær bestu til slíkra rannsókna og þessi dagur var þar ekki undantekning, handónýtt skyggni.

Þrátt fyrir það tókst okkur að finna flakið og prófa okkur áfram í ca. klukkustund. Áður en farið var á næsta stað og frekari prófanir gerðar á öðru flaki.

Yfirfærsla af gögnum frá ROV yfir á fartölvu. (3.6.2023)

Í leiðangri árið 2015 fundum við þetta frávik en fram að þessu höfum við ekki náð að staðfesta hvort þetta sé skipsflak og þá mögulega hvaða. En nokkur koma til greina. Eftir þennan prófunardag / stutta leiðangur okkar þá getum við með vissu staðfest að þetta sé skipsflak.

Sónar rannsókn frá árinu 2015 þar sem frávik komu í ljós (AÞE / RE / JKÞ / HH)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (3.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (3.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (3.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (3.6.2023)
Skjáskot úr myndbandi af flakinu (3.6.2023)
Myndband af flakinu – klippt til og stytt en sjá má ýmsa hluti þrátt fyrir verulega slæmt skyggni. (3-6-2023)

Við höfum grun um hvert og er það líklegast um 110 ára gamalt skipsflak um að ræða. Eins og sjá má á myndum er lítið sem ekkert skyggni en eftir greiningarvinnu á myndböndum og ljósmyndum má sjá klárlega spítnabrak af kjöl og ýmsum öðrum hlutum sem staðfestir sónar myndir, sem og önnur gögn sem við höfum aflað.

Frekari rannsóknir framundan.

Dýpi 10-12m, hitatig sjávar +8° C. Botngerð: Leðjubotn/fínn leirbotn. Skyggni: minna en 1 meter.

03.06.2023 – (AÞE / RE / HH / JKÞ)

Hefurðu upplýsingar um skipsflak? Vantar þig heimildir eða jafnvel þarft að leita að skipsflaki.

Eitthvað sem þú vilt bæta við? Hafðu samband, skrifaðu hér á síðuna eða sendu mér tölvupóst: diveexplorer@dive-explorer.com

Ein athugasemd við “Skipsflakið „V“ (+1911)”

Færðu inn athugasemd