Franska skonnortan „H“ fórst í óveðri í desember 1908. Var mikið stórviðri og vindur í suðaustan átt.
Voru mörg skip í vari á meðan þessu óviðri stóð yfir.

Sagt var að „H“ hafi verið gamall dallur en hafi verið gerður upp í „dráttarbrautinni“.
Leit að skipsflakinu „H“.
Leit hófst árið 2015, kom þá nokkur áhugaverð frávik í ljós, en ekkert sem gaf neitt sérstakt til kynna að um skipsflak væri að ræða. En vitað var að þau voru nokkur á þessum slóðum.
Nokkrum árum síðar var farið aftur í leit að flakinu. Sá leiðangur fór fram þann 8. desember 2018. Fóru þá Arnar Þór Egilsson, kafari og Ragnar Edvardsson frá rannsóknarsetri Háskólans á Vestfjörðum í stuttan leiðangur. Kom í ljós nokkur „frávik“ og við nánari skoðun á gögnunum kom í ljós mögulegt skipsflak.

For-rannsókn / könnun með neðansjávarmyndavél – 01. febrúar 2019
Þann 01. febrúar 2019 var farið í aðra leit, og þá með neðansjávarmyndavél, en veður á þessum tíma var ekki hentugt í köfun og það var líka nauðsynlegt að skoða fleiri en einn stað.
Á einum á þessum stöðum kom klárlega í ljós skipsflak sem leiða má líkum af að sé af „H“.


Nauðsynlegt verður að skoða það frekar og þá með köfun niður á flakið og gera mælingar og meta hvaða hluti/muni þetta flak hefur að geyma.
Könnunarköfun 30.05.2019
Könnunarleiðangur niður á flakið var farið þann 30.05.2019. Leiðangursmenn voru Heimir Haraldsson, kafari og skipstjóri leiðangursins. Fornleifafræðingurinn Doktor Ragnar Edvardson frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum (Bolungarvík) og Arnar Þór Egilsson, kafari og áhugamaður um skipsflök. Myndatökumaður frá Ríkissjónvarpinu var með í för, en verið var að gera myndefni fyrir sjónvarpsþáttinn Landann, um rannsóknir á skipsflökum.


Könnunarköfun þann 26. september 2019.
Farið var í könnunarköfun í flakið þann 26. september 2019. Veður aðstæður voru með allra besta móti. Farið var niður á flakið, en því miður var skyggni sáralítið, en frábær köfun – margt að sjá. Tekið var samt upp myndir og video.
Frekari rannsóknir, sem og leiðangrar eiga eftir að fara fram.


