Skipsflakið „H“ (+1908)

Franska skonnortan „H“ fórst í óveðri í desember 1908. Var mikið stórviðri og vindur í suðaustan átt.

Voru mörg skip í vari á meðan þessu óviðri stóð yfir.

Ljósmynd af skonnortu. Alls ekki ólíklegt að „H“ hafi litið svipað út. (Google.is)

Sagt var að „H“ hafi verið gamall dallur en hafi verið gerður upp í „dráttarbrautinni“.

Leit að skipsflakinu „H“.

Leit hófst árið 2015, kom þá nokkur áhugaverð frávik í ljós, en ekkert sem gaf neitt sérstakt til kynna að um skipsflak væri að ræða. En vitað var að þau voru nokkur á þessum slóðum.

Nokkrum árum síðar var farið aftur í leit að flakinu. Sá leiðangur fór fram þann 8. desember 2018. Fóru þá Arnar Þór Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson frá rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum í stuttan leiðangur. Kom í ljós nokkur „frávik“ og við nánari skoðun á gögnunum kom í ljós mögulegt skipsflak.

Tvígeislamæling (Side Scan Sonar mynd) af fráviki. Lengdarmæling gefur til kynna 30 metra langt frávik og 14 metra breitt. (08.12.2018 DiveExplorer / Ragnar Edvardsson)

For-rannsókn / könnun með neðansjávarmyndavél – 01. febrúar 2019

Þann 01. febrúar 2019 var farið í aðra leit, og þá með neðansjávarmyndavél, en veður á þessum tíma var ekki hentugt í köfun og það var líka nauðsynlegt að skoða fleiri en einn stað.

Á einum á þessum stöðum kom klárlega í ljós skipsflak sem leiða má líkum af að sé af „H“.

Neðansjávarmynd. (01.02.2019 (DiveExplorer / Heimir Haraldsson / Ragnar Edvarsson)
Neðansjávarmynd. (01.02.2019 (DiveExplorer / Heimir Haraldsson / Ragnar Edvarsson)

Nauðsynlegt verður að skoða það frekar og þá með köfun niður á flakið og gera mælingar og meta hvaða hluti/muni þetta flak hefur að geyma.

Könnunarköfun 30.05.2019

Könnunarleiðangur niður á flakið var farið þann 30.05.2019. Leiðangursmenn voru Heimir Haraldsson, kafari og skipstjóri leiðangursins. Fornleifafræðingurinn Doktor Ragnar Edvardson frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum (Bolungarvík) og Arnar Þór Egilsson, kafari og áhugamaður um skipsflök. Myndatökumaður frá Ríkissjónvarpinu var með í för, en verið var að gera myndefni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann, um rannsóknir á skipsflökum.

Á línunni niður á skipsflakið. (Arnar & Ragnar – 30.05.2019)
Undirbúningur fyrir köfun. Frábært veður þennan dag (DiveExplorer – 30.05.2019)

Könnunarköfun þann 26. september 2019.

Farið var í könnunarköfun í flakið þann 26. september 2019. Veður aðstæður voru með allra besta móti. Farið var niður á flakið, en því miður var skyggni sáralítið, en frábær köfun – margt að sjá. Tekið var samt upp myndir og video.

Frekari rannsóknir, sem og leiðangrar eiga eftir að fara fram.

Kafarinn SAWÓ (Samúel) að skrásetja hluti á flakinu. (DiveExplorer 26.09.2019)
Hér er mjög líklega gamall olíulampi sem hefur verið um borð í skipinu. Köfun þennan dag var skyggni mjög lítið. (AÞE, HH & SAWÓ_26.09.2019)
Hér er mjög líklega gamall olíulampi sem hefur verið um borð í skipinu. Köfun þennan dag var skyggni mjög lítið. (AÞE, HH og SAWÓ_26.09.2019)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s